Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
HEIMSÓKN í PORTÚGAL JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR 7.
37
GREIN
Fjórir af bílum Elios.
Luktir og lúðrar, glansandi og old^amalt.
leigja hann, en ekkert umfram það. Hann ætlar ekki að
selja. Og komi einhvern tíma að því að hann hverfi yfir
í annan heim, treystir hann því, að fjölskyldan hugsi
um bílana, hann nefnir að hann eigi dóttur, en annars
er hann ekki margmáll um einkamál sín. Enda situr
þarna við borðið ung og fríð stúlka, sem horfir þannig á
hann, að hún er áreiðanlega hvorki dóttir hans, né
eiginkona.
Við göngum um bílageymsluna saman og hann segir
mér frá hverjum og einum bíl. Hann talar um þá í sama
tón og móðir um þarn sitt enda segist hann þafa mátt
n.argt á sig leggja vegna þeirra. Eg leyfi mér að strjúka
eftir þessum giansandi risatækjum og þá er gæzlumað-
urinn Joao Pedro jafnótt kominn á vettvang með
klútinn, það má ekki sjást blettur né fingrafar á
bílunum.
Joao Pedro býr þarna og sýnir mér hversu haganlega
öllu er fyrir komið. Veggur einn, þakinn verðlaunabik-
urum og skjölum; og Joao ýtir á takka og veggurinn
sígur niður og verður að stóru rúmi.
— Ég held að það sé fyrst og fremst karboratorinn
sem máli skiptir, segir Elio. — Það jafnast enginn bíll á
við Rolls Royce hvað karboratorinn snertir, skal ég
segja þér.
Belem.
Bón og bílalykt hafa aldrei höfðað til mín, en það
liggur samt við að maður dragi djúpt að sér andann inni
í dýrðinni og ilminum. Sem við Manuel Dias göngum út
í nóttina hlaðin, sérmerktu Elio Amorim, púrtvíni,
finnst mér þessi aldurslausi öldungur einhver þekki-
legasti Portúgali, sem ég hef hitt og eru þó margir
ljúfir.
Svo eru að verða liðnir þessu ágætu dagar í Oporto.
Skipulag Oslóarskrifstofunnar og Sousa Machado hefur
tekizt með ágætum og ég fæ tvo daga í Lissabon í
kaupbæti, skipulagslausa með öllu. Þá nota ég til að
vitja íslenzkrar vinkonu minnar, Kirstenar Thorberg
Sa Machado og njóta návistar þeirra Evu Mariu frá
Fundo og manns hennar, Ivans Blovsky, forstjóra
PENTA hótels í Lissabon, einhvers þjónustubezta
hótels sem ég hef dvalið á. Morgunstund á rölti niður
við Tejo, hjá Belem. Og síðdegin við sundlaugina. Og svo
lá leiðin sem sagt til Baskalands.
Á okkar langa samstarfstíma í
blíðu og stríðu, eins og gengur,
fékk ég að njóta þessara mörgu og
góðu kosta Pálma í ríkum mæli.
Hafi ég, þegar mótdrægt var og
verr gekk en skyldi að mér þótti,
verið viðskotaillur eða dapur í
bragði, komu skaplétt viðbrögð
Pálma til hjálpar og hvarf þá allt
angur sem dögg fyrir sólu.
Sjálfgefið er, að Pálmi væri
kvaddur til starfa utan skyldu.
Verður fátt af slíku talið hér enda
hef ég fæst af því í svipinn í
minni. Geta má þó þessa: Hann á
sæti í yfirkjörstjórn, stjórn Kf.
Rangæinga, árum saman í bygg-
ingarnefnd Stórólfshvolsjarða
(þar undir Hvolsvallarbyggð), for-
ustumaður um málefni Stórólfs-
hvolskirkju, sýslunefndarmaður
Hvolhrepps o.fl. o.fl.
í þessum störfum hefur Pálmi
sinnt verkefnum af skyldurækni
og alúð, lagt gott til mála og
komið mörgu góðu til leiðar, eins
og honum er lagið að hverju sem
gengið er.
Þegar Pálma hefur færi gefizt
leitar hann gjarnan á vit hinnar
máttugu íslenzku náttúru sér til
hvíldar og yndisauka. Vafalaust
hafa unglingsárin við rætur Eyja-
fjalla vakið blundandi fegurðar-
þrá hans svo heillandi sem byggð-
in sú er. Pálmi er hagyrðingur
góður og í mörgum ljóðum hans
gætir ljúfra og kliðmjúkra
þljóma. Hann yrkir um fjall-
kringdan dal, seiðandi nið árinn-
ar, blómskrúðið á bakkanum og
ilmsætan þyt birkiskógarins.
Margt kvæðið hefur Pálmi sent
vinum sínum á hátíðarstundum
þeirra og ekki dregið af sér um
lofið.
Á kyrrlátri morgunstund áður
en gengið var til skyldustarfa varð
margt ljóðið til, sem rann við-
stöðulaust fram allt til enda.
Tilefni gáfust Pálma í dagsins
önn að varpa fram vísukorni eða
haglegri ferskeytlu og hófst þá
stundin upp úr grámósku hvers-
dagsins. Á hinum fjölmörgu ferð-
um okkar um héraðið var Pálma
ekki stirt um stef, svo ég ekki tali
um sönginn um ættjörðina og
fegurð hennar og dásemdir, en
Pálmi er söngmaður góður.
Svo sem vita má er Pálmi
bókamaður og á sérlega vandað
bókasafn. Kennir þar margra
grasa en öllu mest fer þó fyrir
ferðabókum, ljóðmælum okkar
beztu skálda og rithöfundum í
fremstu röð. Dálæti hefur hann á
skáldinu frá Fagraskógi en eigi að
síður unir hann vel við lestur
kvæða Guðmundar Böðvarssonar
og Jóhannesar úr Kötlum. Mörg
hinna eldri ljóðskálda eru honum
að sjálfsögðu kær.
Ljóð sín og vildarskálda sinna
hefur hann oftsinnis lesið á
skemmtunum og farizt það einkar
vel.
Marka má af framansögðu að ég
get ekki hugsað mér betri starfs-
félaga og vin en Pálma Eyjólfsson.
Þannig hefur hann reynzt mér.
Ennþá vinnur hann störf sín á
sýsluskrifstofunni af skyldurækni
og dugnaði og mun engan bilbug á
honum að finna.
Þegar Pálma er getið, kemur
jafnskótt í hug eiginkona hans,
Margrét ísleifsdóttir frá Miðkoti í
Fljótshlíð. Margrét er prýðilega
greind kona, háttvís, glaðlynd og
góðsöm. Eigi að síður er víst, að
undir býr skapstyrkur og ein-
beitni. Hún hefur búið sér ásamt
eiginmanni sínum aðlaðandi
heimili, þar sem snyrtimennska
og hagsýni situr í fyrirrúmi.
Þangað þefur margur gesturinn
komið um dagana og átt indæla
stund við glaðlegt viðmót og rausn
húsbændanna.
Jafnframt heimilisstörfunum
hefur Margrét unnið á sýslu-
skrifstofunni hátt á annan áratug.
Þar var og er höfuðstarf hennar
bundið málefnum Almannatrygg-
inganna, sem eru umfangsmikill
málaflokkur og vandasamur við-
fangs. Af ljúflyndi sínu og lipurð
hefur Margrét unnið sér hylli
þeirra, sem starfa hennar hafa
notið.
Þá eiga þau hjónin bæði þakkir
skilið fyrir umhyggju þá, sem þau
hafa sýnt kirkjunni sinni á Stór-
ólfshvoli og allt það starf, sem þau
hafa unnið í hennar þágu.
Af því, sem hér hefur verið sagt,
má auðveldlega ráða, að gifta
hefur ríkt í ranni þeirra Margrét-
ar og Pálma. Börnin þeirra 3 bera
ljóst vitni um farsæld og glaðværð
æskuheimilisins og hafa ríkulega
erft mannkosti foreldra sinna.
Öll eru þau uppkomin og hafa
stofnað sín eigin heimili, en þau
eru:
Guðríður Björk, skrifstofu-
stúlka, gift Guðmundi í. Guð-
mundssyni stýrimanni, Reykjavík.
Eiga þu 2 börn, stúlku og dreng.
Ingibjörg, hjúkrunarkona, gift
Haraldi Sturlaugssyni fram-
kvæmdastjóra, Akranesi. Eiga
þau 3 drengi. ísólfur Gylfi,
íþróttakennari, kvæntur Stein-
unni Ósk Kolbeinsdóttur frá
Ólafsvík. Þau búa í Reykjavík og
eiga einn dreng.
Ég og fjölskylda mín sendum
þér, kæri Pálmi, innilegar heilla-
óskir á þessum heiðursdegi þínum.
Ykkur Margréti færum við alúðar
þakkir fyrir margreynda tryggð
og vináttu á liðnum árum og
biðjum ykkur og fjölskyldunni
allrar blessunar.
Pálmi og Margrét dveljast er-
lendis.
Björn Fr. Björnsson.