Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.08.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1980 VIÐ íbúar þessa lands við ysta haf. höfum átt alveg einstakt sumar. Knattspyrnuunnendur hafa vei kunnað að meta veður- hlíðuna. því aldrei hafa fleiri sótt kappleiki íslandsmótsins en í ár. Nú sígur á seinni hlutann af mótinu og þegar aðeins fjórar umferðir cru eftir, er það ljóst, að þó knattspyrnan sé ekki eins góð og oft áður. hefur spennan aldrei verið meiri. JtlorjautuHngiíi Baráttan um meistaratitilinn, sem stendur aðallega milli þriggja liða. þó að það fjórða hafi ennþá möguleika. er geysihörð og ekki séð hver þar skjöldinn ber. Átökin um að verjast falli niður í aðra deild eru þó jafnvel enn tvísýnni. neðsta liðið má heita fallið. en svo koma fimm sem eru svo til hnífjöfn og eitthvcrt þeirra verður að lúta. I»etta er það sem knattspyrnu- unnendur vilja fá. því ekkert eykur meir ánægjuna af að fara á vollinn en að vera viðstaddur keppni þar scm allt er i húfi. í vinahópi Kalli vinur minn hefur verið í sumarfríi og við ekki hist um tíma, þar til á miðvikudaginn inn í Laugardal á leik Þróttar og ÍBV. Þar áttust við íslandsmeistararnir og botnliðið og í jafnteflisleik var ekki hægt að sjá að neinn munur væri á getu liðanna. Eftir leikinn fórum við nokkrir félagar á veitingastaðinn Ask og fengum okkur kaffi. Fyrst var á dagskrá leikurinn sem við komum Spennan i motinu eykst — Og gosarnir í spilinu voru tveir Þetta er auðvitað allt satt og rétt sem þeir Kalli og Steini hafa sagt, en þarna voru líka Valsmenn og þegar mér varð litið á Berta, sem veit meira um knattspyrnu en við allir til samans, sá ég að hann brosti þó hann væri ekki á sama máli. „Ég er ekkert viss um að Fram ,J :.w 4 • Magnús Sigurjónsson. Masnús SÍKurjónssön A EFTIR BOLTANUM frá og svo ýmsar hliðar knatt- spyrnunnar, en þar kom niður tali okkar að rætt var um sigurmögu- leika liðanna og færðist þá fjör í umræðurnar. „Ég er bjartsýnn" sagði Kalli. „Því þó Framarar berjist nú á tveimur vígstöðvum, þar sem þeir eru komnir í úrslit bikarsinsf?) þá eru þeir á sigurbraut. Að vísu hefur það stundum sýnt sig og kom raunar fram í fyrrasumar, þegar Valur var í sömu aðstöðu og missti af báðum titlunum, að lið sem keppir til sigurs um bæði sæmdarheitin, er undir miklu álagi. Það þarf gífurlegt úthald og þrek til að halda strikinu alla leið, en mínir menn eru vandanum vaxnir," sagði vinurinn að lokum. Enginn mótmælti Kalla með möguleika Fram á sigri í deild- inni, þó var það greinilegt að ekki voru allir á sama máli, sérstaklega vegna þess að í hópnum voru bæði aðdáendur Vals og Víkings. Það leið ei löng stund þar til Steini, einn af bestu spilurum Víkings, sagði: „Getum við ekki allir verið sammála um það, að Víkingar hafa verið að sækja í sig veðrið allt mótið og allur leikur liðsins hefur gerbreyst til hins betra frá því fyrr í sumar? Það er alveg greinilegt, að þeir hafa nýtt sér vel og tekið tilsögn erlenda þjálf- arans sem kom til þeirra í vor. Auðvitað vill Kalli að Framarar verði íslandsmeistarar, en ég er aftur á móti viss um að bili Víkingar ekki á endasprettinum, hafa þeir alla möguleika á að hreppa titilinn í ár“. og Víkingur séu neitt nær sigrin- um en Akurnesingar," sagði hann. „Við skulum ekki gleyma því, að Valur hefur verið á toppnum mestan hluta sumars, að vísu voru talsverðar sveiflur í leik liðsins um tíma, en það er alveg greini- legt, að eftir tapleikinn við FH í 10. umferð, hafa þeir tekið sig á og leika nú knattspyrnu eins og best gerist hjá okkur. Vörnin er orðin svo þétt að þtir hafa ekki fengið á sig mark síðan og sóknin er sú beittastu í deildinni. En það sem öllu máli skiptir er að þeir hafa náð tökum á miðvallarspilinu, því það er lykillinn að góðum árangri hvers liðs að ráða miðjunni." Þetta sagði Berti og þannig var rætt fram og aftur góða stund. Svona er nú spjall okkar knatt- spyrnuunnenda þegar við hitt- umst, hverjum þykir sinn fugl fagur, og þó allir viljum við veg þessarar íþróttar sem mestan, erum við ekki alltaf sammála sem betur fer. TÍKulKosarnir Á leiðinni heim þetta fallega sumarkvöld segir Kalli allt í einu: „Jæja Maggi minn, þá hefur risinn við Skúlagötuna fengið málið, og það skrýtna skeður að nú kemur í ljós að tígulgosarnir í spilinu eru tveir. Um daginn lagði Mbl. nokkrar spurningar fyrir ráða- menn hjá Ríkisútvarpinu, þar sem innt var eftir ástæðunni fyrir útilokun knattspyrnulýsinga hjá þessum fjölmiðli í sumar." — En eins og öllum er kunnugt hefur ekki verið lýst einum einasta leik frá því knattspyrnan hófst hér í vor. — „Jú, gosarnir höfðu svör á reiðum höndum," hélt Kalli áfram. „Og var það ekki fjarri því sem búast mátti vjð. Þeir báru fyrir sig tylliástæðum um pen- ingamálin og ekki hefði samist við íþróttahreyfinguna í heild. En um þjónustu við almenning og skyldur sínar við alla landsmenn var ekki orð.“ Grein þessi í Mbl. og svörin sem Kalli ræðir um, bendir sjáanlega til þess að grunsemdir þær sem hann hefur áður látið í ljós um óvildaraðila, séu ekki alveg út í bláinn. Ef satt skal segja, er ég alveg hissa á því að þeir sem eiga að vera ábyrgir í hæstu embætt- um skuli ekki láta þögnina alveg skýla sér, en opinbera á þennan hátt hug sinn til íþróttanna. Það hefur komið fyrir, að þó dyrum hafi harkalega verið skellt í lás og tvílæst á eftir, að tekist hefur að opna þær, enginn skyldi þó ala með sér von um að gosarnir afhendi lykilinn með glöðu geði. Nú innan skamms fer fram úrsjitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ. Þann leik vildu allir knattsp- yrnuunnendur landsins fá að sjá. Þeir sem af skiljanlegum ástæðum ekki geta verið viðstaddir, hafa frá því sá háttur var upp tekinn og fram á þennan dag, alltaf átt þess kost að heyra lýsingu af leiknum meðan hann fer fram, og sjá hann svo í sjónvarpi fljótlega á eftir. Ef nú KSÍ-stjórnin býður Ríkis- útvarpinu að útvarpa lýsingu á leiknum og að taka hann upp til sýningar í sjónvarpi endurgjalds- laust, þá er ekki að vita nema þeir, — sem í sjálfu sér eru stofnun í stofnuninni — lini takið og komi til móts við óskir almennings, eiganda fyrirtækisins sem þeir taka laun sín hjá. Norðmenn í ham Norðmcnn fóru á kostum i lands- leik gegn Finnum í Osló i fyrra- kvöld. Sigruðu Norðmenn í leikn- um með 6 mörkum gegn einu, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 2—1. Þessi leikur var liður i Norðurlandamótinu í knatt- spyrnu, sem íslendingar fá ekki að taka þátt í vegna kostnaðar. Paul Jakobsen, sá er skoraði hið glæsilega annað mark Noregs gegn Islandi á dögunum, var heldur betur iðinn við kolann að þessu sinni, hann skoraði fjögur mörk. Arna Dokken og Einar Aas bættu sitt hvoru markinu við. Annars var það Hallvard Thor- eseh, útherjinn frá hollenska lið- inu Tvente, sem var maðurinn á bak við sigurinn, hvað eftir annað splundraði hann vörn Finna og eftirleikurinn var oft auðveldur fyrir Jakobsen. Juhani Himanka skoraði eina mark Finna og minnkaði þá muninn í 1—2. Gunnar Blöndal Elmar Geirsson. slíkir voru yfirburðir KA. Það var rétt fyrstu mínúturnar sem IBI hélt í við liðið, en síðan komu mörkin hvert af öðru. Markakóng- ur liðsins, Óskar Ingimundarson, skoraði fyrsta markið á 18. mín- útu. Eyjólfur Ágústsson skaut hörkuskoti af 15 metra færi, markvörður ÍBÍ hálfvarði skotið, knötturinn hrökk til Óskars sem „nikkaði" snyrtilega í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði KA annað markið, var þar Gunnar Blöndal á ferðinni með þrumuskot frá vítateig. Fimm mínútum síðar kom þriðja markið. Var það keimlíkt því fyrsta Létt hjá KA KA frá Akurevri vann auðveldan sigur gegn ÍBÍ á Akureyri i gærkvöldi og getur nú ekkert komið í veg fyrir að liðið vinni öruggan sigur í 2. dcildar keppn- inni í ár. Þeir litlu möguleikar sem Þórsarar höfðu á því að dragá KA uppi og skjótast fram úr, ruku út í veður og vind er Þór tapaði á Selfossi í gærkvöldi. Sigur KA i gærkvöldi var mjög öruggur. lokatölur leiksins urðu 4—0 og voru mörkin öll skoruð í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik tóku leikmenn KA lífinu með ró og leiddist áhorfendum mjög fyrir vikið. Segja má, að aðeins eitt lið hafi verið á vellinum í fyrri hálfleik, markvörður ÍBÍ hálfvarði skot, að þessu sinni frá Gunnari Blöndal, og Óskar fylgdi vel eftir og skoraði í tómt markið. Og það var ekki langt í fjórða markið, það kom á 37. mínútu. Eyjólfur freistaði enn gæfunnar með hörkuföstu lang- skoti. Rétt einu sinni varði mark- vörður ÍBÍ, en hélt ekki knettinum sem hrökk til Gunnars Blöndal. Var Blöndal einn fyrir framan opið net og erfiðara en að reima skóna sína að skora. í síðari hálfleik beittu KA- menn sér mjög takmarkað, þeir hreinlega þurftu þess ekki, leikur- inn jafnaðist mjög, en var hvorki fugl né fiskur ... sor/gg. Sannfærandi sigur hjá Selfyssingum SELFYSSINGAR tryggðu senni- lega endanlega sæti sitt i 2. deild með þvi að vinna mjög sann- gjarnan sigur á einu af topplið- um deildarinnar. Þór frá Akur- eyri. Lokatölur leiksins urðu 2— 1 fyrir Selfoss, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1—0 fyrir heimaliðið. Fyrstu 15 mínútur leiksins var einstefna að marki Þórs og léku Selfyssingar þá verulega vel. Vörn Þórs gaf þó ekki eftir og smám saman jafnaðist leikurinn. Engu að síður náði heimaliðið Selfoss forystunni á 39. mínútu. Mark- vörður Þórs gerði þó hrikalegt glappaskot, mistókst útkast og knötturinn skoppaði rakleiðis til Ámunda Sigmundssonar sem var í dauðafæri. Gat Ámundi vart ann- að en skorað, enda gerði hann það, 1-0. Leikurinn var lengst af í járnum í síðari hálfleik, ef frá eru taldar síðustu 10—15 mínúturnar, er Selfyssingar færðust allir í aukana og sóttu látlaust. Þórsarar jöfnuðu á 58. mínútu og var þar á ferðinni Hafþór Helgason með glæsilegu þrumuskoti utan úr vítateignum. Kom þetta nokkuð á heimaliðið, en það sótti sig og skoraði sigurmarkið aðeins 10 mínútum síðar. Var Ámundi aftur á ferðinni með tíunda mark sitt á sumrinu. Ámundi sendi knöttinn enn í net Þórs á 80. mínútu, en dómari leiksins dæmdi af vegna handknattleiks. Sem sagt, í heild sanngjarn sigur Selfoss, sem rokið hefur upp töfluna að undanförnu undir stjórn Magnúsar Jónatans- sonar fyrrum þjálfara KR. Hjá Þór var það helst Magnús Helgason sem eitthvað sýndi, en í jöfnu liði Selfoss stóðu þeir sig best þeir Jón Birgir Kristjánsson og Einar Jónsson. Ámundi var drjúgur. Góður dómari var Guð- mundur Sigurbjörnsson. kp/gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.