Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 í róðri á Þingvallavatni. Ljósm. Mbi. Emiiia. Áfallalítil verslimarmannahelgi þrátt f yrir almenna ölvun Kveikt í varðeldinum að Sæbóli á sunnudagskvöldið. Ljósm. Mbi. Friða Proppé. Þrátt fyrir talsverða ölvun um verzlunarmannahelgina var hún að mestu stórslysaiaus og áfalla- minni en oftast áður. Þó voru óvenjumargir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og eru löggæzlumenn yfirleitt sam- mála um að slikt hafi færzt mjög i vöxt i ár. Sem dæmi má nefna að á svæði Selfosslögreglunnar voru 32 ökumenn teknir vegna ölvun- ar og i Þingeyjarsýslum hafa nú fleiri verið sviptir ökuleyfi en allt árið i fyrra. Nokkur óhöpp urðu i umferðinni, en slys á fóiki hvergi mjög alvarleg. Gífurleg ölvun á Þjóðhátíð Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum var gífurleg ölvun á Þjóðhátíðinni, en þó gekk allt stóráfallalaust fyrir sig. Mikið annríki var hjá löggæzlumönnum, sérstaklega á fimmtudagskvöldið, en þá var mikið um þjófnaði og skemmdarverk í Herjólfsdal. Þrátt fyrir ölvunina var ekki mikið um ryskingar eða ólæti, en nokkrir gistu þó fangaklefa lög- reglunnar er þeir voru orðnir ósjálfbjarga af áfengisdrykkju. Lögreglan telur að 6 til 7 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíðinni, og var óvenju mikið um aðkomu- fólk. Gngin alvarleg óhöpp urðu, en einn maður fótbrotnaði og annar skaddaðist á baki er hann féll ofan af danspalli. Tveir menn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. 32 grunaðir um ölvunarakstur Geysileg umferð var um verzl- unarmannahelgina á umsjónar- svæði Selfosslögreglunnar enda blíðskaparveður og margt um manninn á hinum ýmsu stöðum í sýslunni. Flestir voru í Þjórsárdal, Laugarvatni, Þingvöllum, og við Úlfljótsvatn. óvenjumikið var um ölvun og hefur það færst mjög í vöxt, að menn aki undir áhrifum áfengis. Selfosslögreglan hafði af- skipti af 32 ökumönnum, sem grunaðir voru um ölvun við akst- ur. Talsvert var um ölvun ungl- inga og var mikið af víni gert upptækt hjá þeim eða hellt niður. Þrátt fyrir þessa miklu ölvun var helgin friðsamari en oft áður, mun minna var um slagsmál og þjófn- aði en verið hefur og nær engin alvarleg óhöpp. Ungur maður brenndist nokkuð illa í Þjórsárdal er grillolía skvettist á hann, þrjár bílveltur urðu, en meiðsli á fólki óveruleg. Tveir menn eru nú í geymslu hjá lögreglunni á Selfossi vegna gruns um þjófnað á flug- vélabenzíni úr flugskýlinu í Kaldr- aðarnesi. Talsvert var um smá óhöpp, og olli það miklu annríki, en lögreglan hafði lækni á sínum snærum og kom það sér vel, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Rúm 3000 á sumarhátíð- inni á Laugum Að sögn lögreglunnar á Húsavík voru rúmlega 3000 manns á Laugahátíðinni um verzlunar- mannahelgina. Talsvert var um ölvun, en engin alvarleg óhöpp urðu, einn bíll valt útaf veginum, en engin slys urðu á fólki, sem teljandi eru. Talsvert annríki var hjá lögreglunni vegna þess, að fólk safnaðist saman víða í sýslunni í Vaglaskógi voru um 1000 manns, þegar flest var og um 500 í Mývatnssveit, en auk þess var slæðingur af fólki í Ásbyrgi, Hljóðaklettum og Vesturdal. Tals- vert var um ölvun við akstur og við Laugar voru teknir 9 manns vegna ölvunaraksturs, en auk þess hafði lögreglan afskipti af ök- umönnum annars staðar í sýslu- nni af sömu ástæðum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur verið óvenju mikið um að menn aki undir áhrifum áfengis í sumar og þegar hafa fleiri verið gripnir en allt árið í fyrra. Róleg verzlunarmanna- helgi á Héraði Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum var verzlunarmannaheigin Séð yfir hluta tjaldanna í Þórsmörk. Lj68m. mw. Kristinn óiafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.