Morgunblaðið - 22.07.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1980
35
Agnar Guðnason:
Hvers vegna ganga þeir
ekki á sauðskinnsskóm?
sem fékk nafn og heimilisfang
Morgunblaðsins frá pennavini
sínum í Tékkóslóvakíu, óskar
eftir bréfaskiptum:
Frank J. Shepherd,
213 Beechwood Ave.,
Joppa,
Maryland 21085,
U.S.A.
Hálffertugur, einhleypur Banda-
ríkjamaður með áhuga á landi
og þjóð óskar eftir bréfasam-
bandi við íslendinga:
Bill Gorsky,
2831 Disston Street,
Philadelphia,
Pennsylvania 19149,
U.S.A.
Ástralíubúi 23 ára óskar eftir
bréfaskiptum við íslenzkar
stúlkur á aldrinum 17—23 ára:
Joseph Fiori.
272 Railway Parade,
East Cannington, W.A. 6107,
Australia.
Hálfþrítugur Skoti óskar eftir
bréfaskiptum við íslenzkar
stúlkur:
Jeffrey Blackshaw,
31 Duchray Drive,
Ralston,
Renfrewsire, PAl 3BP,
Scotland.
Það kemur margt furðulegt í
ljós, þegar sumir sjálfskipaðir
fulltrúar neytenda skrifa um mál-
efni landbúnaðarins. Nýjasta
framlag þeirra er að berjast á
móti eðlilegum verslunarháttum
með egg. Það er ekkert óeðlilegt að
stórframleiðendur eggja í ná-
grenni Reykjavíkur séu andvígir
öllum breytingum á verslun með
egg, en óskiljanlegt er, að neyt-
endur séu andvígir aukinni hag-
ræðingu á þessu sviði.
Er það nú ekki heldur ótrúlegt,
að það bjóði upp á lægri dreif-
ingarkostnað, að 600 eggjafram-
leiðendur þeytist um öll byggð ból
á íslandi til að selja egg í stað eins
eða tveggja dreifingarmiðstöðva,
með hæfilegum fjölda útibúa?
Hverskonar meinloka er eigin-
lega í hausnum á ykkur?
Viltu kaupa lamb
gæskan?
Á íslandi eru um 4000 sauðfjár-
bændur. Væri það ekki dásamlegt
fyrir neytendur ef þessir framleið-
endur skæru dilkana heima, hentu
þeim upp í skítakerruna og berðu
að dyrum á síðkvöldum og byðu
heilt lamb á niðursettu verði.
Þetta er ef til vill það, sem þeir
vilja Jónas og co.?
Blómaframleiðendur eru harð-
duglegir menn. Þeir mynda með
sér smá hagsmunahópa. Hver
hópur hefur sinn sölumann.
Stundum ruglast hjá þeim rútan
milli blómaverslana borgarinnar
og þeir mæta allir samtímis við
sömu búðina.
Kaupmaðurinn hleypur milli
bíla og kaupir sína ögnina af
hverjum, eins og hann er vanur að
gera alla virka daga. Því hann vill
fá þá alla til sín, þótt þeir séu allir
með sömu tegundir af blómum og
allt á sama verði.
Þetta er töluverð hagræðing
miðað við að 100 blómaframleið-
endur hlypu milli búða eða jafnvel
húsa.
Auðvitað væri það alltof mikil
hagræðing að hafa eina dreif-
ingarmiðstöð fyrir höfuðborgar-
svæðið, þangað sem kaupmenn
gætu komið fyrir kl. 9 á morgnana
til að ná sér í blóm. Þeir kaup-
menn, sem eiga erfitt með að
vakna snemma, ættu að geta
fengið blómin send.
Haldið þið að heildsölukostnað-
ur mundi hækka? Já, auðvitað er
það ykkar álit, sérstakega vegna
þess að það mundi reynast fram-
leiðendum hagstætt.
Fyrir hverja er
verið að berjast?
Stundum læðist sá grunur að
Agnar Guðnason
mér, að þeir örfáu neytendur, sem
skrifa á móti breyttum verslunar-
háttum með egg, séu að berjast
fyrir því að þeir einir geti ráðið
verðlaginu á matvælum.
Það er ósköp vel skiljanlegt að
hænsnabændur í nágrenni
Reykjavíkur vilji ráða, sem mestu
á markaðnum. Þeir hafa bestu
tengslin við kaupmenn og beint
við neytendur.
Auðvitað er þeim ekkert um að
fara í samkrull við framleiðendur
í öðrum landshlutum. Það sjón-
armið skilja flestir.
Nákvæmlega sama barátta var
háð fyrir um 50 árum þegar
Mjólkursamsalan í Reykjavík var
stofnuð.
Mjólkurframleiðandi í Mos-
fellssveit barðist á móti, hann
vildi ekki aðra framleiðendur inn
á markaðinn með vel skipulagða
mjólkursölu. Stór hópur hús-
mæðra stóð með mjólkurframleið-
andanum og var á móti Mjólkur-
samsölunni.
Húsfreyjurnar og stórframleið-
andinn í Mosfellssveit töpuðu
fyrir smábændunum og heil-
brigðri skynsemi.
Baráttan hefði kannski farið á
annan veg hefði Jónas verið kom-
inn til vits og ára.
Bændur og neytendur mega
þakka sínum sæla fyrir að svo var
ekki.
Auðvitað lækkaði dreifingar-
kostnaður við stofnun Mjólkur-
samsölunnar, bændur fengu
hærra verð án þess að útsöluverð
mjólkur hækkaði.
Mundi ekki eitthvað svipað
endurtaka sig ef stofnað væri
eggjasölusamlg og að því staðið
með heilindum?
Þetta dreifingarkerfi á eggjum,
sem við búum við nú, er álíka lítið
í takt við tímann og ef allt þinglið
„krata" gengi á sauðskinnsskóm.
Bjarni Guðjónsson:
Ekki neinn endir
fyrirsjáanlegur
Herra ritstjóri!
Eg vona, að þú sjáir þér fært að
birta þessa grein i blaði þínu, enda
þótt ég beini nokkrum spjótum að
vissum mönnum, sem þessi grein
fjallar um.
Aðalástæða þess að ég skrifa
þessar línur er grein dr. Jónasar
Bjarnasonar í blaði þínu (Morgun-
blaðinu) dags. þriðjudaginn 8. þ.m.
Eg álít það eina bestu og raunhæf-
ustu grein, sem hefur birst í
Morgunblaðinu. Ég hef þá ósk og
von, að allir, er þessa grein lásu,
öðlist skilning á mikilvægi þess er
greinin fjallar um. Greinin gerir
glögga grein fyrir hve stefna
fyrrverandi og núverandi stjórn-
valda landsins í landbúnaðarmál-
um hefur verið ill og fáránleg og
til tjóns fyrir alla þjóðina. Grein
Jónasar lýsir þessu svo vel, að ég
ætla ekki að fara í einstaka þætti
þess máls.
Nú langar mig aðeins að
grennslast um hvort Morgunblað-
ið er samþykkt eða mótfallið grein
Jónasar viðvíkjandi því er hann
bendir á að betur mætti fara í
landbúnaðarmálum og hvort ég og
aðrir skattgreiðendur getum
vænst þess að Morgunblaðið styðji
tillögur Jónasar, enda þótt ein-
hverjir þingmenn, hvar í flokki
sem þeir eru, töpuðu atkvæðum
bænda, sem Jónas telur í grein
sinni óheppilega aðila til að vera
þjóðfélaginu í heild til gagns,
frekar til óþurftar og til skaða
fyrir skattborgara og neytendur
meðan núverandi stefnu er fylgt.
Dr. Jónas lýsir Pálma Jónssyni
rétt í grein sinni. Það verður víst
sem stendur að kalla hann land-
búnaðarráðherra, en vissulega er
hann ekki annað en formaður
þrýstihóps bænda. Hér skal staðar
númið viðvíkjandi grein dr. Jónas-
ar, en mig langar til að vekja
athygli lesenda blaðsins á við
hvers konar verðbólgu þjóðin lifir
í þessu landi.
Tíu stokkar af eldspýtum kosta
nú kr. 650,00. í Hverjum stokk eru
frá 45 til 50 eldspýtur, kostar því
hver eldspýta kr. 1,30 (reiknað
með 50 eldspýtum í hverjum
stokki). Tíu stokkar af eldspýtum
fyrir stríðið 1939 kostuðu aðeins
kr. 1,00 og aðeins 10 aura fyrir
fyrri heimsstyrjöld. Krónan okkar
flýtur núna á vatni og er ekki
stærri en tíeyringur fyrir nokkr-
um árum. Kunningi minn sagði
mér fyrir nokkrum dögum að
hann keypti bensín á sinn amer-
íska bíl, og kostaði kr. 33.000,00 að
fylla bensíngeyminn (fyrir síðustu
bensínhækkun), en hann sagði
mér, að hann hefði keypt bíl frá
Ameríku 1939 (gegnum bilaeinka-
söluna) þá á kr. 3.000.00. Sem sagt
hann hefði getað keypt 11 nýja
bíla þá fyrir sömu krónutölu, sem
kostaði hann að kaupa bensín á
bílinn sinn núna, aðeins einu sinni
fullan geymi. Verðbólgan vex sí og
æ og ekki neinn endir fyrirsjáan-
legur. En hverju lofaði þessi
stjórn er nú situr, er hún tók við
völdum? Hugsaðu um það, kæri
samborgari, er þú ferð að kjör-
borðinu næst.
Svo eru það hænsna- og svína-
bændurnir með nýja 200% tollinn
á innfluttum fóðurbæti. í Amer-
íku kostar kg. af kjúklingum ca.
kr. 450,00 (þið vitið hvað það
kostar hér). Þetta verð er búðar-
verð er ég riefndi, til útflutnings
mikið lægra. Væri ekki betra að
flytja inn kjúklingakjötið heldur
en fóðurbætinn og senda alla
kjúklingabændurna í frystihúsin
og alla útlendingana sem þar
vinna til sinna heimahaga.
Með þökk fyrir birtinguna,
Bjarni Guðjónsson,
Hátúni 4, Reykjavik.
Svart á
hvítu
NÝLEGA kom út sjötta tölublað
tímaritsins Svart á hvítu, sem
Gallerí Suðurgata 7 gefur út.
Meðal efnis er grein eftir austur-
ríska fræðimanninn André Gorz,
sem hann kallar Gullöld atvinnu-
leysisins. Þar fjallar hann um þær
miklu breytingar sem örtölvubylt-
ingin hefur óneitanlega í för með
sér. Þá er grein eftir Völund
Óskarsson um Rokk í andstöðu,
sem er hreyfing rokkhljómsveita
sem blómstrar nú í Evrópu.
Hljómsveitir þessar byggja m.a. á
þjóðlegum tónlistarhefðum landa
sinna, líkt og Þursaflokkurinn hér
á landi.
Þá er viðtal við páfa nýlistar-
innar, Dick Higgins, en hann
sýndi í Suðurgötunni í fyrra.
Higgins er hress að vanda og segir
skemmtilega frá, auk þess að vera
fróðleiksbrunnur um sögu nýlist-
arinnar. Annað viðtal er i blaðinu
við Peter Brötzmann, en hann hélt
tvenna tónleika hér í fyrrasumar.
Brötzmann er einn virtasti spuna-
maður sem nú er uppi og hefur frá
mörgu að segja.
Glíma Lofts við Gússa nefnist
grein eftir Halldór Guðmundsson,
en þar er fjallað um nútímann í
tveimur sögum Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar. Höfundur beitir þar
nýjum aðferðum við úttekt á
Hreiðrinu og Bréfi séra Böðvars.
Hér er um að ræða bókmennta-
greiningu sem eflaust á eftir að
valda fjaðrafoki meðal aðdáenda-
hóps Ólafs Jóhanns.
Einnig er að finna ljóð eftir m.a.
Einar Má Guðmundsson, Anton
Helga Jónsson, Einar Kárason,
Ólaf Ormsson og Sigfús Bjart-
marsson.
Tímaritið fæst í öllum helstu
bókabúðum borgarinnar og í Gall-
erí Suðurgötu 7 á meðan á sýning-
um stendur.
(Fréttatilkynning.)
TILBOÐ I 4 DAGA
20% afsláttur
aföllumvörum HERRAOEUJ
í verzluninni
AU STU RSTRÆTI 14
ÞRIÐJUD., MIÐVIKUD., FIMMTUD., FÖSTUD.