Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR
174. tbl. 67. árg.
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Fellibylur á
Karíbahafi
CaKtries. St. Lucia. 5. áKÚst. AP.
FELLIBYLURINN „Allen“ æddi
vestur yfir Karihahaf i dag áleið-
is til Jamaica og vindhraðinn
mældist allt að 270 kilómetrar á
klukkustund. Fellibylurinn hef-
ur þegar orðið átta manns að
bana, hundruð manna hafa misst
heimili sin ok stór hluti banana-
uppskerunnar á St. Lucia hefur
eyðilajfzt.
Embættismenn í St. Lucia, sem
hlaut nýlega sjálfstæði, segja að
neyðarástand ríki í landinu og
þeir óttast að fleiri muni farast.
Rafmagn fór af aðalsjúkrahúsinu
á eynni í fellibylnum og hluti
þaksins fauk.
„Hættulegur“
Bandaríska veðurstofan segir að
„Allen“ sé „harðasti og hættu-
legasti fellibylur á Karíbahafi á
þessari öld.“
Fellibylurinn fór suður með
eynni Hispaniola, þar sem Haiti
og Dominikanska lýðveldið eru,
laust fyrir hádegi og stefndi í
vest-norðvestur á Jamaica.
Veðurfræðingar segja að felli-
bylurinn muni berast inn yfir
Bandaríkin, en ekki fyrr en
snemma í næstu viku.
Deilur vegna
kolmunnaveiða
í uppsiglingu?
Osló 5. á»f.
Frá frcttaritara Mbl. Jan Erik Laurie.
KOLMUNNAVEIÐAR Sovét-
manna við Jan Mayen geta orðið
Nú vill Ludmila
hitta mann sinn
Muskva 5. á«úst. AP.
LUDMILA Vlasova. dansmær
við Bolshoiballettinn hefur
sótt um leyfi til að fara til
eiginmanns síns í Bandarikj-
unum. Mál þeirra hjóna vakti
heimsathygli fyrir tæpu ári, en
þá bað eiginmaðurinn, Alex-
ander Godonov, um hæli i
Bandarikjunum eftir að ball-
ettflokkurinn hafði verið þar á
sýningarferðlagi. Bandarísk
stjórnvöld töldu að Ludmila
sæktist einnig eftir að fá að
verða eftir og fékk flugvél
Aeroflot með hópinn ekki leyfi
til flugtaks fyrr en eftir sólar-
hrings þref.
Við komuna til Moskvu þá
sagðist Ludmila glöð yfir því
að vera aftur komin til Sovét-
ríkjanna og þaðan vildi hún
aldrei fara.
Að sögn ballettdansmærinn-
ar hefur hún sótt um leyfi til
að fara ein og hún vill fá að
halda ríkisborgararétti sínum
til að geta komið aftur heim til
sín þegar hún vill.
mjög viðkvæmt og vandmeðfarið
mál á haustnóttum, því að norskir
sjómenn krefjast þess að fá bætur
frá Sovétríkjunum vegna þess að
Norðmenn hafa stækkað kvóta
þeirra í Barentshafi.
Norðmenn hafa fram til þessa
lítið skeytt þessum veiðum Sovét-
manna þrátt fyrir að Sovétmenn
veiddu yfir 660 þús. tonn í fyrra.
Þetta svarar til alls þess magns af
loðnu sem er veidd við ísland og
Jan Mayen.
Það hefur verið staðfest að þessi
atriði muni verða mjög í brenni-
depli í viðræðunum í haust. Norsk
sjávarútvegsstjórnvöld íhuga nú,
hvaða leiðir séu heppilegastar í
framtíðinni. Það mun t.d. koma til
greina að Norðmenn krefjist hluta
sovézka kvótans á loðnu og þorski
í Barentshafinu.
Árás á ræðis-
mannsskrifstofu
Lyon. Frakklandi. 5. á*. AP.
VOPNAÐUR maður gekk inn í
ræðismannsskrifstofu Tyrklands
á þriðjudag, hóf skuthriö og
særði fjóra, þar af þrjá alvarlega.
Samtök Armena hafa lýst sig
ábyrg fyrir verknaði þessum.
00 D No P®
VVATEP-
íranir i London efndu til mótmæla við bandariska sendiráðið þar i borg á mánudagskvöld. Siðan brutust út
óeirðir og allmargir lögreglumenn meiddust. Sjötiu og fimm íranir voru handteknir. Mótmælin voru til
þess gerð að sýna samstöðu með írönum þeim sem voru teknir eftir mótmælaaðgerðir i Bandarikjunum.
Iran:
Bróðir Zahedis var
handtekinn í gær
— þekktum hófsömum þingmanni
neitað um sæti á þingi
I/ondon. 5. ág. AP.
BYLTINGARVERÐIR handtóku
i morgun Farrokh Zahedi, bróður
Ardeshir Zahedi. sem var lengi
sendiherra írans i Washington
um hrið utanríkisráðherra og um
árabil náinn samstarfsmaður
keisarans og var ásamt fjöl-
skyldu hans við dánarbeð hans i
Egyptalandi. Verður Zahedi
leiddur fyrir rétt að sögn bylt-
ingarvarðanna. Hann hafði kom-
ið á laun til írans og segja þeir að
hann hafi ætlað að koma stór-
eignum bróður síns i verð.
Þá bar það til tíðinda í íranska
þinginu í dag að þar var neitaö að
leyfa Ahmad Madani, sem er
þekktur fyrir hófsemi í stjórnmála-
skoðunum sínum, að taka sæti á
þinginu. Var þetta samþykkt með
176—1 atkvæði og sjö sátu hjá.
Madani hefur verið sakaður um að
hafa haft tengsl við keisarastjórn-
ina og Bandaríkjamenn.
Sjötíu og fimm íranir voru hand-
teknir í London í gærkvöldi hvar
þeir höfðu uppi mótmæli og há-
reysti við sendiráð Bandaríkjanna.
Þeir neituðu í dag fyrir rétti að
gefa upp nöfn sín og var þá ákveðið
að þeir yrðu áfram í gæzluvarð-
haldi. Flestir eru Iranir þessir
námsmenn í London og voru að
mótmæla handtöku samlanda
sinna í Bandaríkjunum. Sumir
hafa lýst því yfir að þeir ætli
einnig að sýna samstöðu með
löndum sínum í Bandaríkjunum
með því að neyta ekki matar,
alténd ekki fyrr en fulltrúar ír-
anska sendiráðsins koma til fang-
elsisins. Ekki tókst að fá neina
yfirlýsingu frá talsmönnum þess í
kvöld.
200 manns yfir-
heyrðir á Italíu
Bolovcna. 5. áKÚst. AP.
EINN þeirra sem vinna við rann-
sókn sprengingarinnar, sem talið
er að hægriöfgamenn hafi staðið
fyrir í Bologna og kostaði 76
mannslif, sagði i dag, að það gæti
tekið mörg ár að leiða menn, sem
Tekst Bandarikjamönnum að
draga úr olíuinnflutningi?
WashinKton 5. áK- AP.
MEÐ því að auka notkun
kola, kjarnorku og stórefla
rannsóknir ættu Bandarikja-
menn að hafa getað dregið úr
oliunotkun árið 1990 sem
svarar 50% innflutnings nú,
að því er sérstakur hópur
vísindamanna sem hefur fjall-
að um þessi mál sagði i
skýrslu i dag.
Þar kom fram að Bandaríkin
ráða yfir auðlindum og tæ.kni-
kunnáttu til að draga úr olíu-
innflutningi sem svarar milli
4—5 milljón tunna á dag
næstu tíu árin. Þetta þýddi þar
með að Bandaríkjamenn þurftu
ekki að flytja inn nema sem
svarar 10% af þeirri orku sem
þeir þurfa að nota, og er það
svipað og var á árunum
1950—1960. En í skýrslunni
segir enn fremur að til þess að
þessi árangur náist verði
stjórnin að kúvenda í orkustefnu
sinni. Verði ekki breyting á
stefnu stjórnarinnar í orku-
málum geti svo farið að inn-
flutningur á erlendu eldsneyti
til Bandaríkjanna aukist og
verði 11,3 milljón tunnur árið
1990, miðað við 8,2 milljónir
nú.
væru grunaðir um verknaðinn,
fyrir rétt.
Hann taldi líklegt, að handtökur
gætu farið fram eftir nokkrar
vikur, en sagði að réttarhöld í
málinu gætu dregizt í mörg ár þar
sem dómskerfið á Ítalíu væri svo
svifaseint. Það tók sex ár að dæma
átta hægrimenn fyrir sprengju-
tilræði, sem kostaði 12 mannslíf í
járnbrautarlest í göngum milli
Bologna og Flórens 1974.
Hafinn er undirbúningur útfar-
ar þeirra sem fórust í sprenging-
unni. Sandro Pertini forseti og
Francesco Cossiga mæta við útför-
ina sem fer fram á morgun.
Lögreglan í Bologna segir, að
200 menn hafi verið yfirheyrðir
víðs vegar á Ítalíu vegna málsins,
en ekki hafi tekizt að rekja slóð
tilræðismannanna. Nokkrir sjón-
arvottar segjast hafa séð tvo
grunsamlega menn henda frá sér
poka í biðstofu rétt fyrir spreng-
inguna.
Nánar um sprenging-
una: Sjá bls 43.