Morgunblaðið - 25.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980
19
-#.'V .
I verzlun vorri kynnum viö
nýja línu í sófasettum og
sófaraösettum
11 SGOC.N
Vinningar
í happ-
drætti FEF
DREGIÐ hefur verið i happ-
drætti félags einstæðra foreldra
og komu vinningar á eftirtalin
númer:
1. AMC-pottasett 6256
2. Vöruúttekt frá Gráfeldi 7673
3. Vöruútt. frá Vörumarkaði 8411
4. Vikudv. í Kerl.fj. fyrir tvo 4646
5. Lampi frá Pílurúllugard. 6120
6. Útivistarferð fyrir tvo 9146
7. Grafikmynd eftir Rúnu 5135
8. Heimilist. frá J. Jóh. & Co. 738
9. Heimilist. frá J. Jóh. & Co. 3452
Vegna sumarleyfa í júlímánuði
á skrifstofu FEF verða vinningar
afhentir, þegar hún opnar á ný
þann 1. ágúst. Tilkynning þessi er
birt enn á ný vegna margra óska
þar að lútandi.
MORGUNBLAÐINU barst í
gær svofelld frétt frá utanrík-
isráðuneytinu:
Einar Ágústsson, sendi-
herra í Kaupmannahöfn, und-
irritaði þar í gær fyrir íslands
hönd samninginn um afnám
alls misréttis gegn konum,
sem samþykktur var á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna hinn 18. desember sl.
is gegn konum
undirrituð
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
Flýja veruleikann með
áfengi og trúmálum
segir bandarískur félagsvísinda-
maður í bók um íslendinga
Kristján Fjeldsted:
Dræm veiði í Hvítá
KOMIN er út á ensku bók um
islenzkt þjóðfélag eftir banda-
riskan prófessor i félagsvisindum
við háskólann i New Mexico,
Richard F. Tomasson. Dvaldi
hann hérlendis um alllangt skeið
við félagslegar athuganir og hef-
ur hókin að geyma niðurstöður
þessara athugana. Kemst höfund-
ur m.a. að þeirri niðurstöðu að
bókmenntir. trúmál og áfengi séu
helztu leiðir íslendinga til veru-
leikaflótta.
Iceland Review og University of
Minnesota Press gefa bókina út
samtímis á íslandi og í Bandaríkj-
unum. í frétt frá útgefendum um
hana segir að könnun höfundar
hafi beinzt að öllum helztu þáttum
í íslenzku þjóðlífi, menningu,
tungu, bókmenntum, félagslegum
viðhorfum, stéttaskiptingu, sam-
Samþykkt um
afnám misrétt-
skiptum kynjanna, trúrækni,
venjum, áfengisnotkun svo og al-
mennu gildismati íslendinga. Tel-
ur höfundur íslenzka nútíma-
menningu beint framhald þeirrar
heiðnu miðaldamenningar, sem
landnámsmenn fluttu með sér til
landsins og telur hann einkenn-
andi fyrir íslendinga helztu að-
ferðir þeirra til veruleikaflótta:
bókmenntir, trúmál og áfengi.
Bókin Iceland, The First New
Society er 247 blaðsíður og eru í
henni fjölmargar töflur, heimilda-
og atriðaskrár.
VEGNA fréttar um mikla neta-
veiði i Hvítá i Borgarfirði, sem
birtist i Morgunblaðinu á dögun-
um, óskaði Kristján Fjelsted
bóndi á Ferjubakka við Ilvitá
eftir þvi við blaðið, að það kæmi á
framfæri athugasemd varðandi
þessi mál.
Kristján sagði að veiðin í Hvítá
væri dræm um þessar mundir og
alls ekki sú, sem ráða hefði mátt
af frétt Mbl. um þessi mál. „Það er
alls ekki rétt að við veiðum
einhver ósköp," sagði Kristján,
„menn eiga ekki að skrifa fréttir
eftir Pétri og Páli um þessa hluti.
Ég vildi að Guð gæfi að við
veiddum eins mikið og sagt er í
fréttinni, en hið rétta er að veiðin
í Hvítá hefur verið dræm undan-
farnar tvær vikur. Mikið vatns-
leysi háir okkur núna og er ekki
von um að úr rætist nema rigni,“
sagði Kristján Fjelsted.
Ræðismaður
Islands í
Vín látinn
FRÁ utanríkisráðuneytinu
barst Mbl. í gær svofelld frétt:
Aðalræðismaður Islands í
Vín, Alfred Schubrig, lést hinn
20. júlí síðastliðinn.
/ Húsgagnakynning
S(M A R: 86080 OG 86244