Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1980 29 Fjölmenn Varðarferð í blíðskaparveðri árla á sunnudagsmorgun lögðu rúmlega sjö hundr- uð manns upp frá Valhöll í hina árlegu sumarferð Varðar. Ekið var austur yfir Hellisheiði og var fyrsti áfangastaðurinn sjávarkambarnir á Stokkseyri, þar sem menn drukku morgun- kaffi í morgunkyrrðinni. Síðan var ekið upp með Þjórsá, upp Skeiðin og inn í Þjórsárdal. Þar var staðnæmst um hádegisbil og þjóðveldisbærinn skoðaður. Steinþór Gestsson, alþingismað- ur, bauð ferðalangana velkomna og fagnaði því að Suðurland væri heimsótt að þessu sinni. Þar væru menn í nágrenni við mestu orkumannvirki landsins, en eins og kunnugt væri hefði Sjálfstæð- isflokkurinn og foringjar hans unnið mikið brautryðjendastarf í orkumálum. Þessi staður ætti að minna menn á þá möguleika, sem væru á því að lifa góðu lífi i þessu landi, ef þeir væru nýttir, en úrtölumenn villtu fólki ekki sýn. Að lokinni ræðu hans tók formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, til máls, en ræða hans er birt á öðrum stað í biaðinu. Að loknum hádegisverði í Þjórsárdal var ekið inn til fjalla, þar sem virkjunarframkvæmdir við Hrauneyjarfoss voru skoðað- ar. Páll Ólafsson tók á móti ferðamönnum og gerði grein fyrir þeim framkvæmdum, sem þarna er unnið að. Annar háttur var hafður á við útboð þessara fram- kvæmda en verið hefur. Til að gera Islendingum kleift að bjóða í verkið var því öllu skipt í smærri verk og aðeins sérhæfð verk, sem krefjast mikillar tækni s.s. þétt- ing stíflunnar, voru boðin út á erlendum vettvangi. Nú eru um 600 manns að vinna við þessar framkvæmdir og þar af eru aðeins 25 útlendingar. Byrjað er á stíflu- gerð og er áætlað að henni verði lokið haustið 1981, ennfremur er byrjað að grafa aðveituskurðinn og byggja stöðvarhúsið. Síðan var ekið upp að Sigöldu, og gafst þá ágætt tækifæri til að bera saman aðstæður annars vegar á meðan unnið er við framkvæmdir og hins vegar þegar búið er að ljúka þeim og orkuvinnsla hafin. Ekki láta orkuverin þá mikið yfir sér og höfðu menn það á orði, að engin leið væri að ímynda sér þá vinnu, sem að baki lægi, nema sjá það með eigin augum. Nú var degi tekið að halla og ekið niður eyðisandana að gróð- urvininni í Galtalækjarskógi, síð- asta áningarstað ferðarinnar. Þar lýsti Einar Guðjohnsen umhverf- inu fyrir mönnum, eins og hann reyndar gerði á hverjum áningar- stað. Sigurður Óskarsson, for- maður Verkalýðsmálaráðs Sjálf- stæðisflokksins, bauð menn vel- komna í Rangárvallasýslu. Að loknum kvöldverði ávarpaði Óskar Friðriksson, formaður Varðar, ferðafólkið og þakkaði ánægjulegan dag og vel heppnaða ferð. Ennfremur þakkaði Guð- mundur Jónsson fyrir hönd ferða- nefndarinnar mönnum fyrir sam- fylgdina og kvaðst vonast til að sjá sem flesta að ári liðnu þegar næsta sumarferð yrði farin. Það var langt liðið á kvöld, þegar komið var heim í Valhöll aftur og ferðalangarnir þreyttir en ánægðir með viðburðarríkan dag, fróðlega og skemmtilega ferð í yndislegu veðri, kvöddust og héldu hver til síns heima. Milli sjö og átta hundruð manns, sem þátt tóku í Varðarferðinni, virða fyrir sér virkjunarframkvæmdir við Hrauneyjarfoss. Einar Þ. Guðjohnsen lýsir staðháttum fyrir ferðamönnum við Þjóðveldisbæinn i Þjórsárdal. Einar gerði mjög góða leiðarlýsingu vegna ferðarinnar og jafnframt lýsti hann umhverfi á hverjum áningarstað. Ungir sem aldnir tóku þátt i Varðarferðinni og létu fara vel um sig á áningarstöðum. t fögru umhverfi við rætur Ileklu var siðasti áningarstaður ferðarinnar. Galtalækjarskógur. þar sem snæddur var kvöldverður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.