Morgunblaðið - 25.07.1980, Page 17

Morgunblaðið - 25.07.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1980 17 Skúli Pálsson ásamt adstoðarmanni sínum við reKnboKasilunKskerin skömmu áður en úr þeim var hieypt i Kær. ReKnboKasilunKsseiði. sem drepin voru í Kter. (- ói.K.M.) 10 þúsund seiði drepin í Laxalóni í gær: „Land og þjóð hafa enga þörf fyrir slíka embættismennu — segir Skúli Pálsson, sem barizt hefur við „kerfið“ í 30 ár DREPIN voru i K«r 10 þúsund seiði af reKnboKasilunKÍ í Laxeld- isstöð Skúla Pálssonar að Laxa- lóni. Samkvæmt upplýsingum Skúla hefði verðmæti þessara seiða orðið að tveimur árum liðnum um 40 milljónir króna. Á þessu ári hafa Skúla borizt pant- anir á reKnboKasilunKÍ erlendis frá fyrir 250 milljónir króna, en hann k»í aðeins selt hroKn fyrir um 5 milljónir króna ok fékk fyrir það verð, sem er um 35% hærra en markaðsverð i Evrópu. Með þessum útflutninKÍ fylKdi heiIbrÍKðisvottorð yfirdýralækn- isins um að hroKnin væru úr heiIbrÍKðum fiski. Skúli hefur undanfarin 30 ár barizt við kerfið ok embættis- mennina vegna meintrar sýkingar, sem Skúli segir að kerfinu hafi ekki tekizt að sýna fram á. Af þessum sökum voru nýlega drepnir á fjórða hundrað þúsund laxar í eldisstöðinni og í gær voru síðustu regnbogasilungarnir drepnir. Hinn 18. júlí síðastliðinn barst Skúla bréf frá Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, þar sem skýrt er frá niðurstöðum á rannsóknum á sýn- um, sem tekin voru af regnbogasil- ungnum nú í vor. Rannsakaðir voru 362 silungar og „ekki fundust merki um smitsjúkdóma í þessu úrtaki“ og geti því Skúli alið upp nýjan stofn frá hrognum þessa stofns eftir sótthreinsun. í myndatexta, sem birtur var í Morgunblaðinu í gær slæddust nokkrar missagnir, sem Morgun- blaðið biður hlutaðeigandi velvirð- ingar á. Skúli sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að aldrei hefði fundizt neinn smitsjúkdómur í regnbogasilungnum og sýni hefðu fyrst verið tekin til rannsóknar á árunum 1954 og 1955. A árunum 1974 til 1978 hafi sýni verið send til erlendra vísindastöðva til rann- sóknar og hefði þá heldur ekki fundizt neitt athugaveri við stofn- inn. Öllum hrognafiski í eldisstöð- inni hefur nú verið fargað. í klakhúsi er nú nokkurt magn af hrognum, sem hægt verður að halda áfram ræktun með, en það tekur um 4 til 5 ár þar til hann fer að skila arði. Skúli sagði að hann hefði nú fengið leyfi til þess að flytja þessi hrogn til Þóroddstaða í Ölfusi á þeim forsendum, að þá séu ekki líkur á að hann smitaðist af íslenzka laxastofninum. Skúli Pálsson kvað fiskinn, sem fargað var í gær, hafa verið þrítugustu kynslóð regnbogasil- ungsstofnsins. Þetta stríð við emb- ættismennina hafi því verið sér dýrt. Skúli sagði að lokum: „Land og þjóð hafa enga þörf fyrir þjónustu embættismanna, sem vinna störf sín með þessum hætti.“ Síldarútvegsnefnd: Rangfærslum Ingólfs Ingólfssonar svarað SAMftNBUREUR D««WlAÍCSFAHGJALDA A NOCURLÖNXM VEGAIBO) FARGJAID FARGJAU) MISMJNUR I 1 I. 9TVTTHI LEIBIR KM IKR. KR/PR.KM. I Island Reyk javiA-Ves tmannaey jar 119 14.700 123.5 100.0 I 1 Darwftrk Kau(«kuvtdli> d n-Aarhus 147 19.197 130.5 105.7 I I Nonequr Andenos-Kansö 120 16.829 140.2 113.5 1 1 Svlþjóð Skel lef tea-Luleaa 114 28.830 252.9 204.8 I 11 MILLI LEIÐIR I tslanrl Heykjavlk-Akureyri 250 22.250 89.0 100.0 I I Darwörk Kan^annahöf n-Br 1 lund 219 22.331 102.0 114.6 1 I Noregur Bergen-Alesurxi 255 28.720 112.6 126.5 1 Sviþjóó Stckkhólnur-Kar lstad 253 28.830 114.0 128.1 1 1 III UHQU LEIBIR 1 tsland Reykjavík-Egilsstaóir 385 30.050 78.1 100.0 1 DarwörV Ka^»annahö f n-TTti s ted 281 23/321 83.0 106.4 1 Noragur Os lo-Stavanger 321 43.231 134.7 172.5 1 1 Svlþjóö Stokkhólmur-Kalmar 326 47.657 146.2 187.2 1 Fæst eðlileg verðlagn- ing eða ríkisstyrkur? — spyr forstjóri Flugleiða í bréfi til samgönguráðherra Vegna þeirrar rangfærslu sem fram kemur í viðtali við Ingólf Ingólfsson formann Vélstjórafé- lags íslands í Morgunblaðinu í gær varðandi afstöðu Síldarút- vegsnefndar til siglinga með óunna Suðurlandssíld beint frá miðunum á erlendan markað fer hér á eftir bréf, er Síldarútvegs- nefnd hefir ritað sjávarútvegsráð- herra, þar sem fram kemur af- staða nefndarinnar til máls þessa: Bréf Sjávarútvegsráðuneytisins dags. 16. júlí 1980, ásamt hug- myndum að reglum um síldveiðar 1980 dags. 17. júlí, var að ósk ráðuneytisins tekið til athugunar á fundi Síldarútvegsnefndar 22. júlí s.l. í tilefni erindis ráðuneytis- ins fer hér á eftir greinargerð’ nefndarinnar um mál þetta: Síldarútvegsnefnd er að því leyti frábrugðin öðrum sölustofn- unum sjávarafurða að í stjórnar- nefndinni eiga sæti fulltrúar ým- issa viðkomandi hagsmunaaðila þ.e. síldarsaltenda, Alþýðusam- bands íslands (Sjómannasam- bands íslands), Landssambands íslenzkra útvegsmanna og Alþing- is. Saltsíldarframleiðslan er m.a. að því leyti frábrugðin öðrum helztu útflutningsgreinum lands- manna, að söltun er að jafnaði talin óframkvæmanleg, nema sala vörunnar sé tryggð fyrirfram hverju sinni. Ástæðurnar eru margþættar. í fyrsta lagi er mark- aðssvæðið mjög takmarkað. í öðru lagi eru neyzluvenjur mismunandi eftir löndum og jafnvel héruðum hvers lands og verður því að haga söltun hverju sinni með tilliti til þess. í þriðja lagi er neyzla saltsíldar víða bundin við ákveð- inn árstíma. Alllangur tími líður frá þvi að síldin er söltuð þar til hún er fullverkuð og frágengin til útflutnings. í fjórða lagi er geymsluþol saltaðrar síldar mjög takmarkað. Þessar kringumstæður valda því að sala á saltaðri síld er flóknari og vandasamari en á þeim útflutningsafurðum sem framleiddar eru án fyrirfram- samninga og seldar eru eftir hendinni á því markaðsverði sem gildir hverju sinni. Þessi sérstaða saltsíldarframleiðslunnar var að ýmsu leyti ekki eins erfið viður- eignar fyrr á árum, þegar mestur hluti síldaraflans fór til bræðslu og unnt var að velja beztu síldina til söltunar. Þess er því ekki að vænta, að saltendur séu reiðubún- ir að taka á sig þá áhættu að framleiða saltaða síld án fyrir- framsamninga þótt það sé algengt að því er aðrar sjávarafurðir snertir. Saltsíld er í rauninni í dag samheiti margra vörutegunda enda eru neyzluvenjur eins og áður er sagt, mjög mismunandi eftir löndum. Sumargotssildin ís- lenzka er mjög misjöfn að stærð- um. í sama hringnótafarminum er oft síld frá 20—35 cm. Einn markaður vill t.d. aðeins síld af stærðinni 34—35 cm, annar mark- aður 31—33 cm síld, sá þriðji 29—32 cm, o.s.frv. Þá eru kröfur um fitumagn mjög misjafnar. Til dæmis þarf fitumagn síldar helzt að vera nokkuð hátt til fram- leiðslu á hinum hefðbundnu teg- undum, en má ekki fara yfir ákveðið hámark á öðrum og er þar átt við edikssöltuðu síldarflökin, sem mikill markaður er fyrir í Þýzkalandi. Þá hefir ástand síld- arinnar eftir árstíma og hrygn- ingartíma mikil áhrif á sölumögu- leikana. Síldveiðibannið á árunum 1972—1974 skaðaði mjög stöðu Suðurlandssíldarinnar á erlendum mörkuðum og hefir það kostað þrotlausa vinnu að komast aftur með síaukið magn inn á þessa markaði, ekki sízt vegna þess að aðalkeppinautarnir hafa boðið og selt sambærilega síld á langtum lægra verði en unnt er að fram- leiða fyrir hér á landi. Hve óhagstæð áhrif siglingar með óunna síld beint frá miðunum á erlendan markað kunna að hafa á sölumöguleika saltaðrar síldar, er erfitt að átta sig á, enn sem komið er, og vill Síldarútvegs- nefnd ekkert fullyrða um það mál að sinni. Á fundi hjá sjávarút- vegsráðherra 8. þ.m. skýrði full- trúi Sjávarafurðadeildar SÍS frá því að kaupendur freðsíldar í Bretlandi hefðu í fyrrahaust kippt að sér hendinni um samningagerð þegar sú frétt barzt frá umboðs- manni íslenzkra fiskiskipa að vænta mætti ísaðrar síldar á markaðinn beint frá síldarmiðun- um við ísland, og lögðust fulltrúar frystiiðnaðarins á fundi þessum algjörlega gegn siglingum. Því er ekki að neita að Síldarútvegsnefnd óttast að svipuð staða kunni að koma upp varðandi saltaða síld, ef kaupendur telja sig eiga von á fersksíldinni beint frá miðunum við Island, enda er ekkert hægt að fullyrða um það á þessú stigi hvaða verð muni fást á erlendum markaði fyrir síldina. Síldarútvegsnefnd telur því óráðlegt að taka að svo stöddu nokkra ákvörðun um það, hvort leyfa eigi útflutning á ísaðri síld á erlendan markað. Ofangreind samþykkt var gerð með öllum greiddum atkvæðum á áðurnefndum fundi Síldarútvegs- nefndar þar sem mættir voru fulltrúar allra áðurnefndra aðila sem sæti eiga í stjórn stofnunar- innar. Sildarútvegsnefnd. FORSTJÓRI FluKlciða. SÍKurður IlrlKason. hefur ritað StcinKrími Hcrmannssyni samKönKuráðhcrra bréf þar scm seKÍr m.a. að ckki sé lenKur rekstrarKrundvöllur fyrir innanlandsfluK félagsins. Spyr for- stjórinn hvort sé stcfna rikisstjórn- arinnar að lcyfa cðlilcKa verðlaKn- inKU farxjalda eða að ríkisstyrkir fáist til að jafna metin. en bréfið kveðst forstjórinn rita vcgna erfið- lcika i rckstri innanlandsflugsins. sem rckja mcKÍ til rangrar vcrðlagn- ingar ok trcKðu yfirvalda til að lcyfa nauðsynlcKar farKjaldahækkanir. í bréfi forstjóra Flugleiða segir m.a. að sívaxandi tap hafi orðið á rekstri innanlandsflugs félagsins, á árunum 1977 til 1979 hafi tapið numið l, 5 milljarði króna miðað við núgildi krónunnar og sl. fimm ár sé tapið 2,7 milljarðar króna reiknað á sama hátt. „Þessi gífurlegi taprekstur stafar nær eingöngu af því að óeðlilegur dráttur hefur verið á afgreiðslu hækkunar- beiðna og einnig hafa rökstuddar óskir um hækkanir verið skornar niður án skýringa", segir Sigurður Helgason. Þá kemur fram í bréfinu að tap á innanlandsflugi í apríl sl. var 34,6 m. kr. en sama mánuð í fyrra var 2,4 m.kr. hagnaður. Tapið frá áramótum til aprílloka er orðið 221,8 millj. kr. Mun meira tap hefði orðið ef ekki verið gerðar ýmsar breytingar til hagræðingar, teknar í notkun burð- armeiri flugvélar, flugleiðir, sem henta illa flugkosti félagsins færðar yfir á minni félög, segir í bréfi forstjóra Flugleiða. Verulegur hluti af tekjum innanlandsflugs að sumrinu er sagt koma frá erlendum ferðamönnum. „Sú staðreynd, að ekki eru tekin gjöld, sem eru í samræmi við kostnað, þýðir því beint gjaldeyr- istap fyrir þjóðarbúið, auk þess sem það að sjálfsögðu leiðir af sér beint fjárhagslegt tap fyrir félagið. Það getur ekki verið rétt stefna að selja slík gjöld á undirverði. Sannleikurinn er líka sá, að endanlega verður að hækka þessi gjöld svo þau séu í samræmi við kostnað og fellur sá þungi þá allur á innlenda ferðamenn, sem eru uppistaðan í flutningum átta mánuði ársins." Ráðherra var einnig send tafla um samanburð á fjargjöldum á Norður- löndum og bent er á að starfsemi innanlandsflugs í Noregi sé st.vrkt verulega, Wideröe flugfélagið í Nor- egi hafi t.d. verið styrkt um 3,1 millj. ísl. króna á núverandi gengi. Að endingu er sagt að nauðsyn sé á 18'/f hækkun frá 1. ágúst til að komið verði í veg fyrir hallarekstur á árinu og segir forstjóri Flugleiða að lokum í bréfi sínu til samgönguráðherra að haldi svo fram sem horfi, að ekki verði le.vfð verðlagning í samræmi við kostnað, hljóti að leiða að þvi að ekki sé lengur grundvöllur fyrir starfsem- ina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.