Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 Afmæliskveðja til Heiðreks Guðmundssonar skálds — í frœyustu ordabók lest þú og lest of/ leitar ad túlkun oi/ svörum. Nú hefur þúflett henvi blaö fyrir blaö. Of/ bráóum er sjónin á förum. Þannig endar Heiðrekur Guð- mundsson sjöttu ijóðabók sína, Skildaga, og er ljóðið, Orðs er þér vant, glöggt dæmi þess, hverjum augum hann lítur hlutverk skálds- ins. Forðum ræddum við saman um vandamál þeirra, sem fella hugs- anir sínar í Ijóðstafi. Hann skýrði mér frá strangri glímu við hugs- anir og orð, sem kviknuðu af áleitnum efa. Hann hafði ort ljóð og nefnt Sálmaskáld, þar sem segir: Þvi efinn er kveikja Of/ eldur Of/ Ijós í andríkum sálmum oy kvcebum. Hann byltir sér tíóum og leitar ad lausn oy lýtur því bodorói einu. En verðir þú aldrei í uppnámi hans, er ekki aö segja frá neinu. Ljóðið verður eins og væng- stýfður fugl án þessa uppnáms, sem efinn vekur. Heiðrekur, vinur minn, hefur löngum þreytt harða og heiðarlega glímu við efann og orðin. Yfir honum hvílir þó rósemi mikillar lífsreynslu og sjálfsögun- ar, en undir því hæga yfirborði logar ennþá eldur mikilla innri átaka. Af þeim eldi sindrar og úr aflinum koma ljóð, heil, meitluð og þó umfram allt lifandi. Hann hefur sig ekki á loft — í óskiljan- legar geimferðir háfieygra lýsinga og torræðra orða, sem aldrei verða skýrð og vekja sterkan grun um að glitið sé froða. Þótt skáldið standi nú á sjötugu, verður ekki merkt neitt undan- hald, heldur markvís sókn. Sjálft mun það telja að ævihaust sé gengið í garð. Þá er það gott haust og gjöfult, sveipað þeim töfrum, sem við þekkjum vel hér á norður- slóð, ekki síst í þingeyskum heiða- löndum. Þar gleðja undursamleg litbrigði lyngs og fjalldrapa augu til lífsins og ástvina þinna. En yfir þá hugsun, sem heillar þig mest, er hvergi neitt orö aöfinna. — ferðalangs og fjarlægðarblámi fjallanna verður aldrei dýpri, svo þau verða skýrust táknmynd ei- lífðarinar. Um þennan árstíma orti Heið- rekur vegna spurningar, sem ég lagði fyrir hann: Hlúir aö hjartarótum hásumartíbin mild. Hleður aflstöbvar andans orka sólar og Ijóss, gefur mér þrek aö þola þungan vetur og frost. Mætast á miðju hausti meginandstœður lífs. Þegar í hugarheimi hefur jafnvægi náöst sættir takast um síðir. Sumarið kveður, og þá getur uppskeran orðið einkar dýrmæt óg góð, áður en ísinn kemur og eldur að baki deyr. Fyrir rúmum þrem áratugum ritaði Kristinn E. Andrésson nokkur orð um skáldskap Heið- reks í Bókmenntasögu, 1918— 1948. Hann hafði þá gefið út fyrstu Ijóðabók sína, Arf öreigans. Kristinn kvað í henni þjóðfélags- legan uppreisnarhug, skaphita og réttlætiskennd og bætti síðan við: „Höfundurinn er skýr og málhag- ur, en yrkir í vanabundnu formi, undir háttum annarra, og hefur ekki smíðað sér þau vopn, sem hæfa vilja hans og skapgerð." Við þau orð verður ekki staðar numið. Þau gáfu fyrirheit og voru vel við hæfi. í rás áranna hefur Heiðrek- ur Guðmundsson síðan smíðað sér þau vopn, sem vinir hans vonuðu og trúðu, að hann myndi eignast, en aldrei látið eftir sér að hlaupa eftir hverfulum sviptivindum tískustefna. Það hentaði ekki vilja hans og skapgerð, til þess var hann of sjálfstæður og kröfuharð- ur. Hljóðlega og fumlaust hefur hann sótt fram í list sinni, án áróðurs eða auglýsinga. Þannig eignaðist þjóðin mikið skáld, án þess að gera sér glögga grein fyrir því á umhleypingasömum tímum; skáld, sem aldrei yrkir fyrir hverfa ögurstund, heldur minnir á sírennandi kaldavermslin, lindina, sem „lætur jafnan lítið yfir sér / en litar allan / dýjamosann græn- an“. Ljóð hans knýja hvern þann, sem les þau til dýpri hugsunar og hafa lífgefandi áhrif, líkt og lind- in, sem hann orti um. „Kalda- vermslin eru yfirborðið,“ sagði Heiðrekur eitt sinn, þegar við spjölluðum saman. „Það sem þess- ar uppsprettur miðla raunveru- lega, er annað og miklu meira. Það ætlast ég til, að hver og einn skilji sínum eigin skilningi." Þannig ná hnitmiðuð ljóð hans oft langt út fyrir mörk orðanna. Þau opna lindaraugu í hugskoti lesandans, svo hann heyrir nýjan klið. Á undanförnum árum höfum við Heiðrekur átt allmikið saman að sælda. Þau kynni spruttu fyrst af frændsemisböndum, en er á leið varð mér ljóst, hversu mikið ég hafði til hans að sækja sem hollvinar. Þakkarefni er að hafa átt þess kost og finna í hvert sinn í návist hans, að sannleiksandinn á sér vakandi og vitra formælend- ur. Það gerir veröldina bjartari. Trúboði er skáldið ekki, en plógur þess ristir djúpt. Við Eyrarveg á Akureyri hafa þau Heiðrekur og Kristín Krist- jánsdóttir, kona hans, búið um allmörg ár. Það hvilir kyrrð og þokki yfir heimili þeirra. Þau hafa átt og alið upp fjögur mannvænleg börn. Elsta soninn, Völund, misstu þau fyrir nokkrum árum. Hann háði karlmannlega baráttu við þungbæran sjúkdóm. Það var hörð raun. En þeim hjónum er eiginlegt að standa saman í blíðu og stríðu. Það er mikið ljóð, sem ekki verður fellt í orð. Á þessum tímamótum á ævi Heiðreks skálds Guðmundssonar flyt ég honum og Kristínu þakkir okkar hjónanna fyrir þær björtu stundir, sem við höfum átt saman og okkur hafa ævinlega virst líða alltof hratt. Síðast minntumst við á þögnina, sem stundum verður lamandi þung, þegar umræðuefni þrýtur. Okkur kom saman um, að hún væri ekki í ætt við öræfa- Ileiðrekur Guðmundsson skáld. kyrrð, heldur dapurlegan tómleika og sambandsskort. Sú þögn hefur ekki þjakað okkur, þegar fundum ber saman, og svo mun væntan- lega ekki verða. Von mín og ósk er sú, að Heiðreki Guðmundssyni megi sem lengst endast heilsa og þróttur, til þess að glíma við efa og orð, lifa sem flestar náðarstundir, þegar jafnvægi næst í hugarheimi og uppskeran verður dýrmæt og góð. Þær stundir verða íslenskum bók- menntum og menningu til eflingar og heilla. Enn er ég þeirrar skoðunar, að trúin sé æðsta og sannasta ljóðið, sem sprettur af baráttunni við efann. Heiðrekur Guðmundsson er einn þeirra vitru drengskaparmanna, sem leggja traustan grundvöll að því eilífa ljóði, sem ekki verður fellt í Ijóðstafi þessa heims. Bolli Gústavsson í Laufási. Heiðrekur Guðmundsson skáld frá Sandi er sjötugur í dag. í viðtalsbók, Fjögur skáld í för með presti, rifjar hann upp ,að Sigurð- ur Nordal hafi komizt svo að orði í grein ,að ekki sé hægt að reikna með, að niðjar mikilla listamanna eða snillinga á einhverju sviði, synir eða dætur, geti orðið af- burðafólk í sömu listgrein. Það yrði að hasla sér völl á einhverjum öðrum vettvangi. Segist Heiðreki svo frá, að þessi ummæli hafi m.a. verið ein orsök þess, að hann hafi bælt niður þrá til ljóðagerðar fram eftir öllu, enda ekki búizt við að ná langt og vildi ekki ævinlega vera í skugga föður síns. Séra Árni Þórarinsson sagði einhvers staðar, að akademía Is- lands væri ekki suður á Melum, heldur uppi í afdölum og varpaði í öðru samhengi fram þeirri spurn- ingu, hvers vegna lærðu mennirn- Þig langar að senda i Ijóðstöfum þökk sýníngarhelgín Stórsýningunni „Heimilið 80“ lýkur n. k. sunnudagskvöld. Sýningin verður ekki framlengd. Hér hafa tugþúsundir gesta kynnt sér nýjungar á sviði heimilis- tækja, húsgagna og margt, margt fleira. Notið sýnikennslu, bragðað á nýnæmi í mat og síðast en ekki síst, skemmt sér á tívolísvæðinu. Missið ekki af sýningarviðburði ársins. í dag, föstudag, er opið frá klukkan 3 til klukkan 23. Á laug- ardag og sunnudag er opið frá klukkan 1 til klukkan 23. Svæð- inu lokað öll kvöld klukkan 22. Missið ekki af sýningarviðburði ársins. HcimiliÓ^Li'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.