Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR14. SEPTEMBER 1980 Ur myndasafni Ólafs K. Magnússonar EKKI er óalgengt að blaöaljósmyndarar taki 10 til 15 myndir af hverjum atburöi, en aöeins birtist brot af öllum þeim fjölda í blööunum. Oft eru þaö ekki bestu myndirnar sem birtast, hinar geta verið mun betri og sagt meiri sögu er fram líða stundir. Þetta stafar meöal annars af hraðanum á fréttastofunum og mismunandi fréttamati á ýmsum tímum. Ólafur K. Magnússon hefur veriö Ijósmyndari á Morgunblaðinu samfleytt frá 1947 og á í fórum sínum mikiö safn skemmtilegra mynda frá nflega þrjátíu ára starfsferli sínum á blaðinu. Ólafur K. Magnússon er lærður blaöaljósmyndari og nam Ijósmyndun og kvikmyndun í Bandaríkjunum á árunum 1944 til 1946. Hann var fyrst í staö í New York á kvikmyndaskóla og að loknu prófi þar fór hann til Hollywood, þar sem hann starfaði hjá Paramount-kvikmyndafélaginu í rúmt ár. Eftir heimkomuna réöst hann að Morgunblaöinu, enda var kvikmyndun þá aöeins fjarlægur og óraunhæfur draumur á íslandi. Morgunblaðið hefur nú þátt á sunnudögum sem nefnist „Úr myndasafni Ólafs K. Magnússonar". NAUÐSYN BRÝTUR LÖG! SKÖMMU eftir síöari heimsstyrjöldina keyptu Loft- leiðir tvo Grumman-flugbáta. Forráðamenn félagsins, sem náðu í bátana til Bandaríkjanna, höfðu verið veðurtepptir nokkuö lengi og gekk brösulega að koma bátunum yfir hafið og heim, vegna veöurs. Þeir voru orönir peningaþurfi og því reið á, að koma flugbátunum sem fyrst í gagnið á innanlandsflugleíð- um. Eftir komuna til landsins var unniö nótt og dag til að gera þá klára í flugið. Ólafur K. Magnússon var atvinnulaus og nýkominn frá námi í Bandaríkjunum um þetta leyti. Þaö eina sem hann átti var ný blaöaljósmyndaravél sem hann haföi keypt vestra og haft meö sér heim. Hann haföi tekið nokkrar myndir fyrir Loftleiöir, einkum vegna þess aö hann haföi komist í kynni viö forráöa- menn félagsins gegnum Svif- flugfélag íslands, en Ólafur hef- ur alla tíö verið mikill flugáhuga- maöur. — Eina nóttina var bankaö á svefnherbergisgluggann hjá Ólafi. Fyrir utan stóöu Alfreö Elíasson og Kristinn Ólsen. Þeir höföu veriö aö leggja síöustu hönd á Grumman-flugbátana og áætlunarflug átti aö hefjast stundvíslega klukkan tíu morg- uninn eftir. Þeim haföi hins vegar láöst aö láta taka myndir á loftferöaskírteini vélanna, en á þeim veröur að vera nokkurs konar „passamynd" af viökom- andi vél, þar sem einkennisstaf- ir vélarinnar eiga aö sjást greinilega. Úr vöndu var aö ráða. Ráöu- neytiö opnaöi klukkan níu en vélarnar áttu aö leggja af staö klukkan tíu, svo sem áöur var sagt. Erfiöleikarnir fólust í því, aö myndavél Ólafs var plötuvél og hann átti aðeins þrjár plötur. Þeir Alfreö og Kristinn sögöust vera á bílum og töldu sig geta lýst vélina upp meö bílljósunum, þar sem Ólafur átti ekkert leifturljós og niöamyrkur var úti. Þaö varö úr, aö þetta skyldi reynt og þeir þremenningarnir fóru í loftköstum út á flugvöll. Þá kom í Ijós aö myndataka var ekki framkvæmanleg vegna myrkurs og bíöa varö dagsbirt- unnar. í býtiö þennan morgun voru teknar tvær myndir af TF-RVJ, en þegar mynda átti hina vélina kom í Ijós aö ekki var búiö aö mála á hana einkennisstafina. Átti Ólafur aö freista þess aö skrifa í filmuna einkennisstafina TF-RVI? Tækjakostnaöur kom í veg fyrir aö þaö væri hægt. Aðeins var einn útleikur mögulegur í stööunni. Hann var sá, aö fá seglbút úr einu flugskýlinu og líma yfir krókinn á joöinu. En límið hélt ekki og seglpjatlan datt af. Aöeins ein myndplata var eftir. Kristinn hljop því inn í skýlið á ný og náöi í koppafeiti. Hann smuröi á aöra hliö pjötlunnar og límdi hana aftur á vélina. Þá tók Ólafur myndina og flugbátarnir flugu á áætlun klukkan tíu. Til vonar og vara var bakborös- hliöin mynduö á TF-RVJ, en stjórnboröshliðin á TF-RVI, til aö tryggja aö þá í ráöuneytinu grunaöi nú ekki, aö í raun og veru var um sömu vélina aö ræöa á báöum myndunum! Myndirnar sýna TF-RVJ og TF-RVI, meö pjötlunni frægu. —HL ... .•I.I..É ■'miiIM — besta tækifæri til aö fá góöa skó á hlægilega lágu verði. Verðið miðast við, að allt eigi að seljast. Opnum kl. 13 á mánudag. á skóm Húsnæöið er dýrt, því er veriö aö rýma hillurnar fyrir nýjum vörum. Allt að afsláttur Allt vandaöar og góöar Domus Medi^" vorur a gjafverði. Egilsgötu 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.