Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 5

Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 5 Sjónvarp mánudag kl. 21.35 Skollaleikur eftir Böðvar Guðmundsson Á dagskrá sjónvarps kl. 21.35 á mánudagskvöld er endur- flutningur á sýningu Alþýðu- leikhússins á Skollaieik eftir Böðvar Guðmundsson. Sjón- varpsupptaka fór fram 1978 og var leikritið frumsýnt i sjón- varpinu 1. okt. sama ár. Leik- stjóri er Þórhildur Þorleifsdótt- ir. Leikendur Arnar Jónsson, Evert Ingólfsson, Jón Júlíus- son, Kristin Á. Óiafsdóttir og Þráinn Karlsson. Tónlist Jón Hlöðver Áskelsson. Leikmynd. búningar og grimur Messiana Tómasdóttir. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. Þórhildur Þorleifsdóttir sagði: — Það er mjög víða komið við í þessu leikriti; samsuða við erlent auðmagn, íslenskir embættis- menn sem ganga erinda útlend- inga á íslandi og sjálfstæðismál eru meðal þess sem tekið er til umræðu, og við sjáum góða og grandvara menn sem loka aug- unum en láta ekki til sín taka. — Sögusvið Skollaleiks er ís- land og Hamborg, sagði Arnar Jónsson — og lýst er atburðum er eiga stoð í tímaskeiði galdra- ofsókna, 17. öldinni. Segir frá ungum Þjóðverja sem kemur hingað til lands ásamt unnustu sinni og verða þau fyrir barðinu á galdraofsóknamanninum Þor- leifi Kortssyni og hans nótum. Það er með öllu ókleift að rekja atburðarásina nema í löngu máli, en það sem þarna svífur yfir vötnum er saga af fólki sem ofsótt er fyrir skoðanir sínar. Úr leikritinu Skollaleik eftir Böðvar Guðmundsson. sem sjónvarpið endursýnir kl. 21.35 á mánudagskvöld: Kristin, Evert og Arnar i hlutverkum sinum. lilulillií í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI \l (.l,VSIN(,ASIMIV\ KR: 22410 JlUröttnblntiib Hljóðvarp kl. 10.25: Viljum við f jöl- breytt lífríki? - Árni Reynisson talar um sambúð manna og villtra dýra Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 er erindi. Árni Reynisson. fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs, flytur lokaerindi í erinda- flokknum Villt dýr og heimkynni þeirra og talar um sambúð manna og villtra dýra. — Ég mun fjalla um það hvern- ig villtar dýrategundir snerta líf okkar á einn eða annan hátt, sagði Árni — og hvernig afstaða okkar sveiflast öfganna á milli. Ég reyni að gera grein fyrir því hvernig þetta byggist á efnahagslegum eða fagurfræðilegum atriðum. Fleira tíni ég til sem hefur áhrif á afstöðu okkar í þessum efnum. Til gamans ætla ég að endursegja söguna um Rauðhettu frá sjón- armiði úlfsins. Þessi erindaflokkur er liður í kynningu sem fram hefur farið í öllum löndum V-Evrópu, þar sem hvatt er til meiri umhugsunar um villt dýr og heimkynni þeirra. Við getum sagt að niðurstaðan sé þessi: Ef við viljum hafa Árni Reynisson. fjölbreytt lífríki í kringum okkur, ber okkur fyrst og fremst að vernda þau svæði, sem dýrin byggja afkomu sína á. Engin sýni- leg ástæða en drykkjusýkin heimtar sitt Á dagskrá sjónvarps i kvöld kl. 21.50 er leikin handarisk heimild- armynd um áfengissýki og með- ferð á endurhæfingarstöðvum. Ég ætla að hætta á morgun. Myndin sýnir m.a. hvernig fjöl- skylda áfengissjúklings og vinnuveitandi geta sameiginlega stutt hann i baráttu hans við sjúkdóminn. Þýðandi texta er Dóra Ilafsteinsdóttir. — í þessari mynd er það heim- ilisfaðirinn sem er drykkjusjúkl- ingur, sagði Dóra — og hefur enga sýnilega ástæðu til þess að drekkja sorgum sínum. Eiginkona hans fær sér í fyrstu glas með honum, meðan hann er enn á samkvæmisdrykkjustiginu, en svo gengur það ekki lengur. Þetta er tvímælalaust athyglis- verð mynd og í henni er þulur sem útskýrir jafnóðum það sem máli skiptir fyrir áhorfendum. 23/10 - 27/10 Skemmti- og verslunarferð pantið strax, því þessar ferðir seljast upp á örskömmum tíma. Verð kr. 245.000.- Burlington Hotel — Mjög vel staðsett 1. flokks hótel 25/9 5 og 7 daga ferðir eða helgarferð Góð hótel, íslensk fararstjórn og verslunarafsláttur - pantið strax ^:f Vinsælar ferðir % Verð frá kr. 219.000.- rm„ ' 4 - HX **ssw mm mvinnuferóir-Landsýn USTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.