Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1980 23 Tónleikar tveggja hljómsveita undir stjórn Zukofsky Nk. laugardag, 6. sept., mun Sinfóníuhljómsveit íslands og hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík halda sameiginlega tón- leika í Iláskólabiói og hefjast þeir kl. 14.00. Stjórnandi á þessum tónleikum er bandariski fiðluleik- arinn og hljómsveitarstjórinn Paul Zukofsky, en hann hefur verið hér undanfarnar vikur og stjórnað námskeiði er Tónlistar- skólinn í Reykjavik gekkst fyrir. Efnisskráin á tónleikunum verð- ur sem hér segir: Stravinsky: Greeting Prelude, Copland: Appalachian Spring. Tschaikofsky: Sinfónia nr. 4. Eins og að framan greinir eru þarna tvær hljómsveitir er leika saman og fjöldi hljóðfæraleikara er um 90 manns. Stjórnandinn Paul Zukofsky er fæddur í Brooklyn Heights, New York, árið 1943. Fjögurra ára gam- all hóf hann nám i fiðluleik og átta ára að aldri kom hann í fyrsta sinn fram opinberlega með Sinfóníu- hljómsveitinni í New Haven. Hann var við framhaldsnám í Juillard- tónlistarháskólanum og hlaut það- an meistaragráðu tvítugur að aldri, en þess má geta, að þegar hann var á sautjánda ári hafði hann þegar komið þrisvar sinnum fram á tón- leikum á Carnegie Hall. Hann hefur þrívegis haldið námskeið við Tón- listarskólann í Reykjavík. Sigríður Steingrímsdóttir t.v. og Helga Pálsdóttir i hinni nýju deild. Ljósmynd SÍKurKfir SÍKurjónsson. Verslunin Daman í stækkuðu húsnæði: Fatnaður á börn og unglinga 6—16 ára VERSLUNIN Daman. I.akjar- götu 2 hefur sl. 9 ár haft á boðstólum kvenfatnað frá hinu þekkta fyrirtæki Finnwear í Finnlandi. Nú hefur Daman opnað nýja deild í stækkuðu húsnæði og mun nú einnig hafa á boðstólum Finnwear-fatnað á born og unglinga á aldrinum G—16 ára. Að sögn Sigríðar Steingríms- dóttur eiganda Dömunnar hafa Finnwear vörur notið sívaxandi vinsælda á íslandi og er mark- miðið með þessari stækkun að veita fleiri aldurshópum kost á þessum vinsælu vörum, en það kom fram hjá Sigríði að hún vonaðist til þess að viðskiptavinir Dömunnar myndu taka þessari nýju deild vel. Allar breytingar á innrétting- um Dömunnar eru hannaðar og unnar af Sigurði Gíslasyni, tæknifræðingi. LAUGAVEGUR 34a SÍM114165 Skrifstofuvélar hf bjóða nú fjórar gerðír af léttum og þægilegum skólarítvélum fvá ABCogKovac Þú getur sjálfsagt fundið notaðar vélar á lægra verði. En þegar þú ætlar að kaupa skólaritvél þarftu að hugsa um fleira en verðið. ABC og Kovac fullnægja öllum þeim kröfum sem gerðar eru til góðra skólaritvéla. Þær eru léttar og þægilegar í meðförum; traustar og endingargóðar; í góðri tösku; og ekki síst: byggðar eins og,,alvöru“ ritvélar. Þegar þú hefur kynnt þér ABC og Kovac vélarnar hjá okkur geturðu sannfærst um, að það er ekki að ástæðulausu að við teljum þærframúrskarandi. VNHC^ ■ i % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % + = ■ Sími 20560 >8? Hverfisgötu 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.