Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 Skammsýni iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur verið atkvæðalítill í störfum sínum. Hann hefur einskorð- að sig við það í ráðherrastólnum að fela starfshópum að sinna nokkrum gæluverkefnum en látið hjá líða að móta heildarstefnu. Slagorð Alþýðubandalagsins um íslenska atvinnustefnu er orðið hjóm eitt í ráðherratíð hans, nema í henni felist, að horfið skuli nokkra áratugi aftur í tímann. Meðal fyrstu afreka Hjörleifs eftir að hann tók við ráðherrastörfum, var að leggja stein í götu eðlilegs framkvæmdahraða við Hrauneyjafossvirkjun og tefja fyrir uppbyggingu járnblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga. Rétt í þann mund, sem hann hvarf úr ráðherraembætti síðastliðið haust, gaf Hjörleifur grænt ljós á Bessastaðaárvirkjun. Raunar slökkti nýr ráðherra á þeirri týru eftir brottför Hjörleifs. Og hann hefur ekki kveikt á henni að nýju, eftir að hann komst aftur í iðnaðarráðuneytið, enda er flestum ljóst, að ráðherrann var kominn í kosningaskap á liðnu hausti. En í kosningaham á Reyðarfirði lofaði hann íbúunum þar stóriðju í tengslum við virkjunina. Það loforð hefur ekki verið endurtekið síðan, þótt það sé hið eina, sem sýnir, að Hjörleifi er ekki alls varnað, þegar mikið liggur við. Æ betur verður ljóst, hve hættulegt það er að hafa í sæti iðnaðarráðherra mann, sem helst vill, að menn verji landið með hamri og sigð. Slík viðhorf eru stórhættuleg á tækniöld og þau eru beinlínis fáránleg hjá þjóð, sem býr yfir miklum óvirkjuðum orkulindum en þarf að takmarka fiskveiðar sínar og landbúnaðarframleiðslu. Með sterkum rökum hefur verið sýnt fram á það að ekki síðar en á næsta ári verður að taka ákvörðun um næstu stórvirkjun og hún verður ekki hagkvæm nema samhliða henni verði ráðist í stóriðju. „Essin 4“ svonefndu, sem iðnaðarráð- herra er með allan hugann við, að því er virðist, þ.e. steinullarverksmiðja, saltverksmiðja, stálbræðsla og syk- urverksmiðja eru ekki viðfangsefni, sem svara kröfunni um traust fyrirtæki samhliða stórvirkjun. Hér er um meðalstór fyrirtæki að ræða og áhættusöm vegna þess að með þeim er ráðist í hálfgerða tilraunastarfsemi. Hins vegar er skynsamlegt að hafa augastað á slíkum viðfangsefnum, um leið og unnið er að sannkölluðum stóriðjuverkefnum. Eitt af gæluverkefnum iðnaðarráðherra hefur verið að láta starfshóp vinna að tillögugerð um orkusparnað. Með reglulegu millibili efnir ráðherrann til blaðamannafund- ar með þessum hópi og skýrir frá alls kyns pappírstillög- um hans, sem vafalítið hefur verið varið mikilli hugarorku til að semja. Sú spurning vaknar, hvort ekki sé rétt að spara alla þá orku og pappírinn, sem hún er bundin á, þegar ríkisstjórnin keppist við það í hinn sama mund að knésetja einn stærsta innlenda orkuframleið- andann, Hitaveitu Reykjavíkur. Er hér með skorað á iðnaðarráðherra, að hann feli orkusparnaðarnefnd að reikna út þann skaða, sem þjóðarbúið yrði fyrir, ef komið yrði í veg fyrir nýframkvæmdir á vegum Hitaveitu Reykjavíkur. Með þeim hætti væri orka starfshópsins nýtt af skynsemd. Einn þingmanna Alþýðubandalagsins í Reykjavík gengur nú fram fyrir skjöldu með alls kyns dylgjum og órökstuddum fullyrðingum til að gera sem minnst úr þeim vanda, sem að Hitaveitunni steðjar. Iðnaðarráð- herra verður að láta í ljós skoðun sína á þessu brýna máli. Það verður að liggja skýrt fyrir hver afstaða hans er. Reynslan sýnir hins vegar, að ráðherrann getur ekki látið í ljós neina sjálfstæða skoðun, annað hvort verður hann að hafa skjól af starfshópi eða þingflokki Alþýðubanda- lagsins og þar ræður Ólafur Ragnar ríkjum. Á meðan ekki liggur annað fyrir, verða menn því að álykta sem svo, að Ólafur Ragnar Grímsson flytji stefnu þingflokks komm- únista, þegar hann berst fyrir því með oddi og egg að olíukynding verði tekin upp á Reykjavíkursvæðinu. Iðnaðarráðherra, sem er svo skammsýnn, að hann gerir sér ekki grein fyrir mikilvægi stóriðju, nema þegar hann stundar atkvæðaveiðar, er ekki réttur maður á réttum stað eins og málum er nú háttað hér á landi — síst af öllu, þegar hann situr í þingflokki, sem kemur í veg fyrir hitun húsa með heitu vatni. Eg hef enga sjálfsímyntT Peter Sellers (1925—1980) var alla tíö þjakaöur af efasemdum Gamanleikarinn snjalli, Peter Sellers, tapaöi þrjátíu og fjög- urra stunda orrustu sinni viö fjóröa hjartaáfalliö snemma fimmtudags. Hann var fimmtíu og fjögurra ára aö aldri. Þrátt fyrir aö ýmsar brellur hans í kvikmyndum kæmu milljónum manna til aó hlægja, skýröi Sellers eitt sinn frá því í trúnaöi aö innri hömlur ofþóguðu hon- um svo aö hann kynni raun- verulega ekki skil á hvort held- ur hann væri lífs eöa liöinn. Læknahópur á gjörgæzlu- deild Middlesex sjúkrahússins í Lundúnum, þangaö sem Sellers haföi ver- iö fluttur meö hraói í á þriöju- dagskvöld, börö- ust til einskis til aö bjarga lífi hans. Andaöist Sellers meövit- undarlaus meö slöngur og önd- unartæki í vitum viö hliö fjórðu eiginkonu sinnar, Lynne Frederick, og tveggja barna frá fyrri hjóna- böndum. „Dauöa hans bar að meö fullkomlega eöli- legum hætti,“ sagöi talsmaður sjúkrahússins. „Hjartað einfald- lega gaf sig.“ Sellers hafði orðið fyrir alls níu hjartaáföllum áöur aö sögn vina. Hið fyrsta hlaut hann áriö 1964, sjö vikum eftir að hann kvæntist sænsku leikkonunni Britt Ekland. Leiðir þeirra höföu legiö saman er Sellers geröi kvikmyndina „Kiss me, stupid“ meö Billy Wilder. Annaö meiri- háttar hjartaáfall kom svo áriö 1977 og var þá settur í hann gangráöur, er stjórnar slögum hjartans meö rafsendingum. Síðast í maí iagöist leikarinn síöan á sjúkrahús í Dyflinni eftir minni háttar hjartaáfall. Peter Sellers er sagöur hafa unniö, hvílzt og elskaö með örvæntingarkrafti manns, sem var þess fullviss aö lífið myndi ekki endast honum til alls er hann fýsti að vinna. Hann sló um sig, sólundaöi fé og naut aðdáunar um heim allan fyrir smellinn gamanleik í meira en fjörutíu myndum, sem kváöu hafa fært honum alls um fimm milljaröa íslenzkra króna í tekj- ur. Hvar sem hann fór vakti hann forvitni og var eftirsóttur skemmtikraftur. En milli þess sem Sellers sinnti skuldbindingum í stúd- íóum unndi hann sér engrar hvíldar. Hann var einatt á síöum dagblaöa, sem tíunduöu ástarævintýri hans, fjögur hjónabönd og þrjá skilnaði, veikindi, áhugamál, umslátt, dýrindis bifreiöir og einkar hreinskilin viötöl annaö veifið. Heföi Sellers látizt áriö 1964, en ekki sextán árum síöar, heföi hans eigi aö síóur veriö minnst sem furöu fjölskrúöugs og hæfileikamikils gamanleik- ara. Líkt og margir grínleikarar talkvikmyndanna byrjaði Sell- ers feril sinn í útvarpi. Ótrúleg eftirhermutækni leikarans fékk sína fyrstu auglýsingu í gaman- þættinum „Goon Show“ í brezku útvarpsstöðinni BBC. Þessari leikni beitti Sellers síö- an óspart í kvikmyndum sínum, þar sem hann brá sér tíöum í margvíslegustu gerfi í sömu myndinni. Stærstu þáttaskilin á frægö- arferli Sellers uröu án efa er hann lék í myndinni „Doctor Strangelove, eöa hvernig mér læröist aö hætta aö hafa áhyggjur og elska sprengjuna“. í kvikmynd þessari fór Sellers meö þrjú hlutverk, þ.á m. hlutverk söguhetjunnar, sem sagt er aö byggö hafi verið á persónuleika Henry Kissinger. Minnisstæöasta afrek Sellers mun þó mörgum þykja leikur hans í hlutverki Clouseaus lög- regluforingja í kvikmyndflokkn- um „Bleiki pardusinn". Alls uröu myndirnar í flokki þessum fimm, en sagt er aö leikarinn hafi verið með sjöttu myndina í undirbúningi, er dauöa hans bar aö. Margir telja hins vegar að Sellers hafi unnið sinn stærsta leiksigur í myndinni „Being there“, sem gerö var á síöasta ári, en í mynd þessari leikur hann lítilsigldan garö- yrkjumann, sem óvænt verður fjölmiölastjarna. Sagt er aö Sellers hafi sjálfur veriö all stoltur af frammistööu sinni í myndinni og hafi þaö fengið nokkuö á hann aö kvikmyndin vann ekki til verölauna á kvik- myndahátíöinni í Cannes í júní. En þrátt fyrir frægöina, auö- inn, einkaheimili í tveimur heimsálfum, einkaþotuna, snekkjuna, bifreiöarnar og nærvist fagurra kvenna voru efasemdirnar Sellers þungar á sinni. Hann var ýmist snakillur eöa ástríöufullur og sambönd hans og kvenna oft skammvinn og stormasöm. Eins og margir mikilhæfustu gamanleikarar sögunnar var hann í eðli sínu þunglyndur og óöruggur. „Ég hef ekki minnstu hugmynd um hver Peter Sellers er“ sagði hann eitt sinn. „Ég hef enga áþreifanlega sjálfsímynd. Ég lít í spegil og sé einhvern, sem aldrei hefur þroskast — lotinn tilfinningamann sem rólar milli glæstra vona og hyldýpis ör- væntingar“. Móöir Sellers, Peg Ray — eöa Agnes Marks eins og hún hét réttu nafni — var Ijóö- söngvaleikari, og fór oftast meö hlutverk ótrúrrar eigin- konu, sem komið er á óvart í hjónarúminu. Faöir hans var Bilf Sellers, píanóleikari og tónlistarstjóri við gamalt revíu- leikhús. Peg var eitt sinn á sviöi í Southsea á suöurströnd Eng- lands, og kvartaöi undan van- líöan. Þar sem enginn staö- gengill var nálægur varö hún aö leika hlutverkið á enda. Flýtti hún sér heim eftir sýninguna og fæddi Peter, 8. september, 1925. Á barnsárum lá hann oft í körfu viö sviösskörina og fluttu foreldrarnir hann meö sér milli ódýrra gistihúsa í leikferöum. Hann hlaut gloppótta menntun, þrátt fyrir aö hann skrásettist í eina sextán skóla áöur en hann tók í fyrsta skipti til viö að leika meö Windmill leikhúsinu í London. Eftir því sem frægöin jókst fékk Sellers á sig orö fyrir þrasgefni og hvefsni viö kvik- myndaundirbúning. Þannig var eitt sinn haft eftir honum: „Því meir sem ég eldist þeim mun ver fellur mér kvikmyndaiönað- urinn og fólkiö sem viö hann vinnur. Eg er næstum farinn aö hata þaö nú.“ Sellers var tuttugu og fimm ára gamall er hann giftist ástr- ölsku leikkonunni Önnu Howe. Meðan á ellefu ára sambúö þeirra stóö varö hann ástfang- inn af ítölsku leikkonunni Sop- hiu Loren. „Ég skora á hvaöa mann, sem er, hversu vel giftur sem hann kann aö vera, aö sanna aö hann geti staöizt fegurö Sophiu“ sagði Sellers nokkrum árum síðar. En Sop- hia snéri engu aö síöur aftur heim til eiginmannsins og Sell- ers var tekinn í sátt hjá Önnu. Hún kunni hins vegar krók á móti bragöi og varð skömmu síðar ástfangin af arkitektinum, sem teiknað hafði hús þeirra og hjónin skildu. Eftir ellefu daga bónorðstíma giftist Sellers síðan Britt Ekland eins og áöur segir og skildi við hana áriö 1969. Þriöja eigin- kona hans var Miranda Quarry, dóttir Mancrofts lávaröar og bjó hann meö henni í fjögur ár. Hann daðraöi um skeiö við Lizu Minelli og Titi Wachtmeister barónessu , áöur en hann giftist loks í fjóröa skipti, leikkonunni Lynne Frederick 1977. En hversu skrautlegur ferill Sellers í einkalífi kann aö hafa veriö, er ekki aö efa aö hans verður minnst sem framúrskar- andi gamanleikara, sem aldrei tókst aö taka niöur grímuna. (Heimildir: Associated Press og Time) lltofgtiiiÞIftMfe Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.