Morgunblaðið - 14.09.1980, Page 20

Morgunblaðið - 14.09.1980, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 plnrgtw Útgefandi tttbifeUÞ hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjorn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar. Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintaklö. Framkoma þriggja tals- manna Alþýðubanda- lagsins í Flugleiðamálinu, þeirra Baldurs Óskarsson- ar, Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Arnmundar Bachmans, hefur almennt verið fordæmd. í forystu- grein Tímans, málgagns Steingríms Hermannsson- ar, samgönguráðherra, eru tveir þeir fyrstnefndu gagnrýndir harkalega og látið að því liggja, að Ragn- ar Arnalds, fjármálaráð- herra, geti ekki setið at- hafnalaus vegna aðgerða eftirlitsmanns hans hjá Flugleiðum. í forystugrein Tímans í gær segir um þetta tiltekna atriði: „Eins og tilefni hefur nú verið gefið, hvílir óneitanlega mikil ábyrgð á herðum fjármálaráðherrans, enda hefur trúnaði verið brugðið við hann, bæði sem stjórn- málamanns og persónu- lega. Enda þótt Ragnar Arnalds kunni að vera lít- illátur maður og sé umhug- að um að valda ekki urg í forystu flokks síns, hlýtur hann þó að verja sjálfan sig þeim álitshnekki, sem því fylgir að hafast ekki að, þegar hann er óvirtur svo yopinberlega af trúnaðar- manni sínum og flokksfé- laga.“ Þessi orð í forystugrein Tímans verða ekki skilin á annan veg en þann, að málgagn Steingríms Her- mannssonar hvetji mjög eindregið til þess, að Bald- ur Óskarsson verði settur af sem eftirlitsmaður fjár- málaráðherra hjá Flugleið- um. Sú krafa verður nú stöðugt almennari og það er rétt hjá Tímanum, að fjármálaráðherra verður fyrir miklum álitshnekki, ef hann leysir Baldur Óskarsson ekki frá störf- um. Tíminn lítur raunar svo á, að þetta sé ekki einungis vandamál fjármálaráð- herra, heldur ríkisstjórnar- innar allrar, er blaðið segir: „Vandi ríkisstjórnarinnar er sá, að eftir þetta munu fáir taka mark á trúnaði eða þeirri fyrirhöfn að hafa trúnaðarmenn yfirleitt, ef ekki verður tekið í taumana nú. Eftir þetta munu menn heldur ekki sjá ástæðu til að virða þann trúnað, sem forystumönnum þingflokka hefur hingað til verið sýnd- ur í ýmsum mikilsverðum málum, í trausti þess að þeir að sínu leyti haldi trúnað." Þetta er rétt. Hver treystir sér til að sýna formanni þingflokks Al- þýðubandalagsins, Ólafi Ragnari Grímssyni, ein- hvern trúnað? En það er ekki einungis Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, sem stendur frammi fyrir því að þurfa að leysa flokksbróður sinn frá störfum. Svavar Gests- son, félagsmálaráðherra, verður að snúa sér að sama verkefni. í Morgunblaðinu í fyrradag birtist frétt, sem vakið hefur mikla athygli. Þar kemur fram, að Arn- mundur Bachman, aðstoð- armaður félagsmálaráð- herra, hefur á fundi með flugfreyjum innt þær eftir því, hvort þær mundu nota verkfallsheimild, sem þær hefðu aflað sér og jafn- framt bent þeim á þann möguleika að tilkynna veikindi 1. desember, dag- inn, sem uppsagnir flugliða eiga að koma til fram- kvæmda. Ekki þarf að hafa mörg orð um þessar at- hafnir Arnmundar Bach- man. Félagsmálaráðuneyt- ið er ekki rétti vettvangur- inn fyrir athafnir af þessu tagi. Og það er auðvitað alveg ljóst, að félagsmála- ráðherra getur ekki látið það viðgangast, að aðstoð- armaður hans ýti undir ólögmætar verkfallsað- gerðir. Með framkomu af þessu tagi er skapaður slík- ur trúnaðarbrestur, að að- rir aðilar, sem eiga sam- skipti við félagsmálaráðu- neytið, ráðherrann og aðstoðarmann hans hljóta að velta því fyrir sér, hvort hægt sé að eiga hreinskipt- in samskipti við þessa að- ila. Svavar Gestsson á ekki, fremur en Ragnar Arnalds, annan kost en þann að leysa aðstoðarmann sinn frá störfum. Geri þeir það ekki, verður að líta svo á, að þeir leggi blessun sína yfir athafnir þeirra og þar með bera þeir fulla ábyrgð á þeim. Framkoma þessara tveggja Alþýðubandalags- manna, sem gegna trúnað- arstöðum á vegum íslenzka ríkisins, er með þeim hætti, að ekki verður við unað. Um Ólaf Ragnar Grímsson gegnir nokkuð öðru máli. Hann hefur með orðum sínum og athöfnum í Flug- leiðamálinu skaðað fyrir- tækið út á við og stuðlað að því að stofna atvinnuöryggi starfsmanna fyrirtækisins í hættu. Svo virðist, sem flokksbræður hans hafi þaggað niður í honum um sinn. En pólitískir and- stæðingar Alþýðubanda- lagsins hljóta að vona, að þögn Ólafs Ragnars um málefni lands og þjóðar almennt standi ekki lengi. Enginn er eins afkastamik- ill við að reyta fylgið af Alþýðubandalaginu og ein- mitt Ólafur Ragnar Gríms- son. Trúnaðarbrot veldur ríkisstjórn erfiðleikum j Reykjavíkurbréf *»♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 13. september ♦♦♦•♦♦* .. hengi á vegginn fridarskjöld“ Heiðrekur Guðmundsson skáld varð sjötugur 5. sept. sl. Hann var kominn á fertugsaldur, þegar hann kvaddi sér hljóðs á skálda- þingi, og segir sjálfur svo frá, að gjörólík lífsreynsla og þungbær — langvinnt atvinnuleysi og hafði fyrir konu og barni að sjá á Akureyri — hafi valdið því, að hann hlaut að taka öll sín fyrri lífsviðhorf til endurskoðunar. Brjóta þau til mergjar. Og í ljósi þessarar nýju reynslu gat ekki hjá því farið, að áherzluatriðin og niðurstöðurnar yrðu aðrar. Ádeil- an er hvöss og hnitmiðuð í Arfi öreigans, er út kom 1947 og vakti mikla athygli. Lífsbaráttan var á stundum hörð hjá Heiðreki Guðmundssyni og hann hefur notað sterka liti og drættirnir eru skarpir. Honum kippir í kynið við föður sinn að tala tæpitungulaust. En með ár- unum hefur rómurinn mildazt og yrkisefnin verða önnur. Maðurinn sjálfur verður æ oftar viðfangs- efnið — og fá skáld segja jafnmik- ið af sjálfu sér í Ijóðum sínum og Heiðrekur. Mörgum finnst, að hans nýjustu bækur, Langferðir 1972 og Skildagar 1979, séu jafn- framt hans beztu bækur — svo síungur er hann í verkum sínum fram á þennan dag. „Vopnum hendi í hafsins auga, hengi á vegginn friðarskjöld. Geng svo út því enn er fagurt • ævi minnar sumarkvöld," segir hann og kveður „mildan dóm“ yfir „kenjum keipabarna". Heiðrekur Guðmundsson hefur vel varðveitt og ávaxtað arf öreig- ans frá Sandi; bændamenningin náði að festa rætur í mölinni. Meðan þannig tekst að halda þræðinum, svo að samhengið rofn- ar ekki né skírskotun einnar kynslóðar til annarrar, þrátt fyrir ólíka lífsreynslu, lifir íslenzka þjóðin líka áfram, þótt bögsulega gangi um hríð. Uppgjör viö sjálfan sig? Heiðrekur Guðmundsson leynir því ekki, að uppgjörið mikla eftir atvinnuleysið á Ákureyri hafi orð- ið sárt — en það var óumflýjan- legt. Og því aðeins hafði það gagn og tilgang, að það var hreinskilið og hlífði engu. Svavar Gestsson skrifaði mikla grein í Þjóðviljann fyrir viku, þar sem að sumu leyti kveður við annan tón en áður. Enginn vafi er á því, að rótin að þessum breytta þankagangi liggur í gegnum sess- una á ráðherrastólnum. Maðúrinn hefur sem sé lært það af nær tveggja ára setu í þessum mjúka sessi, að lífið er töluvert öðru vísi en hann sá það úr ritstjórnar- kytru Þjóðviljans — gluggarnir á stjórnarráðinu eru stærri og vísa í fleiri áttir. Þótt grein Svavars Gestssonar af þessum sökum hafi vakið nokkra athygli, er miklu fremur að menn hendi gaman að „nýju fötunum keisarans" en taki ræð- una alvarlega. Til þess er hún of götótt að hún geti markað nokkur þáttaskil í þroska, boðskapurinn of gagnsær tækifærisboðskapur til þess að nokkrum detti í hug, að til alvarlegs uppgjörs hafi komið í kolli ráðherrans. Hann víkur að vísu frá fyrri kennisetningum, en hann gerir það aðeins af því að starf hans gerir það óhjákvæmi- legt að hann horfist í augu við raunveruleikann, a.m.k. af og til. Margvísleg mistök I grein sinni viðurkennir Svavar Gestsson undir rós margvísleg mistök sín á liðnum árum. M.a. þegar hann segir: „Núna á næstu vikum og mánuðum mun ríkis- stjórnin leggja á það þunga áherzlu að vinna að alhliða stefnu- mótun í efnahagsmálum, þar sem tekið er á vandamálum verðbólg- unnar, lagður traustari grundvöll- ur að uppbyggingu atvinnulífsins og aukinni verðmætasköpun og jafnframt á nauðsyn þess að breyta til í ákvörðunarkerfi ís- lenzkra efnahagsmála." Hann bætir að vísu við: „Það er reyndar mín skoðun, að sá vinnuhópur í efnahagsmálum, sem stjórnar- flokkarnir komu á laggirnar fyrr á þessu ári, hafi unnið ákaflega þarft verk með því að benda á ýmsar kerfisbreytingar í efna- hagsmálum," en fylgir þessum orðum sínum ekki eftir nema með frösum, svo að þau detta niður innihaldslaus. Það hefur ekki vantað „vinnuhópa", „ráðherra- nefndir" eða annað þvílíkt þessi tvö ár, sem Svavar Gestsson hefur verið ráðherra, en það virðist satt að segja ekki hafa breytt miklu um þróun efnahagsmála að öðru leyti en því að hvað eftir annað hefur verið klipið duglega af þeim bita kökunnar, sem launþegar höfðu samið um sér til handa í sólstöðusamningunum. Að öðru leyti hefur engin samstaða orðið um aðgerðir gegn aðsteðjandi vanda í þessum ríkisstjórnum. — Það er því ekki vonum fyrr, þótt Svavar Gestsson tali um það núna, að þörf sé á því að ríkisstjórnin vinni „að alhliða stefnumótun í efnahagsmálum, þar sem tekið er á vandamálum verðbólgunnar, lagður traustari grundvöllur að uppbyggingu atvinnulífsins og aukinni verðmætasköpun ...“ Hann metur það áreiðanlega rétt, að launþegar myndu una kjara- skerðingunni betur, ef slíkrar við- leitni yrði vart hjá ríkisstjórninni. .. Traust og örugg utan- ríkisverzlun“ í grein sinni kemst Svavar Gestsson svo að orði: „Ein af forsendum þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lífi á íslandi og hornsteinn traustrar efnahagsst- efnu er traust og örugg utanríkis- verzlun. Islendingar þurfa að gæta þess jafnan í sínum utanríkis- viðskiptum að hafa sem fjölbreyti- legasta markaði.“ Þetta eru sjálfsagðir hlutir af vörum „borgaralega þenkjandi manna", en þegar Svavar Gests- son er annars vegar horfir málið öðru vísi við. Fyrir rúmum tveim árum efndi flokksbróðir hans, Guðmundur J. Guðmundsson, til útflutningsbanns, sem hafði það pólitíska markmið að steypa ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar, en eins og síðar hefur komið á daginn, hafði ekkert með kjara- mál að gera — slagorðið um „samningana í gildi" var aldrei virði þess pappírs, sem það var prentað á, nema til atkvæðaveiða. Sem ritstjóri Þjóðviljans studdi Svavar Gestsson þessi skemmdar- verk á markaðshagsmunum okkar erlendis dyggilega og hefur raunar aldrei fengizt til þess að viður- kenna þau spjöll, sem þá voru unnin. Á hinn bóginn hikaði hann ekki við að setja gerðardómslög á sjómenn rúmlega ári síðar. Ríkisstjórnir Ólafs Jóhannes- sonar og Gunnars Thoroddsens hafa á margan hátt valdið útflutn- ingsatvinnuvegunum óbætanlegu tjóni. Sú fyrri missti niður osta- markað í Bandaríkjunum fyrir tóma handvömm, sem bændur súpa nú seyðið af. Hin síðari hefur m.a. setzt svo á skinnaiðnaðinn, að þar hefur verið um ástæðulausan samdrátt að ræða á erlendum mörkuðum, sem tekizt hafði að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.