Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
Fanney Péturs-
dóttir - Minning
Fædd 21. maí 1884
Dáin 14. júií 1980
Lækkar lifdaga sól
lonx er orðin mín ferd.
Fauk I faranda skjól
fetcin hvildinni verð.
Þannig hefst sálmur sem Herdís
Andrésdóttir orti og undir þessi
orð hefði hún vafalaust getað
tekið gamla konan, sem í dag
verður kvödd hinztu kveðju í
Kópavogskirkju.
Hún hét Fanney Pétursdóttir og
var fædd í Reykjavík 21. maí 1884.
Foreldrar hennar voru Pétur Pét-
ursson Ottesen og Jakobína Guð-
mundsdóttir, bónda á Ingunnar-
stöðum Guðmundssonar. Pétur
var sonur Odds Péturs Lárussonar
Ottesens, bónda og skyttu á Mun-
aðarhóli á Snæfellsnesi og síðar á
Ytra-Hólmi á Akranesi.
Fanney ólst upp hjá foreldrum
sínum, sem bjuggu í Brynjudal í
Kjós, síðast á Þrándarstöðum og
þar lézt Pétur árið 1904. Eftir lát
hans bjó Jakobína á Þrándar-
stöðum næstu tvö árin, en þá tóku
við búinu Fanney dóttir hennar og
Ámundi Kristjánsson, en þau gift-
ust svo 10. júlí 1908 og dvaldi
Jakobína á heimili þeirra til
æviloka, 1926.
Ámundi var fæddur á Kára-
stöðum í Þingvallasveit 20. febr-
úar 1886 og voru foreldrar hans
Gréta María Sveinbjörnsdóttir,
prests að Glæsibæ, Hallgríms-
sonar og Þórarinn Kristján
Ámundason, bónda á Sandlæk,
Guðmundssonar.
Árið 1909 fluttust þau Fanney
og Ámundi að Ingunnarstöðum í
Kjós og þaðan 1912 að Mjóanesi í
Þingvallasveit og bjuggu þar til
1927, er þau fluttust til Reykjavík-
ur. Þar keyptu þau býlið Hjarðar-
holt, sem stóð undir Öskjuhlíðinni
— neðan við þar sem slökkvistöðin
er nú. Húsið stendur þar raunar
ennþá og hafa Landleiðir lengi
haft þar bækistöð sína. Þarna
stunduðu þau hæsnarækt, en
höfðu að auki 3—4 kýr og nokkrar
kindur. Árið 1939 fengu þau út-
hlutað 10 ha. erfðafestulandi ofan
við Nýbýlaveginn, austast á
Digraneshálsinum og ræktaði
Ámundi tún á nokkrum hluta þess
lands og heyjaði þar handa skepn-
um sínum, enda var þá farið að
þrengjast um í Hjarðarholti. Síðar
hófst hann handa við að byggja
hús á landi þessu, en entist ekki
aldur til að ljúka því verki. Hann
lézt 25. ágúst 1950.
Þau hjónin, Ámundi og Fanney,
eignuðust sjö börn. Þau eru —
talin í aldursröð: Jakobína; Þóra
(dó á öðru ári); Pétur Ottesen,
kvæntur Jóhönnu Einarsdóttur
frá Kárastöðum í Þingvallasveit;
Þórarinn Kristján (hann lézt
1935); Þórður; Guðmundur Georg,
t
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURDUR JÓNSSON
fré Lýtingsstööum,
Safamýri 46,
andaöist í Landspítalanum, laugardaginn 19. júlí.
Kristín M. Jónsdóttir,
Guömunda Siguröardóttir, Kristjón Steindórsson,
Sigurleif Siguröardóttir, Siguröur Njálsson,
Jón Sigurösson, Tove Sigurðsson,
Einar S. Sigurösson, Svanhvít Kjartansdóttir,
og barnabörn.
t
Sonur minn,
BALDUR BJÖRNSSON,
frá Leynimýri
andaöist á Borgarspítalanum 20. júlí,
Björn J. Andrósson og systkini hins látna.
t
Faöir minn, tengdafaðir og afi,
EYJÓLFUR ÞORSTEINSSON
húsasmíöameistari,
Laugateig 34,
lést aö heimili sínu þann 20. júlí.
Sigrún Eyjólfsdóttir, Úlfar Hermannsson,
Eyjólfur, Sigríöur Stefanía,
Eyþór Árni.
Útför
JÓHÖNNU MARÍU JÓHANNESDÓTTUR
Oddagötu 5,
Akureyri
veröur gerö frá Akureyrarkirkju, þriöjudaginn 22. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Zonta
klúbb Akureyrar.
Jóhannes Víöir Haraldsson,
Júlíus B. Jóhannesson.
t
Ástkær eiginmaöur minn, faöir, sonur okkar og bróöir,
INGI GARÐAR EINARSSON
Flúóaseli 61,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 23. júli kl.
10.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands
eöa Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra.
Dagný Leifsdóttir, Davíö örn,
Steinunn Sigurgeirsdóttir, Einar Helgason,
Ragnar G. Einarsson, Helgi R. Einarsson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hann er orðinn þreytandi, þessi sivaxandi áhugi á
kynórum i landi okkar. Það mætti ætla, að kynhvötin væri
uppgötvun sumra glaumgosanna og að hún væri eitthvert
sérkenni þessarar kynslóðar. Álítið þér ekki, að allt þetta
kynferðisstagl gangi út i öfgar?
Alveg tvímælalaust!
Ekki er langt síðan þáttur var sýndur í sjónvarpinu,
þar sem kynórar yfirgnæfðu allt annað, eins og um
væri að ræða einu ánægjuna í lífinu. Dagskráin hét „I
leit að skemmtun“. Ofuráherzlan á kynlíf í þessum
þætti sýnir einmitt, í hvílíkt óefni er komið á meðal
okkar.
Kynhvötin er vissulega mikilvæg, og hún er okkur
af Guði gefin. En þegar hún verður „eina ánægjan" og
höfuðaflið í lífi okkar, þá er lítill munur á okkur og
vesalingum þeim, sem lifa eingöngu fyrir munninn og
magann.
Það er margt, sem við getum stytt okkur stundir
með, ef við erum að sækjast eftir einhverju slíku. Það
er til dæmis gaman að leika sér við börnin sín, gaman
að spreyta sig á golfi, gaman að leika knattleik,
skemmtilegt að heimsækja nágrannana, skemmtilegt
að veiða fisk, skemmtilegt að fara á sjóskíði og margt
fleira.
En það er eins og ekkert komist að hjá okkur, þegar
við hugsum um ánægju og skemmtun, nema kynferð-
ismál, lögleg eða ólögleg. Annað hvort erum við
ákaflega vanþroskuð — miklu vanþroskaðri en
félagsfræðingar okkar hafa haldið — eða „della“
hefur náð tökum á fólki, og vonandi líður hún hjá.
Við þyrftum að verða fullorðin! Sönn gleði felst í
því einu að þekkja Guð. Sálm. 16,11: „Kunna gjörir þú
mér vegu lífsins. Gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi
í hægri hendi þinni að eilífu".
kvæntur Sveinbjörgu Vilhjálms-
dóttur og Gréta María, gift Árna
Jóni Halldórssyni.
Eftir lát Ámunda hefur Fanney
að mestu leyti búið með börnum
sínum, Jakobínu og Þórði. Þau
fluttust árið 1953 að Efstalandi,
en það nafn fékk nýja húsið í
Kópavoginum, og hafa búið þar
síðan.
Fanney var lengst af heilsu-
hraust, þar til á síðustu árum, að
heilsan var mjög farin að gefa sig.
Hún var þó heima þar til fyrir
tæpum þrem árum, að hún fór á
sjúkrahús og þar var hún til
æviloka.
Heima naut hún umhyggju og
aðhlynningar Jakobínu, dóttur
sinnar, sem annaðist móður sína
af aðdáunarverðum dugnaði, þrátt
fyrir fötlun sína, og segir það sig
sjálft, að erfitt er það fatlaðri
manneskju, sem á erfitt um allar
hreyfingar, að hafa rúmliggjandi
og nærri blint gamalmenni í
umsjá sinni. — En þarna er slæm
brotalöm í þjóðfélaginu — göml-
um langlegusjúklingum virðist
vera ofaukið.
Fanney missti sjónina að mestu
leyti fyrir nokkrum árum — sá
rétt skil dags og nætur. Hún hafði
orð á því, að sér þætti leitt að geta
ekki fylgzt með uppbyggingu
hverfisins sem byggðist upp fyrir
nokkrum árum í landi Efstalands
og er nú nefnt Efstalandshverfi.
Þegar sjónin er farin, hljóta dag-
arnir að verða langir, ekki sízt
bókelsku fólki eins og hún var.
Hún las mikið, meðan hún gat, og
var vel heima í íslendingasögun-
um og vitnaði oft í þær. Hún
fylgdist vel með til hins síðasta og
fólkið sitt þekkti hún af röddun-
um, þegar það kom til hennar.
Hún var orðin þreytt, gamla
konan, enda ævin löng og vafa-
laust oft ströng, og hvíldin hefur
því trúlega verið henni kærkomin,
en hún andaðist 14. þ.m. á sjúkra-
húsi St. Jósefssystra í Hafnar-
firði. Sama dag fyrir nákvæmlega
þrem árum lézt nágrannakona
hennar og góð kunningjakona,
Sigríður Sigurðardóttir, sem var
ein af frumbýlingunum hér í
Kópavogi.
Eg vil að lokum votta öllum
aðstandendum hluttekningu mína
og enda þessar línur á erindi úr
Passíusálmunum, en á þeim hafði
Fanney miklar mætur.
GóÖi Jesú. fyrir «reftran þín
geföu siöasta útför mín
veröi friösæl ok farsæl mér
frelsuö sál nái dýrð meö þér.
Þegar gömul kona kveður lífið,
sem hefur verið harla fátæklegt
um þó nokkurn tíma, vakna ýmsar
spurnir, sem ekki er auðvelt að
svara en jafnframt minningar um
fyrri tíma þegar þróttur og lífs-
styrkur var nægur.
Frænka mín Fanney Péturs-
dóttir verður mér hvað minnis-
stæðust sem miðaldra kona, sem
hafði sinn eigin lífsmáta, kjarn-
mikinn og sjálfstæðan, sem þó
framar öðru einkenndist af rausn,
hlýju og lífsgieði. Hún var af þeim
gamla og góða skóla, sem var til
hjálpar búin, þekkti störf og
nauðsyn. Hún spurði einatt hvort
einhver væri svangur eða þyrstur
og iðulega hafði hún yfir ein-
hverja kveðlinga. Ég sé hana sem í
anda raula vísuna eftir frænda
sinn nokkurn sem kveðið hafði til
ungrar dóttur sinnar. Kalt er úti
karlinum/ kemur hann heim til
manna/ Píkan situr á pallinum/
Pétursdóttir Anna.
Síðustu misserin hafði Fanney
legið á St. Jósefsspítalanum í
Hafnarfirði. Læknum og hjúkrun-
arliði svo og öllum þeim, sem
gerðu henni lífið eins bærilegt og
hægt var, ber að þakka alúð og góð
störf. Ekki munu þessi orð verða
öllu fleiri. Þó svo eitthvað bættist
við, væri í raun lítið sagt. Löng
kynni og góðar minningar eru þess
eðlis, að þeim verður ekki lýst í
orðum.
En svipmyndir hins liðna líða
hjá í mörgum myndum og skilja
eftir þakklæti og söknuð.
Er syrtir að nótt/ til sængur er
mál að ganga/ Sæt mun hvíldin
eftir vegferð stranga/ — Þreytt-
um er sælt að sofa svefninum
langa./
Hvíl í friði, gamla gestrisna
frænka.
Björn Þórðarson.
Jóh. Bj.
+
Faöir minn,
ERLENDURJÓHANNSSON,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, mlðvikudaginn 23. júlí kl. 3
e.h.
Fyrir mína hönd, barna minna og tengdabarna,
Unnur Erlendsdóttir.
t
Innilega þökkum við öllum þeim mörgu, er sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og jarðarför
MARÍU JÓNSDÓTTUR,
frá Reykjanesi, Guörúnargötu 1.
Jakob Jónasson,
börn, barnabörn og tengdabörn.
+
Jaröarför eiginkonu minnar,
LOVÍSU JOHANNSDÓTTUR
frá Eyrarbakka
fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 23. júlí, kl. 13.30.
Ólafur Helgason.