Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980 Htibner leikur við hvern sinn fingur - segir Guðmundur Sigurjónsson aðstoðarmaður Htibners „I>ETTA KenKur alveg glimrandi vel. Ilubner leikur við hvern sinn fingur eftir þessa tvo sigra og nú þarf hann bara jafntefli á sunnu- daginn til að vinna einvígið,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari og aðstoðarmaður Hubners, í samtali við Mbl. i gær. Mbl. spurði Guðmund, hver væri skýringin á velgengni Hubn- ers í síðustu skákunum, en sem kunnugt er lauk 8 fyrstu skákun- um með jafntefli. „Hann hefur mjög gott úthald og er sterkur á taugum," sagði Guðmundur. „Portisch var talinn sigurstrang- legri fyrir einvígið og má vera, að Iliihner það hafi haft sín áhrif á hann og hann síðan orðið þreyttur, þegar ekkert gekk í átta fyrstu skákun- um. En það er erfitt að segja til um þetta. Þessar skákir hafa verið nokkuð vel tefldar á heildina litið og síðasta skákin, sú tíunda, var mjög vel tefld af Hubners hálfu.“ „Mér lízt vel á það,“ svaraði Guðmundur, þegar Mbl. spurði hann um einvígi milli Hubners og Korchnoi. „Korchnoi er auðvitað mjög sterkur skákmaður, en ég held hann hafi verið sterkari fyrir þremur árum, að hann hafi verið á hátindinum þá, en sé nú aðeins farinn að dala. Hubner er hins Guðmundur Sigurjónsson vegar á uppleið og hann er ekki nema 31 árs.“ Mbl. spurði Guðmund, hvort Hubner hefði beðið hann að vera aðstoðarmaður sinn áfram, ef til einvígis við Korchnoi kæmi. „Já, hann hefur beðið mig um það, en ég hef ekki svarað því ennþá," svaraði Guðmundur. „Það veltur á ýmsu, til dæmis því, hvenær það einvígi fer fram, hvort ég sé mér fært að aðstoða hann áfram eða ekki.“ Mbl. spurði Guðmund, hvernig aðstæður væru á keppnisstað og hvort áhorfendur væru margir. „Aðstæður eru góðar, en áhorfendur eru fáir. Það er helzt að þýzkir ferðamenn komi til að fylgjast með Hubner og það er talsverður styrkur fyrir hann að vita af þessum löndum sínum. Einvígið hefur gengið snurðu- laust fyrir sig. Keppendur eru báðir friðsemdarmenn og ekkert vesen í kring um þá. Þeir bara tefla.“ Guðmundur sagði, að með Port- isch væri 10 manna sendinefnd, þar af þrír stórmeistarar, en aðstoðarmenn Hubners eru nú þrír, þegar Hort hefur bætzt í hópinn. Guðmundur sagði, að Hort talaði jafnan hlýlega um Island og eitthvað væri það að brjótast um í honum að koma hingað og endurheimta heimsmet- ið í fjöltefli. Fiskveiðisjóður sam- þykkir smíði 7 togara I YFIRLITI, sem Sjávarútvegs- ráðuneytið sendi fjölmiðlum. kem- ur fram, að fiskveiðisjóður hefur samþykkt smíði sjö nýrra togara. Á Akranesi er verið að smíða 150 tonna togara. sem verður mcð heimahöfn á Grundarfirði. Á Akur- eyri er verið að smíða tvo 150 tonna togara. sem verða með heimahöfn á Húsavík og Skagaströnd. í Garða- bæ er verið að smíða tvo togara, annan 500 tonn en hinn 150 tonna. en þessir togarar verða með heima- höfn í Reykjavik og á Hólmavik. Á Isafirði er verið að smiða 150 tonna togara sem verður með heimahöfn í Grindavík og í Noregi er verið að smíða togara sem verður með heimahöfn á ísafirði. I stað innflutta togarans fer Guðbjörg ÍS 46 úr landi. Vilyrði fyrir þessari nýsmíði hafði verið gefið í desember 1978, þótt Fisk- veiðisjóður hafi ekki afgreitt málið fyrr en á þessu ári. Auk þess hefur Fiskveiðasjóður heimilað kaup á notuðum togara frá Frakklandi til r Eskifjarðar. í stað hans fer úr landi Hólmatindur SU 220. Til viðbótar þessum átta togurum má nefna, að ríkisstjórnin hefur samþykkt kaup á rækjutogara til Dalvíkur, svo og togara til Þórs- hafnar. Sá togari kemur til landsins á vegum Framkvæmdasjóðs vegna atvinnuástands á Þórshöfn. Þá hef- ur ríkisstjórnin heimilað fyrir sitt leyti Reyðfirðingum að flytja inn togara, enda verða tveir bátar fluttir úr landi þess í stað. Híibner yfirspil- aði Portisch ... EFTIR að 8 fyrstu skakunum í einvígi Portisch og Hubners lyktaði með jafntefli hefur sá síðarnefndi skyndilega náð 2 vinninga forystu með sigri í 9. og 10. skákinni. Iluhner nægir þvt jafntefli í 11. skákinni til þess að vinna einvígið. Eins og fram hefur komið stóð svartur mun betur að vígi er 10. skákin fór í bið að loknum 41 leik. í gær var tekið til við að tefla skákina og gerði svartur úti um taflið í 9 leikjum. Að sjálfsögðu birtum við skákina í heild, með lauslegum athugasemdum: Hvítt: Lajos Portisch Svart: Robert Hubner Tarraschvörn 1. c4 - c5, 2. Rf.3 - Rf6. 3. Rc3 - e6, 4. g3 - Rc6, 5. Bg2 - d5, 6. cxd5 - Rxd5 7. 0D - Be7, 8. dl - 0-0, 9. Rxd5 - exd5, 10. dcx5 - Bxc5,11. Dc2 - Bb6,12. Ildl Annar möguleiki er 12. Rg5 - g6, 13. Ddl!? (Miles — Tarjan Riga 1979). - Df6!, 13. Bg5 Ekki gengur 13. Hxd5 vegna 13. — Rb4 De6, 14. Bfl - h6. 15. Dd3 - Hd8, 15. al?! - De7, 17. Bd2 - Bg4, 18. a5 - Bc5. 19. Hacl Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON - a6, 20. Hel - Hac8. 21. h3 - Be6, 22. e3 — Bb4 Hvítur hefur teflt án haldgóðrar áætlunar enda fer svo brátt að svartur hrifsar til sín frumkvæðið. 23. Hal — Dd7, 24. Kh2 - Bf5, 25. Db3 - Bxd2, 26. Rxd2 I M 4 m 4 4 4B% 4 & 4 mx i - fffl ?. s» g C a n áA. 26. — d4! Eftir þennan leik má heita að svartur sé allsráðandi á borðinu. 27. Rfl - d3. 28. Hedl - De7, 29. Da3 - Rb4, 30. e4 - Be6, 31. IId2 - IId4. 32. Re3 - IIc5! 33. Hadl - Dd8, 34. Rd5 Einhver tillaga um betri leik? — Bxd5 35. exd5 — Dxa5 36. Dxa5 — Hxa5 Svartur er nú sælu peði yfir og hefur auk þess hættulegan frelsingja á d-línunni. Endalok- anna er því skammt að bíða. 37. Hcl - Rc2, 38. Ilcdl - Rb4, 39. Hcl - g6, 40. Hc3 - b6. 41. Í4 Hér fór skákin í bið og lék Húbner biðleik. í framhaldinu kom fljótt í ljós að Húbner og aðstoðarmenn hans höfðu unnið góða heimavinnu því að svartur knúði fram vinning í fáum leikj- um. - 41. Hal, 42. Bf3 - b5, 43. Kg2 - Hc4, 44. Kf2 - Kf8, 45. Bdl — Hxc3, 46. bxc3 — Rxd5, 47. Hxd3 - Rxc3!, 48. Bc2 - b4. 49. Ke3 - a5 & 4 m m m 44 4 A " HH mxm JjjÉ 1 fe :I H Hvítur gafst upp enda eru frípeð- in á drottningarvæng óstöðvandi. Þau Guðný og Ægir geta svo sannarlega verið stolt af þessum garði. Þar er að finna um 300 mismunandi tegundir plantna. I.jósm. Kristján. ypað er þdttur í rœktuninni að tala við blómin “ - segja eigendur fallegasta garðsins í Hafnarfirði NÝLEGA voru veittar viðurkenn- ingar fyrir garða, umgengni o.fl. í Hafnarfirði og veitti Sjöfn Magnúsdóttir viðurkenningarn- ar. Að þessu sinni hlutu þau Guð- ný Arnbergsdóttir og Ægir Bessason viðurkenningu fyrir skrautgarð sinn. en þau munu áður hafa hlotið sömu viðurkenn- ingu árið 1975. Viðurkenningu fyrir ræktun trjáa og útbreiðslu þeirra hlaut Jón Magnússon frá Skuld. Tré ársins í Hafnarfirði er í eign Einars Benediktssonar að Hverf- isgötu 23. Gatan sem hlaut viðurkenningu fyrir umhverfið og allan frágang var að þessu sinni Klettahraun. Fyrir skrúðgarð hlaut Jón Gíslason viðurkenningu, en garð- urinn er að Skerseyrarvegi 3c. Blaðamaður náði tali af Guð- nýju Arnbergsdóttur, en hún og eiginmaður hennar Ægir Bessa- son hlutu nú í annað skipti viðurkenningu fyrir garð sinn að Þrúðvangi 2 í Hafnarfirði. — Hafið þið alltaf haft áhuga fyrir garðrækt? — Já, það höfum við alltaf haft. Við vinnum bæði jafnt í garðinum og höfum ánægju af. Hafið þið tölu yfir tegundirnar? — Við byggðum nú gróðurhús í fyrra og höfum núna plómutré, vínberjaplöntur og eplatré að ógleymdum rósunum. Eg held að mér sé alveg óhætt að segja að við höfum um 300 tegundir plantna í garðinum. — Telurðu ekki erfitt að rækta á íslandi? — Nei, það tel ég alls ekki. Ef að jarðvegurinn er vel undirbúinn og hver planta á sínum stað, þá er alls ekkert erfitt að rækta hér- lendis. Maður lærir með tímanum og þegar maður fer að velta hverri plöntu fyrir sér, veit maður hvaða stað hún þarf. — Talarðu við blómin þín? — Já, það geri ég svo sannarlega Það er þáttur í ræktuninni að tala við blómin og alveg nauðsynlegur þáttur. Ég gef þeim svo gælunöfn rétt eins og börnunum mínum. — Er þetta ekki tímafrekt tómstundagaman? — Jú það verður nú að viður- kennast. En veðráttan hefur verið svo sérstök í sumar, og úr húsinu okkar er gengið beint út í garðinn, og þar er öll fjölskyldan alltaf. Við erum nú sjö á heimilinu, og þó að garðurinn sé allur iðandi af börn- um og fólki verður honum aldrei meint af og börnin eyðileggja aldrei neitt. Hjónin Guðný Arnbergsdóttir og Ægir Bessason hafa tvisvar hlotift viðurkenningu fyrir garðinn sinn að Þrúðvangi 2 í Hafnarfirði. I fyrra skiptið árið 1975, en núna í það siðara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.