Morgunblaðið - 07.09.1980, Page 30

Morgunblaðið - 07.09.1980, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 SKÓLAVÖRUR aSH tfl skólans! BÓKAHÚSIÐ Laugavegi 178, s.86780. w w Omurlegt ástand á geð- sjúkrahúsi í Þrándheimi RANNSÓKNARNEFND lögmanna sem heíur verið að kanna ástandið á ReitgerdetKeðveikraspitalanum skammt fyrir utan Þrándheim. gagnrýnir mjög norsk heilbrÍKðisyfirvöld og stjórn sjúkrahússins i skýrslu sinni. Er komizt að þeirri niðurstöðu að beitt sé ólöglegum aðgerAum á spitalanum. SjúklinKum er haldið innilokuðum. enda þótt þeir ættu ekki einu sinni að vera vistaðir þar ok mjöK strannri ritskoðun á bréf til sjúklinga hefur verið haldið uppi. Þá hefur komið upp úr dúrnum að hjúkrunarfólk hafi haldið samkvæmi og látið færa kostnað við þau á reikninga sjúklinga. Yfirmanni heilbrigðisþjónustu Noregs, Torbjörn Mörk, var vikið úr stöðu sinni meðan rannsókn þessi fór fram. Nefndin beinir ekki hvað sízt spjótum sínum að Mörk vegna þess að hann fylgdist langt í frá nægilega með því sem fram fór á sjúkrahúsinu. Eru nú uppi raddir um að honum verði vikið endanlega frá. Rannsókninni lýkur að fullu eftir nokkrar vikur og verður þá ljóst hvort mál verður höfðað á hendur einhverjum fyrir saknæmt athæfi eða ekki. Hefur þúgert þérgiein fyrir kröfunum sem gerðareru til olíunnar á bflvélinni þinnit Það eru ótrúlega miklar kröfur gerðar til olíunnar, sem þú notar á bílvélina þína. Auðvitað þarf hún að smyrja og verja eins vel og hægt er. En hún þarf líka að geta haldið eiginleikum sínum í allt að 6 mán- uði.Olían þarf að vera jafnvíg á stuttum ferðum út í búð á köldum vetrardegi, og í lengri ferðum ísumarleyfinu. Það er mikill munur á olíum, ekki síst nú, þegar Shell hefur framleitt nýja fjölþykktarolíu. Var sú gamla ekki nógu góð? Shell Super olían var framúrskarandi, ef ekki besta olían á markaðinum, þegar hún var kynnt árið 1962. Síðan hafa nýjar vélar gert sífellt meiri kröfur. Þegar nýja Shell Super Plus olían var reynd kom j Ijós að hún stóð fimm sinnum framar kröfum bifreiðaframleiðenda. Sérstök bætiefni Shell Super Plus gefa olíunni styrk og þol til þess að standast hinn mikla þrýsting og hita, sem myndast í nýjustu bílvélum. Shell Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur áóur gert. Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir ,,SHELL“ vörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.