Morgunblaðið - 22.07.1980, Síða 41

Morgunblaðið - 22.07.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 41 Minnsta lest í heimi + Arthur Sherwood heitir þessi háskólakennari. Hann kennir verkfræði við háskóla í Sidney. Hann hefur það fyrir tómstunda- iðju að safna eftirlíkingum af eimreiðum, bæði vélknúnum og gufuknúnum. Nú hefur hann lokið við smíði á einni, sem hann fullyrðir að sé sú minnsta í heimi. Sherwood segir, að vinnan við eimreiðarnar sé ekki ósvipuð úr- smíði, svo smágerðar eru þær. Ástríður Sigurðar- dóttir kaupmaður Selfossi — 70 ára list út af fyrir sig. Fáa veit ég sem kunna betur að umgangast börn en Ástríði. Hún getur sýnt þeim þá natni og rósemi sem er hverju barni nauðsyn. Mér býður í grun að í raun hefði verið sama hvaða störf Ástríður hefði stundað. Öll hefðu þau verið rækt af alúð og festu. Enda kom það í ljós þegar eiginmaður henn- ar, Lúðvíg Guðnason, kaupmaður, féll frá fyrir nokkrum árum. Þá tók Ástríður við rekstri verslunar þeirra, Skóbúðar Selfoss, sem hún heldur áfram með reisn og öryggi. Faðir Ástríðar, Sigurður Guð- mundsson, bóksali og síðar banka- maður, lést fyrir nokkrum árum, 97 ára gamall. Móðir hennar, Sigríður Olafsdóttir, er nú 94 ára og í raun vel ern. Þau hjón áttu 10 börn. Sigríður heldur enn heimili með aðstoð systra sinna, Ásu og Ólafíu, sem báðar eru síungar konur á níræðisaldri. Ástríður býr í sama húsi og þær systur. Segja má að þar hafi þrjár kynslóðir búið saman á hinn æskilegasta hátt. Afkomendurnir eru ótrúlega margir og heimilin eru bæði mjög gestkvæm. Á þeim bæ, Grænuvöllum 6 á Selfossi; eru sjötíu ár ekki hár aldur. Ástríði virðist svo sannar- lega ætla að kippa í kynið svo ótrúlega kvik á fæti sem hún er og létt í lund. Og detti einhverjum í hug að það sé kvíðvænlegt að verða sjötugur þyrfti hann að kynnast Ástríðj Sigurðardóttur. Ásdís Skúladóttir. + Rlta Webb átti við sama vandamál aö stríöa og svo margir aörir, nefnilega þaö, aö hún var yfir sig hrædd viö köngulær. En eftir aö hafa hlotið meöhöndlun hjá sálfræöingi, hefur henni tekist aö komast yfir þetta eins og sjá má hér á myndinni, er það hún, sem heldur á stærstu og eitruöustu könguló í heimi. Óðal feðranna vel sótt: Vesalings gull- fiskarnir + Lifandi gullfiskur í skónum er nú það nýj- asta í Ameríku. Hægt er að koma næringu til fiskanna með því að lyfta sólanum. Annars hefur framleiðandinn nú stöðvað framleiðsluna og ráðleggur mönnum að hafa skóna aðeins til skrauts uppi á borði. HJOLA-POLO 99 + „Hjóla-póló“ er nýja tómstundagamanið í Englandi. Sömu reglur gilda og í hinni gamalgrónu og viðurkenndu íþrótt Englendinganna, póló á hestum. Leikmenn mega ] ekki snerta mótspilara sina eða hjól þeirra. Aldur fólks, ellin, er afstætt hugtak. Hvernig við eldumst, hver við erum á sérhverju tímabili lífsskeiðs okkar markast af því hvernig við vinnum úr okkar eigin lífi, þeirri þekkingu og reynslu sem það færir okkur dag hvern. Lífsbraut okkar er mismunandi bein, beygjurnar mismunandi krappar. Vegamótin mismunandi mörg og mismunandi erfið. Sumu fólki verður hver beygja, hver vegamót til nýrrar hugsunar og reisnar. Lífsspeki þess vex eftir því sem lengra er gengið. Það veit að endanlega er það manneskjan sjálf sem hefur gildi en ekki ytri auður og prjál. Hugur þess fólks er ávallt opinn og því er það í raun síungt, eldist aldrei. Það fólk sem þannig gengur lífsbrautina er gæfusamt og hefur ætíð eitthvað að gefa öðrum. Slík kona er Astríður Sigurðar- dóttir, kaupmaður á Selfossi. Ef til vill hefur það fólk sem fætt er um og eftir aldamótin ávallt forskot á okkur hin sem síðar erum fædd. Þær þjóðlífs- breytingar sem orðið hafa frá því um aldamót eru svo gífurlegar að þeir sem hafa lifað þær, meðtekið þær, staldrað við, vegið og metið, hljóta að hafa öðlast mikla lífs- visku. Það er m.a. einmitt þessi staðreynd sem segir okkur hversu brýnt það er að við hverfum algerlega frá þeirri stefnu í upp- byggingu mannlífs hér á landi að aðgreina kynslóðirnar. Við verð- um að byggja upp mannlíf þar sem þekking og reynsla kyn- slóðanna berst á milli á eðlilegan hátt í hinu daglega lífi og amstri. Ástríður Sigurðardóttir er fædd 22. júlí 1910 á Eyrarbakka. Þar ólst hún upp á fjölmennu og traustu íslensku menningarheim- ili. Hún stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og það var og er ekki í kot vísað að nema í þeim skóla. Ástríður hefur verið húsmóðir mestan hluta ævi sinnar og á tvö uppkomin börn og fjögur barna- börn. Hún metur húsmóðurstarfið mikils og með réttu. Enda er hvert verk sem hún vinnur á heimili unnið af alúð og nánast listrænum hug. Sannast sagna er það líka svo að það eitt að „dekka“ einfalt og fagurt kaffiborð og matarborð er 40.000 manns hafa nú séð myndina í Reykjavík Yfir 40.000 manns haía nú séð óðal feðranna frá því að sýn- ingar hófust á myndinni i Reykjavik, en sýningar eru nú að hefjast úti á landsbyggðinni. 1 Reykjavík er ennþá verið að sýna mvndina í Laugarásbiói og hefur verið uppselt á allar sýningar um helgar, en þeim fer nú fækkandi. Jakob bór Einarsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í óðali feðranna. félk í fréttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.