Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
31
Á leið til kristni-
boðsstarfa í Kenya
HJÓNIN Valdís Magnúsdóttir
kennari og Kjartan Jónsson guð-
fræóinKur hafa boóið si« fram til
kristniboðsstarfa á vegum Sam-
bands íslenzkra kristniboósfé-
laga og er ráðgert aó þau haldi
til Kenya eftir næstu áramót.
Mbl. ræddi stuttlega við þau
nýlega og voru þau fyrst spurð
hvað ráðið hefði því að þau færu
út í kristniboðsstarfið:
— Eg fór í guðfræðinámið með
það í huga, að hafa réttindi til að
verða kristniboði. Allt frá ungl-
ingsárum hafði ég velt því fyrir
mér hvort ég hefði köllun frá Guði
til þessa starfs. Ég eignaðist ekki
endanlega sannfæringu um þetta
fyrr en nú í vor eftir mikla
baráttu um hvort þetta væri rétt
eða ég ætti að verða prestur hér
heima á íslandi, sagði Kjartan.
— Nokkru eftir kennaranám
hér heima fór ég til Noregs og
stundaði nám við kristniboðs-
skóla. Þangað fór ég, því mig
langaði til að komast til botns í
því hvort Guð væri að kalla mig
til kristniboðsstarfa. í framhaldi
af því fór ég til Englands í
málanám, sagði Valdís. Þau hafa
bæði tekið þátt í kristilegu starfi
kirkjunnar og ýmissa félaga inn-
an hennar. Um miðjan ágúst
halda þau til Englands þar sem
Kjartan leggur stund á ensku-
nám, en síðan er ráðgert að þau
haldi til Kenya:
— Það fer nokkuð eftir fjárhag
Kristniboðssambandsins og að-
stæðum hvenær við höldum til
Kenya, en við búumst við að það
verði laust eftir áramót. í Kenya
verðum við í nánu samstarfi við
norska kristniboða, enda starfar
Kristniboðssambandið í mjög
nánum tengslum við norska sam-
bandið. En hvers konar málanám
munu þau stunda fyrst eftir að
komið verður til Kenya?
— Við munum leggja stund á
swahili-nám í nokkrar vikur eða
mánuði en síðan eigum við að
læra Pokot-málið í nokkrar vikur
þar sem við komum til með að
starfa í Pokot-héraði, sem er í
vesturhluta Kenya. Þar er nú
starfandi Skúli Svavarsson
kristniboði.
Hvernig leggst þetta starf í
ykkur?
— Við höfum enga oftrú á
sjálfum okkur, en í trausti þess að
Guð, sem kallaði okkur, muni gefa
okkur styrk og annað sem við
þurfum, erum við reiðubúin að
halda út í þetta starf. Okkur
finnst líka gott að vita af því að
við verðum ekki ein í starfinu.
Skúli Svavarsson verður vonandi
samtímis okkur úti í um það bil
ár, áður en hann heldur heim í
leyfi. Þar sem hann hefur starfað
sem kristniboði í fjölda ára má
gera ráð fyrir því að hann geti
miðlað okkur af dýrmætri reynslu
sinni. Við erum engir brautryðj-
endur, en trúum því að við getum
orðið að gagni í þessu starfi með
Guðs hjálp.
I hverju verður starf ykkar
fólgið?
— Meðal annars verður það
fólgið í ýmis konar námskeiða-
haldi og predikunarstarfi. Á ís-
lenzku stöðinni er ekki sjúkra-
skýli þótt brýnt sé að koma því
upp og fá hjúkrunarfólk til starfa,
enda mun það standa til eftir því
sem fjárhagurinn leyfir. En fyrst
í stað fer tíminn í að koma sér
fyrir, komast niður í málinu og
kynnast fólkinu og gerum við
jafnvel ráð fyrir að þurfa að
standa í byggingarframkvæmdum
fyrst í stað. Á kristniboðsstöðinni
í Chepareria þar sem við verðum,
er nú eitt íbúðarhús og reisa þarf
annað fljótlega, þar er húsnæði
fyrir skóla og verið er að býggja
kirkju. Stöðin er því enn í upp-
byggingu og verður það sjálfsagt
enn um sinn, enda háð fjármun-
um og mannafla hversu hratt er
hægt að koma upp allri starfs-
aðstöðu.
Að síðustu segja þau Valdís
Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson
nokkur orð um mikilvægi kristni-
boðsstarfsins:
— Það er mikið talað um að-
stoð við þjóðir hins svok^llaða
þriðja heims. Þeim eru gjarnan
sendar matarbirgðir, peningar
eða ýmis tæki. Allt er þetta gott,
en jafnast ekki á við að senda fólk
á staðinn og kenna íbúunum að
bjarga sér sjálfir. Kristniboðs-
samböndin hafa t.d. komið upp
landbúnaðarskólum sums staðar,
iðnskóla, morgum sjúkrahúsum
og sjúkraskýlum og almennum
skólum.
Norska ríkið hefur gert sér
grein fyrir, að fjármunir til
þróunarhjálpar hafa verið bezt
nýttir í þessu starfi og veita því
nú stórum hluta af þróunarhjálp-
inni, sem er umtalsverð, til
kristniboðsins.
En öll þessi hjálp er hluti af
þeim kærleika, sem Jesús kallar
kirkju sína til að sýna meðbræðr-
unum. Mikilvægasta hjálpin er þó
sú, að menn kynnist Jesú Kristi
persónulega sem frelsara sínum,
boðskap hans og kærleika, sem
breytir mönnum innan frá og
veitir þeim löngun til að sýna
öðrum kærleika hans. Þá verður
líknarskólastarf eðlileg afleiðing
þessa lífssambands við Jesúm.
LATTU EKKIUTUTIÐ VILLA DIG
VERÐIÐ ER LÆGRA EN DÚ HELDUR
kr. 5.601 þúsund (28.7/80) það fer þó stöðugt hækkandi, því er það þinn hagur
að tala við sölumenn okkar sem fyrst.
JPOLONEZ IfiaT-UMBODID.
/ Smiðjuvegi 4 - Stmi 77200