Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980 lltoiqgmiÞlafrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Hollráð húsvinar? Ekkert umræðuefni virðist Þjóðviljamönnum huKstæðara síðustu vikur en það, sem þeir kalla „innanhússvanda Sjálf- stæðisflokksins". Það fyllir hugi þeirra og hjörtu í þeim mæli, að jafnvel „hugsjónir“ marxismans, eins og þær birtast skærastar í Afganistan og Póllandi, verða hornrekur. Bróðurparturinn af tíma þeirra, heilabrotum, skriftarkúnst og blaðrými fer í þetta „uppáhaldsviðfangsefni“. Og ekki stendur á „heilræðunum", enda „góðvildin" í garð sjálfstæðisfólks gamalkunn. Öll spjót Þjóðviljans beinast að einum manni: Geir Hall- grímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Það er langt síðan að þetta blað hefur skrifað jafn oft, jafn mikið og jafn „illa“ — í fleiri en einum skilningi — um íslenzkan stjórnmálamann. Og tilgangurinn er sagður sá að leiða Sjálfstæðisflokkinn frá villu síns vegar í eigin forystumálum — og á „réttar" brautir. Nú kann það að vefjast fyrir sjálfstæðisfólki, að Þjóðviljinn sé hinn rétti stefnuviti í innri málum Sjálfstæðisflokksins. Að þetta baráttutæki gegn borgaralegu þjóðskipulagi og fyrir sósíalískum þjóðfélagsháttum, eins og þeir hafa þróazt þar sem reyndir hafa verið, sé hollráður húsvinur í kjölfestu borgaralegra samtaka í þjóðfélaginu, Sjálfstæðisflokknum. Hætt er við, að sjálfstæðisfólk dragi aðra og réttari lærdóma af þeim lexíum, sem lesmál Þjóðviljans hefur verið því, einkum eftir myndun núverandi ríkisstjórnar. Það hefur verið gæfa frjálslyndra borgaralegra afla á íslandi að vera sameinuð í einum stjórnmálaflokki. Þau hafa gert sér ljóst, þótt ágreiningur hafi stundum komið upp um dægurmál, að samstaðan um meginmálin vegur þyngra: varðveizla borgaralegs lýðræðis, frjálsræðis og þegnréttinda — og samstaðan með þeim þjóðum, sem við eigum samleið með, hvað varðar þjóðfélagsgerð, menningararfleifð og viðhorf til einstaklingsfrelsisins og þegnrétt- inda. Saga síðustu áratuga geymir viðlíka árásir á formenn Sjálfstæð- isflokksins og Þjóðviljinn, og raunar fleiri fyrirbæri í þjóðlífinu, beina gegn núverandi formanni flokksins. Reynslan hefur sýnt, að sjálfstæðisfólk í bæ og byggð þjappar sér þeim mun fastar um forystumenn sína, sem harðar er að þeim vegið. Eignaskattar og sjálfseignarstefna Yfir 90% íbúða á íslandi eru í eigu þeirra fjöls íyldna sem í þeim búa. í því ljósi skoðað eru fleiri „eignamenn" á íslandi en í flestum öðrum ríkjum. Sú þróun, sem orðið hefur í hækkun eignaskatta, samhliða hækkun skattheimtu yfirleitt á síðustu tveimur árum, stríðir gegn þeirri sjálfseignarstefnu, sem svo rík ítök á í hugum Islendinga. Vinstri stjórn Olafs Jóhannessonar hækkaði eignaskatta um 50%. Þessi skattauki hefur reynzt þungbærari vegna mikillar hækkunar á fasteignamati, en sú hækkun hefur ekki síður sagt til sín í fasteignagjöldum til sveitarfélaga. Þingmenn Sjálfstæðis- flokks vildu af þessum sökum á liðnu þingi hverfa til álagning- arreglna um eignaskatt frá árinu 1978, þ.e. afnema vinstri stjórnar hækkunina. Núverandi ríkisstjórn hélt hinsvegar fast í þennan skattauka, eins og alla aðra skattauka vinstri stjórnarinnar. Þessi stjórnarafstaða hefur leitt til verulegrar hækkunar eignaskatta milli áranna 1979 og 1980, að vísu mismunandi eftir skattumdæmum. Þessi hækkun er hvergi undir 60%, 93% í Reykjavík og 120% þar sem stökkið er mest, á Austurlandi. Þessi skattlagning kemur víða illa við fólk. Þess er að gæta, að þær tekjur, sem ráðdeild hefur breytt í eign, voru að sjálfsögðu skattlagðar þegar fyrir þeim var unnið. Hér stuðlar ráðdeild að tvísköttun, sem ekki er til að dreifa, þegar fjármunum hefur verið eytt á síður æskilegan máta. Eignaskattar eiga rétt á sér, innan hóflegra marka. Sú hækkun, sem hér er á orðin, kemur verst við þá sem sízt skyldi. Einstæð foreldri og aldrað fólk, sem reynir að halda í húseignir, á sumt hvert við ærinn vanda að glíma af þessum sökum. Meginmálið er, að ríkjandi skattastefna í þjóðfélaginu stríðir gegn þeirri sjálfseignarviðleitni, sem verið hefur aðall íslendinga. I því efni er mál að linni. Nokkrir af heiðursgestum sýningarinnar. Á myndinni má sjá Sigurjón Pétursson. forseta borgarstjórnar. forseta íslands. Vigdísi Finnbogadóttur og viðskiptaráðherra. Tómas Árnason. Heimilissýningin ’80 formlega opnuð SYNINGIN Heimilið "80 var í gær íormlega opnuð við hátíðlega viðhöfn og að viðstöddum fjölmörgum gestum. Meðal þeirra voru forseti íslands, Vigdís FinnboKadóttir^ Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar og Viðskiptaráð- herra Tómas Arnason, sem opnaði sýninguna formlega. Þá hélt fram- kvæmdastjóri Kaupstefnunnar hf., Bjarni Ólafsson ræðu og sagði meðal annars: „Tengt þessari sýningu nú hefur verið lagt í það stórvirki að leigja ferðatívolí til landsins og er það von okkar að af þessari tilraun megi nokkum lærdóm draga. Ef einhver von á að verða til þess að tívolírekst- ur í einhverri mynd geti skotið rótum hérlendis, sem varanlegt fyrirbrigði, eða til skemmri tíma í senn eins og nú er gert, þá þarf ríkisvaldið að lina á skattheimtukló sinni. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum er starfsemi sem þessi sölu- og skemmtana- skattsfrjáls. Hér á landi er boginn hins vegar spenntur til hins ítrasta og ofan á hvern aðgöngumiða í tæki kemur rúmlega 40% skattheimta. Ríkisvaldið hefur því í hendi sér hvort þessi tilraun verður í senn sú fyrsta og sú síðasta Draumabíllinn, skemmtilegt barnaherbergishúsgagn. sem sinnar tegundar." Kaupstefnan hf. flutti hingað til lands í tilefni sýningarinnar. Högni hrekkvísi og félagar verða á sýningunni og kynna teiknimyndasögur Moggans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.