Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 Blikar á lofti BREIÐABLIK steraði ÍBV 2-0 á KópavoK-svellinum í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á laugardaginn. Er óhætt að segja að sá sÍRur hafi verið meira en sannKjarn og Kefa tolurnar nokk- uð góða mynd af uanjíi leiksins. í heild var leikurinn ekkert sér- stakur, en það sem sást af þokkalegri knattspyrnu. kom meira og minna allt frá UBK. í sviðsljósinu voru þeir Helgi Bentsson og Sigurður Grétars- son, cfstu menn i einkunnagjöf Mbl. um þessar mundir. Þeir félagar slógu ekki slöku við og gerðu varnarmenn ÍBV grá- hærða áður en yfir lauk. Blikarnir byrjuðu af miklum krafti og tvívegis á fyrstu mínút- unum voru þeir hársbreidd frá því að komast í dauðafæri. I báðum tilvikum komu Eyjafætur eins og skrattinn úr sauðarleggnum á síðustu stundu og björguðu. Hægðist mjög um leikinn síðan um hríð, en er líða tók á hálfleik- inn, færðist dálítið líf í Blikana. Fyrra markið skoruðu þeir á 42. mínútu og var þar að verki Sigurður Grétarsson. Var aðdrag- andi marksins sérlega glæsilegur, Helgi Bentsson kom á mikilli ferð inn að vítateig ÍBV, lék þrjá Eyjamenn upp úr skónum og skaut síðan hörkuskoti í þverslá. Hrökk knötturinn út til Sigurðar Grétarssonar sem kom aðvífandi á UBK: O, ÍBV fullri ferð og spyrnti viðstöðu- lausu þrumuskoti í markið af frekar stuttu færi. Næstu mínút- urnar voru Bjikarnir síðan ágeng- ir við mark ÍBV og var Sigurður tvívegis í góðum marktækifærum, fyrst eftir undirbúning Helga Bents og síðan eftir undirbúning Vignis Baldurssonar. Besta (og eina) tækifæri Eyjamanna í fyrri hálfleik kom eftir hornspyrnu á 40. mínútu. Þá stökk Sigurlás hæst og skallaði að marki. Fór knötturinn ofan á þverslána. Þetta var allt saman hálfgerð vitleysa hjá Eyjamönnum í síðari hálfleik, reyndar í fyrri hálfleik líka. Þeir náðu alls ekki saman úti á vellinum, sendu knöttinn fyrst og fremst til mótherja, notuðu alls ekki kantana og voru auk þess öðru hvoru grófir í leik sínum. Kom það einkum niður á fram- herjum Blikanna, sem léku vörn Eyjaskeggja oft grátt. Blikarnir náðu nokkrum góðum sprettum, en þess á milli datt leikur liðsins niður á plan meðalmennskunnar. Þegar rennt er yfir minnis- punktana, kemur í ljós, að þau tækifæri sem skutu upp kollinum í síðari hálfleik voru öll að einu undanteknu eign Blikanna. Ómar Jóhannsson átti gott hörkuskot rétt yfir mark UBK á 60. mínútu. Eru þar með upptaldar atlögur IBV að marki UBK. Blikarnir voru hins vegar sprækari, enda sigruðu þeir í leiknum. Benedikt skallaði naumlega fram hjá á 68. mínútu og áður hafði Helgi Bentsson brennt af í góðu færi og Páll Pálmason bjargað naumlega af línu lúmsku skoti Tómasar Tómassonar. Eitt besta tækifæri Blikanna kom á 70. mínútu leiksins, þá sneri Helgi Bentsson snarlega á vörn ÍBV, komst á auðan sjó, en skot hans heppnaðist illa og hæfði ekki markrammann. UBK innsiglaði síðan sigurinn endanlega á 85. mínútu. Olafur Björnsson fékk þá skyndilega góða sendingu inn fyrir vörn ÍBV. Hann virtist hrasa og skemma tækifærið fyrir sjálf- um sér, en náði þó að pota knettinum að marki ÍBV. Páll Pálmason kom hlaupandi út á móti, hálfvarði skotið, en knöttur- inn skoppaði í netið engu að síður. Sigurður Grétarsson var besti maður UBK að þessu sinni og félagi hans Helgi Bentsson kom þar mjög skammt á eftir. Sigurður skemmdi nokkuð fyrir sér með hinu mikla skapi sínu. Var hann heppinn að Magnús Pétursson dómari sýndi honum ekki rauða spjaldið í síðari hálfleik, er hann sparkaði knettinum burt er dæmd hafði verið aukaspyrna á UBK. Hafði Sigurður fengið að skoða gula spjaldið fyrr í leiknum. Helgi var stilltur að þessu sinni og lék þeim mun betur fyrir vikið. Auk þeirra voru Vignir og Þór mjög góðir á köflum á miðjunni. Lítið reyndi á vörn og markvörslu Blikanna í leiknum sökum lítillar mótstöðu. Kári Þorleifsson var langbestur í liði Eyjamanna, var alltaf á ferðinni og hótaði nokkr- um sinnum að brjótast í gegnum vörn UBK, þó ekki yrði neitt úr neinu. Sighvatur Bjarnason kom einnig allvel frá leiknum, en aðrir utan Páll Pálma voru slakir. í stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild, Kópavogs- völlur UBK-ÍBV 2-0 (1-). Mörk UBK: Sigurður Grétarsson (42) og Ólafur Björnsson (85). Gul spjöld: Sigurður Grétarsson UBK. Áhorfendur: 894. Elnkunnagjöfln LIÐ FH: Friðrik Jónsson 7 Viðar Halldórsson 6 Atli Alexandersson 5 Valþór Sigþórsson 6 Guðjón Guðmundsson 6 Magnús Teitsson 7 Helgi Ragnarsson 6 Ásgeir Elíasson 6 Valur Valsson 6 Pálmi Jónsson 7 Ásgeir Arnbjörnsson 5 LIÐ VALS: ólafur Magnússon 6 óttar Sveinsson 5 Grimur Sæmundsen 4 Dýri Guðmundsson 5 Sævar Jónsson 6 Þorsteinn Sigurðsson 4 Magni Pétursson 6 Matthías Hallgrímsson 4 Hermann Gunnarsson 4 Guðmundur Þorbjörnsson 4 Albert Guðmundsson 5 Magnús Bergs (vm) 6 Jón Einarsson (vm) 6 Dómari: Eysteinn Guðmundsson 7 LIÐ KR: Stefán Jóhannsson 7 Ágúst Jónsson 5 Sigurður Pétursson 7 Ottó Guðmundsson 5 Borkur Ingvarsson 5 Sigurður Indriðason 6 Jón Oddsson 6 Birgir Guðjónsson 4 Sverrir Herbertsson5 Sæbjörn Guðmundsson 7 Ilálfdán Örlygsson 4 Stefán örn Sigurðsson (vm) 5 Erling Aðalsteinsson(vm) 5 LIÐ ÞRÓTTAR: Jón Þorbjörnsson 7 Ottó Hreinsson 6 Daði Harðarson 3 Rúnar Sverrisson 4 Sverrir Einarsson 5 Jóhann Hreiðarsson 4 Páll ólafsson 6 Þorvaldur Þorvaldsson 5 Halldór Arason 4 Sigurkarl Aðalsteinsson 4 Ólafur Magnússon 4 Dómari: Sævar Sigurðsson 6 LIÐ UBK: Guðmundur Ásgeirsson 7 Gunnlaugur Helgason 5 Tómas Tómasson 5 Valdemar Valdemarsson 5 Einar Þórhallsson 6 Benedikt Guðmundsson 5 Vignir Baldursson 7 Þór Hreiðarsson 7 Sigurður Grétarsson 8 Helgi Bentsson 8 ólafur Björnsson 6 LIÐ ÍBV: Páll Pálmason 7 Sighvatur Bjarnason 7 Viðar Elíasson 5 Þórður Hallgrimsson 5 Gústaf Baldvinsson 5 Snorri Rútsson 4 Jóhann Georgsson 4 óskar Valtýsson 4 Sigurlás Þorleifsson 5 ómar Jóhannsson 5 Kári Þorleifsson 7 Tómas Pálsson (vm) 3 Dómari: Magnús V. Pétursson 6 i Ovæntusl • Meðfylgjandi myndasyrpa er af síðara marki UBK geKn ÍB Páll hefur hendur á knettinum, en ekki svo að að gagni komi. K fagnar ógurlega er knötturinn hafnar loks í netinu. Fyrsta ma í 1. deild FH vann örugg EINHVER óvæntustu úrslit 1. deildarinnar til þessa skutu upp kollinum á sunnudaginn suður i Hafnarfirði, en þar gerði botnliðið FH sér lítið fyrir og sigraði toppliðið Val örugglega 2—1. Var sigurinn sanngjarn og lengst af öruggur. Munaði þó mjóu á lokaminútunum að Val tækist að jafna, en liðið átti annað stigið alls ekki skilið. Valsmenn léku illa, FH-ingar vel á köflum, eða a.m.k. mun betur heldur en stjörnum skrýtt lið Vals. Hefði mátt ætla á leik liðanna, að Valsmenn væru einir á botninum, en FH-ingar i ofanverðri deild. Þrátt fyrir sigurinn er staða FH i 1. deild mjög erfið, en þessi sigur, ásamt góðum 3 — 1 sigri gegn ÍA i bikarkeppninni, ætti að stappa stálinu i leikmenn FH. Það sem háð hefur FH fyrst og fremst, er gloppóttur varnarleikur, en það er athyglisvert, að enn hefur liðið ekki leikið leik i 1. deild án þess að fá á sig eitt mark eða (og oftast) meira. Leikur FH og Vals var lengst af með ólíkindum tilþrifalítill og tíðindasnauður. Bókstaflega ekk- ert gerðist fyrstu 28 mínúturnar annað en að leikmenn þvældust um með knöttinn fram og aftur um vallarmiðjuna. En á 29. mín- útu æstist leikurinn heldur betur. Þá björguðu FH-ingar tvívegis af marklínu á sömu mínútunni. Fyrst var það miðvörðurinn Guð- jón Guðmundsson sem bjargaði og nokkrum andartökum síðar skall- aði Dýri að marki, en Atli Alex- andersson bjargaði af línu. Ef frá eru taldar tvær fimm mínútna rispur, gerðu Valsmenn fátt meira af viti í leik þessum. Pálmi Jónsson skoraði fyrra mark FH á 36. mínútu. Helgi Ragnarsson lék þá laglega á varn- armann úti á hægri kantinum og sendi vel fyrir markið til Pálma. Pálmi tók knöttinn snyrtilega niður og skaut snöggu þrumuskoti í bláhorn marksins utan úr víta- teignum. Gott mark og verðskuld- að, því þrátt fyrir allt höfðu FH-ingar verið frískari aðilinn í leiknum. FH-ingar héldu áfram að leika betur en Valsmenn, en það vantaði þó allan brodd í sóknarleikinn og fá tækifæri buðust. Valur Valsson fékk þó eitt á 37. mínútu, en brenndi af. Á 52. mínútu fékk Magnús Teitsson síðan knöttinn mjög skyndilega inn fyrir vörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.