Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 34
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 Á ferö um Skagafjörð / Texti: Friörik Friöriksson Skagf irðingar eru söngelskt f ólk Á Sleitustöðum í Hólahreppi hefur með tiðinni þróast litið samfélag þar sem búa 20 — 25 manns og hafa atvinnu af búskap. rekstri bílaverkstæðis og rekstri vöruflutninga- og langferðabif- reiða. íbúarnir eru allir skyldir og ættfaðirinn, Sigurður Þorvaldsson, býr enn á Sleitustöðum. Sigurður er 96 ára gamall, en það cr einmitt eitt af barnabörnum hans, Þorvaldur Oskarsson, sem ég hcimsótti á Sleitustöðum. Þorvaldur rekur bílaverkstæði á Sleitustöðum, en fyrir utan vinnutíma syngur hann i nokkrum kórum, er formaður Karlakórs- ins Heimis í Skagafirði og formaður Tónlistarfélags Skagaf jarðar. Verðbólgan dregur kjark úr mönnum Hvernig gengur þér að reka bílaverkstæði hér úti í sveit? Reksturinn hefur gengið ágætlega og staðsetningin virð- ist engin áhrif hafa haft á viðskiptin. Mínir viðskiptavinir koma víða að, bæði sveitungar og bíleigendur frá Hofsósi, Siglufirði og jafnvel Sauðár- króki. Þetta hefur því fram að þessu verið nokkuð örugg atvinna fyrir fimm menn, en því er ekki að leyna, að það er þyngra undir fæti nú en nokkru sinni fyrr. Ég verð áberandi var við það hvað fólk hefur minni auraráð en áður, innheimta skulda er góður mælikvarði á það. Mér finnst það einkennandi fyrir það ástand sem ríkir í þjóðfélaginu, að verðbólgan dregur kjark úr mönnum til nýrra átaka, hún lamar allt verðskyn og verðmætamat og eykur auk þess óvissu og spill- ingu á öllum sviðum. Maður finnur það greinilega, að verðbólgan stigmagnast með áður óþekktum hraða, ráðamenn ,eru úrræðalausir enda mörg sjónarmið sem þarf að sætta. Því miður virðist þó heista sjónarmið stjórnmálamanna vera að kaupa sér atkvæði, án tillits til afleiðinganna fyrir þjóðarheildina. Karlakórinn Heimir er einn elsti karlakór landsins Nú ert þú formaður Karla- kórsins Heimis og auk þess söngmaður í kórnum, hvað getur þú sagt mér um starfsemi hans? Karlakórinn Heimir er einn af elstu karlakórum landsins, og öll þau 50 ár sem hann hefur starfað, hafa bændur verið meg- inuppistaðan í honum. í Heimi eru um 50 söngmenn úr 5 hreppum í Skagafirði, auk Sauð- árkróks. Eins og menn vita eru Skag- firðingar þekktir söngmenn, og bændur í Skagafirði eru þar engin undantekning. Á síðasta vetri æfðum við í Varmahlíð undir stjórn Sven Arne Korshamn, sem er norskur maður af íslenskum ættum, en Sven kenndi auk þess við Tón- listarskólann í Varmahlíð. Þeir bændur sem lengst þurftu að sækja til æfinga óku 70 km, tvisvar í viku, þannig að áhugi verður að vera mikill til að halda slíkt út heilan vetur. Starfsemi okkar yfir veturinn hefur annars miðað að því að fara í söngferðir um nágranna- byggðarlögin og stundum lengra, en síðasti vetur var alveg sér- stakur. Eftir að Sven Arne kom hingað í haust var farið að kanna grundvöll fyrir því að fara í söngför til Noregs, og eftir miklar vangaveltur og mikið starf var ákveðið að fara, og hafði Sven bæði skipulagning- una og síðar fararstjórnina á sinni könnu. Lagt var af stað í þessa söngferð 12. júní og tóku þátt í henni 36 söngmenn, en auk þess voru 34 aðrir með í ferðinni, vinir og vandamenn, auk undir- leikarans Einars Schwaiger, sem einnig er norskur. Þátttakan í ferðinni var sér- staklega góð þegar tekið er tillit til þess að vorannir stóðu sem hæst hjá bændum. Eiginkonur söngmanna eiga mikinn þátt í því að þetta tókst, því ófá kvöldin þurftu konurnar að taka á sig bústörfin, meðan karlarnir æfðu. Sem betur fer komust flestar eiginkvennanna með í ferðina, en þó voru dæmi þess að eiginkonur sátu heima til að bændur þeirra kæmust í söng- förina. Hvernig gekk ferðin fyrir sig? Hún tókst í alla staði frábær- lega vel, bæði var fararstjórnin góð og móttökurnar ólýsanlegar. Við sungum tvisvar sinnum opinberlega, fyrst í Hareid við Álasund og síðar í Elverum, í bæði skiptin við frábærar undir- tektir. Að auki sungum við nokkrum sinnum með öðrum kórum og félögum. Á milli þess sem við sungum, sátum við góðar veislur og skoðuðum okkur um, þannig að þetta var sannkölluð ævin- týraferð. Það skemmdi ekki fyrir að við fengum mjög góða dóma í þeim blöðum sem fjölluðu um söng okkar. Hvernig verður starfið í kórn- um næsta vetur? Ég á von á því að við byrjum í Hjónin SÍKUrlina Eiriksdóttir og Þorvaldur óskarsson eru bæöi mikið söngfólk. nóvember eins og vanalega, en það er ekki útséð með hver verður stjórnandi í vetur, því að Sven Arne Korshamn getur ekki komið næsta vetur. Það voru allir mjög ánægðir með starf söngstjórans í vetur, og það má geta þess til gamans, að föðurbróðir Sven Arne býr á Kúskerpi í Akrahreppi hér í Skagafirði. Hann heitir Jóhann Lúðvíksson (Korshamn), en hann lagði niður ættarnafnið þegar hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Saga Jóhanns er sú að hann kom hér sem ungur maður ásamt tveimur öðrum Norðmönnum í leit að vinnu, giftist hér og settist að og á nú uppkomin börn. Hvernig hefur ykkur tekist að yngja upp í Heimi? Eg get ekki sagt annað en það hafi gengið vonum framar, það virðist enginn hörgull vera á ungum mönnum með söngáhuga. Eru margir kórar hér í Skaga- firði? Já, við höfum hér tvo karla- kóra, nokkra blandaða kóra auk kirkjukóra. Margir syngja í fleiri en einum kór, t.d. syng ég ásamt eiginkonu minni, Sigur- línu Eiríksdóttur, í Söngfélaginu Hörpunni á Hofsósi, sem er blandaður kór. Margir af félög- um mínum í Heimi syngja einnig í fleiri en einupi kór. Hefur þú verið viðriðinn aðra félagsstarfsemi? Ég hef verið meðlimur í Lions-klúbbi Sauðárkróks um árabil, en auk þess er ég formað- ur Tónlistarfélags Skagafjarðar, en það félag beitti sér m.a. fyrir stofnun Tónlistarskólans í Varmahlíð. Við erum hreyknir hér af því að geta haldið úti tónlistarskóla, en að honum standa flestir hreppar sýslunnar. Síðasta vetur stunduðu þar nám um 150 nemendur á aldrin- um 7—30 ára. Skólastjóri er Ingimar Jónsson, en auk þess störfuðu þrír fastráðnir kennar- ar við skólann, þar af voru tveir Norðmenn, en þess má geta að mjög erfiðlega hefur gengið að fá íslenska kennara við skólann. Að lokum Þorvaldur, hvernig líst þér á lífið og tilveruna? Nú, það er lítið fengið með því að kveinka sér, hér búa allir vel en það er þó eitt atriði sem veldur okkur áhyggjum hér í sveitinni, en það er framtíð Bændaskólans á Hólum. Það er svo mikil og löng saga tengd Hólum, að okkur finnst sárt að sjá staðinn í svo mikilli lægð. Maður vonar að hinar miklu framkvæmdir í grennd við Hóla verði til þess að Hólar verði á ný hafnir til vegs og virðingar. Norsk-lslandsk forbrodring Mannskorsong pá sitt ypparste og storstemning i Trudvang Kerlakormn Heimir ovcrrekker gáver og helsmgar til formnnnen i Haretrl mannskor. Stale Xoyso* Boss- brenning i Ulstein -god loysing for Heroy - For Herey kommune er det ei god laysing & knytte seg til det planlagde forbrenningsan- legget i Saunesmarka Med avtale om levering av boss til anlegget fér vi ei sikker og miljomessig trygg ordning. seier kommuneingenier Anton Goksoyr i Herey til Sunnmers- posten Saman med andre frá Ulstein, Herey og Hareid kommunar har Goksoyr hatt mote med fylkes- mannen og drofta loysinga av dei prekære vanskane med á bli kvitt hushaldsavfallet i dei tre kommunnne Der vart gjort greie for det planlagde for- brenmngsanlegget i Saunes- marka. Tekmsk sjef i Ulstein. Elling WSTTBKTSlfG UtSTBMVTK - mi soMMtma f KontorDd Iri . Teletontid Irá . iHnuTwuw: KOWTWmO - WKTl 80E Ltt BJBRNR0 ALMÐLHtAK Kontorlid mand kl 1000- Tirsdag og tor 15 00 • 1 TlMiAVTAiJ Tlf. 80 • VÐtCJGST RMG Kft TAinruí BJ0RG T ULFST 08 TURID TR S0L/ Uls 80 139- Kontortid iBfdager ........ TANNLL FANNEI Kontorti 09 00 14 00 09 1 Karlukórinn Ileimir fékk mjög góða dóma fyrir song sinn i Noregi eins ug sést af úrkiippunni úr norsku dagblaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.