Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1980
23
Harkan í fyrirrúmi þegar ÍA burstaði Fram
STAÐAN i 1. deild er geysilega jöín og tvísýn eftir leiki helgarinnar.
Skagamenn komust upp að hlið Valsmanna á toppi deildarinnar með
stórsigri sinum yfir Fram á Akranesi á sunnudaginn, 4:0, í leik, sem
einkenndist af mikilli hörku. Skagamenn höfðu aigera yfirburði i
leiknum. Þeir eru greinilega á uppleið en Framarar hins vegar í
miklum öldudal. Hafa þeir nú tapað þremur siðustu leikjum sinum og
fengið á sig 11 mörk en skorað tvö.
Dómari í leiknum var Guðmundur Sigurbjörnsson og átti hann ekki
sizt sök á þvi hve harður leikurinn varð. Hann hefur vafalaust ætlað
sér að vera ekki með neinn flautukonsert og leyfa hörku að ákveðnu
marki. En útkoman varð sú, að hann missti eiginlega tökin á leiknum
strax á fyrstu minútunum, og harkan varð alltof mikil. Hvað eftir
annað voru framin brot af grófustu tegund án þess að gula spjaldinu
væri veifað og stundum var flautunni jafnvel ekki lyft. Enda komu
flestir leikmenn marðir og skrámaðir til búningsklefanna eftir
leikinn.
Fyrri hálfleikurinn
var tíðindalítill
Ágætt veður var á Akranesi á
meðan leikurinn fór fram, sólskin
en allhvasst. Skagamenn léku á
móti vindinum í fyrri hálfleik og
náðu strax tökum á miðjunni.
Sóttu þeir mun meira en gekk illa
að skapa sér tækifæri. Framar-
arnir voru ákaflega bitlausir og
þeir komust sárasjaldan nálægt
marki Skagamanna. Leikurinn var
lengi vel tíðindalítill eða allt þar
til Skagamenn tóku forystuna á
40. mínútu. Kristján Olgeirsson
tók hornspyrnu og gaf vel fyrir
markið. Guðmundur markvörður
missti boltann yfir sig til Sigurðar
Halldórssonar sem skallaði að
markinu. Á leiðinni fór boltinn í
öxl Jóns Péturssonar og í netið.
Á 15. mínútu seinni hálfleiks
bættu Skagamenn við marki. Sig-
urþór Ómarsson lék þá upp
vinstra megin en var felldur fyrir
utan vítateiginn, ekki langt frá
hliðarlínu. Dæmd var bein auka-
spyrna og framkvæmdi Kristján
Olgeirsson spyrnuna. Framararn-
ir voru heldur betur illa á verði.
Þeir bjuggust við fyrirgjöf að
fjærstönginni, en Kristján gerði
IA —
Fram
4:0
sér lítið fyrir og skaut þrumuskoti
beint í markið við stöngina nær.
Vel gert hjá Kristjáni en slæm
mistök hjá vörn Fram og Guð-
mundi markverði.
Þremur mínútum síðar gerðist
umdeilt atvik. Knötturinn var
gefinn inn í vítateig ÍA og Bjarni
markvörður henti sér niður og
greip boltann. Símon Kristjánsson
fylgdi sendingunni eftir og rak
fótinn í andlit Bjarna. Bjarni lá á
jörðinni með boltann drjúgan
tíma og að lokum flautaði Guð-
mundur dómari og dæmdi óbeina
spyrnu á ÍA rétt utan markteigs.
Áhorfendur létu heldur betur í sér
heyra en Skagamenn bægðu hætt-
unni frá þegar aukaspyrnan var
tekin.
Á 20. mínútu skoruðu Skaga-
menn sitt þriðja mark. Kristinn
Björnsson lenti í návígi við varn-
armann Fram, en náði að snúa á
hann og senda knöttinn fyrir
markið til Kristjáns Olgeirssonar,
fslandsmðtlð 1. delld
Fyrsta mark Skagamanna í uppsiglingu. Guðmundur markvörður missti boltann yfir sig til Sigurðar
Halldórssonar. sem stökk upp og skallaði boltann í markið. Á leiðinni fór boltinn í Jón Pétursson.
Ljósm. Mbl. Sigtr.
sem var þar einn og óvaldaður, og
skoraði örugglega.
Sífellt meiri harka færðist í
leikinn og þar kom að Pétur
Ormslev var rekinn af velli á 32.
mínútu. Hann hafði fengið gult
spjald fyrr í leiknum og er hann
mótmælti dómi, var Guðmundi
dómara nóg boðið og sýndi hann
Pétri rauða spjaldið. Skagamenn
héldu áfram að sækja, og á 36.
mínútu innsiglaði Sigurður Hall-
dórsson sigur Skagamanna, er
hann skaut föstu jarðarskoti með
góðu marki. Guðjón Þórðarson tók
langt innkast, Sigurður Lárusson
skallaði knöttinn fyrir fætur Sig-
urðar, sem skoraði með föstu
jarðarskoti af 7—8 metra færi,
óverjandi fyrir Guðmund mark-
vörð.
Skagamenn spiluðu þennan leik
vel og unnu mjög verðskuldaðan
sigur. Eru þeir greinilega á upp-
leið eftir heldur slaka byrjun og er
staða þeirra óneitanlega sterk, því
þeir eiga t.d. eftir heimaleiki við
Val og ÍBV. Að þessu sinni voru
þeir beztir Kristján Olgeirsson og
Jón Gunnlaugsson. Kristján hefur
ekki áður skorað tvö mörk í leik í
1. deild og er hann mjög vaxandi
leikmaður. Jón stendur nú á þrí-
tugu og hefur aldrei verið betri í
miðvarðarstöðunni en einmitt nú.
í heild átti ÍA-liðið mjög góðan
leik.
Það sama verður ekki sagt um
Framara. Þeir virðast heillum
horfnir um þessar mundir. Tengi-
liðirnir ná ekki tökum á miðjunni
og framlínan er gjörsamlega bit-
laus, enda fengu Framarar ekki
eitt einasta umtalsvert tækifæri í
leiknum. Liðið er skipað sterkum
einstaklingum og uppskeran á að
vera meiri en hún er. í þessum leik
voru þeir beztir landsliðsmennirn-
ir Marteinn og Trausti, en sá
síðarnefndi var sá leikmaður
Fram; sem gerði mestan usla í
vörn ÍA, þótt hann leiki í bakvarð-
arstöðunni.
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild, Akranes-
völlur, 20. júlí, ÍA — Fram 4:0
(1:0).
MÖRK ÍA: Sigurður Halldórsson á
40. og 81. mínútu, Kristján
Olgeirsson á 60. og 65. mínútu.
RAUTT SPJALD: Pétur Ormslev
Fram.
GUL SPJÖLD: Gústaf Björnsson
Fram og Árni Sveinsson IA.
ÁHORFENDUR: 1206.
SS.
Sanngjarn Víkingssigur gegn
Lið Víkings vann sanngjarnan sigur á liði ÍBK í gærkvöldi á
Laugardalsvellinum. Vikingar áttu fjöldan allan af góðum marktæki-
færum og voru hreinir klaufar að nýta ekki sum þeirra. Þó
sérstaklega kom það mönnum á óvart að sjá hin bráðefnilega og
ieikna knattspyrnumann Lárus Guðmundsson misnota tvö dauðafæri
svo til alveg í röð, eftir að hann komst einn í gegn um vörn ÍBK en
laust skot hans varði markvörðurinn auðveldlega enda beint á hann.
En bestu mönnum getur mistekist.
Lið Víkings er greinilega í mikilli framför, undir stjórn hins
rússneska þjálfara sins. Liðið er nú komið með 11 stig og hefur alla
burði til þess að vera með í toppbaráttunni í 1. deild í ár.
Elnkunnagiöfln
ÍA:
Bjarni Sigurðsson 6
Guðjón Þórðarson 6
Július Ingólfsson 6
Sigurður Lárusson 6
Sigurður Halldórsson 7
Jón Gunnlaugsson 8
Kristján Olgeirsson 8
Jón Askelsson 6
Sigþór ómarsson 6
Kristinn Björnsson 6
Árni Sveinsson 7
Lið Vikings:
Diðrik ólafsson 7
Gunnar Gunnarsson 7
Ragnar Gislason 6
Magnús Þorvaldsson 6
Þórður Marelsson 6
Helgi Helgason 7
Ómar Torfason 6
Lárus Guðmundsson 6
Hinrik Þórhallsson 7
Heimir Karlsson 8
Gunnar örn Krist jánsson 5
Fyrri hálfleikurinn í gærkvöldi
var nokkuð jafn. Bæði liðin léku
nokkuð vel úti á vellinum, en gekk
illa að komast í gegn um varnirn-
ar og skapa sér marktækifæri sem
voru umtalsverð.
Víkingur
— ÍBK
Síðari hálfleikurinn var hins
vegar mjög líflegur og bráð-
skemmtilegur á að horfa. Víkingar
byrjuðu af miklum krafti og voru
greinilega ákveðnir í að ná sér í
stigin tvö. Á 55. mínútu á Hinrik
gott skot rétt yfir þverslánna.
Víkingar sækja stíft og uppskera
mark á 59. mínútu. Lárus gefur
góða sendingu út á Hinrik sem
gefur sér góðan tíma sendir síðan
vel fyrir markið á Helga Helgason
sem skorar af yfirvegun og öryggi
í bláhorn marksins. Fallegt mark.
Kom Jón Örvar engum vörnum
við.
Tveimur mínútum síðar bjargar
Óskar bakvörður ÍBK á línu eftir
góðan skalla Ómars. Á 67. mínútu
skora Víkingar sitt annað mark og
það var ekki af verri tegundinni.
af öðru. Heimir er aftur á ferðinni
á 70. mínútu með þrumuskot rétt
framhjá stöng. Lárus á gott skot
mínútu síðar fram hjá. Á 72.
mínútu eiga Keflvíkingar loks
tækifæri, Steinar skýtur góðu
skoti rétt framhjá.
En lokakaflinn var Víkinga.
Lárus Guðmundsson komst í gegn
um vörn ÍBK á 85. mín. átti Lárus
aðeins markvörðinn eftir er hann
reyndi skot of fljótt. Skot hans
misheppnaðist og Jón Örvar varði
auðveldlega, rétt skömmu síðar
var Lárus aftur á ferðinni í sömu
stöðu en mistókst alveg eins. Bæði
þessi góðu tækifæri áttu að gefa
Víkingum mark.
FRAM
GuAmundur Baldursson
Simon Kristjánsson
Trausti Haraldsson
Gunnar Bjarnason
Marteinn Geirsson
Elías Davíðsson
Gústaf Björnsson
Pétur Ormslev
Guðmundur Torfason
Guðmundur Steinsson
Jón Pétursson
Dómari:
Guðmundur Sigurbjörnsson
Lið tBK:
4 Jón örvar Arason
5 Guðjón Guðjónsson
7 Óskar Færseth
5 Gisii Eyjólfsson
7 Kári Gunnlaugsson
5 Ólafur Júliusson
6 Skúli Rósantsson
4 Sigurjón Sveinsson
4 Ragnar Margeirsson
4 óli Þór
4 Steinar Jóhannsson
Björn Ingólfsson jvm)
3 Dómari Kjartan Óiafsson
6
5
5
6
5
5
5
5
6
6
5
6
7
Eftir góða sókn Víkinga nær
Helgi að skalla laglega út til
Heimis Karlssonar sem var á
vítateigslínu. Heimir sýndi snilld-
artakta og um leið glæsileg tilþrif
þar sem hann lagði sig niður og
skaut um leið viðstöðulausu skoti í
bláhorn marksins sannkallað
draumamark. Þrumuskot óverj-
andi og óvenju glæsilegt. ÍBK
reyndi að rétta úr kútnum en gekk
það illa, það voru Víkingar sem
sóttu og áttu nú hvert tækifærið
IBK
Það var svo á lokamínútunni að
Steinari Jóhannssyni tókst að
skora mark ÍBK. Eftir að þvaga
hafði myndast inn í teig Víkings
náði hann að skjóta föstu skoti og
skora laglega og laga stöðuna í
2-1.
Lið Víkings lék þennan leik vel,
sérstaklega síðari hálfleikinn nú
getur ekkert lið bókað sér sigur
gegn Víkingum eins og þeir leika í
dag. Og gaman verður að fylgjast
með leik þeirra á móti Fram í
bikarkeppninni á miðvikudag. Lið
Víkings var jafnt í þessum leik,
allir börðust vel og náðu vel
saman. Heimir, Lárus og Gunnar
eru allir ungir að árum og eiga
framtíðina fyrir sér sem knatt-
spyrnumenn.
Lið ÍBK náði sæmilegum köfl-
um í leik sínum, en þess á milli
datt leikur þeirra niður. Það
vantaði meiri baráttu og brodd í
sókn liðsins.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. Laugardalsvöllur. Víking-
ur-ÍBK 2-2 (0-0).
Mörk Víkings. Helgi Helgason á
59. mínútu og Heimir Karlsson á
67. mín. Mark ÍBK Steinar Jó-
hannsson á 90. mínútu.
Gult spjald: Hinrik Þórhallsson
Víking.
Dómari var Kjartan Ólafsson og
dæmdi vel.
Áhorfendur voru 758.
— ÞR.