Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
.. þá held ég að hún endist
ekki lengi, ríkisstjórnin64
- sagði Steingrímur Hermannsson ef ekki takist að
leysa vanda frystihúsanna án þess að auka verðbólgu
„ÞAÐ ERU að sjálfsöKðu ýmis
úrræði. Ég vil taka það fram. að
mínu mati ber að skoða hvernig
láta má framlegðina eða það.
sem er eftir endast lengra. Það
er til dæmis að reyna að lækka
vaxtakostnað, vaxtabirgðina
eitthvað. En það er ekki nóg, því
fer viðs fjarri. Þá eru hin
úrræðin í fyrsta lagi þau að láta
gengið síga eins og gert er jafnt
og þétt, sem lagar grundvöllinn
þannig, að hann getur orðið í
lagi í 3 mánuði. Og þá lendum
við aftur í sömu súpunni. næstu
kollsteypu. Og þá verðum við
hér með verðbólgu, sem er 60%
til 70% og verður stöðugt verra
vandmál við að eiga,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, sjáv-
arútvegsráðherra í viðtali við
fréttastofu Hljóðvarps í fyrra-
kvöld við spurningu frétta-
manns um hver raunveruleg
úrræði væru til við vanda fisk-
vinnslunnar í landinu.
Fréttamaður spurði hvort
vandinn yrði leystur nú með
gengisfellingu. „Eins og ég sagði
áðan, höfum við haft gengissig og
gengisfellingu árum saman. Það
getur vel komið til greina, að við
þurfum að fella gengið í einhverj-
um áföngum og draga úr áhrifum
þess á vísitölu með því að bæta
launþegum upp það, sem þar
kæmi inn á annan máta,“ svaraði
Steingrímur.
Þá spurði fréttamaður hvort
þetta yrði gert í samráði við
launþegasamtökin. „Tvímæla-
laust," svaraði Steingrímur.
„Svona verður aldrei ráðist í
nema í samráði við launþega." Þá
spurði fréttamaður hvaða úrræði
ríkisstjórnin hefði ef slíkar að-
gerðir mæltust illa fyrir í röðum
launþega.
Steingrímur svaraði: „Ef að
launþegar fallast ekki á þetta þá
hygg ég að núverandi ríkisstjórn
að minnsta kosti geti ekki gert
annað en að láta gengið síga eins
og við höfum gert og þá er
verðbólgan 50% til 60% og þá
held ég að hún endist ekki lengi,
ríkisstjórnin. Þetta getur ekki
gengið meðan hráefni og laun eru
yfir 80% (af útgjöldum frystihús-
anna). Það getur ekkert frystihús
haldið þannig áfram. Það er
útilokað mál.“
r""wysá-veTöiir Tánfla”trýslihusanna 30651 aöáuká veröDó~atina. i
.DAGAR RÍKISSTJORHAR- i
nillftR ftNNARS TALDIR
M
boiqon. pa *ro
nliiV4l|Orníriiwiír UM'
ið. »r enqr. nlmi»|0ri
,*r< 10 10*. v»r« . *»»»«»Ji
„Gengisfellingablaður Steingríms að
venöa efnahagsvandamál”
vFramsokn óttast
kerfisbreytingar”
segir Ólafur Ragnar Grímsson
syni er á góðri leið méð^rvTða hÚn 'æk' ekk'
efnahagsvandamál. Sifelli gengisfell-
■ngartal hans er úr takl við þá tillögu-
gerð í efnahagsaðgerðum sem unnið
varaðá vegum stjórnarflokkanna,”
sagði Olafur Ragnar Grímsson, full-
trui Alþýðubandalagsins i efnahags-
nefnd rikisstjórnarinnar, í morgun.
Olafur Ragnar var spurður álits á
ummælum sjávarútvegsráðhe rrja j í»t.
á málinu.
., Alþýðubandaiagið mun ekki
failast á gengisfellingu sem tekin va-ri
ut úr útreikningi á kaupi. j slað
gengisfeliingarblaðurs i sífellu og
hotun á stjórnarslitum væri nær að
snua sér að umræðu um raunhæfari
leiðir á grundvelli efnahagstillagn-
sagði Olafur Ragnar við DB.
anna
r~'u
„Margur heldur mig sig“
- segir Steingrímur Hermannsson um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar
Steinjfrímur Hermannsson
„MARGUR heldur mig sig,“
sagði Steingrímur Hermannsson,
sjávarútvegsmálaráðherra í við-
tali við Mbl. í gærkvöldi þegar
borin voru undir hann ummæli
Ólafs Ragnars Grímssonar um,
að „blaðrið í Steingrími Her-
mannssyni er á góðri leið með að
verða efnahagsvandamál“ í DB í
gær.
Aðspurður um ummæli Svavars
Gestssonar, heilbrigðis- og félags-
málaráðherra um að líf ríkis-
stjórnarinnar velti meðal annars
á því að menn fari hóflega í
yfirlýsingar og hvort Steingrímur
teldi sig því hafa hlaupið á sig,
svaraði Steingrímur. „Nei. Ég get
ekki setið fundi með frystihúsa-
mönnum og tjáð skoðanir mínar
þar og síðan komið fram í fjöl-
miðlum og sagt eitthvað allt
annað. Svavar fellst á það í Vísi að
grípa þurfi til aðgerða til að
tryggja rekstrargrundvöll fisk-
vinnslunnar í landinu og viður-
kennir staðreyndir sem blasa við.“
Ný landgræðslu-
áætlun á lokastigi
ÞESSA dagana leggur land-
græðslunefnd síðustu hönd á nýja
landgræðsluáætlun. Jónas Jónss-
on, búnaðarmálastjóri og formað-
ur landgræðslunefndar, sagði í
samtali við Mbl. í gær, að frum-
drög að þessari áætlun hefðu verið
JÓIIANN Þorvaldur Beck prentari
í Winnipeg lézt 16. ágúst sl. á
áttugasta og fyrsta aldursári.
Þorvaldur fæddist að Svínaskála-
stekk í Reyðarfirði 9. febr. 1900.
Hann var sonur hjónanna Kjartans
Beck bónda og Þórunnar Vigfúsínu
Vigfúsdóttur. Þorvaldur fluttist
ungur vestur um haf, eða árið 1919.
Hann var m.a. prentsmiðjustjóri
send landbúnaðarráðherra i byrj-
un maí og hefðu síðan verið til
umfjöllunar i þingflokkunum.
Jónas sagði nefndarmenn vonast
eftir að áætlunin yrði með í dæm-
inu við undirbúning fjárlaga. Hann
kvað áætlunina tvíþætta, annars
Lögbergs og um langt árabil for-
stjóri Columbia press. Þorvaldur tók
þátt í margs konar félagsstarfi eins
og bróðir hans Richard Beck. M.a.
var Þorvaldur felagi í mörgum
kórum íslendinga í Kanada og hann
var mikill áhugamaður um bind-
indismál. Þá starfaði hann ötullega
að málefnum Þjóðræknisfélagsins.
Þorvaldur var kvæntur Arnbjörgu
Svanhvíti Þorsteinsdóttur.
vegar greinargerð um verkefni og
hins vegar skýrslu um framkvæmd
síðustu áætlunar frá 1974. Jónas
sagði þessa áætlun hliðstæða þjóð-
hátíðaráætluninni, það væri fengist
við sama heildarverkefni og sömu
aðferðum beitt, en þær væru alls
ekki eins, það væri lögð mismun-
andi áherzla á verkefni og önnur
verkefni væru nú komin í myndina.
— Hvað mikið vinnst, sagði Jón-
as, fer eftir fjármagninu sem við
höfum til ráðstöfunar. Ekki vildi
hann gefa upp, hvað nefndin hefði
farið fram á stóra fjárveitingu.
Aðspurður sagði Jónas samhug
ríkja í nefndinni um þessa nýju
áætlun.
Búnaðarmálastjóri kvaðst reikna
með að landgræðsluáætlunin yrði
gerð að þingsályktunartillögu þegar
þing kæmi saman í haust. Landbún-
aðarráðherra er erlendis þessa dag-
ana, svo ekki fékkst uppgefin af-
staða ríkisstjórnarinnar.
Þorvaldur Beck prent-
smiðjustjóri er látinn
Grundarfjörður:
Fundur með foreldrum grunn-
skólanemenda um helgina
FYRIRHUGAÐ er, að haldinn
verði fundur nú um helgina með
foreldrum barna i grunnskóla
Grundarfjarðar og þeim, sem
hlut eiga að máli i deilunum á
staðnum um endurkomu skóla-
stjóra skólans úr ársleyfi. En
eins og komið hefur fram í
fréttum, hafa átta kennarar af
níu lýst því yfir, að þeir treysti
sér ekki til að hefja kennslu í
haust, er skólastjórinn hefur
störf þar á ný. Telja þeir skóla-
stjórann ósamvinnuþýðan og
áhugalausan um störf sín og vilja
í hans stað fá afleysingarskóla-
stjórann í starfið.
Menntamálaráðherra, Ingvar
Gíslason, hefur ákveðið að auglýsa
stöður kennaranna lausar til um-
sóknar og telur ádeilu þeirra án
alls rökstuðnings. Þó sagði hann í
viðtali við blm. Mbl., að á þessu
stigi málsins sæi hann ekki
ástæðu til annars en auglýsa eftir
kennurum, en ef ekki tækist að
manna skólann fyrir ráðgerðan
upphafstíma skólaársins, gæti
komið upp sú staða að kanna
þyrfti málið á ný.
ómar á siðasta snúning i gær.
Ljósm. Mbl. Arnór.
9 af 17 ralla enn
NÍU biiar i Ljómarallinu voru
enn á ferðinni i gærkvöldi á leið
um Kjöl, en þá höfðu átta biiar
orðið frá keppni vegna hilunar og
þar á meðal bill Omars og Jóns
Ragnarssona sem höfðu haft for-
ystu i rallinu. Kúplingspressa fór
i bil þeirra.
Eftir það börðust Norðmennirn-
ir um tvö efstu sætin fram eftir
degi eða þar til að Hafsteinn
Aðalsteinsson komst upp á milli
þeirra og var í öðru sæti í
gærkvöldi á bíl sínum Subaru
GFT. í fyrsta sætinu var Anderson
á Datsun 160 og í þriðja sæti var
Hogiand á Skoda 130 RS.
í nótt gistu rallararnir á Sauð-
árkróki, en í morgun áttu þeir að
halda aftur suður á bóginn um
Skaga, Húnavatnssýslu og Kalda-
dal að Laugarvatni þar sem þeir
gista fyrir lokaáfangann á sunnu-
dag.