Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 25 sæng; reið hann þá heim svo hvatlega, að samferðamaður hans gat eigi fylgt honum; og er heim kom varð hann glaður við, er kona hans var búin að ala sveinbarn; þetta var hinn 17. dag júnímánað- ar; barn þetta var skömmu síðar skírt og látið heita Jón eftir öfum sínum. Jón Sigurðsson var fyrsta barn foreldra sinna, sem höfðu verið gift í 8 ár — og það átti fyrir honum að liggja að verða nefndur Óskabarn íslands. Á öndverðri 19. öld hefur hér verið reisulegt sem nú, því bæjar- hús voru mikil að Hrafnseyri. Þess er getið að baðstofan hafi verið í 6 stafgólfum, 6 álnir innan veggja, með 14 sperrum. Þrjár kynslóðir bjuggu hér saman og má nærri geta að mannmargt hefur verið á höfuðbólinu. Hér voru jafnan heimilisfastir vel upplýstir menn um margvíslegan íslenskan fróðleik, lærðir menn í klassískum fræðum þeirra tíma og alþýðu- fræðarar, afi Jóns og nafni, faðir hans og vinur þeirra fræðimaður- inn séra Markús Eyjólfsson. Enn má nefna til sögu Hrólf Hrólfsson, sem ævilangt var í vist hjá presthjónunum og þótti óvenju fróður um margt, þótt ekki væri skólagenginn. Það má leiða að því líkur, að áhrif þessa umhverfis hafi einmitt orðið kveikjan að þjóðrækni og áhuga Jóns Sigurðs- sonar á fræðum fósturjarðarinn- ar, sem svo mjög mótuðu líf hans og sögu okkar. Jón Sigurðsson dvaldi hér í föðurgarði þar til hann var tæpra 18 ára og naut svipaðrar mennt- unar hjá ættmönnum sínum og þá tíðkaðist í Bessastaðaskóla. Jafn- framt gekk hann til búverka og var látinn stunda sjóróðra hér útí Básum í Verdölum, þar sem hann gekk knálega fram, enn ófermdur, og gaf ekki eftir fyrr en hann fékk greiddan fullan hlut fyrir vinnu sína, enda þótt hann hefði verið ráðinn upp á hálfan fyrir æsku sakir. Séra Sigurður faðir Jóns var orðlagður kennari, og um móður hans Þórdísi er sagt að hún hafi verið vel að sér í forntungunum og átt það til að reka mann sinn í vörðurnar um bókleg fræði. En hún var líka kona af því taginu, að Hrólfur Hrólfsson, sagði um hana, að „hann vildi heldur fá tíu ónotayrði úr prófasti en eitt úr maddömunni". Og svo var hún örlát, að prófastur á að hafa sagt við konu sína: „Þú vilt gefa allt, Þórdís." Örlætið var alla tíð einn ríkasti þáttur í fari Jóns sonar hennar. Ótalin eru þau bréf sem íslendingar skrifðu Jóni til Kaup- mannahafnar og byrjuðu á þessa leið. „Þó að ég sé yður ókunnugur, þá hefi ég svo mikið heyrt talað um góðvild yðar ...“ — og svo kom erindið — um grasfræ og messu- klæði, úr og öngla og jafnvel saumnálar og þræði. Og öllu var sinnt. Það var hér í Arnarfirði sem Jón nam af heimilisfólki á Hrafnseyri og öðrum sveitungum sínum þær þjóðsögur sem hann hafði yndi af og dálæti á til æviloka. Þeim lýsti hann svo í Nýjum félagsritum að þær séu „í kringum oss eins og smáblóm, alls staðar á vegi vorum, spretta upp og vaxa með oss í æskunni, lifa undir tungurótum mæðra og fóst- urmæðra og gætu orðið að fögrum eikum og blómguðum, en hverfa fyrr, af því vér köstum þeim frá oss eins og visnuðum skarifíflum". Þorvaldur Thoroddsen segir frá því í Ferðabók sinni að í Árnar- firði hafi gamlir menn sem hann hitti að máli talað „um það með lotningu, hvað margfróður síra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri hafi verið og eins Hrólfur, ráðs- maður hans. Síra Sigurður gat jafnvel komið fyrir „latínu draug“ af franskri fiskiskútu, sem aðrir galdramenn í Arnarfirði voru búnir að gefast upp við. Jón forseti, sonur síra Sigurðar, var líka álitinn fjölkunnugur,“ segir Þorvaldur, „og til marks um það gjörði hann, eftir að hann var seztur að í Kaupmannahöfn, boð eftir skinnblaði (sjálfsagt úr, galdrabók, sem hann hafði sér í ungdæmi sínu, en þá eigi sinnt). „Þetta var pilturinn búinn að læra“.“ Nærri má geta að hér í Arnar- firði hafa menn verið áfjáðir í að fá sem gleggstar fréttir af Jóni persónulega frá ári til árs. Sumar- ið 1856 sagði Jens, bróðir Jóns, Hrólfi Hrólfssyni sem þá var orðinn gamall maður og blindur, að Jón bróðir sinn hefði nýlega ritað bók gegn dönskum háskóla- kennara um þjóðréttindi íslands. Þá varð gamla manninum að orði: „Það hefur víst verið einn íslands- vinurinn sá arna; það er mikil guðsmildi að þeir skuli ekki enn hafa drepið hann Jón minn; en þeim er hlíft sem guð hlífir." Allar lýsingar á Jóni Sigurðs- syni eru hrífandi. Hann hafði allt það í fari sínu sem laðar að sér fólk og fékk það til að hugsa til hans sem vinar, hlýju í svipmiklu fasi og kraft sem samtíðarmenn hans trúðu á og treystu og ekki að ósekju. Nú hefur einnig fæðingar- staður hans eignast vitnisburð um það í heimildarríku minningasafni og fagurri kapellu, sem helguð er honum. Heillaóskir fylgdu Jóni Sigurðs- syni alla tíð héðan úr sveitinni — og metnaður um að orðstír hans mætti fljúga sem víðast. Hann hefur vafalaust verið gerður úr garði og á þann veg, sem eitt sinn orti faðir til sonar og má gilda sem heimanfararbæn til allra: Þann held ég ríða úr hlaðinu best, sem harmar engir svæfa. Hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gæfa. Gæfa Jóns Sigurðssonar var sú, að hann hélt vöku sinni hverja stund fyrir land sitt og þjóð og mátti ekki vamm sitt né hennar vita. Hann beitti sér af þeirri elju fyrir heill okkar allra, að þótt hugur hans sjálfs hljóti að hafa oftast séð fyrir sér ísland í mynd æskustöðvanna og Arnarfjarðar, þá voru hugir allra landsmanna í ótal öðrum ólíkum fjörðum og byggðum með honum og eru enn. Hátt á aðra öld hefur hann verið tákn frelsishugsjónar okkar, stórmenni, sem til mátti leita um allan vanda. Megi minningin um Jón Sig- urðsson lifa um aldur og ævi á Islandi. 5unum skipasmiðasambandið og asambandið hættu sínum ið hafði samband við þá sson, formann Málm- og og skipasmiðja, Hallgrím sson, framkvæmdastjóra ra hér á eftir. Guðjón Tómasson: Tilboð ASÍ í anda þess sem við höfum verið að ræða GUÐJÓN Tómasson, fram- kvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiðja: „Við höfum staðið í sérvið- ræðum við Málm- og skipa- smiðasambandið nú yfir helg- ina. Segja má að sérþættir okkar séu útræddir, en eins og fram hefur komið erum við að ræða nýja launaflokkaröðun, sem miðar að einföldun kaup- taxta. Við komum síðan inn í heildarviðræður VSÍ og ASÍ núna í dag og það tilboð, sem þar var lagt fram af hálfu VSÍ var alveg í anda þess, sem við höfum verð að ræða við málm- iðnaðarmennina." Asmundur Stefánsson: Viðræður málm- iðnaðarmanna höfðu áhrif á gang mála ÁSMUNDUR Stefánsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands íslands: „Vinnuveitendasamband ís- lands reyndist reiðubúið til að ræða málin aftur og þeir komu með nýtt tilboð á sáttafundi í dag um flokkaskipan. Þá til- lögu höfum við nú til meðferð- ar og að svo stöddu er ekkert hægt að segja efnislega um þær, en á morgun hefur verið boðað til nýs sáttafundar." Hvað voru viðræður við VMS komnar langt þegar gert var hlé á þeim? „Það er ekki hægt að svara því, vegna þess að það er eðli samninga að margir endar eru lausir í einu og efnislega niðurstöðu er oftast ekki hægt að fá fyrr en hægt er að hnýta þá alla saman. Á hverju stigi er ákaflega erfitt að meta hversu langt menn eru komn- ir.“ Hver er staða ykkar í dag, þegar þið setjist að samninga- borði með VSI á nýjan leik? „VSÍ taldi sig á sínum tíma þurfa lengri tíma til að skoða þær hugmyndir, sem þá voru til umræðu. Við erum ekki enn í aðstöðu til að sjá hvað hefur komið út úr því. Málin eru býsna óljós, en þau eiga eftir að skýrast í viðræðum á næstu dögum.“ Telur þú að sérviðræður málmiðnaðarmanna hafi leitt til þess fundar, sem haldinn var í dag með ykkur og VSÍ? „Það er nokkuð ljóst, að viðræður málmiðnaðarmann- anna og meistarasambands þeirra hafa haft áhrif á gang mála.“ Hallgrímur Sigurðsson: Komið að úrslitaákvörð- unum þegar upp úr slitnaði HALLGRÍMUR Sigurðsson, formaður Vinnumálasam- bands samvinnuféiaganna: „Yfirlýsing frá málmiðnað- armönnum kom fram á laug- ardaginn um að þeir væru búnir að draga sig út úr samningunum. Við vorum búnir að segja að skilyrði fyrir samningunum væri að öll sér- sambönd ASÍ væru með. Við vissum um áhuga ASÍ á að fá VSÍ inn í samningana og það var ósköp eðlilegt, þar sem VSÍ er með 80% af frjálsa vinnumarkaðinum. Við höfð- um ásamt ASI boðið þeim að koma inn í viðræðurnar. Þó að þessar sérviðræður séu teknar upp förum við ekki í fýlu. Við höfum áhuga á því að samn- ingar komist á. Það er ekkert aðalatriði hver hefur forgöngu með það.“ En hvað voru viðræður ykk- ar og ASÍ komnar langt? „Þær voru komnar mjög langt. Það var komið að úr- slitaákvörðunum þegar upp úr slitnaði. Aðilar voru búnir að ræða lengi saman og að því komið að taka ákvörðun um hvort samningar yrðu gerðir eða ekki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að viðræður okkar og ASI hafa miðað samningum áleiðis. Við stöndum í allt öðrum sporum, en við stóðum í áður en þær byrjuðu.“ Munuð þið taka þátt í yfir- standandi viðræðum ASI og VSÍ? „Við munum fylgjast með þeim eins og okkur er unnt. Þeir hljóta að vera að glíma við svipuð atriði og við höfum verið að glíma við undanfarið og því ekki ástæða til að við komum inn í þær strax. Þegar þetta fer að mótast tökum við afstöðu til þess.“ Næturflug takmarkað um Reykjavík- urflugvöll AFRIT af bréfi flugráðs til samgönguráðuneytisins varðandi takmörkun á flugi um Reykjavíkur- flugvöll á tímabilinu 23.30-07.00, en 07.30 á laugardögum og sunnu- dögum, var lagt fyrir borgarráð í gærdag. Tilkynning flugráðs er eftirfarandi: Eftirfarandi takmarkan- ir gilda fyrir flugumferð um Reykjavíkurflugvöll á tímabilinu frá 23.30—07.00, en 07.30 á laugardögum og sunnudögum og öðrum al- mennum frídögum. — Flugtök ekki leyfð nema fyrir sjúkraflug og neyðar- flug. — Lendingar þotna og fjögurra hreyfla flugvéla ekki leyfðar nema þegar Keflavíkurflugvöllur er lokaður, eða þegar um er að ræða sjúkra- og neyðarflug. — Notkun lofthemlabún- aðar ekki leyfður. — Hávaðasamar prófanir loftfara ekki leyfðar. Að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar, annars full- trúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, eru þessar hertu reglur m.a. tilkomnar vegna endurtekinna kvart- ana borgaryfirvalda við flugmálayfirvöld yfir óþarfa hávaða við völlinn á nóttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.