Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
Sovétmenn vísa a
bug ásökunum Ir-
ana um afskiptasemi
Moskvu 22. áitúst. AP.
ÍRANSKI sendiherrann í Moskvu. Mohammad Mokri sagði í dan að
Sovctmenn hefðu opinberlega visað á huu þeim ásökunum írana að
Sovétmenn væru að skipta sér af innanrikismálum í íran.
í bréfi sern Ghotbzadeh utanrík-
isráðherra Irans ritaði til Grom-
yko utanrikisráðherra Sovétríkj-
anna segir hann að Sovétmenn séu
fjandsamlegir byltingarstjórninni
í Iran eigi síður en Bandaríkin.
Mokri sagði á blaðamannafundi
að hann hefði hitt aðstoðarutan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna til að
Enn farast
menn í
flóðum
liombay 22. áic. AP.
MIKLAR ok lantí'innar rÍKn-
intfar. hafa valdið flóðum, hleypt
af stað skriðuföllum, svo að hús
hafa hrunið í AuranKahadhéraði
ekki ýkja lannt frá Bombay
siðustu dat;a.
Hafa 29 manns látið lífið og tjón
orðið mikið. Víðar í Indlandi hafa
verið flóð og óáran en verst er
ástandið nú í Uttar Pradesh í
norðurhluta landsins þar sem vit-
að er að um sjö hundruð manns
hafa dáið.
Maersk Air
tekur við Græn-
landsflugi
í BÖRSEN segir frá því að
danska leiguflugfélagið Maersk
Air muni að líkindum taka að sér
Grænlandsflug. Er þar um að
ræða flugleiðina Kaupmanna-
höfn-Narsarssaq, en fram til
þcssa hefur sænska félagið
Transair, sem er í eigu SAS
annast þetta flug.
Ástæðan fyrir því að Transair
verður að hætta við flugleiðina er
að óhagkvæmt hefur reynzt að
nota vél félagsins Boeing 727-100
sem er gömul og eldsneytisfrek.
Maersk-Air flýgur einnig til
Grænlands fyrir SAS og ræður
yfir nýtízkulegum og sparneytn-
um Boeing 737-200 sem tekur 130
farþega eða ámóta og B-727.
ræða efni bréfsins. Að fundinum
loknum sagði hann að Sovétmenn
teldu þessar ásakanir tilhæfulaus-
ar.
„Samt sem áður mun Iran reyna
að halda góðu og vinsamlegu
sambandi við Moskvu,“ sagði
Mokri. „Við munum þó halda
áfram að mótmæla ferðum sov-
éskra herskipa undan ströndum
Irans en okkur finnst sem þeim
fari nú fækkandi," sagði Mokri.
Veður
víða um heim
Akureyri 11 léttskýjaó
Amsterdam 20 skýjaó
Barcelona 27 alskýjaó
Berlín 17 skýjaó
Chicago 29 heiðskírt
Denpasar 29 skýjaó
Dublín 17 heiðskírt
Feneyjar 27 þokumóða
Frankfurt 24 skýjað
Genf 23 heiðskírt
Helsinki 18 skýjað
Hong Kong 32 heiðskírt
Jerúsalem 28 heiðskírt
Jóhannesarborg 21 skýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Kairó 33 heiðskírkt
Las Palmas 25 heiðríkt
Lissabon 36 skýjað
London 23 skýjað
Los Angeles 29 skýjað
Malaga 26 alskýjað
Mallorca 31 léttskýjaö
Miami 35 rígning
Moskva 18 skýjað
Nýja Delhi 37 skýjað
New York 24 skýjað
Oslo 18 skjýjað
Parrs 22skýjaö
Rio de Janeíro 29 skýjað
Reykjavik 12. léttskýjað
Rómaborg 29 skýjað
San Francisco 15 skýjað
Stokkhólmur 18 skýjað
Sydney 35 heiöskírt
Tel Aviv 26 skýjað
Tókýó 24 heiðskírt
Vancouver 20 skýjað
Vínarborg 21 heiöskírt
FÓLK víkur úr vegi fyrir bifreið sem í var
sendinefnd frá öðrum vinnustað, sem hann kemur
að hliði Lenínskipasmíðastöðvarinnar í Gdansk.
Sambúð íraka
og Sýrlendinga
fer versnandi
Bagdad 22. ág. AP.
STJÓRN íraks hefur borið
fram mótmæli við nágranna-
ríkið Sýrland vegna brottvísun-
ar írakska sendiherrans frá
Damaskus ásamt með nítján
öðrum sendiráðsstarfs-
mönnum. Kom liðið til Bagdad
í gærkvöldi nokkru eftir að
Sýrlendingar gáfu út tilkynn-
ingu um brottvísunina.
Þessi aðgerð Sýrlendinga mun
eiga að vera svar við kunngjörð
Iraka sl. mánudag/að fyrirskip-
að hefði verið að loka sýrlenzka
sendiráðinu í Bagdad og að fólk
hefði sig þaðan snarlega á brott.
Sögðu Irakar að starfslið sendi-
ráðs Sýrlands hefði misnotað
aðstöðu sína og það hefði smvgl-
að vopnum inn í landið og
sprengiefni og hefði átt að nota
þetta í hermdarverkaiðju gegn
stjórn Saddam Husseins í írak.
Þessir síðustu viðburðir benda
til að full vinslit hafi nú orðið
með þjóðunum, en sambúð hefur
lengi verið stirð, þrátt fyrir
stöðugar hvatningar ýmissa
Arabaríkja að þau reyndu að
setja niður ágreiningsmál sín til
að spilla ekki fyrir einingu
Arabaríkjanna.
ERLENT
*
Iran:
Fréttir um að 5 bandarísku
gíslanna hafi verið skotnir
— Tilhæfulausar fréttir, segir talsmaður íranska utanríkisráðsins
Kýpur «k Teheran 22. ágúst AP.
TALSMAÐUR íranska
utanríkisráðuneytisins
vísaði í dag á bug staðhæf-
ingum útvarpsstöðvar í
Libanon um að fimm af
handarísku gíslunum í Te-
heran hefðu verið skotnir
er þeir reyndu að flýja.
„Ég hef haft samband við
námsmennina í sendiráð-
inu og get fullyrt að þessi
frétt er úr lausu lofti grip-
in,“ sagði hann.
Talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins
kvaðst ekkert hafa heyrt
um óvænta atburði í
bandaríska sendiráðinu í
Teheran.
í morgun sagði útvarps-
stöð í Beirút sem er í eigu
flokks kristinna phalang-
ista að gíslarnir hefðu verið
skotnir er þeir reyndu að
komast út úr húsinu þar
sem þeim er haldið föngn-
um. Útvarpið tiltók ekki
hvar í Teheran það er.
Fjórir karlmenn og tvær
konur voru tekin af lífi í
íran í morgun eftir að hafa
verið dæmd fyrir eitur-
lyfjasölu, að sögn útvarps-
ins í Teheran. Frá því
Phalavi keisara var steypt
af stóli í janúar 1979 hafa
hundruð írana verið líf-
látnir fyrir eiturlyfjasölu
og saurlifnað. Síðustu vikur
hefur aftökum fjölgað til
muna eftir að á fót var
komið sérstökum eitur-
lyfjadómstól undir forsæti
ayatollah Khalkali.
Nato-herlið
til æfinga
á Norður-
Atlantshafi
Casteau. Belgiu 22. átfúst AP.
SEXTÍU ÞÚSUND manna herlið
frá átta aðildarþjóðum Nato heldur
i næsta mánuði inn á Norður-
Atlantshaf. Ermarsund og Norður-
sjó til æfinga, að því er segir í
tilkynningu sem gefin var út í
höfuðstöðvum Evrópuherstjórnar
bandalagsins í dag.
I tilkynningunni segir að æfingin,
sem hefst 10. september og lýkur 24.
september n.k, sé ein af mörgum sem
fram fara á vegum Nato fjórða hvert
ár. Hefur æfingin fengið nafnið
„Teamwork 80“.
„Æfingunni er ætlað að sýna fram
á og endurbæta getu Natoherliðs til
að vernda landgönguliðssveitir og
liðsflutninga frá Norður-Ameríku til
Evrópu á stríðstímum," segir enn
fremur í tilkynningunni.
Meðan á æfingunni stendur munu
16.800 breskir, bandarískir og hol-
lenskir sjóliðar ganga á land í
Noregi og gerð verður sýndarárás á
skip Nato á Norður-Atlantshafi.
Japanskir bíl-
ar seljast
mest í Noregi
Osló 22. ájf. AP.
ENN ÓX í júlí innflutningur
á japönskum bílum til Noregs
og verður hlutur þeirra æ
stærri í bílainnflutningi
þangað. Af seldum bílum í
júlí voru 44.2 prósent frá
Japan miðað við 42.fi prósent
í júní og aðeins 24.1 prósent
árið 1979 allt.
Næstir eru vestur þýzkir
bílar með 33.5 prósent mark-
aðsins, Frakkland kemur næst
með 7.8 og Svíar eru númer
fjögur með 5.0 prósent og
hefur mest dregið úr kaupum
Norðmanna á bílum frá Sví-
þjóð.
Af bílategundunum var
mest selt af Mazda og því næst
kom þýzkur Ford, þýzkur Opel
og svo Datsun og Toyota frá
Japan.
Lucey
varafor-
setaefni
Andersons
Minneapolis, Minnesota 22. ág. AP.
JOHN Anderson, scm býður sig
fram utan flokka við forseta
kosningarnar í Bandaríkjunum,
hyggst velja Patrick J. Lucey
varaforsetaefni sitt að því er
heimildir sem nærri Anderson
standa, sögðu frá i dag.
Lucey er 62ja ára, frjálslyndur
demókrati og fyrrverandi ríkis-
stjóri í Wiscounsin. Lucey studdi
baráttu Edwards Kennedys fyrir
að ná útnefningu sem forsetaefni.
Búizt er við að þetta verði form-
lega tilkynnt á morgun, en haft er
fyrir satt að Lucey hafi ekki gefið
Ánderson endanlegt svar þótt allt
hnígi í þá átt að hann muni
þekkjast boð þetta.
Aðrir sem voru taldir koma til
greina voru Kevin White borgar-
stjóri í Boston og Barbara Jordan,
fyrrverandi þingmaður í fulltrúa-
deildinni.