Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 7 Misheppnuö ráöstefna? Af greinargerö þeirri, sem íslenska sendi- nefndin á kvennaráð- stefnunni í Kaupmanna- höfn hefur sent frá sér eftir heimkomuna, viröist mega ráða, að ráðstefnu- haldið hafi lítinn árangur borið. Þar segir meðal annars: „Við efum að konum muni þykja ómaksins vert að sækja þriðju ráðstefnuna af þessarí tegund." En ráöstefnan í Kaupmanna- höfn var haldin sam- kvæmt ákvöröun þeirrar ráðstefnu, sem haldin var að frumkvæði Samein- uöu þjóðanna í Mexíkó á kvennaárinu 1975. Hvers vegna mis- heppnaðist ráðstefnan í Kaupmannahöfn?. í við- tali við Vísi kemst einn íslensku þátttakendanna, Vilborg Harðardóttir, fréttastjóri Þjóðviljans, svo að orði: „Svo virtist sem megintilgangur sumra fulltrúanna á ráðstefnunni, sérstaklega frá Rússlandi og Indlandi, væri að koma í veg fyrir að tillögur annnarra næðu fram að ganga, fremur en þeir vildu koma einhverju jákvæöu til leiðar sjálfir.“ Á ráö- stefnunni fór mikill timi í karp um afstöðuna til ísraels og alls kyns áróð- ur þeirra, sem hallir eru undir Sovétvaldið. Þessi sífellda árátta til að nota hvert tækifæri á alþjóöa- vettvangi til að fjalla um allt annað en rauverulega skiptir máli er furöulega langlíf. Hún þjónar tvenn- um tilgangi, annars vegar að dreifa athyglinni frá meginviðfangsefninu, en umfjöllun um það kemur sér yfirleitt illa fyrir upp- hlaupsmennina, og hins vegar aö slá sig til ridd- ara á fölskum forsendum í þeirri von aö geta þann- ig komist í mjúkinn hjá löndum þriðja heimsins. Þessi alþjóðlegi skrípa- leikur er orðinn ákaflega hvimleiður. Hann rís hæst í þeim samtökum, þar sem kommúnistar hafa tögl og hagldir eins og til dæmis í Heimsfriö- arráðinu, sem þrátt fyrir nafngiftina sér ekki ástæöu til að álykta um hernám Afganistan, svo aö aðeins eitt dæmi sé nefnt. Það er fróðlegt að kynnast sjónarmiðum fréttastjóra Þjóðviljans í þessu máli. Greinilegt var af ummælum Vilborgar Haröardóttur á fyrstu dögum Kaupmannahafn- arráðstefnunnar, að hún taldi þar um mikinn við- burð að ræða og svo var á henni aö skilja, aö ræða sú, sem á ráðstefnunni var flutt í nafni íslensku sendinefndarinnar, hefði haft mikil áhrif og jafnvel vakið heimsathygli. Ahrifin virðast því miður hafa fjarað út með mjög skjótum hætti, svo skjót- um, að íslenska sendi- nefndin telur varla ómaksins vert aö kasta slíkum perlum á nýjan leik. Fréttastjóri Þjóövilj- ans ætti að gefa fleiri atburðum á alþjóðavett- vangi gaum með sama hugarfari. Fréttamatiö í blaði hans einkennist harla oft af þeim tví- skinnungi, sem fram kom hjá Sovétmönnum og Indverjum í Kaupmanna- höfn: að koma í veg fyrir að tillögur annarra nái fram að ganga í staö þess að koma sjálfur einhverju jákvæöu til leiðar. Hefðbundin viðbrögð og hótanir. Nýlega var skýrt frá því í frétt hér í blaðinu, aö Vestur-Þjóðverjar hefðu lýst sig viljuga til að láta flota sinn taka aö sér aukin verkefni á Noröur- Atlantshafi, þ.e. allt frá Eystrasalti að Grænlandi. Jafnframt kom fram, að Vestur-Evrópusamband- iö hefði samþykkt að af- létta þeim kvöðum af Vestur-Þjóöverjum, að þeir mættu ekki smíða stærri herskip en 3000 lestir og kafbáta en 1800 lestir. Eins og við var að búast hafa málgögn sov- ésku stjórnarinnar brugðist illa við þessum tíðindum í samræmi við kjörorðið: Okkur leyfist allt en þið eigiö að halda ykkur á mottunni. Nov- osti, fréttastofan á vegum KGB á íslandi, hefur sent út á íslensku og ensku greinar úr Izvestíu og Prövdu, þar sem harð- lega er ráðist á Vestur- Þjóöverja af þessu til- efni.í greininni í Izvestíu koma fram greinilegar hótanir, og segir meðal annars í dreifibréfi Nov- osti: „Izvestia bendir á aö Vestur-Þýskaland sé með þessu orðið öflugt flota- veldi, og Pentagon hefur lengi hvatt vesturþýska herforingja til að stefna að þessu. Jafnframt og Pentagon eykur vígbúnáð sinn á Indlandshafi krefj- ast Bandaríkin þess að vestur- þýski flotinn loki því tómarúmi sem þau telja vera á noröurvæng NATO. Þessi ákvöröun Vestur- Evrópu og stjórn- valda Vestur—Þýska- lands teflir öryggi ríkja á þessum slóöum í tvísýnu og er hættuleg heims- friðnum, segir blaðið." Grein Prövdu um þetta sama mál lýkur með þessum orðum: „Þeir, sem eru fljótir að gleyma, skulu minntir á þetta: Uppbygging „stórs flota“ var upphafið á loka- áfanga í heimsvaldasinn- uðum undirbúningi Þýskalands undir fyrri og síöari heimsstyrjaldirnar. Eru þeir lærdómar, sem draga má af sögunni, til þess fallnir, að menn endurtaki sömu mistök- in?“ Rétt er, að menn hafi í huga, að á hátíðarstund- um og í viöskiptalegu samhengi syngja Kremlv- erjar Vestur—Þjóöverjum lof og prís, en ailt slíkt er gleymt og grafið, þegar hagsmunir sovésku herv- élarinnar eru annars veg- ar og það markmið so- véska flotans að verða einráður á höfunum um- hverfis island. É() þakka innilega öllum þeim sem glöddu mi</ á áttrœðisafmœli minu 27. júlí með heimsóknum, yjöfum oy heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Jóney Jónsdóttir, Hrinybraut 10b. Keflavík. SIEMENS SIWAMAT þvottavélin frá Siemens • Vönduö. • Sparneytin. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. Viö höfum veriö beönir aö útvega 2ja—3ja herb. íbúö á leigu í eitt ár. Toppleiga og fyrirframgreiðsla fyrir áriö í boði. Vinsamlegast hafi samband við Berg Guðnason hdl. í síma 82032 eöa Húsafell, sími 81066. Húsafell FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 Adalsteinn Pétursson (Bæiarletöahústnu) ”simi: 8 ro 66 Bergur Gu&nason hdl Nú þarf enginn að fara í hurðalaust... Inni- og útihurðir i úrvali, frá kr. 64.900.- fullbúnar dyr með ■ karmalistum og handföngum Vönduð vara við vægu verði. H BÚSTOFN Aðalstræti 9 (Miðbæjarmarkaði) Símar 29977 og 29979 Mjúkar plötur undir þreytta fætur Teg. „Hamburg“ Teg. „Rotterdam" Þolir olíu og sjó, rafeinangrandl, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 11,5 mm þykk, stæröir allt að 1x10 metrar. Notast í vélarrúmum og verksmiðjum þar sem fólk stendur tímum saman við verk sitt. Þolir sæmilega oli'u og sjó, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23 mm á þykkt, stærðir 40x60 cm, 40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm. Notast yfir vélarrúmum og í þrú og á brúarvængjum. )É(Lafe(LQg]CLO[f J(§)[rí©[TD cis Vesturgötu 16, Reykjavík, símar 13280/14680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.