Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1980 21 Björg Einarsdóttir: Að hálfnuðum áratug' Áratugurinn 1975—1985 var valinn af Sameinuðu þjóðunum til að gera átak fyrir bættum hag kvenna i heiminum. Á kvennaárinu 1975 var samþykkt framkvæmdaáætlun og jafnframt að halda ráðstefnu að timabilinu hálfnuðu og sjá hvað hefði áunnist og á hvað bæri að leggja áherslu síðari 5 árin. Kvennaráðstefna SÞ, sem nú er haldin i Kaupmannahöfn, hefur það verkefni að taka út stöðuna i málefnum, sem stuðia að bættum hag kvenna og gera tillögur um framhald. I þessum aðgerðum Sb felst viðurkenning á þvi, að konur almennt hafi iakari stöðu en karlar. íslensk stjórnvöld senda fulltrúa á ráðstefnuna og sérstök nefnd var skipuð til að undirbúa þau mál, sem ísland kæmi fram með á ráðstefnunni. Spurningar voru sendar til aðila vinnumarkaðarins, stjórnmálaflokkanna, Sambands sveitarfélaga, Kvenréttindafélags- ins, Kvenfélagasambandsins, Rauðsokkahreyfingarinnar og Jafnrétt- isráðs. Fiestir munu hafa svarað, þótt tíminn til stefnu væri mjög naumur. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins var þessum tilmælum undirbúnings- nefndarinnar beint til formanns Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna i Reykjavik og i samráði við Ingibjörgu Rafnar, varaformann jafnréttis- og jafnstöðunefndar félagsins, var eftirfarandi samantekt send nefndinni. Tekið var fram, að ekki bæri að skoða greinargerðina sem tæmandi, vegna þess hve naumur timinn var, spurningarnar viðamiklar og tölfræðiiegar upplýsingar hér á landi af skornum skammti. Jafnframt að ekki hefði verið unnt að fjalla um málið á flokkslegum vettvangi og þvi ekki um stefnu Sjálfstæðisflokksins sem slíka að ræða. 1. SPURNING: Hvað hefur að ykkar mati áunnist i jafnréttismálum hér á landi á hálfnuðum kvennaáratug (1975-1985): a) Á sviði menntunar? Með tilkomu fjölbrautaskóla hafa opnast fleiri brautir til náms á mismunandi sviðum. Enda þótt reynsla sé ekki mikil af þessu skólakerfi, er ljóst, að sá tálmi er á undanhaldi, sem ungu fólki — einkum stúlkum — var búinn varðandi verkmenntun meðan „meistarakerfið" í iðnfræðslu var ríkjandi. Fullorðinnafræðsla hefur aukist til muna, að hluta verið aðlöguð kröfum vinnumarkaðarins og felld að prófstigum skólakerfisins. Endurmenntun og símenntun eru hugtök, sem flestum er ljóst hvað felst í og námsflokkar á vegum sveitarfélaga og öldungadeildir við menntastofnanir á framhalds- skólastigi hafa auknu hlutverki að gegna. Félagasamtök á borð við laun- þegasamtök, samvinnufélög, sam- band kvenfélaga, samtök áhuga- fólks og hagsmunahópa og stjórn- málafokka, hafa menntun í aukn- um mæli á stefnuskrá sinni og framfylgja henni, samanber Fé- lagsmálaskóla alþýðu, bréfaskól- ann, námskeiðahald ýmiss konar eða sérskóla. Ekki mun vera til nein heildar- úttekt á þessum þætti menntunar og örðugt að gera sér grein fyrir raunverulegu umfangi hennar. Jafnréttismál eru sums staðar sérstaklega á námsskrá og í heild mun þessi starfsemi auka mögu- leika kvenna til menntunar. Ljóst er, að sá hópur kvenna, sem lýkur prófi frá Háskóla ís- lands og öðrum menntastofnunum á sviði æðri menntunar, fer stækkandi. Enn munu þó fleiri konur en karlar velja stutt nám. b) Á stjórnmálasviði? Hlutfall kvenna af heildarfjölda kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum gæti bent til þess, að konur væru ekki í sókn þar og hlutur þeirra í endanlegri ákvarð- anatöku virðist ekki stór. En ef litið er til þeirra þátta, sem eru undanfari þess að taka sæti í sveitarstjórn og á Alþingi, kemur í ljós, að fjöldi kvenna í prófkosn- ingum eykst. Varðandi Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega, má benda á, að í flokksfélögunum eru konur víða í forystu, á landsfundi fjölgar kon- um jafnt og þétt sem fulltrúum sinna byggðarlaga og í miðstjórn flokksins hefur hlutfall kvenna aukist. c) í heilbrigðismálum? Almenn heilsugæsla er á háu stigi hér á landi og fyrirbyggjandi aðgerðir, s.s. skipulögð leit að krabbameini, hafa skapað öryggi í daglegu lífi fólks og m.a. gert konum í ríkara mæli kleift að skipuleggja störf sín og fjöl- skyldulíf. Almenn vitneskja um getnaðarvarnir og að þær eru á söluskrá lyfjabúða, samhliða rýmkaðri löggjöf um fóstureyð- ingar, hefur aukið svigrúm fólks. d) í atvinnumálum? Tölur um félaga í launþega- samtökum eftir kynjum benda til þess, að konur hafi á seinni árum sótt í auknum mæli út á vinnu- -markaðinn. En þar lenda konur og karlar í afkimum, þ.e.a.s. í sérstökum kvenna- og karlastörf- um, og hefur uppbygging launa- stigans tekið mið af því. Tilhneig- ing er rík til að verðleggja starf eftir því, hvort karl eða kona sinnir því, en ekki eftir hæfni starfsmanns eða vanda verksins. Starfsmat og kjarasamningar taka að stórum hluta mið af hefðum að þessu leyti og uppbygg- ing vinnumarkaðarins miðar við að giftar konur séu varavinnuafl í landinu. Atvinnuleysi er oft dul- búið með því að þoka konum út af vinnumarkaðinum undir yfirskini fjölskyldumála og helst oft í hendur við samdrátt í efnahags- lífi. Lagaákvæði ýmiss konar, s.s. skattalög, styrkja þá þróun. Þáttur kvenna í framleiðslu- störfum er augljós og hefur verið sannaður með því að konur lögðu eitt sinn (24. okt. 1975) allar samtímis niður vinnu og kom þá í ljós, að þjóðfélagið var óstarfhæft án þátttöku þeirra. Ljóst er, að á þessum vettvangi er mest að vinna til að ná fram raunverulegu jafnrétti milli karla og kvenna. Fjölbreyttara starfsval bæði karla og kvenna myndi í raun blanda fólki meira í starfs- greinar og það eitt með tímanum knýja á um endurskipulag kjara- mála. Grundvallandi og óhjákvæmi- legir þættir í fjölskyldu- og heim- ilislífi fólks (barnsfæðingar, upp- eldismál, húsbyggingar o.fl. þ.u.I.) og heildarskipulag vinnumarkað- arins þarfnast samhæfingar. Aðil- ar vinnumarkaðarins og stjórn- völd hljóta að þurfa að marka sameiginlega stefnu í þeim mál- um. e) Að öðru leyti? Viðhorf fólks til jafnréttismála, jafnrar stöðu karia og kvenna, hafa orðið jákvæðari og á margan hátt er auðveldara nú, en við upphaf áratugsins, að vekja at- hygli ráðamanna á atriðum, þar sem misbrestur er og jafnframt að vinna að úrbótum. En eins og bent var á í stafliðnum á undan, er hér m.a. um beint efnahagslegt atriði að ræða (kjaramál, markaðsmál). 2. SPURNING: Hverju er áfátt? Telja samtök- in, að við höfum að einhverju leyti stigið skref aftur á bak? Varðandi síðari lið þessarar spurningar er rétt m.a. að vísa til þess, að tölfræðilegar upplýsingar eru af skornum skammti hér á landi og úttekt á stöðu ýmissa málaflokka, s.s. menntunar og atvinnumála, heyrir til undan- tekninga. Með tilliti til þess er ekki auðvelt að segja óyggjandi um heildarþróun annars vegar og hins vegar hefur ekki verið sam- ræmt hvaða þætti ætti að meta. En sveiflur, þ.e. ris og hnig, koma yfirleitt fram á öllum sviðum og eru jafnréttismál þar ekki undan- tekning. Margir hafa þóst merkja afturkast eftir hámark umræðna á kvennaárinu. En þá verður einnig að hafa í huga efnahags- lega kreppu á vesturlöndum, sem hefur haft í för með sér atvinnu- leysi í nágrannalöndum okkar og ekki er auðvelt að greina á milli hvað orsakast af hverju. 3. SPURNING + FYRRI LIÐUR 2. SPURNINGAR: Að hverju telja samtökin að beri að keppa á siðari hluta áratugsins? Hvert ætti að vera markmiðiö á íslandi á ofan- greindum sviðum? Rétt er að hafa í huga frum- kvæðis- og fordæmisskyldu opin- berra aðila. Með setningu laga um jafnan rétt kvenna og karla nr. 78/1976 er mótuð stefna um jafn- rétti kynjanna. Segja má, að þar hafi atjórnvöld haft frumkvæði, sem flestir telja jákvætt. Samkv. lögunum skal Jafnréttisráð sjá um að þeim sé framfylgt. Vegna fjársveltis hefur ráðið verið van- megnugt og má af því draga þá ályktun, að ekki hafi hugur fylgt máli þegar lögin voru sett. Leggja ber áherslu á fordæm- isskyldu stjórnvalda. Ríkið er stærsti vinnuveitandi lands- manna, menntakerfið — jafnt kennaramenntun sem gerð náms- efnis — er á vegum ríkisins og ríkið starfrækir fjölmiðla. Þegar samfélagslegt markmið hefur ver- ið mótað með lagaákvæðum, ber ríkinu að ganga á undan með eftirdæmi. Menntun kennara og annarra uppalenda og allt námsefni skal grundvallað á jafnréttissjónar- miðum. Starfandi kennarar og uppalendur hljóti endurmenntun á sömu forsendum. Dagskrárefni ríkisfjölmiðlanna taki mið af inn- taki laga nr. 78/1976. ★ Leggja ber áherslu á, að jafn- rétti kynjanna er ekki afmarkað mál, sem fjalla skuli sérstaklega um, heldur samþætt grundvellin- um að frelsi einstaklingsins. Það á sér rætur i frelsisreglunni um jafnan rétt og jafnar skyldur og skal því, í samræmi við stjórn- arskrána og önnur íslensk lög, er kveða nánar á um ýmis atriði, (s.s. skattalög, tryggingalög, sifjalög) vera samofið öllu daglegu lífi manna. ★ Hjá Sjálfstæðisflokknum hefur verið umræða um svokölluð tíma- bundin forréttindi til að flýta framgangi jafnrar stöðu kynj- anna. Ríkjandi skoðun er, að varhugavert geti verið að lögbinda réttindi vegna kynferðis og sé i raun misrétti. Hins vegar mælir margt með því, að aðilar vinnumarkaðarins geri með sér samkomulag um aðgerðir til að jafna stöðu kynj- anna, t.d. um jafnari fjölda karla og kvenna í starfsgreinum en nú er. Stykkisholmi 21. júli. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ bórs- nes heíir gefið þær upplýsingar að bátur fyrirtækisins. bórsnes II. hafi verið á djúprækjuveið- um sl. tæpa 2 mánuði. skip- stjóri Jónas Sigurðsson. Ilefir háturinn yfirleitt landað í Stykkishólmi. Afli í þessum veiðiferðum hefir verið misjafn. M.b. Þórs- Leggja ber áherslu á að hvetja konur til virkari þátttöku í stétt- arfélögunum og öðlast þekkingu á kjaramálum; hvetja stúlkur jafnt og pilta til menntunar; hvetja ungt fólk til að gefa meiri gaum að upplagi sínu og hæfni, þegar lífsstarf er valið, en ríkjandi hefðum. Ríkisfjölmiðlarnir geta stuðlað að breyttum viðhorfum með markvissri dagskrá. ★ Varðandi síðari lið 3. spurn- ingar um islensk markmið er ekki margt að segja umfram hið al- menna. Oft er það svo að fólk, sem gefið hefur gaum að jafnréttis- málum og stöðu karla og kvenna í nágrannalöndum okkar, kemst að þeirri niðurstöðu að við séum eft^rbátar. í fljótu bragði virðist almenn umræða um stöðu kynjanna lengra á veg komin þar, en oft er það svo, þegar til raunveruleikans kemur, þá hefur einstaklingurinn meira svigrúm hér á landi en víðast hvar annars staðar. Hins vegar tala tölur því máli, að á Norðurlöndum eru konur hlut- fallslega mun fleiri kjörnar á þjóðþing og í sveitarstjórnir og ættu samkvæmt því að geta haft víðtækari áhrif á heildarákvarð- anir. Varðandi Island verður að hafa í huga, að atvinnulíf landsmanna er einhæft og stendur í mörgu tilliti á veikum fótum. Breyting á stöðu kvenna og karla á vinnu- markaðinum hér á landi hreyfir við heildarskipulagi og má því vera, að það sé að einhverju leyti íslenskt fyrirbrigði í jafnréttis- málum, að fara sér ekki of óðslega. ★ Margar konur hér á landi bera þunga ábyrgð á innri málefnum fjölskyldunnar samhliða því sem þær afla tekna, fjölskyldunni til viðurværis. Hópur einstæðra for- eldra er stór hér og þarf án efa að koma meira til móts við þarfir hans en gert er. Brýnt er að stjórnvöld móti stefnu í fjölskyldumálum og fram- fylgi án tafar þeim markmiðum, sem þegar hafa verið sett og samkomulag er um. ★ Hjá Sjálfstæðisflokknum hefur jafnt og þétt verið umræða um þessi mál og liggja þar fyrir ýmsar samþykktir, sem eru grundvöllur að frekari stefnumót- un varðandi heimili og fjölskyldu, stöðu kvenna og karla og samspili við vinnumarkaðinn og þarfir hans. nes SH 108, skipstjóri Kristinn Ó. Jónsson, var ásamt fleiri bátum héðan á netaveiðum til 25. júní sl. og var afli góður framan af. Þá hafa bátar verið hér á togveiðum. Þórsnes hf. hefir rekið fiskverkunarstöð sína í sumar þar til nú að lokað er vegna sumarle.vfa. Hefir fyrirtækið veitt talsverða at- vinnu í bænum. Fréttaritari. Misjafn afli á djúprækju smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Merzedes Benz diesel 1976 til sölu. Tllboö sendist Mbl. merkt: „Benz — 4016“. Lögg. skjalaþýð. Bodil Sahn, Lækjargötu 1, s. 10245. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19S33. Helgarferðir 25.-27. júlí: 1. Eiríksjökull — Strútur. 2. Þórsmörk. 3. Landmannalaugar — Eldgjá 4. Hveravellir — Þjófadalir. 5. Álftavatn á Fjallabaksleiö syöri. Rólegur staöur. tagurt umhverfi. Upplýsingar á skrifstofunni, Öldu- götu 3. Feröafélag íslands. í KFUM - KFUK Unglingamót í Vatnaskógi Um verslunarmannahelgina veröur unglingamót KFUM og K og oplö hús í Vatnaskógi. Þátt- taka tilkynnist á aóalskrifstofuna aö Amtmannsstíg 2B Farmiöa sé vitjaó í síóasta lagi 30 júlí. Nánari uppl. eru á skrifstofu KFUM og K ísíma 17536. AUU.YSfNUASIMINN KH: 22480 QjsJ JflarounblntXb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.