Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980 15 mg í As- mundarsal Myndllst efdr BRAGA ÁSGEIRSSON Ég höfða hér ekki til ein- stakra mynda sérstaklega enda eru myndirnar í senn nafnlaus- ar og ónúmeraðar, — hinsveg- ar vil ég sérstaklega vekja athygli á skólum þessa fólks í Hollandi og Kanada. Pólk hef- ur hinar fullkomnustu aðstæð- ur, jafnvel eigið stúdíó, — hefur aðgang að fullkomnum verkstæðum þar sem engu er til sparað og hálærðir fagmenn til aðstoðar. Slíkar stofnanir kosta slíkar ógnarfúlgur, að litla Island er svo sannarlega ekki samkeppnisfært og verður aldrei. Hins vegar getum við ræktað grundvöllinn að fram- haldsnámi og höfum gert í þeim mæli að eftirtekt hefur vakið erlendis og dugmiklir nemendur héðan hafa leikandi létt komisi ínn í skóla erlendis, sem örfáir af hundruðum um- sækjenda fá aðgang að árlega. I stað þess, að auka við þessa grundvallarþekkingu og undir- stöðubyggingu, sem er margra ára nám höfum við tekið upp samkeppni við stóru skólana, við ófullkomnar aðstæður í ófullkomnum verkstæðum, við stöðugt peningaleysi, — já, algjört fjársvelti í sumum til- vikum. Listaskóli okkar þenst út í eitt stóreflisbákn ótal listageira, sem í flestum tilvik- um geta eingöngu útskrifað fólk með meðalþekkingu í fög- unum. Kennarar njóta sín ekki sem listamenn, því að þeir hafa fullkomlega gleymst í upp- byggingu skólans og framavon- ir innan stofnunarinnar hafa þeir engar nema þá helst að drukna í skriffinskufargani og útréttingum síaukinna umsvifa stjórnunar skólans... Þessar hugsanir sóttu stíft á mig á sýningu hins unga lista- fólks er nú sýnir í Ásmundar- sal og að ég held með réttu. Menn ættu að bregða sér þang- að um helgina því að sýningin er vel þess virði að vera skoðuð og víst er að sjaldan hafa sést vandaðri vinnubrögð né tækni- lega betur útfærðar myndir á þessu sviði nýlista hér í borg en hjá þessu unga fólki. Experi- mental Environ- ments, Mokka og neðan hjá flestu venjulegu fólki. En ekki vantaði að hvert fótmál sýnendanna sjálfra væri skráð og skjalfest í mynd og máli og margt af því hékk þegar upp á vegg er sýningin opnaði formlega á sínum tíma. Sennilega var þar kominn forsmekkurinn að bók um viðburðinn sem pottþétt er að verði gefin út fáist til þess nægi- legir opinberir styrkir, en þeir virðast rata ansi glatt í hendur þessa fólks. Ég gerði mér aðra ferð á Korpúlfsstaði á dögunum rétt áður en sýningunni lauk og sá ýmislegt áhugavert er farið hafði fram hjá mér fyrra skiptið, hins vegar fann ég ekki sumt t.d. virtust sjávarfallsskúlptúrarnir horfnir en það telst vafalítið liður í listaverkinu. Til að forða mis- skilningi skal tekið fram, að mér þykir fjarska gaman að slíkum leikjum, sem hafa margir verið iðkaðir um örófir alda áður en athafnirnar voru teknar á dagskrá sem gild list, — og er einungis gott um það að segja. Við íslendingar höfum þetta allt í kring um okkur þótt mörgum yfirsjáist það, en þetta er um leið ósjálfrátt ekki jafn þrungið sama slagkrafti og t.d. í sýningarsölum stórborga heimsins þar sem fólk hefur bein- línis samsamast asfaltinu og vél- menningunni. Glatað tilfinning- unni fyrir öllu öðru en tilbúnum gerfiþörfum. Það er óþarfi að bæta hér við, að sá er hér ritar hefur ótakmarkað- an áhuga á öllum nýjungum í heimslistinni en honum þóttu þessar framkvæmdir á Korpúlfs- stöðum ekki nægilega sláandi né sannfærandi. En vonandi hefur hið unga fólk frá hinum Norður- löndunum átt hér ánægjulegt sumarfrí og þá er tilganginum vissulega náð að hluta. Fer þá heim með ríkar minningar í sínum listræna mal er ættu að verða þeim tilefni til viðameiri átaka. Bragi Asgeirsson. Útgerðar- menn Viljum kaupa heila skipsfarma af góöum ísuöum fiski, þaö sem eftir er ársins. P/F BACALAO Þórshöfn, Færeyjum, sími 11360 og 12226 (Færeyjum). í dag opnum vlö sýningu á ítölskum eldhúsinnréttingum og allskonar húsgögnum í verzlun okkar aö Skaftahlíö 24. Opið í dag kl. 1—7. Komiö og skoöiö glæsilega hönnun í húsgagnagerö. Húsgagnamiðstöðin Skaftahlíð 24, sími 31633. Sýningin stendur yfir frá 23. ág. — 7. sept.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.