Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 25 fi lk f fréttum + Andrew Bretaprins hefur nú hafið flugnám hjá sjóhernum. Ilér sést hann ásamt kennara sínum. markgreifanum af Norm- andy. + Diskódrottningin Donna Summer hefur nýlega gengið í hjónaband. Sá hamingjusami er söngvari og lagahöfundur og hefur m.a. samið mörg vinsœl- ustu laga Donnu Summer. Þctta er annað hjónaband hennar. + Leó litli, sem sést hér á myndinni, er sonur sirkuseiganda i Bandarikjunum. Besti leikfélagi Leós er með honum á myndinni. Það er níu feta löng kyrkislanga sem heitir Monty. Leo og Monty hafa leikið sér saman i sex ár eða síðan Leo var tveggja ára gamall. + Leikarinn frægi, Richard Burton, varð að hverfa af sviði nú um daginn þar sem hann var að leika King Arthur á Broadway. í upphafi ieiksins kom hann inn á svið óstöðugur á fótunum. Hann byrjaði að syngja en gat ekki lokið við fyrsta lagið. Tjöldin voru felld og fimm minútum síðar hófst leikurinn að nýju og var nú staðgeng- ill kominn i stað Burtons. + Hér er kona sem hefur aldrei átt erfitt með að fá menn til að lita upp til sin. Þetta er stærsta kona í heimi, Sandy Allen. Baseballleikarinn Ernie Whitt sýnist ekki hár i loftinu við hliðina á henni. Gísli Baldvinsson: Endurbirtingar óskað Undirritaður hcfur í sjón- varpsieysinu dundað sér við að lesa gömui dagblöð og rakst þá á nokkur gullkorn úr Þjóðviljan- um, sérlega írá útmánuðum 1977, er samningar voru lausir bæði við ASÍ og BSRB. Sériega vöktu athygli mína leiðarar merktir S fyrir það, hve eldmóðurinn var mikill og umhyggjan fyrir laun- þegum. Það væri óskandi að Þjóðviljinn gæti nú, þremur ár- um siðar, séð sér fært að birta aftur nokkra leiðara sem ég skal tilgreina. ef ske kynni að erfið- lega gangi að finna þá. Tilvitnan- ir minar verða því miður fáar og ef til vili ekki í beinu samhengi og vil ég fyrirfram biðjast vel- virðingar á þvi, enda ætlunin að benda á hvar leiðarana sé að finna. Arðrán með gengissigi í Þjóðviljanum 3. mars 1977 segir S(vavar Gestsson): „Þannig er gengisskráningin einu sinni enn notuð til þess að skerða kjör launamanna þ.e. hækka allt inn- flutningsverðlag, fjölga krónunum sem fást fyrir útflutninginn en um leið auka verðbólguna." Þrem dög- um síðar, þann 6. mars, gagnrýnir S ríkisstjórnina fyrir að taka 3ja milljarða lán erlendis til eyðslu. Til samanburðar tók Ragnar Arn- alds 14 milljarða lán um daginn til sömu nota. Tíunda sama mánaðar er ráðist harkalega að Morgun- blaðinu fyrir kenningu sem Þjóð; viljinn kallar 4%- kenninguna. í henni fælist að allar launahækk- anir umfram 4% væru olía á verðbólgubálið. Leiðarahöfundur kallar þetta fjarstæðu og einungis notað sem hótanir um að setja allar launahækkanir umfram 4% bejnt út í verðlagið. í sama blaði er dollarinn skráð- ur á 191,20 — og hafði ekki breyst frá 22/2 sama árs. Þann þrettánda sama mánaðar segir í Ieiðara: „Dollarinn hefur farið úr 90 kr. í 188 kr. á valdatíma þessarar ríkisstjórnar." — (1974—78). Veit félagsmálaráðherrann hvað doll- arinn hefur hækkað mikið síðustu þrjú árin? Veit hann hvað súpu- diskurinn á Esjubergi kostaði í mars 1977 og hvað hann kostar í dag? Samkvæmt Þjóðviljanum hefur hann hækkað úr 210 kr. í 720 kr. eða nær 3Vi-faldast. Berum þetta saman við leiðara Þjóðvilj- ans 16. mars 1977: „Á síðustu þrem árum hefur framfærslu- kostnaður hækkað um nær 200%. Verðlagið hefur nær þrefaldast á þremur árum.“ Það er athyglisvert hvernig Svavar Gestsson notar rök fyrir hækkun launa í leiðara 4. apríl sama árs. Forvitnilegt væri að hagfræðingar Alþýðubandalags- ins bæru saman kaupmáttarþróun síðustu þriggja ára eins og gert er í þessum leiðara fyrir árin þrjú þar á undan. Punkturinn yfir i-ið Leiðari Svavars frá 7. apríl 1977 mætti birta á ný óstyttan sem innlegg í kjarabaráttuna nú. Til upprifjunar voru kaupkröfur BSRB 1977 frá 19-55%. Þá voru í gangi samningaviðræður milli VSÍ og ASÍ og hafði VSÍ lagt fram gagntilboð. Það tilboð fól í sér m.a. 5% kauphækkun. Svavar skrifar: „Jafngildir slíkt (tilboð innsk. gb) ofur einfaldlega móðg- un við verkalýðssamtökin". Þann 10. sama mánaðar segir Svavar enn fremur: „Skal þess getið að kjararannsóknarnefnd metur tekjuhækkunaráhrif síðustu kjarasamninga upp á 25—26%. Frammi íyrir staðreyndum standa samningamenn ríkisstjórnarinnar og í ljósi þeirra verður tilboðið 7,5% til handa opinberum starí's mönnum blátt áfram fáránlegt.“ Þáverandi ríkisstjórn hafði sett fram þau rök að hvert hækkun- arstig kosti ríkið 250 milljónir. Þessu mótmælir Svavar réttilega og sýnir fram á að það kosti ríkið ekki nema 140 milljónir. Síðan: „Slík reikningsdæmi eru eingöngu sett fram til að draga úr baráttu- þreki launþegans." Að lokum er leiðari frá 24. apríl 1977, þar sem ríkisstjórnin er sökuð um þrákelkni þar sem: „ríkisstjórnin er að spara eyrinn en kasta krónunni." Þess skal getið að í lokin var samið við BSRB um launahækkanir á bilinu 10—21%. Verðbólgan það ár var um 30%. Þá var öldin önnur Þremur árum síðar, 8. febrúar í ár, sest flokksbróðir Svavars í stól fjármálaráðherra og nú er áttin ekki að austan heldur að vestan: Gagntilboð BSRB kemur mjög á óvart og er beiðni um stórfelldar launahækkanir (17—27%). Þá kostar þetta ríkissjóð 21 milljarð eða hækkun tekjuskatts um 50%. Ríkið hafi boðið af sanngirni 2% hækkun á lægstu laun. BSRB er með óraunhæfar launakröfur. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ríkið hafni þessum kröfum algerlega. Undir þetta ritar Ragn- ar Arnalds. Óraunhæfar launakröfur? í desember sl. setti BSRB fram launakröfur í samræmi við fram- reiknaða kjaraskerðingu frá októbersamningunum 1977. Þetta var sett fram fyrir kosningarnar í desember svo stjórnmálamönnum væri ljós hugur BSRB. Ég er þeirrar skoðunar að ekki hefði átt að slitna upp úr viðræð- um ríkisins og BSRB nú og hægt hefði verið að ná samningi um 4—8% beina launahækkun ásamt mörgum réttindamálum sem opin- berir starfsmenn hafa barist fyrir í áratugi: Það ætti öllum að vera ljóst að ég geng ekki til samninga við ríkisstjórnir eftir litarhætti henn- ar enda er ég nú málefnanna vegna í andstöðu við hana. I mínum huga fer aldrei saman flokkspólitísk og stéttapólitísk barátta. Ég er að sönnu reiðubúinn í baráttuna nú eins og fyrir þrem árum og skora á alla opinbera starfsmenn að missa ekki múðinn. En því miður virðist ekki þannig hugur vera á þeim bæjunum er kenna sig við þjóðarvilja og al- þýðu. Þar er vindhanahátturinn ríkjandi því miður. Gísli Baldvinsson kennari. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.