Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 Atburðirnir i Libanon að undanförnu eru blóðutfur eftir- máli borKarastriðsins, sem breytti landinu úr ferðamanna- paradis og „Sviss Miðaustur- landa“ i rústir. Atburðirnir geta líka verið forleikur endan- legrar upplausnar ok skipt- inKar Libanons. ReikninKSskil kristinna manna innbyrðis hafa hvað sem þvi liður Ker- breytt óllum aðstæðum i Mið- austurlöndum ok þróunin vek- ur mestan ukk í Krannrikjun- um Sýrlandi ok ísrael. Líbanon er rúmir 10.000 ferkíló- metrar og íbúarnir rúmlega þrjár milljónir. Þar af eru um það bil 1,4 milljónir kristnir, rúmlega ein milljón múham- eðstrúar og um 6.000 gyðingar. Bæði kristnir menn og mú- hameðstrúarmenn greinast í fjölmarga sértrúarsöfnuði og hópa og þar við bætist um það bil hálf milljón Palestínu- mannanna. Allir hópar hafa á að skipa einkaher og þeir eru taldir að minnsta kosti 30 talsins. Hver einasti bær og jafnvel hver einasta gata er víglína. „Við búum við varan- legt stjórnleysi," sagði leiðtogi kristinna falangista, Pierre Gemayel, fyrir nokkrum árum. Líbanon í upplausn Borgarastríðið Borgarastríðið hófst 1. apríl 1975 þegar hópar líbanskra hægri manna hófu allsherjar- sókn gegn Palestínumönnum, sem fengu stuðning frá vinstri- hópum. Palestínumenn voru í vörn í fyrstu iotu stríðsins, og fengu þá stuðning frá Sýrlend- ingum. Þegar gæfan varð hlið- holl Palestínumönnum um ára- mótin 1975 til 1976, komu Sýrlendingar til liðs við þá, þar sem þeir óttuðust, að umbreyt- ing á ástandinu í Líbanon undir palestínsku formerki gæti kallað fram stríð við Israel á röngum stað og á röngum tíma. Til þess að koma aftur á friði í Líbanon var komið á laggirnar „arabískum friðarher", sem var að verulegu leyti sýrlenzk- ur innrásarher og bjargaði aðþrengdum hersveitum hægrimanna eftir sókn sína inn í Líbanon í maílok 1976. Við þetta efldist her hægri manna og honum varð kleift að ráðast á vígi vinstrisinna með stuðningi Sýrlendinga. Um það bil 30.000 manna her hefur síðan verið um kyrrt í Líbanon, en þó hefur allstór hluti hans hörfað til svæðisins við sýrlenzku landamærin að undanförnu vegna vaxandi ólgu í Sýrlandi, sem leiddi meðal annars til banatilræðis við Assad forseta. Næsti þátt- ur borgarastríðsins hófst í því tómarúmi, sem þá myndaðist. Við tóku reikningsskil kristnu hópanna innbyrðis. Þeir hafa haft um þriðjung Líbanons á valdi sínu, aðallega þó héruðin austur og norðaustur af Beirút og svæðið nálægt landamærum Israels í suðri. Falangistar Ríkisstjórn landsins undir for- sæti Sarkis forseta hefur fyrir löngu misst alla stjórn á land- inu. Sama er að segja um friðargæzlulið SÞ, sem hefur verið eins konar stuðpúði milli hinna stríðandi hópa. En hald- ið hefur verið í blekkinguna um fullvalda ríki í Líbanon; út á við af hálfu Arabaríkja, sem hafa ekki viljað torvelda til- raunir til að afla palestínsku ríki alþjóðlegrar viðurkenn- ingar, og inn á við af hálfu hinna stríðandi afla, sem hafa viljað forðast upplausn ríkisins og nýtt borgarastríð. Nú er blekkingin orðin að engu vegna vandlega undirbúinna og ár- angursrikra hernaðaraðgerða, sem herskáasti hópur krist- inna manna, falangistar, stóðu fyrir. Falangistar njóta mest fylgis meðal kristinna Maróníta, sem hafa alltaf verið forystuafl kristinna manna í Líbanon, en njóta einnig stuðnings minni hópa kristinna manna eins og kaþólskra og mótmælenda. Falangistar krefjast brottvís- unar Palestínumanna og ann- arra útlendinga, alls 600.000 manns, og berjast ljóst og leynt fyrir víðtækri sjálfstjórn á um 1.200 ferkílómetra svæði kristinna manna norðan við Beirút og í raun hreinni upp- lausn Líbanonsríkis í núver- andi mynd. Tígrisdýrin Upphaflega fékk her falangista vopn sín að miklu leyti frá ísraelsmönnum. Hernum tókst í þriggja daga blóðugum bar- dögum í sumar að brjóta á bak aftur svokölluð „Tígrisdýr", það er her hins frjálslynda þjóðernisflokks kristinna manna undir forystu Camille Chamoun, fyrrum forseta, sem bað um og fékk bandaríska aðstoð 1958 til að binda endi á borgarastríð, sem þá geisaði. Allir herskálar „Tígrisdýr- anna“, vopnabúr þeirra og þar fram eftir götunum, eru nú á valdi falangista. byrlur Líbanonshers björguðu syni Chamouns og fjölskyldu hans á síðustu stundu. Aðal- stöðvar hans voru brenndar til kaldra kola og fjöldamorð voru framin á stuðningsmönnum hans. Sjálfur segir Chamoun yngri, að hann sé hættur af- skiptum af líbönskum stjórn- málum. Faðir hans hefur einn- ig gefið upp alla von, en hann var á sínum tíma harðasti andstæðingur íhlulunar Sýr- lendinga og átti marga fundi með Begin, forsætisráðherra ísraels. Assad Potturinn & pannan Stofnandi Falangistaflokksins, Pierre Gemayei, sem er orðinn 75 ára gamall, stóð ekki á bak við síðustu atburði í Líbanon, heldur sonur hans, Bechir. Hann er lögfræðingur og var lengi vel aðeins þekktur fyrir áhuga á hraðskeiðum sportbíl- um, en hann skipulagði og stjórnaði hérnaðaraðgerðun- um. Nú krefst hann þess, að komið verði á fót sameigin- legum kristnum her og hann dregur ekki dul á það, að það sem hann stefnir að — gagn- stætt eldri bróður sínum, Am- ins — er að koma á laggirnar sjálfstjórnarríki kristinna manna og kannski sjálfstæðu kristnu ríki á þeim svæðum, sem falangistar hafa búið um sig á. Slíkar fyrirætlanir hafa raunar verið á dagskrá áður og voru lagðar á hilluna 1978, þegar falangistar myrtu son Franjieh, þáverandi forseta, og 29 stuðningsmenn hans. Líbanonsher er fámennur og fékk ekkert ráðið við uppgjörið milli hinna kristnu manna. Sýrlenzki herinn hélt líka að sér höndum og aðgerðarleysi /\rafat hans rennir stoðum undir þann grun, að fyrir hafi legið samn- ingar milli falangista og vinstri stjórnar Baathista í Damaskus áður en falangistar iétu til skarar skríða. Assad í klípu Assad Sýrlandsforseta er um þessar mundir ógnað frá öllum hliðum og verið getur að stjórn hans falli áður en langt um líður, jafnvel þótt hann sé kominn frá Moskvu, þar sem hann bað um aðstoð. Hann særðist á fæti þegar honum var nýlega sýnt banatilræði, sem var sennilega runnið und- an rifjum Bræðralags Múham- eðstrúarmanna. Eftir tilræðið var gerð víðtæk leit að félögum úr þessum öfgasamtökum og að henni stóð bróðir forsetans, Rifast Assad, sem er raunveru- lega talinn „hinn sterki maður“ Sýrlands. Rúmlega 100 félagar úr Bræðra- laginu voru teknir af lífi. En andstaðan gegn sýrlenzku stjórninni magnast stöðugt og breiðist út. Astæðan er ekki aðeins sú, að Assad er af Alawit-ættflokknum, sem er aðeins 12% þjóðarinnar, þótt mikilvægustu embætti séu í höndum Alawíta. Ástæðan er einnig sú, að borgarastéttin og bændur landsins hafa vaxandi áhyggjur af sívaxandi komm- únisma í Sýrlandi. Assad þarf að nota herinn heima fyrir og vill kannski líka að í Líbanon verði komið á fót öflugri krist- inni stjórn, sem hann getur haft samstarf við. PLO og Israel Hinar breyttu aðstæður í Líban- on valda einnig PLO-leiðtogan- um Arafat og ísraelsmönnum erfiðleikum. Arafat stendur í illdeilum við herskárri hópa, sem hafa fylgzt fullir efasemda með þeirri stefnu hans að afla samúðar og stuðnings vest- rænna landa. Þeir vilja heldur, að fylgt verði harðri hernað- arstefnu, og uppgjör í Líbanon við öflugan her kristinna manna gæti alveg eins grafið undan þeirri stefnu að ná fram samningum og hryðjuverka- starfsemi. Sennilega er þetta ástæðan til þess, að Arafat hefur átt mar^a fundi með sovézka sendiherranum í Beir- út, Alexander Soldatov, sem hefur mikil áhrif í Moskvu. Bræðralag kristinna manna í Líbanon virðist í senn hafa vakið undrun og ugg Israels- manna, sem hafa haft við þá náið samstarf. En samkvæmt heimildum í Beirút hafa Israelsmenn stutt falangista í kyrrþey, þar sem þeir munu sjá sér hag í því að Líbanon skiptist í lítil ríki og telja að dregið hafi úr þeirri hættu, sem landi þeirra hefur verið búin norðan landamæranna. Það var ekki aðeins flokkur Chamouns, sem beið lægri hlut í uppgjörinu í Líbanon, heldur einnig ríkisstjórn landsins og herinn. Ef lengra er horft fram í tímann hafa Palestínumenn kannski einnig lotið í lægra haldi. Sýrlendingar hafa aldrei gleymt hugmyndum sínum um „Stór-Sýrland“, er felur í sér innlimun hluta Líbanons, og ef þróunin í Líbanon heldur áfram að stefna í átt til upplausnar má gera ráð fyrir að Sýrlendingar og Israels- menn haldi ekki að sér hönd- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.