Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980
39
w,
• Guðmundur Torfason Framari, sækir að Þorsteini Bjarnasyni markverði ÍBK. Þeir berjast nú hvor á
sinni vígstöð, Guðmundur á toppinum með Fram, en Þorsteinn á botninum með ÍBK.
Ef litið er á töfluna sem pistli
þessum fylgir, má sjá, að spennan
er jafnvel enn rosalegri í botnbar-
áttunni þar sem segja má, að FH,
ÍBK, UBK, ÍBV og KR séu öll í
bullandi fallhættu. Þessi lið leika
meira og minna innbyrðis um
helgina þannig að bóka má mikla
baráttuleiki. Þrír leikir fara fram
í dag. í Keflavík eigast við ÍBK og
ÍBV og hefst leikurinn klukkan
15.00. Hefði það einhvern tíma
þótt saga til næsta bæjar að leikur
þessara liða væri fallbaráttuvið-
ureign. Á Kaplakrikavelli mætast
FH og UBK. Þar er einnig allt að
vinna. KR-ingar mæta ÍA á Laug-
ardalsvellinum og mega hafa sig
alla við að krækja í stig.
Loks skulum við líta á stöðuna í
1. deild.
Valur 14 9 2 3 34- -12 20
Víkingur 14 6 6 2 20- -14 18
Fram 14 8 2 4 16- -18 18
Akranes 14 6 4 4 22- -16 16
UBK 14 6 1 7 22- -19 13
KR 14 5 1 6 14- -19 lð
ÍBV 14 4 4 5 20- -24 12
ÍBK 14 3 5 6 13- -19 11
FH 14 4 3 7 19- -29 11
Þróttur 14 2 4 8 9- -18 8
Tveir leikir fara fram í 2. deild
báðir i dag. Á Eskifirði leika
Austri og Fylkir og hefst leikurinn
klukkan 15.00. Austramenn eiga
MARGT stórleikja er á dagskrá í
knattspyrnunni um helgina, m.a.
heil umferð í 1. deild. Segja má að
stórleikur umferðarinnar sé á
sunnudagskvöldið klukkan 19.00,
en þá eigast við Fram og Víking-
ur sem eru jöfn að stigum í 2.—3.
sæti deildarinnar eins og er. Hafa
bæði liðin hlotið 18 stig og eru
tveimur stigum á eftir Vals-
mönnum. Valsmenn leika ekki
fyrr en á mánudagskvöldið, þeir
mæta þá Þrótti á Laugardalsvell-
inum klukkan 19.00. Von Þróttar
um áframhaldandi setu i 1. deild
er lítil og tapi liðið stigi gegn Val
má heita að staðan sé vonlaus.
enn agnarsmáa vonarglætu eftir getur allt gerst. í hinum leik
hinn óvænta sigur gegn Haukum helgarinnar eigast við Völsungur
um síðustu helgi. Sigri þeir Fylki og Þróttur á Húsavíkurvelli.
& Oiufv-n
Bjarni sýnir
Svíaleikinn!
BJARNI Felixson mun í dag sýna
i íþróttaþætti sinum meiri hluta
landsleiks Íslands og Svia sem
fram fór i Halmstad á dögunum.
en það þarf vart að minna
islenska knattspyrnuáhugamenn
á að leiknum lauk með jafntefli.
1 — 1, eftir að ísland hafði sýnt
betri leik en í háa herrans tíð.
Samtals mun Bjarni sýna síð-
ustu 15 mínútur fyrri hálfleiks og
síðan allan síðari hálfleik, en það
var einkum þá sem ísland fór
fyrst á kostunum. Islendingar
gerðu víst ekki betur en að rétt
halda í við Svía fyrsta hálftímann
og því ætlar Bjarni ekki að þreyta
íslenska áhorfendur með þei
mkafla. Hann ætlar nefnilega að
bjóða upp á fleira en knattspyrnu
í þættinum. Sýning þessa leikjar
Ovett varð
öruggur
sigurvegari
STEVE Ovett sigraði í mílu-
hlaupinu i hinu árlega Ivo Van
Damme frjálsíþróttamóti í
Brugge í gærkvöldi. Fjarri góðu
gamni var Sebastian Coe, en
brjósklos hrjáir piltinn þessa
dagana. Tími Ovetts var 3:51,60.
en næsti maður. John Walker frá
Nýja Sjálandi, fékk timann
3:52,20. Athygli vakti, að Filbert
Bayi frá Tanzaniu varð aðeins
sjötti á 3:57,12, en margir ætluðu
að i fjarveru Sebastian Coe,
myndi Bayi veita Ovett hörðustu
keppnina.
er mikill hvalreki fyrir íslenska
áhorfendur og munu vafalaust
margir planta sér við skerma sína.
Júgóslafi
til
Norwich
NORWICH hefur fest kaup á
júgóslavneskum knattspyrnu-
manni, enda hafa Júgóslavar
reynst sérstaklega vel í ensku
knattspyrnunni til þessa og má
þar benda á þá Katalinic og
Golac hjá Southampton og Janko-
wich hjá Middlesbrough. Eiga
Júgóslavar greinilega auðvelt
með að aðlagast ensku knatt-
spyrnunni.
Nýji leikmaðurinn heitir Draz-
en Mazicis og hefur leikið með
landsliði Júgóslavíu. Hann er mið-
vallarleikmaður og lék áður með
stórliðinu Hadjuk Split. Mazicis
undirritaði samning við Norwich
til þriggja ára, en enska félagið
borgaði um 300.000 sterlingspund
fyrir krafta hans.
Annars hafa nokkrar sölur farið
fram í Englandi nýlega. T.d.
keypti QPR Tommy Langley frá
Chelsea fyrir frekar lítinn pening.
Arsenal framkvæmdi mikil
hrossakaup, keypti markaskorar-
ann Clive Allen frá QPR, en skipti
síðan á honum og bakverði Crystal
Palace Ken Sanson, áður en að
Allen hafði leikið einn einasta leik
fyrir Arsenal!
Margt stórleikja á
dagskrá um helgina
r,