Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
Frá kvennarádstefnunni í Kaupmannahöfn
Á myndinni scst Sarah Wcddington, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á ráðstcfnunni, undirrita samkomulagið um afnám allrar
mismununar í garð kvcnna, cn það var gert á vcRum Samcinuðu þjóðanna.
England
Litað fólk verji
hendur
I.undúnum. 21. júli AP.
LEIÐTOGAR minnihlutahóps
Pakistana í Lundúnum hvöttu
brezka þegna af asískum uppruna
og aðra brezka innflytjendur til
þess að taka höndum saman og
verjast árásum hvítra unglinga á
litað fólk. Þeir segja, að árásir
hvítra unglinga hafi mjög farið
vaxandi. „Við hvetjum alla inn-
flytjendur til þess að taka höndum
saman og verjast árásum. Við
verðum að sýna stjórnvöldum
fram á, að við erum ekki reiðubúin
að bíða öllu lengur, heldur munum
við verja hendur okkar," sagði
Leikarar
New York 21. júlí. AP.
FÉLAGAR í Stéttarfélagi leikara
i Bandarikjunum fóru i verkfall
á miðnætti i nótt. Vegna þess
hefur vinna stöðvast við upptök-
ur á þremur kvikmyndum i New
York og stjörnur eins og Burt
Reynolds, Liza Minelli og Cand-
ice Bergen hafa orðið atvinnu-
lausar.
í Stéttarfélagi leikara eru um
47.000 meðlimir, þar af 16.000 í
sínar
Sigbhat Kadri, einn helsti leiðtogi
pakistanska innflytjenda í Lund-
únum. Hann hvatti til ráðstefnu
innflytjenda um þetta vandamál.
Pakistanir í Lundúnum halda
nú ráðstefnu um vaxandi ofbeldis-
hneigð á hendur lituðu fólki. A
fimmtudag var 17 ára gamall
unglingur af pakistönskum upp-
runa myrtur af fjórum hvítum
unglingum. Þeir koma fyrir rétt í
dag. Á laugardag fóru pakistansk-
ir innflytjendur í mótmælagöngu
að lögreglustöð í austurhluta
Lundúna og mótmæltu morði
unglingsins.
verkfalli
New York. Ed Flynn talsmaður
leikra í New York, sagði að allir
meðlimir félagsins í New York
tækju þátt í verkfallinu og Kim
Fellner, annar talsmaður félags-
ins, sagði að verkfallsverðir
myndu fara á stjá í Hollywood er
liði á daginn.
Fellner segir ástæðuna fyrir
verkfallinu vera þá að samninga-
viðræður hafi gengið of hægt til
þessa.
Croiset
Utrecht, Hollandi, 21. júli, AP.
HINN heimsfrægi hollenski
sjáandi Gerard Croiset lést s.l.
sunnudag 71 árs að aldri.
Croiset var gæddur þeim hæfi-
leikum að sjá atburði sem
gerst höfðu, þótt hann hefði
hvergi komið nærri, og gat
einnig séð fram í tímann.
Croiset vann oft fyrir lögregl-
ur við að upplýsa mannshvörf.
Hann kom m.a. hingað til
lands árið 1974 til að reyna að
upplýsa hvarf Geirfinns
Einarssonar.
Croiset veiktist á heimili
sínu að morgni s.l. sunnudags
látinn
og var fluttur á sjúkrahús.
Hann lést skömmu eftir að
þangað var komið. Yfirvöld
segja dánarorsök Croiset ekki
enn ljósa. Bálför hans fer fram
n.k. fimmtudag í Utrecht.
transka þingið:
Herskár klerkur
kosinn í forsæti
í hungurverkfalli
BelfaNt, 21. júlí. AP.
EINN af leiðtogum írska lýðveld-
ishersins Martin Meehan, IRA er
nú i hungurverkfalli í Mazefang-
elsinu suður af Belfast. Ilann
hefur verið í hungurverkfalli í 64
daga og að sögn yfirvalda fer
heilsu hans hrakandi. Hann herti
á verkfalli sinu i siðustu viku
með því að neita að neyta drykkj-
ar.
Martin Meehan er 35 ára gam-
all. Hann hóf hungurverkfall sitt
18. maí og vill með því mótmæla
12 ára fangelsisdómi sínum.
Hann
var dæmdur fyrir mannrán. Hann
heldur því fram, að vitni saksókn-
ara hafi borið ljúgvitni. Nokkrir
IRA-menn hafa látist í brezkum
fangelsum í N-Irlandi vegna
hungurverkfalla.
Teheran, 21. júlí AP.
ÍRANSKA þingið kaus i gær
talsmann.
Fyrir valinu varð einn af
helstu klerkum landsins, Ali Ak-
bar Rafsanjani. Hann er leiðtogi
hins öfluga íslamska lýðveldis-
flokks en margir þingmanna
flokksins eru fylgjandi þvi að
bandarisku gislarnir verði leidd-
ir fyrir rétt, ásakaðir um njósnir.
Nú þegar kosningu talsmanns
þingsins er lokið, á þingið að
fara að geta snúið sér að þvi, að
kjósa forsætisráðherra og rikis-
stjórn. Þá munu efnahagsmál
taka drjúgan tíma hjá þinginu,
ásamt gíslamálinu.
I dag voru fimm yfirmenn í
hernum teknir af lífi og heimildir
segja, að fjórir hafi verið dæmdir
til dauða fyrir byltingatilraunina,
sem gerð var fyrir skömmu. Þessir
menn eru meðal um 500 manna,
sem eru ákærðir fyrir þátttöku í
byltingarsamsærinu.
Ayatollah Khomeini ávarpaði
þjóð sína í gær. Hann var gagn-
rýninn á stjórn landsins og sagði
að mörg mistök hefðu verið gerð.
Ein þau stærstu hefðu verið, að
loka ekki landinu fyrir umheimin-
um eftir byltinguna. Hann var
harðorður í garð ýmissa ráðherra
landsins og ásakaði þá um, að vera
málstað byltingarinnar ótrúir.
Litið er á ummæli Khomeinis sem
boð um herskáa múhameðstrú-
armenn í væntanlega stjórn
landsins og beinar ákúrur til
Bani-Sadr, forseta landsins en
hann hefur verið fylgjandi mun
„mildari" stefnu en hinn aldni
trúarleiðtogi.
Fimm manns hafa verið teknir
fastir í París, ásakaðir um bana-
tilræði við Shahpour Baktiar,
fyrrum forsætisráðherra landsins.
Baktiar hefur ásakað Khomeini
um að hafa fyrirskipað morðárás-
ina.
Sovétríkin:
Andófsmenn flytjast úr landi
Moskvu <>k VínarborK 21. júlí. AP.
SOVÉSKI andófsmaðurinn og
rithöfundurinn Vasily Aksyonov,
sem mikið hefur unnið að málum
andófsmanna i Sovétrikjunum
s.l. ár, fer frá Sovétrikjunum á
morgun, þriðjudag, að sögn vina
hans.
Aksyonov, sem er 48 ára, mun
fyrst dveljast í París. Hann segist
ætla að dveljast í útlöndum um
tíma, en bætir svo við að sá tími
gæti orðið langur. Aksyonov mun
dveljast í París á vegum Galli-
mard útgáfufyrirtækisins sem
hefur gefið út verk hans á
frönsku. Síðar er búist við að
hann taki boði um að fara til
Bandaríkjanna. Með Aksyonov
fer kona hans og þrír aðrir
fjölskyldumeðlimir.
Þrjár sovéskar konur komu til
Austurríkis s.l. sunnudag eftir að
hafa fengið skipun frá yfirvöld-
um í Sovétríkjunum um að flytj-
ast úr landi, að öðrum kosti
myndu þær sæta fangelsisvist, að
sögn þeirra sjálfra. Konurnar
þrjár hafa undanfarið gefið út
neðanjarðarrit og í síðustu útgáf-
unni hvöttu þær sovéska karl-
menn til að neita því að gegna
herskyldu í Afganistan.
Konurnar þrjár eru með vega-
bréfsáritanir til ísrael en vita
ekki enn hvert förinni er heitið.
Þær eru allar með fjölskyldur
sínar með sér.
Blað kvennanna þriggja
„María" hóf göngu sína s.l. sept-
ember og réðst mjög gegn yfir-
ráðum karlmanna i sovésku þjóð-
félagi.
1800
myrtir
Istanbúl. 21. júli. AP.
MUSTAFA Gulcugil, innanríkis-
ráðherra Tyrklands sagði í dag af
sér embætti vegna heilsubrests.
Ráðherrann var yfirmaður lög-
reglu og hers landsins. Talið er. að
orsakir afsagnar Gulcugil séu auk-
ið ofbeldi í Tyrklandi. Fyrir
skömmu myrtu öfgamenn, Nihat
Erim, fyrrum forsætisráðherra
landsins. Alls hafa um 1800 manns
beðið bana i pólitískum ofbeldis-
verkum síðustu átta mánuðina.
I gær var aðstoðarskólastjóri
Kennaraháskóla i Istanbúl skotinn
til bana. Hann var á gangi á götu í
einni af útborgum Istanbúl þegar
tveir byssuglaðir öfgamenn hófu
skothríð á hann.
Þá bárust í gær fréttir af bardög-
um milli tveggja ættflokka í Urfan-
héraði, í suðausturhluta landsins.
Alls féllu 14 manns í erjum ætt-
flokkanna, þar af nokkrar konur og
börn. Orsakir átakanna eru sagðar
deilur um arf. Hermenn voru sendir
til þorpsins þar sem átökin áttu sér
stað.
Yfir 300
hafa
drukknað
Nýju Delhi, 21. júlí. AP.
AÐ MINNSTÁ kosti 335 manns
hafa drukknað i flóðum sem fylgt
hafa gífurlegum rigningum í Ind-
landi undanfarinn mánuð, að þvi er
segir i skýrslum sem birtar voru i
gær.
Hundruð þorpa og mikið af akur-
yrkjulandi hefur farið undir vatn, að
sögn indversku fréttastofunnar.
Fleiri svæði eru í hættu vegna fljóta
sem óttast er að flæði yfir bakka
sína þá og þegar en nú þegar hafa
stórár, t.d. Ganges, flætt yfir hluta
norð-austur Indlands. Þar sem
ástandið er verst, í norður hluta
Indlands, hefur um ein milljón
manna verið flutt til öruggari staða.
Veður
Akureyri 9 skýjað
Amsterdam 17 rigning
Aþena 35 heióskírt
Bertfn 18 skýjað
BrUssel 16 skýjað
Chicago 38 heiðskírt
Feneyjar 31 lóttskýjað
Frankfurt 18 rigning
Færeyjar 13 skýjað
Genf 20 rigning
Hetsinki 20 skýjað
Jerúsalem 30 heiöskírt
Jóhannesarborg 18 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 skýjað
Las Palmas 25 léttskýjaö
Lissabon 27 heiðskírt
London 20 heiðskírt
Los Angeles 28 heiðskírt
Madríd 37 heiðskírt
Malaga 33 heiðskírt
Mallorca 25 lóttskýjað
Miami 29 rigning
Moskva 20 rigning
New York 38 skýjað
Ósló 15 rigning
Reykjavík 12 lóttskýjað
Rio de Janeiro 32 skýjað
Rómaborg 24 hefðskfrt
Stokkhólmur 21 skýjað
Tet Aviv 30 heiðskírt
Tókýó 31 skýjað
Vancouver 21 skýjað
Vínarborg 27 skýjað