Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Hörmungar og hungursneyð í Austur-Afríku: Þriggja ára bardagar í Ogaden-eyðimörkinni hafa valdið heimsins mesta flóttamanna- vandamáli. þar sem yfir milljón manna berjast fyrir tilveru sinni. Tötralegur hópur uppreisn- armanna úr eyðimerkurher Sómalíu lyftir vopnum yfir höfðum sér í litlu þorpi, til að fagna frelsun þess úr höndum Eþíópíuhers. Þetta er fögnuður sem lætur lítið yfir sér og er yfir litlum sigri — í næstum gleymdu skæruliðastríði. Samt sem áður hafa áframhaldandi staðbundnir bardagar í Ogad- en-eyðimörkinni í austurhluta Afríku, þar sem bæði Eþíópía og Sómalía krefjast yfirráða- réttar, valdið harmleik á heims- mælikvarða. Þriggja ára bardagar í landi rykskýja, sólar og þurrka hafa orsakað eitt mesta flótta- mannavandamál veraldar — meira en ein og hálf milljón manna, mest konur og börn, flýja undan byssukúlum og eldflaugum Eþíópíuherja, sem Rússar styðja. Til viðbótar liggja beiriagrindur þúsunda nautgripa á eyðimörkinni og vitna um tveggja ára þurrka, sem hafa stöðugt gert hung- ursneyðina meiri. Óhrein, uppgefin, hungruð U.þ.b. helmingur flóttamann- anna, sem flúið hafa til Sómalíu eru nú í 26 troðfullum flótta- mannabúðum, flestar eru stað- settar umhverfis Hargeisa, nyrzt í landinu. Hinn hlutinn er dreifður um allt land, sem hefur fyrir íbúatöluna 3,8 millj. og býr við efnahagslega kreppu. Raðir „býflugnabúa" (kúlulaga smákofa), íverustaða í Sómalíu- búðunum, sem búin eru til úr spýtum, pokum, pappa og plasti, er ytri umgerð sjúkdóma og hungurs. Eftir að hafa gengið frá Ogaden-eyðimörkinni allt upp í 40 daga, koma konur og börn óhrein, uppgefin og hungr- uð í búðirnar. Þrátt fyrir ákveðnar tilraunir hópa frá alþjóðlegum hjálparstofnunum, hafa margar búðirnar — í rauninni bráðabirgðabæir — hvorki heilsugæzlu né neyzlu- vatn. Matur og meðul koma óreglulega. Blóðsótt, malaría og berklasjúkdómar eru hvers- dagslegir viðburðir. Flugur fylla loftið og gefa engum grið. 100 —300 flóttamenn koma daglega í Las Dhure-búðirnar og hefur íbúatala þeirra farið upp í 37 þúsund á fjórum mánuðum og verður fljótlega 60 þúsund. Læknishjálp er engan veginn örugg. I stærstu búðunum, Saba’ad, nærri Hargeisa, berjast læknar og hjúkrunarkonur við að byggja upp líkamsþrótt 1.300 vannærðra barna og hjúkra um þrjú þúsund berklasjúklingum. Fyrir suma er alls engin von. Samt sem áður er þetta ein af betri hjálparbúðunum og hefur hún aðgang að hreinu vatni frá uppsprettum í mílu fjarlægð. I öðrum búðum, staðsettum sunnar, verða flóttamennirnir að búa við óreglubundnar skyndiárásir til viðbótar sjúk- dómum og hungri. Afskipti stórveldanna Þetta er raunaleg arfleifð Ogaden-átakanna sem „snark- Dánarbeð: Oxfam-læknir og sómalískur hjálparmaður geta lítið gert fyrir þennan unga berklasjúkling. Vaxandi eymd gleymdí Hræfuglarnir biða róiegir ætis sins, þeir líða ekki skort. Uppreisnarmenn fagna frelsun lítils þorps. ‘ k að“ hefur í síðan þau voru í hámarki í ársbyrjun 1978, þegar Eþíópíuher, studdur af 17 þús- und kúbönskum hermönnum, búnum sovézkum vopnum, mol- aði sundurleitan her Sómalíu- hermanna og skæruliða Frelsis- fylkingar Vestur-Sómalíu. Bandaríkjamenn hafa nauð- ugir dregizt inn í málið. Fyrir skömmu urðu harðar umræður á Bandaríkjaþingi, vegna sam- komulags um að veita jafnvirði tæplega 37 milijarða íslenzkra króna í aðstoð við Sómalíu, gegn því að Bandaríkjamenn fái að nota fyrrverandi flotastöð Sov- étríkjanna í Berbera, Norður- Sómalíu. Þingmenn höfðu áhyggjur af því að jafnvirði tæplega 10 milljarða íslenzkra króna, sem getið var um í samningnum að renna ættu sem lán til hergagnakaupa yrði túlkað sem skuldbinding við málstað Sóm- alíu. Utanríkisráðuneytið í Washington sagði að þessari hernaðaraðstoð yrði aðeins beitt í varnarskyni, en meðlimir bandarískrar þingnefndar, sem fjallar um málefnið höfðu það miklar áhyggjur út af málinu, að þeir sendu harðorð mótmæli til Edmund Muskie utanríkis- ráðherra um hættur þess, að Bandaríkin drægjust inn í Ogaden-stríðið. Þeir sendu Muskie aðvörun- arbréf og sögðu m.a.: „Ný hern- aðarskuldbinding Bandaríkj- anna í Sómalíu gæti hæglega orðið eins og olía á eld bardag- anna, aukið hættuna á íhlutun Bandaríkjanna og fjarlægt þau frá mikilvægum Afríkulöndum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.