Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 31 r, Gunnar Páll stórbætti sig í 1000 m hlaupi „ÉG bœtti mi>f um heilar sex sekúndur i þessari grein, og er nokkuð ánægður með árangur- inn. Letta er smá sárabót fyri 800 metra hlaupin hjá mér að undan- förnu, hef ekki náð því sem ég ætlaði mér á þeirri vegalengd í sumar,“ sagði Gunnar Páll Jóa- kimsson frjálsíþróttamaður úr ÍR í spjalli við Mbl. í gær, en í fyrrakvöld stórbætti hann sig i 1000 metra hlaupi á frjálsíþrótta- móti í Köln í Vestur-Þýzkalandi er hann hljóp á 2:22,8 mínútum. Gunnar átti bezt áður 2:28,8 minútur. Árangur hans i Köln er þriðji bczti árangur íslendinga frá upphafi, betur hafa hlaupið Jón Diðriksson UMSB, sem á íslandsmetið, 2:21,2 og Svavar heitinn Markússon KR, sem hljóp á 2:22,3. „Ég var ekki að sperra mig um of í hlaupinu og var aftarlega til að byrja með. Síðustu 500 metrana hljóp ég svo öllu ákveðnar og dró á aðra keppendur, varð þriðji, en sá er varð í öðru sæti var aðeins sekúndubroti á undan. Sigurveg- arinn var Harald Hudak, sem hljóp á 2:18,4 mínútum. Hudak sigraði einnig í 800 metra hlaupi í Menden í síðustu viku og hljóp á 1:48,4, en þar náði Gunnar Páll sínum bezta árangri í 800 metra hlaupi í ár, hljóp á 1:50,9 mínútum. „Það er í ráði að ég keppi a.m.k. í einu 800 metra hlaupi áður en ég kem heim í byrjun ágúst, og þá vonast ég til að bæta mig,“ sagði Gunnar, sem kemur aftur til landsins í tæka tíð fyrir Kalott- keppnina er háð verður að þessu sinni í Reykjavík 9. og 10. ágúst næstkomandi. — ágás. Það sem vakti hvað mesta athygli við setningarathöfn ólympíuleik- anna i Moskvu, voru tilkomumiklar fimleikasýningar. Á myndinni hér að ofan sjáum við, hvar fjöldi fimleikafólks hefur myndað turn einn mikinn. Fólkið stendur hvert á öðru og vakti þetta atriði mikla hrifningu áhorfenda. • Steve Ovett á 3.32,9, Coe á 3.32,03 og Bayi á 3.32,16. Hver þeirra er bestur? ÞÓTT brezki hlaupagarpurinn Steve Ovett hafi á dögunum jafnað heimsmet landa síns Sebastians Coe í 1500 metra hlaupi, er engu að síður deilt um hvor sé fljótari eða betri 1500 metra hlaupari, og sýnist að sjálfsögðu sitt hverjum. Þegar Coe sló heimsmet Tanzaniumannsins Filbert Bayi i Zúrich í fyrra hljóp hann á 3:32,03 mínútum. en árangur sá var skv. reglum frjálsiþróttamanna umskráður i 3:32,1 minútu. Rafeindatækni á Samveldisleikunum í Christchurch i Nýja Sjálandi sýndu timann 3:32,16 hjá Bayi, sem umskráð var i 3:32,2. Það munaði því aðeins einum hundraðshluta að Ovett jafnaði met Coes i hlaupi i Brussel i fyrra er hann hljóp á 3:32,11 minútum, sem að sjálfsögðu var breytt í 3:32,2. En Ovett þótti þá þegar, og jafnvel fyrr, til alls líklegur, og jafnaði hann met Coes í Osló, eins og fyrr segir, með því að hlaupa á 3:32,09 mínútum, sem breytt var í 3:32,1 mínútu. Engu að síður vilja „sérfræð- ingar" halda því fram að Coe sé enn sá fljótasti, rafeindatækni sýni fram á að árangur Coes sé sex hundruðustu úr sekúndu betri en árangur Ovetts, og miðað við meðalhraða í hlaupinu, eigi Ovett ófarna 42 sentimetra er Coe slíti marksnúruna. í framhaldi af þessu hefur svo verið sett upp tafla með millitím- um í heimsmetshlaupum Coes og Bayi, svo og tveimur beztu hlaup- um Ovetts til að fá úr því skorið hver sé jafnastur, „beztur", en sú tafla er birt hér til hliðar. Við þetta kemur berlega í ljós, að minnstur mismunur er á milli- tímum Ovetts, þ.e. að hann hlaupi jafnast. Meir að segja munar litlu á millitímum i hlaupunum hans tveimur, aðeins tvær sekúndur skilja lakasta og bezta hringinn að. Annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Coe og Bayi. Coe missir hraðann t.d. mikið niður á öðrum hring, í sínu eina hlaupi, sem er 4,6 sekúndum hægari en sá fyrsti. Hjá Bayi er mismunurinn milli hraðasta og hægasta hrings- ins 3,1 sekúnda. Loks kemur berlega í ljós að Ovett er langsterkastur þeirra þriggja á endasprettinum, þ.e. síðustu 300 metrunum. En hversu samanburður þessi er áreiðan- Bayi, Christchurch, 2/2—74 (millitímar) Coe, Ztirich 15/8-79 Ovett, Brussel, 4/9—79 Ovett, Osló, 15/7—80 BEZTIR 1980: 3:32,1 Ovett, Englandi 3:33,2 Wessinghare, V-Þýzkal. 3:33,4 Walker, N-Sjálandi 3:34.0 Lacy, Bandarikjunum 3:35,2 Scott. Bandarikjunum 3:35,4 Malosemlin, Rússl. legur er ekki hægt að segja til um, hér er fyrst og fremst um að ræða leik með tölur. Þremenningarnir hlupu við mismunandi aðstæður sín beztu hlaup, Bayi leiddi allan tímann í sínu hlaupi, Coe síðustu 800 metrana, en Ovett tók ekki forystu fyrr en 250 metrar voru í mark er hann jafnaði heimsmet Coes. Hann leiddi að vísu allan timann í Brussel í fyrra við slæm skilyrði er hann hjó nærri metinu. En hvað sem þessu líður, þá ætti að fást úr því skorið á Ólympíu- leikunum í Moskvu hver þessara þriggja er beztur, því þá leiða þeir saman hesta sína. Flestir búast við uppgjöri Ovetts og Coe, en Bayi hefur hlaupið vel í ár, einnig tveir Sovétmenn. Fjarverandi verða margir frábærir hlauparar. 400 800 1200 Loka- timi 54,9 1:52,2 2:50,2 3:32,16 54,9 57,3 58,0 42,0 54,3 1:53,2 2:49,5 3:32,03 54,3 58,9 56,3 42,6 55,8 1:53,0 2:50,8 3:32,11 55,8 57,2 57,8 41,4 57,8 1:53,6 2:50,4 3:32,09 57,8 55,8 56,8 41,7 3:35,6 Cram, Englandi 3:35,8 Tisjtsjenko, Rússl. 3:35,8 Williamson. Skotl. 3:35,9 Ilarbour. Bandar. BEZTIR FRÁ UPPHAFI: ty lK£VIU-IOH—AVAn\ A*\ STUOtOS ///W fí yj/t TfOsrl T/í. /náX tco , }r/t9uÁ9/*/«f > A» V/S/vA /foo/rt /SC*JS/-A. K&jy/taJtJ/J H/PcJoee. ve/r/o Vt/t)/r»/ Ve/C/9 *<€ pp//VAJrJ/l fíVJ/VS, þ£(/>/'- H/trZ/V serr/ //v//ríí • vhé’t'í) > cos v)/veec£$. 'fí /esvj/i/wj- ttm hctóp „U/f^/nfífí.ífí fítio/ner/\A fíVÓ'cÞS Ot /no/it/vn. fíác/T//fí/t - Oo/AA. 6//VS 06 fí/f/Vfí Vo/tJ V/t/V//t fíi> fícpjpfí t þjfí/vd e-ofír/. /neytcoao/te fíre/vpj/l fífír-r Y&/1 ssi* 0* v4//}/ldfíT)S Sa^f/re/fS - Se/si drr. ^ ÍD^rrA ocu ^ <f/nt<V/n l|\ y/ fíee/»e//pj/n 1 \//// gt/iTiOi/t/ju/n oc- ^ A- MáLIL^ /n/t/ie//t t-4/jcetAje, AAfí/\ t/fíjg/fí/AJ/t.,f _ vny / „ fí€fí'/A/OCfífítttfíta. fíá/fío 06 | S/Vcfío fíO/Oj ’OUJ/n 'A OVA/.T I /nep gi+tfiA(AA1>6C/tfS/fífí/ Ttvcfío rófí cysJUfíAA. T , I I Sfíttemfífí ,efí fí£/fíqfío/\ «o- UtA fífísrfíd, ffí TOJ s/Þfífí I ffí/>fíf/>A6TT///fífí/l Tt/OCfíO, rófí. fíg Pfí fítfísT fífín/fí u/t. I fífífí/y/ Vfílfí _ 3 O/fí Á 1 VMfífí/V /fí-TJ/V KÉ/HO í/í*fís\ I /fífír/ CJLífífi - ■e/tfJj/ s/eJ/t \1 Tl /fí d/JÞfí/V /A STfí /T>fí/Z/Jt /M MAvcnanoott Mtws>*Pt«sif< 3:32,1 Coe, Englandi (79) 3:32,1 Ovett, Englandi (80) 3:32,2 Bayi, Tanzaníu (74) 3:32,4 Walker, N-Sjálandi (74) 3:33,1 Ryun, Bandar. (67) 3:33.2 Jipcho. Kenýa (74) 3:33,2 Wessinghage. V-Þ (80) 3:33,7 Straub. A-Þ (79) 3:33.9 Dixon. N-Sjálandi (74) 3:33,9 Robson, Skotlandi (79) BEZTU 1500 M HLAUPIN: 3:32.03 Coe (Zúrich - 79) 3:32,09 Ovett (Osló - 80) 3:32.11 Ovett (Brussel - 79) 3:32.16 Bayi (Christch. - 74) 3:32,4 Walker (Osló - 75) 3:32,72 Walker (Brussel - 77) 3:32,7 Ovett (Osló - 80)* 3:32,8 Coe (Osló - 79)* 3:33,1 Ryun (Los Ang. — 67) * i míluhlaupi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.