Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
13
Skeggræður
í göngugötu
Ljósm: ólafur K. Magnússon.
Sumarmánuðina er ekki mikið um íslendinga á ferli í miðbæ
Reykjavíkur, ekki fyrir hádegi að minnsta kosti. Þá ber þar mest á
erlendum ferðamönnum. bessa herramcnn rakst ljósmyndari Morjíun-
blaðsins þó á í Austurstræti einn lauRardagsmorguninn fyrir
skömmu. beir eru talið frá vinstri: Eðvald Berndsen forstöðumaður,
Eiríkur Ketilsson stórkaupmaður, Indriði G. borsteinsson rithöfund-
ur, og borsteinn Ólafsson tannlæknir.
gallabuxur í Eyjum
frekar að horfa í hitt að hér er um
buxur að ræða fullvíðar á hvern
meðalmann, og vil ég því biðja
þann sem er svo illa haldinb að
þurfa að ganga á þvottasnúrur til
þess að verða sér úti um flíkur, að
hafa samband við undirritaðan og
mun ég þá fara með viðkomandi í
verslun og gefa honum réttpass-
andi buxur. Enda ég svo pistil
þennan á vísu eftir K-in.
Kæru löndur! Hvað veit ég
karl, um pilsin yðar,
en mér finnst lengdin mátuleg
milli hnés og kviðar.
Með kveðju.
Einar Klink."
Því má bæta við, að nú fyrir
helgi voru gallabuxurnar enn ekki
komnar fram, og stendur því tifboð
Einars áfram!
„Þann 8. maí, um kl. 8 að
morgni, sat ég á þröskuldinum á
húsinu mínu. Allt í einu fann ég
ógurlegan stormbyl, jörðin tók
að skjálfa og loftið varð dimmt.
Ég stóð þá upp til að fara inn, en
varð að taka á öllu, sem ég átti
til, til þes.s að komast inn í
herbergið mitt, og þó voru það
ekki nema 3—4 skref. Ég fann
sviða um mig allan og fleygði
mér á gólfið. í sömu svifum
komu fjórar aðrar manneskjur
inn í herbergið. Þær veinuðu
hátt og engdust sundur og sam-
an af kvölum, en þó virtust fötin
á þeim alveg óbrunnin. Eftir svo
sem 10 mínútur datt ein þeirra
niður dauð. Það var 10 ára gömul
telpa. En hitt fólkið fór þá út. Ég
stóð nú á fætur, og fór inn í
næstu stofu. Þar sá ég föður
stúlkunnar liggja örendan í
rúminu. Hann var helblár og
þrútinn, en fötin á honum voru
ósködduð. Ég fór þá út, en í
garðinum rakst ég á lík af stúlku
og pilti, sem lágu t faðmlögum.
Það var tvennt af því fólki, sem
áður hafði komið inn til mín. Ég
sneri þá aftur inn í húsið, þar
fann ég enn líkin af tveimur
mönnum, sem höfðu verið úti,
þegar ógnirnar stóðu yfir.
Hugstola af kvölum og kviða
fleygði ég mér upp í rúmið mitt
og beið þar dauðans, sljór og
magnþrota. Nú rann á mig
ómegin og ég vissi ekki af mér
aftur, fyrr en svo sem klukku-
stund seinna, en þá sá ég, að
'eldur var kominn í þakið á
húsinu. Ég neytti nú minnar
síðustu krafta og hljóp til næsta
þorps, sem liggur um 6 km frá
St. Pierre, en fæturnir á mér
voru alþaktir brunasárum, sem
blóðið lagaði úr. Um kl. 11 var ég
kominn þangað og úr allri hættu
M
Fregnirnar af þessum atburð-
um bárust á svipstundu um allan
heim og vöktu alls staðar undr-
un og skelfingu. Aldrei höfðu
menn heyrt þess getið áður, að
gosmekkir stigju ekki upp frá
eldfjöilunum, heldur skriðu með
jörðu, eins og hér hafði átt sér
stað. Vísindamenn voru jafn
fávísir um þetta eins og alþýðan.
Og menn fóru nú að hugleiða það
með sér, hversu fara mundi, ef
önnur eldfjöll, sem liggja í þétt-
býlum iöndum, eins og til dæmis
Vesuvíus og Etna, færu að senda
frá sér slíka feigðarstorma yfir
borgir og blómleg lönd. Það var
allt annað en álitleg tilhugsun.
Vísindamenn dreif nú hvað-
anæva að Martinique og dvöldu
þar næstu mánuði, og allan þann
tíma hélt gosið áfram, en með
misjöfnum þrótti. Stundum
færðist það í aukana og varpaði
ösku og vikurstykkjum á stærð
við hús upp úr gígnum, en í aðra
tíma blés það banvænum eld-
strókum yfir fjallshlíðarnar.
Þann 20. maí kom önnur slík
hremming yfir- Saint Pierre, en
þá var þar engu að granda. I
ágústmánúði varð hlé á gosinu
um hríð og menn hugðu, að það
væri að réna til fulls, en þann 30.
ágúst kom hrina, jafnvel ennþá
ægilegri en 8. maí. Steypiflóð af
eldmökkvum féll niður fjallið á
alla vegu og yfir svæði, sem fram
að þeim tíma hafði verið þyrmt.
Þá eyddist þorp og frjósamar
lendur á sama hátt og Saint
Pierre og um 2000 manna biðu
bana. Meðan á þessum gosum
stóð voru jarðfræðingar að
verki. Þeir fór aftur og fram um
Mont Pelée, eins og ekkert hefði
í skorizt, mældu, mynduðu og
rannsökuðu skriðmekkina. Og þó
að undarlegt megi virðast,
hlekktist engum þeirra á.“
HELGARVIÐTALIÐ
BÓKASAFNARAR eru margir hér á landi, og þykir víst engum tiltökumál — hjá
sjálfri söguþjóöinni! Fornbókaverslanir eru samkomustaöir bókasafnara, og þar
finna þeir oft fjársjóði sem jafnvel hafa veriö taldir að eilífu glataöir. Ein þessara
fornbókaverslana í Reykjavík hefur þó nokkra sérstööu, en það er bókaverslun
Helga Tryggvasonar, sem hann starfrækir að Amtmannsstíg 2.
Helga Tryggvason þarf ekki að kynna fyrir bókamönnum, svo lengi sem hann
hefur verið vakinn og sofinn yfir verðmætum bókum hérlendis.
„Hér er einskon-
ar samkomustað-
ur bókasafnara"
Ljósm.: Kristján Einarsson.
Helgi við bókahillurnar í bóksölunni vió Amtmannsstíg. Helgi er kunnur bókasafnari, og auk þess einn
fremsti bókbandsmaóur hór á landi, lœrður í Vopnafirði, Reykjavík og Kaupmannahöfn. — Á síðast
talda staðnum hlaut hann medalíu og fyrstu verðlaun fyrir bókband og gyllingu á sveinsprófi órið 1932.
„Ég lærði bókband hjá tengda-
fööur mínum, séra Einari Jóns-
syni prófasti á Hofi í Vopnafirði,
en hann átti mikið safn bóka“
sagöi Helgi, er viö litum við hjá
honum í vikunni. „Síöar hélt ég
svo áfram að læra í Safnahúsinu í
Reykjavík, og fullnam mig svo í
Kaupmannahöfn, bæði í bók-
bandi og gyllingu" segir Helgi enn
fremur. „Síöan hef ég veriö við
þetta meira og minna, og held því
áfram, þótt ég verði nú víst 85 ára
í vetur".
Helgi sagöi, að fyrst í stað
heföi áhugi hans legiö á sviöi
plöntusöfnunar, en þaö var þegar
hann var í Gagnfræöaskólanum á
Akureyri. Er hann kom til Vopna-
fjaröar, var hann hins vegar
farinn að safna eggjum og fugl-
um, sem hann stoppaði upp.
Áhugi á bókum kviknaöi svo fyrir
alvöru er hann komst í tæri viö
bókasafn tengdafööur síns, en
hjá prófastinum á Hofi var Helgi
ráðsmaöur í tólf ár.
„Fyrst í stað var ég alæta á
hvers kyns bækur“, sagöi Helgi,
„en þar kom að mér varö Ijóst að
útilokaö yröi aö halda öllu til
haga, sem út er gefið hér á landi,
enda eru þaö slík reiöinnar býsn,
að fáum dettur í hug sem ekki
vita. Ég fór því aö kanna, hvaö
helst skorti á almenningsbóka-
söfnum, og hef síöan unniö aö því
aö bæta þeim þær bækur sem
þar ekki finnast. Hef ég haft um
þetta samráö viö bókfróöa menn,
en allar verömætustu bækurnar
hef ég boðiö Landsbókasafninu,
á undan öörum bókasöfnum eöa
einstaklingum. Verömætustu
bækurnar eru því ekki í minni
einkaeigu, enda ætla ég ekki aö
skilja eftir nema svona fremur
gott heimilisbókasafn handa
börnum mínum, er ég fell frá.“
Bóksölu sína á Amtmannsstíg
hefur Helgi opna einn dag í viku,
á laugardögum. Þá koma þangaö
bókasafnarar, skoöa hvaö til er,
og spyrjast fyrir um ákveönar
bækur eöa verk. Vanti menn
bækur, eöa hluta af ritsöfnum, þá
koma þeir til Helga með lista yfir
þær, og kanna síöan viku síöar
hvaö Helgi hefur getaö fyrir þá
gert. Oft eiga menn söfn af ritum
eða ritverkum, þar sem aðeins
vantar inní eina eöa tvær bækur.
„Menn hittast svo hér, ræöa um
þessa hluti, og bera saman bæk-
Litið við hjá
Helga Tryggva-
syni bókbindara
ur sínar í orðsins fyllstu
merkingu“, segir Helgi. „Oft er
þaö, aö þegar einn mann vantar
þessa bók, þá á annar tvö eintök,
og svo framvegis. Oft er þetta
komið til af því, aö þegar menn
eru aö safna fágætum bókum, þá
veröa þeir oft aö kaupa fleiri en
þá einu sem þeir leita aö og eiga
því nokkra hluta af safni, er þeir
hafa endanlega komiö einu sam-
an. Þannig hjálpast menn aö viö
aö komast yfir þaö sem leitaö er
aö, og hér á laugardögum er því
eins konar samkomustaöur alls
konar bókabéusa, ágætismanna
sem eiga þaö sameiginlegt aö
hafa ódrepandi áhuga á bókum.“
Helgi segir þessa bókaáhuga-
menn vera á öllum aldri, og úr
öllum stéttum, verkamenn, há-
skólastúdenta og kaupsýslu-
menn.
Meöal fágætra rita sem Helgi
hefur haft í hillum sínum nýveriö,
er ritiö Suöri, sem Gestur Páls-
son gaf út á árunum 1883 til
1886, en eitt slíkt seldist nýlega á
meira en 100 þúsund krónur, og
vantaöi þó í það 4. áriö, sem
Helgi segir ill fáanlegt. Þá gat
Helgi í vetur útvegaö manni
einum Fjölni þeirra Jónasar Hall-
grímssonar og félaga, alla útgáf-
una. Bækur segir Helgi aö hækki
mikiö í verði, oft er þaö vegna
þess aö bókasafnararnir eru fleiri
en bækurnar, og því bjóöa menn
upp hverjir fyrir öörum. Sem
dæmi nefndi hann, að áriö 1933
heföu Rit Lærdómslistafélagsins
kostaö 100 krónur, en nú væru
þau metin á meira en eina milljón
króna.
Viö spurðum Helga aö lokum,
hvort áhugi á bókum og bóka-
söfnun færi vaxandi meðal ís-
lendinga aö hans áliti. „Já, hann
fer vaxandi" sagöi Helgi og brosti
viö, „enda er þaö svo, aö ylirleitt
veröa til tveir safnarar er einn
fellur frá! — Þá skiptist safniö
upp og erfingjar fá bakteríuna."
Þar meö kvöddum við Helga,
þar sem hann hélt áfram aö
grúska í gömlum bókum og
skjölum, bókasöfnurum og öör-
um til mikils gagns og gleöi. Helgi
er kunnur fyrir afar sterkt minni,
ög þaö eru ekki mörg ritin sem
hann ekki þekkir, þegar á þau er
minnst. En í því hefur styrkur
hans einmitt legiö sem bóka-
manns, ásamt natninni og virö-
ingunni fyrir bókunum.
— AH.