Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980 í þeim punkti sameinast Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn Hugleiðingar eftir „úrslitakosti“ varaformanns Sjálfstæðisflokksins í Vísisviðtali — Nei, síður en svo! Ekki íór hjá því, að ýmsum þótti þetta kaldlynt svar hjá Gunnari Thoroddsen forsætis- ráðherra við þeirri sjálfsögðu spurninKU fréttamanns í sjónvarpi í maí sl., hvort honum þætti ekki erfitt að greiða atkvæði gegn tillögum Sjálfstseðisflokksins við aÍKreiðslu húsnæðis- málafrumvarpsins. Víst gátu menn vænzt þess, að varaformaður Sjálfstæðisflokksins tæki öðru vísi til orða, úr því að hann langaði til að koma til móts við sjónarmiðin. En þess varð aldrei vart að viljinn væri fyrir hendi. Þannig var sannleik- urinn í því máli. Gröndal tók við. Menn muna, að næstu ár á undan höfðu einkum framsóknarmenn og kommúnistar hamrað á því, hversu vondur stjórnmála- maður Gylfi væri með þeim afleiðingum, að ýmsir hinna veiklyndari í hópi krata fóru að trúa því líka í staðinn fyrir að þjappa sér saman um foringja sinn. Það gerðu t.a.m. framsóknarmenn á ár- unum 1976 og 1977, þegar stjarna Ólafs Jóhannessonar var hvað lægst á lofti og Af hverju vinstri stjórn? Ég var farinn að fylgjast með stjórnmálum, þegar þeir atburðir gerðust, sem leiddu til Viðreisnar. Ég man, hversu hrifinn ég var af hvítu bókinni forðum og þeirri rökvísi, sem gerði það óhjákvæmilegt að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum til þess að á verðbólgunni yrði unnið með leiftursókn. Síðan hef ég verið leiftursóknarmaður og Ólafur Thors var minn mað- ur. Eftir mikla sneypuför gafst vinstri stjórnin upp fyrir jólin 1958. Eftir það var framsóknar- mönnum og kommún- istum haldið utan við stjórnarráðið fram á haustdaga 1971. Þetta var löng útlegð, sem síðan hefur tengt þessa tvo flokka órjúfanlegum böndum, svo að þeir \ geta illa hugsað sér ríkisstjórn án þess að vera þar saman. í janúar sl. átti ég langt tal við einn af þingmönnum Al- þýðubandalagsins um hugs- anlega stjórnarsamvinnu þess flokks við Sjálfstæðis- flokkinn, sem hvorugur okkar var raunar gráðugur í. Mér kom ekki á óvart, að honum var jafnóljúft að hugsa sér Alþýðuflokkinn til samstarfs í slíkri ríkisstjórn og mér var þvert um geð að kalla Framsókn til. Við gerð- um okkur báðir grein fyrir, að undirtökin í slíku stjórn- arsamstarfi hlytu að velta á því, hvor flokkurinn, Alþýðu- flokkur eða Framsóknar- flokkur, yrðu með. Um þetta töluðum við hreinskilnislega, en ég fann líka, að fiskur lá undir steini. Aðdragandinn að ríkisstjórninni er nefni- lega lengri en sumir vilja vera láta. En það á allt eftir að koma í ljós, þegar henta þykir. Eftir á að hyggja: Ég man eftir ýmsum formælendum samstarfs við Alþýðubanda- lagið í Sjálfstæðisflokknum. Ég man hins vegar aldrei eftir, að Framsóknarflokkur- hafi þótt raunhæfur ínn möguleiki í því sambandi. Annaðhvort hefur verið tal- að um Alþýðubandalagið eitt eða þá í samvinnu við Al- þýðuflokkinn. Menn hafa einfaldlega ekki komið auga á, hvaða styrkur gæti orðið að Framsóknarflokknum. • Aum var ganga krata Oft er til þess vitnað, að Alþýðuflokkurinn hafi unnið sinn stærsta sigur, eftir að Gylfi Þ. Gíslason sagði af sér sem formaður og Benedikt ósýnileg augum manna. Þá höfðu kommúnistar og krat- ar hafið mikla rógsherferð gegn honum. Ari síðar var hann kjörinn „stjórnmála- maður ársins" og jafnvel „áratugsins". Svo ég snúi mér aftur að Gylfa. Það kom fljótt í ljós á haustþinginu 1978 að Al- þýðuflokkurinn var stjórn- laus. Astandið hélt síðan áfram að versna og sl. haust rauf hann stjórnarsamstarf- ið öllum á óvart. Eftir kosn- ingarnar kom hann til þings fjórum þingmönnum fátæk- ari. Þá héldu flestir, að þingmönnum krata þætti fullreynt, að ekki þýddi að ganga aftur til stjórnarsam- starfs við kommúnista og framsóknarmenn. En viti menn: Fyrstu vikurnar fóru í þref um það, hvort rétt væri að setja þá ríkisstjórn aftur á laggirnar, sem kratar höfðu loksins veitt náðar- höggið um haustið eftir jafn- langt dauðastríð ævidögun- um. Slík var stjórnvizka krata þá og ekki reidd í þverpokunum. Síðan hafa þeir verið áhrifalitlir í ís- lenzkri póiitík. Á miðjum vinstri kantinum Gunnar Thoroddsen hefur lýst því yfir, að fylgið hljóti að hrynja af Sjálfstæðis- flokknum, ef Geir Hall- grímsson verður endurkjör- inn formaður hans, og bætt við: „Hvort nýr flokkur yrði stofnaður get ég ekkert um sagt.“ Ég veit ekki, hvort Gunnar telur sig hafa hagað sér svo vel upp á síðkastið, að hann geti vænzt þess, að sjálfstæðismenn taki meira mark á honum nú en oft áður. En hins minnist ég, að Ólöf Benediktsdóttir sagði á síðasta landsfundi, að sér hefði ávallt þótt fara bezt á því að hafa einn skipstjóra á hverju skipi. Og hún'bætti því við, að því aðeins væri gagn að stýrimanninum að skipstjórinn gæti treyst hon- um. Þetta er í samræmi við þau orð, sem Jóhann Haf- stein sagði, er hann var fyrst kjörinn varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, þegar Gunn- ar Thoroddsen hvarf til Kaupmannahafnar. Jóhann lagði áherzlu á, að sitt hlut- verk væri að standa að baki formanninum, létta honum störfin og verja fyrir áföll- um. Jóhann Hafstein var einhver mesti drengskap- armaður, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni og hef saknað hans úr forystusveit Sjálf- stæðisflokksins eins og margra annarra góðra drengja. Það boðar engar sættir í Sjálfstæðisflokknum, þótt látið verði eftir Gunnari Thoroddsen, hver verði næsti formaður hans. Það er lands- fundar að velja formann en ekki hrossakaup. Nær væri Gunnari og Iíklegra til sátta í Sjálfstæðisflokknum að hann drægi sig út úr ríkis- stjórninni og hætti að vera „symbol" eða sameiningar- tákn fyrir kommúnista og framsóknarmenn. í viðtali við þýzkt blað, segist hann sjálfur vera á vinstri kantin- um miðjum. Jafnorðhagur maður og Gunnar Thoroddsen á það til að hitta naglann á höfuðið! Halldór Blöndal Agústmánuður er vafalítið ekki sérlega vel fallinn til sýningahalds og þá síst þegar X um frumraun kornungs og óþekkts listafólks er að ræða. En unga fólkið virðist ka>ra sig kollóttan, gefur tíma og rúmi langt nef og treður upp þcgar því sýnist og þar sem því sýnist. Undirritaður hefði þó viljað sjá sýningu þeirra Guðrúnar Ilrannar Ragnarsdóttur og Guðjóns Ketilssonar á betri tíma og einkum að betur hefði verið búið að þessari frum- raun þeirra t.d. í formi sýn- ingarskrár er m.a. kynnti ungmennin, feril þeirra, skoð- anir og lifsheimspeki yfirleitt. Sannast sagna er þetta nefnilega hin hressilegasta sýning og ætti skilið meiri athygli og aðsókn en fram kemur, — örfáar hræður líta inn á sýninguna dag hvern en þó er engin ástæða fyrir hið unga fólk að örvænta og síst af öllu að setja sig í stellingar píslarvotta. Myndirnar tala sínu máli, — ljósmyndir Guð- rúnar Hrannar eru vel gerðar og áhugaverðar í framsetningu og teikningar Guðjóns eru stíl- hreinar og kröftugar í einfald- leik sínum, burgðargrindin markviss og litirnir ferskir og tærir. Skúlptúrar Guðjóns eru vel upp settir en vekja síður áhuga minn en teikningarnar því að mér finnst meira af Guðjóni sjálfum í útfærslu þeirra. Sýning umhverfislistar ásamt margra annarra fyrirbæra svo- kallaðra „nýlista“ að Korpúlfs- stöðum og umhverfi þeirra er nú lokið en einn angi sýningarinnar hefur verið hengdur upp á veggi Mokka-kaffi við Skólavörðustig. Er hér í senn um að ræða uppköst að útiverkum að Korpúlfsstöðum svo og sjálfstæðar hugdettur sem orðið hafa til þar. Mér þykir rétt að benda áhugasömum á þessa sýningu en hennar hefur lítið verið getið í fjölmiðlum en er þó sist rýrari í roðinu en sýningin inni í Korpúlfsstiiðum og er i raun mikilvægur tengiliður við þá sýningu og útskýrir eitt og annað. Fram kemur hve þetta fólk sem hér var er undir sterkum áhrifum líkra strauma á meginlandinu og sem gengið hafa yfir árum saman í ýmsum tilbrigðum þannig að maður skynjar fátt nýtt en þeim fleiri endurtekningar þannig að á stundum þykir manni nafngiftin „nýlist" meira en hæpin. Þar sem sýningin að Korpúlfs- stöðum er afstaðin þá sækir sú spurning fast á hvort hér hafi fyrst og fremst verið um athafnir að ræða er einangraðar voru fyrir þátttakendur eingöngu. í ljós kemur að fátt var gert til að laða venjulegt fólk að nema með yfir- lýsingum er fóru fyrir ofan garð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.