Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 Ný heilsugæzlu- stöð í Kópavogi TEKIN hcfur vcrið í notkun í KópavoKÍ hcilsujía'zlustoð ojf var hún opnuð sl. miðvikudaK- Ólafur Jónsson formaður stjórnar hcilsuífæzlustöðvarinnar flutti ávarp við athofn í stóðinni og rakti þar byKKÍnKarsóKU hússins. Svavar Gestsson heilhrijfðismála- ráðherra opnaði stððina form- lcffa (>k Kcstir flutti árnaðarósk- ir. í ræðu Ólafs Jónssonar kom m.a. fram að húsnæði heilsu- ffæzlustöðvarinnar, sem er í húsa- samstæðu við Fannborg sem Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir teiknuðu, er á tveimur hæðum, alls 856 fermetrar. Innréttingar teiknaði Sigurður Gíslason tækni- fræðingur og er skipulag unnið af honum í samráði við starfsmenn heilbrigðismálaráðuneytis og Inn- kaupastofnunar ríkisins. Fjórir heilsugæzlulæknar, sem annast munu aimenna læknis- þjónustu, sjúkravitjanir, vakta- þjónustu og almenna heilsugæzlu, koma nú til starfa við stöðina, í hlutastarfi 2 barnalæknar við skoðun ungbarna og 2 kvenlæknar við skoðun verðandi mæðra og fjórir heimilislæknar hafa þar starfsaðstöðu. Þá hafa 7 sérfræð- ingar í ýmsum greinum móttöku tvisvar í viku. Hjúkrunarforstjóri er Gróa Sigfúsdóttir og með henni vinna 8 hjúkrunarfræðingar, sem einnig annast hjúkrun í heima- húsum og eftirlit með ungbörnum, ljósmóðir er í hálfu starfi, sjúkra- liði og tveir meinatæknar. Félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti: Undirbúa átak til að draga úr slysaöldunni FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið hafa hafið samvinnu um ýmsar aðgerðir til að undirhúa viðtækt og samstillt átak á Al- þjóðaári fatlaðra 1981 til að draga úr slysaöldunni, sem lands- menn hafa orðið að þola á liðnum árum. segir í frétt frá ráðuneyt- unum. Hefur verið skipaður starfshópur um slysavarnir og kominn er út bæklingur um umferðarslys og öryggisbelti. Starfshópur um slysavarnir er skipaður einstaklingum sem greiðan aðgang hafa að upplýsing- um um slys hérlendis, orsakir þeirra og afleiðingar. Hefur hann skrifað ýmsum samtökum og stofnunum, sem miðlað gætu þekkingu og tillögum til úrbóta. Starfshópinn skipa Ólafur Ólafs- son landlæknir, formaður, Eyjólf- ur Sæmundsson öi^ggismála- stjóri, Björn Önundarson tryggingayfirlæknir, Haraldur Henrýsson sakadómari, fulltrúi rannsóknanefndar sjóslysa, Hauk- ur Kristjánsson yfirlæknir slysa- deildar Borgarspítala, Zophonías Pálsson skipulagsstjóri ríkisins og Þórður Ingvi Guðmundsson ritari starfshópsins og fulltrúi ALFA nefndarinnar. Þá er unnið að sérstakri athug- un slysa í heimahúsum og rann- sakar Erika Friðriksdóttir nú 5 þúsund slys í heimahúsum, en það er hluti af samnorrænu slysa- rannsóknarverkefni. Er ætlunin að vinna í framhaldi af henni upplýsingarit til útgáfu og leið- beiningar. Þá er í bæklingi um umferðarslys og öryggisbelti m.a. mælt með ýmsum ráðstöfunum vegna aukinna umferðarslysa hérlendis: Umferðarfræðsla verði stórauk- in í grunnskólum, ökukennsla bætt og kröfur til ökuprófs stór- auknar, notkun öryggisbelta í framsæti lögleidd, lagt bann við að börn yngri en 12 ára sitji í framsæti, hnakkapúðar verði lög- leiddir, lýsing og merking ak- brauta verði bætt, áróður fyrir slysavörnum aukinn og starfsemi Umferðarráðs efld. Viðræðunefnd um Fífuhvamm SKIPUÐ hefur verið viðræðu- nefnd milli fulltrúa Kópavogs- kaupstaðar og eigenda Fífu- hvammslands. en þeir hafa boðið kaupstaðnum land sitt til kaups. Nefndinni er ætlað að kanna hvort saman gangi með landeig- endum og fulltrúum kaupstaðar- ins og yrði hugsanlegt samkomu- lag síðan lagt fyrir fund bæjar- ráðs. Landeigendur buðu Kópavogs- kaupstað landið til kaups á einn milljarð króna, en því var svarað með gagntilboði að upphæð 600 milljónir. Hafa landeigendur hafnað því og á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag var samþykkt að koma á framangreindri viðræðu- nefnd. Þetta er úr myndinni Amerika glötuð og heimt. en hún er klukkustundar löng og á að gerast i kreppunni. „Stepp“ eins og sést á myndinni. Einu sinni var það draumur allra að kunna að steppa. Þessi dansgrein er á hverfanda hveli. og er myndin gerð af þvi tilefni. Á dagskrá eru eftirtaldar myndir: Harlan hérað USA sem hlaut Oscar verðlaun 1977. Hún fjallar um verkfall í kolanámum. Flug kóndórsins frá Gossamer sem einnig hlaut Oscarsverðlaun 1979. Hún fjaliar um flug mannknúinnar flugvélar. Engar lygar, sem hlaut Emmy-verðlaun árið 1974. Elvin Jones, Engum Tromm- ara líkur. Þessi mynd hlaut gullörninn árið 1980 og silfur- verðlaun 1979. Síðasti blái djöfullinn sem er Mitchell Block og Ben Shedd eru gestir á kvikmyndavikunni en þeir eiga báðir kvikmynd á henni. Amerísk kvikmyndavika frá 26. júli til 2. ágúst LAUGARDAGINN 26. júlí hefst á vegum Íslensk-Ameriska fé- lagsins og Sigurjóns Sighvats- sonar kvikmyndavika i c sal Regnbogans. Á þessari kvik- myndaviku verða sýndar þret- tán, nýlegar eða nýjar banda- rískar heimildarmyndir. Þessi vika er haldin til að gefa borgarbúum kost á að fylgjast með handarískri kvikmynda- gerð i dag. utan þess iðnaðar sem allir þekkja af sýningum kvikmyndahúsa borgarinnar. Tveir gestir munu heiðra kvik- myndavikuna með komu sinni þeir Mitchell Block og Ben Shedd, en þeir eiga báðir kvik- myndir á þessari viku. heimildarmynd um Jass, Her- toginn á túr, Töframaðurinn frá Vákesa sem greinir frá Les Paul uppfinninga og gítarmanni. Högg sem greinir frá sögunar- myllum. Óróagemsar sem fjallar um starfsemi IWW. Pótó og Kabengo sem segir frá tvíburum sem virtust hafa búið sér til sérstakt tungumál. Þá slagurinn í bæjarhúsinu og Ameríka glöt- uð og heimt sem eru úr krepp- unni. Langt niðri í Los Angeles er einnig á þessari kvikmynda- viku og að seinustu Steppmynd sem er dansmynd. Norrænt kristilegt skólamót hcfst á Akranesi í kvöld. en að því standa kristilcgu skólahreyfingarnar á Norðurlöndunum. Er það nú i fyrsta sinn haldið hérlendis og sækja það um 200 ericndir þátttakendur auk rúmlega 100 islcnzkra. Fyrstu erlendu gestirnir komu til landsins á föstudag og í dag kemur hópur með leiguflugvél frá Noregi. Stendur mótið fram til fimmtudags- kvölds. en á sctningarsamkomu mótsins í kvöld er biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, ra-ðumaður. Myndin er tckin við komu fyrstu þátttakendanna til Kcflavikur á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.