Morgunblaðið - 25.07.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 25.07.1980, Síða 13
Pétur Pétursson þulur MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 13 Kontórstingur í félagsmálapakkhúsi Það verður að segjast þegar í upphafi, að ég hefi ekki etið af skilningstrénu í Hallormsstaða- skógi, enda skildi ég ekki sunnu- dagshugvekju iðnaðarráðherrans i Þjóðviljanum sl. sunnudag. Bless- aður maðurinn er þar að þæfa eitthvað um „baráttu gegn verð- bólgu" og að „bæta kjör“. Fylgist ekki lífeðlisfræðingurinn með verði á lífsnauðsynjum? Veit hann ekki að vöruverð stígur daglega og þjónusta hækkar öll, meðan launakjör rýrna? Já, innlendir orku„gjafar“ sem hann talar svo fagurlega um, á hátíðastundum, hafa heldur en ekki hitað mörgum í hamsi undanfarið með hækkun- um sínum. Nema náttúrlega Járn- blendifélaginu, þar sem er nú búið að teppaleggja stjórnarskrifstof- urnar með gamburmosa Alþýðu- bandalagsins. Þar logar glatt und- ir ofnum á Brekkukotsprís sem gildir fram að kristnitökuafmæli. Um að gera að punda hækkunum raforku og hitaveitu á varnarlít- inn almenning. Og ganga teljara- skref á vísitölubrauðinu milli ráð- uneyta til þess að hlífa valda- skónum í fúamýrinni. Aldrei er „svigrúm til launahækkana". En ævinlega úrræði til verðhækkana. Svo leyfir ráðherrann sér að byrsta sig í tali við samtök launafólks og segja: „Fjármagn hefir staðið til boða vegna félags- legra aðgerða, enda verði al- mennum peningalaunahækkun- um stillt í hóf.“ Pétur Pétursson „viðskiptakjaravísitala" alþýðu- heimilanna dag hvern sem gengið er til innkaupa. „Félagslegar aðgerðir", sem stjúpmæður verkalýðsins í ráðu- neytunum eru að pípa um, minna helst á refsiaðgerðir. Ef svó fer sem horfir hættir Ríkisféhirðir að greiða laun, en Bögglapóststofan dreifir félags- málapökkum. Já, vel á minnst. Nú þarf ráðgjafa í hverju ráðuneyti Við munum úr æsku, að við lásum um rómverskan keisara er réði sér ráðgjafa. Sá hneggjaði við stall með öllum tygjum og var frekur á fóðrum. Nú er öldin önnur. Nú skal spara, segir fjármálaráðherr- ann og fær sér Þröst Ólafsson til ráðuneytis. Þá fóru sumir að gera sér vonir um „engil með húfu og rauðan skúf í peysu". Þess í stað hélt ráðgjafinn sig vera í boltaleik við opinbera starfsmenn og vitn- aði í dægurlagatexta Ómars Ragn- arssonar, KR-ingar, þig eigið leik- inn. Svo hreiðraði hann um sig undir launaþakskegginu. „... opinberir starfsmenn eiga kost á margvíslegum réttarbót- um,“ segir iðnaðarráðherra. Ekki skal ég deila um réttar- bæturnar við ráðherra né ráð- gjafa, á þessu stigi málsins. Eitt bið ég um: Reiknið út tilboð það sem fjármálaráðuneytið setti fram 1977 og samninganefnd BSRB neitaði þá. Birtið þær niðurstöður að viðbættri vísitölu, án skerðingar, og berið saman við þau tilbóð er stjórnvöld gera nú. Það er ekki nóg þótt selskaps- páfagaukar í stéttasamvinnubúri Alþýðubandalagsins pípi: „Það liggur svo dæmalaust ljómandi á mér“ og mauii bankabygg úr sólskríkjusjóði Vinnuveitenda- sambandsins. Þeir eiga ekki að vera í fyrir- svari stéttarsamtaka. En þeir mega bródera og baldýra í ómældri aukavinnu: Drottinn blessi félagsheimilið. Pétur Pétursson þulur. Ekki tekið tillit til neinna aðgerða segir Steingrímur Hermannsson um spá Þjóðhagsstofnunar ÉG HEF ekki ennþá séð neitt um spá Þjóðhagsstofnunar nema það sem lesa mátti í Morgunhlaðinu og get þvi lítið tjáð mig um hana, en í henni er þó ekki tekið tillit til neinna efnahagsaðgerða, sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokks- ins er Mbl. innti hann álits á spá Þjóðhagsstofnunar um verðbólguþróun ársins. Steingrímur Hermannsson sagði að ríkisstjórnin myndi beita ýmsum aðgerðum til að hægja á verðbólguþróuninni og að hún hefði fullan hug á að beita niðurtalningu og öðrum aðgerðum í því skyni, en hann kvaðst að öðru leyti ekki vilja ræða þessi mál að svo stöddu. Hvaðan kemur ráðherranum það vald og „viska“ að tala um að stilla þurfi „peningalaunahækk- unum“ í hóf? Hverjir sögðu að ísland væri á láglaunasvæði er opinberir starfsmenn settu fram kröfur sínar í samningsgerð árið 1977? Hvenær breyttist það álit? Hefir seta ráðherrans í ríkisstjórn sjálfkrafa flutt landið af einu launasvæði yfir á annað? Ummælum ráðherrans um hóf- semi eiga launamenn að vísa til föðurhúsanna. Þeir hafa sagt: „Vinna fólksins stendur til boða, enda sé verðhækkunum stillt í hóf.“ En það er nú eitthvað annað en svo hafi verið. Um það vitnar Kind flækt- ist í veiði- girni og missti fótinn Stykkishólmi, 21. júli. BÓNDINN á Svelgsá í Helga- fellssveit, Bjarni Guðmundsson, sagði mér að fyrir skömmu hafi maður komið til sín og vakið athygli á kind úti í haga sem aðeins væri með 3 fætur. Kvaðst hann hafa brugðið við til að athuga þetta, en þegar hann kom að kindinni sá hann strax hvers kyns var. Kindin hafði flækst í mjóu og eggsáru veiðigirni sem hugsunarlausir veiðimenn höfðu skiiið eftir skammt frá vatni því sem kind- in var í og var nú svo komið fyrir kindinni að einn fóturinn var næstum sorfinn sundur og leið kindin mikið við þetta. Sýndi Bjarni mér girnið sem hann hirti. Er nú reynt það sem hægt er að koma kindinni til bjargar og ekki er enn séð hver árangur verður. Þetta atvik sýn- ir að menn skyldu ævinlega gá vel að því sem þeir henda úti á víðavangi. Platan hans Pálma er nú komin í hljómplötuverslanir um land allt Á plötunni koma fram margir af þekktustu hljóðfæraleikurum landsins, s.s.: Magnús Kjartapsson, Karl Sighvatsson, Pétur Hjaltested, Tryggvi Hubner, Björgvin Halldórsson, Friörik Karlsson, Þóröur Árnason, Qunnar Þóröarson, Siguröur Karlsson, Jeff Seopordi, Kristinn Svavarsson o.fl. iwAl k-AMAVEQi» ~ «MH tW - t* DREIFING:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.