Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 Uppreisn bæld á Nýju Suðureyjum Lundúnum. 24. júll. AP. BREZKA utanrikisráðuneytið skýrði frá því i dag að _náin og stanzlaus samvinna" hefði verið milli stjórnvalda i Frakklandi og Bretlandi um þá ákvörðun að binda enda á uppreisnina á Esp- iritu Santo á Nýju Suðureyjum og senda þanxað tvö hundruð manna herlið. Nokkrum klukkustundum eftir aö herliðið kom á vettvang stað- festi talsmaður utanríkisráðu- neytisins að það hefði lokið erindi sínu „vel og slysalaust“ og sagði að ekki hefði verið hleypt af svo mikið sem einu skoti. Talsmaðurinn sagði að brezkir strandhöggshermenn og franskt fallhlífalið hefði verið sent til Nýju Suðureyja til að endurreisa stjórnvöld á eynni og sjá svo um að Bretar og Frakkar gætu lýst Nýju Suðureyjar sjálfstæðar þann 30. júlí. SINDRA Fyrirliggjandi í birgðastöð plötujárn STALHF Þykktir frá 2—50 mm ýmsar stæröir. m.a. 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm 1500x6000 mm 1800x6000 mm Borgartúni 31 sími27222 öllvitumviðað ostur er bragðgóður en hann er lífra Knlhir því að í honum eru öll næringarefni mjólkurinnar og flest í mun ríkara mæli. Próteinið— byggingarefni líkamans Daglegur skammtur af því er nauðsynlegur til uppbyggingar og viðhalds frumum líkamans. Ostur er mun próteinríkari en t. d. kjöt eða fiskur. Dagleg þörf af próteini er áætluð um 45—65 g en í 100 g af osti eru 27—32 g af próteini. Mjólkurostur er bestikalkgjafínn í venjulegu fæði. En kalkið á mestan þátt í myndun og viðhaldi tanna og beina. Af því þurfa börnin mikið og allir eitthvað. Auk þess er í osti gnægð annarra steinefna og vrtamina sem auka orku og Iétta lund. <o o Þessi lék sér að þvi að stinga sér i Ijósum logum i sérstæðri dýfingarkeppni i Vancouver i Kanada. Hann heitir Butts Giraud og vnan i sinni grein á mótinu, svokölluðu Belly-FIop og Cannonball- dýfingarmóti. Svart útlit til aldamóta Washinifton. 24. júlí — AP. STÓRFELLDUR matarskortur. fátækt. vannæring, offjölgun, mengun andrúmsloftsins og drykkjarvatns blasir við mann- kyninu innan tuttugu ára, nema þjóðir heims taki upp öflugara samstarf til þess að stemma stigu við þessari þróun. Þetta eru niðurstöður viðtækrar rannsókn- ar, sem Bandarikjastjórn hefur látið gera um framtfðarhorfur til ársins 2000, en skýrsla með niður- stöðunum var birt i dag. Jimmy Carter, forseti, sagði í bréfi til háttsettra embætt- ismanna, að ef þjóðir heims ynnu ekki saman að því að stöðva þessa þróun, yrðu næstu tuttugu ár samfellt tímabil vaxandi matar- skorts og offjölgunar, minnkandi ræktarlands og skóga, dýralífs, fiskimiða og vaxandi mengunar andrúmslofts og sjávar. Búist er við tvöfaldri hækkun matvöruverðs og yfir tvöfaldri hækkun orkuverðs fyrir lok þess- arar aldar. Einnig eru taldar vaxandi líkur á átökum í heimin- um og aukinni spennu í alþjóða- viðskiptum. Formaður nefndarinnar, sem stóð að rannsókninni, sagði, að í skýrslunni gætti áreiðanlega ekki of mikillar svartsýni og að öllum líkindum væri ástandið enn svart- ara en þar væri gert ráð fyrir. Búist er við að matvælafram- leiðsla geti aukist um 90% fram að aldamótum, en fólksfjölgunin verður að öllum líkindum yfir 60%. Framleiðsluaukning á mann verð- ur því ekki meiri en 15% og mun að öllum líkindum lenda að mestu leyti hjá þeim, sem nú þegar búa við velsæld. Talin er hætta á að jafnvel 20% allra núlifandi dýrategunda verði útdauð um aldamótin vegna vax- andi sóknar í skóga- og önnur dýrasvæði. 1979 — ísraelsmenn skila Egypt- um 6,500 ferkílómetra svæði á Sinaiskaga. T978 — Fyrsta tilraunaglasabarn- ið fæðist í Bristol, Englandi. 1977 — Vopnahlé í stríði Egypta og Líbýumanna. 1975 — Tyrkir boða lokun banda- rískra herstöðva. 1968 — Stjórn Bolivíu segir af sér vegna birtingar dagbóka Che Gue- vara. 1967 - Páll páfi VI heimsækir Tyrkiand og biðst fyrir fyrstur páfa í rétttrúnaðarkirkju. 1963 — Tilraunabannssamningur Bandaríkjamanna, Breta og Rússa gerður. 1957 — Franska þingið samþykkir ajálfstæði Túnis. 1956 — Árekstur „Andrea Doria“ og „Stockholm" undan strönd Nýja-Englands; 50 farast. 1952 — Kola- og stálsamsteypa Evrópu tekur til starfa. 1943 — Fall Mussolinis. 1934 — Dollfuss, kanzlari Austur- Hkis, ráðinn af dögum í byltingar- tilraun nazista. 1920 — Frakkar taka Damaskus — Grikkir taka Adríanópel. 1909 — Louis Blériot flýgur yfir Ermarsund. 1907 — Kórea verður japanskt verndarríki. 1898 — Bandaríkjamenn taka Pu- erto Rico herskildi. 1897 — Fyrstu kínversku diplómatarnir koma til Washing- ton. 1830 — Kúgunartilskipanir Karls X í Frakklandi. 1689 — Loðvík XIV segir Bretum stríð á hendur. 1593 — Hinrik IV af Frakklandi gerist kaþólskur („París er einnar messu virði"). 1581 — Niðuriönd lýsa yfir sjálf- stæði. 1139 — Alfonso I af Portúgal sigrar Mára. Afmæli. AJ. Balfour, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1848—1930). Andlát. 1834 Samuel Taylor Cole- ridge, skáld. Innlent. 1510 Heklugos hefst — 1875 d. Hjálmar Jónsson frá Bólu — 1902 d. síra Þorkell Bjarnason — 1942 d. Magnús Stefánsson skáld — 1956 d. Guttormur Gutt- ormsson — 1959 Landlegumenn ganga berserksgang á Siglufirði — 1974 Aiþjóðadómstóll úrskurðar útfærsluna f 50 mílur ólöglega — 1979 d. Þórarinn Guðmundsson tónskáld. Orð dagslns. Þegar maður hefur ekki gilda ástæðu til að gera eitthvað, hefur hann gilda ástæðu til að láta það eiga sig. — Sir Walter Scott, skozkur. rithöfundur (1771-1832).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.