Morgunblaðið - 14.09.1980, Page 21

Morgunblaðið - 14.09.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 21 „Þetta er kínversk fram- leiðsla," sögðu gestgjafar okkar borgarfulltrúanna með nokkru stolti, þegar við spurðum þá að því, hvar þeir væru framleiddir, stóru, svörtu fólksbílarnir, sem í hverri borg biðu okkar og voru okkar aðalfarartæki á milli húsa í kínverskum borgum. Rétt er það, að Kínverjar hafa komið á fót hjá sér nokkrum bílaiðnaði. Aðalframleiðslan er strætis- vagnar og vöruflutningabílar og fólksbílar, til afnota fyrir sér- staka embættismenn. Aðrir fólksbílar eru fluttir inn, aðal- lega frá Japan, en eitthvað frá Rússlandi. Kínverjar leggja nú í auknum mæli áherzlu á iðnvæðingu og iðnaður myndar vaxandi hluta þjóðartekna. Árið 1949 (bylt- ingarárið) var iðnaður um 30% þjóðarframleiðslunnar, en er nú kominn yfir 70%. fflest iðnfyrir- tæki eru í eigu ríkisins, en kommúnurnar eiga þó allmikið af smærri iðnfyrirtækjum og eru slík fyrirtæki rúmlega milljón talsins. Ymiskonar handiðnaður og léttur iðnaður er ævaforn í Kína. Þar má t.d. nefna vefjariðnað, aðallega úr bómull og silki. Fyrir 4000 árum hófu Kínverjar að vefa úr silki og búa til klæði og um 200 f. Kr. varð silki mikilvæg útflutningsvara í Kína. Þessi iðngrein hvílir því á gömlum merg og byggir á þjóðlegri hefð, sem ekki hefur verið rofin, þrátt fyrir byltingar og breytingar á stjórnarfari. Sama má segja um kínverskan postulínsiðnað og annan listiðnað. Á ferðalagi okkar um Kína heimsóttum við ýmsar listiðnaðarverksmiðjur, þar sem sjá mátti margt fallegt handbragðið. Einkenni þessara Birgir ísl. Gunnarsson - Úr Kínaferð: verksmiðja var eins og víðar í Kína, mannmergðin. Fólkið sat í röðum og vann í höndunum hina fegurstu listgripi, sem seldir eru víða um heim. Margvíslegur annar iðnaður hefur þróazt í Kína undanfarin ár. Járn- og stáliðnaður er t.d. í miklum vexti. Eitt gleggsta táknið um stálframleiðslu Kín- verja er stærsta brú Kína, sem liggur yfir Changjiang-fljótið hjá borginni Nanjung. Brúin er 6.772 m löng og byggð úr stáli, sem framleitt var í Kína. Þegar við skoðuðum þessa miklu brú, sögðu Kínverjar okkur frá því, að búið hefði verið að gera samninga við Rússa um allt stál í brúna. Árið 1960 rufu Rússar alla viðskiptasamninga við Kína og neituðu að selja þeim stálið. „Það varð til þess, að við gerðum sérstakt átak í eigin stálfram- leiðslu og framleiddum sjálfir „Kínverjar leggja í vaxandi mæli áherzlu á iðnað. t Shanghai. sem er mesta iðnaðarborg Kína. hefur verið byggð mikil sýningarhöll, þar sem sýndur er margvislegur iðnvarningur Kinverja. Hér útskýrir ein af starfsstúlkum sýningarinnar gang nýrrar spuna- vélar.“ í kínverskum iðnfyrirtækjum allt stálið í brúna. Þessi hefnd- araðgerð Rússa varð okkur sér- stakur hvati til að endurskipu- leggja stálframleiðsluna og því snerist hún okkur til góðs,“ sögðu gestgjafar okkar. Stálið er síðan grundvöllur margskonar framleiðslu eins og skipasmíði, hergagnaframleiðslu og margvíslegs vélaiðnaðar. Margskonar annar iðnaður fer vaxandi í Kína, sem ekki er rúm til að telja upp hér, en nefna má efnaiðnað, framleiðslu á bygg- ingarefni o.fl. Kínverjar fram- leiða mikla orku og eru sjálfum sér nógir í þeim efnum. Árið 1978 framleiddu þeir 256.550 milljón kílóvattstundir af raf- magni, en aflstöðvar þeirra ganga ýmist fyrir kolum, olíu, vatnsafli eða gufuafli. Kína er ríkt af kolum og olíu flytja Kínverjar út. Stærsta iðnaðarborgin í Kína er Shanghai. Þar heimsóttum við eina af hinum fjölmörgu verksmiðjum sem í borginni eru. Var það ein af 7 sjónvarpstækja- verksmiðjum þar í borg. Heim- sóknin þangað var með líku sniði og heimsóknir í aðrar stofnanir í ' Kína. Fyrst vorum við leiddir til sætis í móttökusal, þar sem allir fengu raka klúta til að þurrka sér um hendur og andlit og kom það sér vel í hitanum. Síðan var borið fram te og framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar skýrði starfsemina og svaraði fyrir- spurnum okkar. Síðan var geng- ið um verksmiðjuna og fram- leiðslan skýrð á staðnum. Að lokum var aftur setzt í móttöku- salinn, klútarnir komu á nýjan leik og meira te. Þessi verksmiðja mun fram- leiða á þessu ári 250 þúsund svart/hvít sjónvarpstæki í þremur stærðum, þ.e. 9“, 12“ og 19“. Sérstök gæðasamkeppni fer fram á milli verksmiðja á 2ja ára fresti og hafði þessi verk- smiðja fengið sérstök verðlaun í síðustu samkeppni. „Samt standa gæðin að baki sjónvarps- framleiðslu annarra þjóða," sagði framkvæmdastjórinn af þeirri hreinskilni, sem mér fannst einkenna Kínverja, þegar þeir ræddu vandamál sín, „en við stefnum stöðugt að bættri fram- leiðslu." Það, sem einkenndi framleiðsluaðferðirnar, var mik- il handavinna. Sjálfvirkni var lítil, en þó var unnið við færi- bönd, sem færðu tækin frá manni til manns, þar sem hver hafði sitt handbragð að vinna. I Shanghai hefur verið byggð mikil sýningarhöll, þar sem sýndar eru þær iðnaðarvörur, sem framleiddar eru í borginni. Athyglisvert var að ganga þar um sali og sjá hina fjölbreyttu iðnaðarframleiðslu, sem sýndi glögglega, að á mörgum sviðum eru Kínverjar að komast í fremstu röð með framleiðslu sína og afköst og gæði aukast ár frá ári. vinna á löngum tíma, með mikilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Á þessu sumri kom til stöðvunar frysti- húsanna vegna rekstrarörðug- leika. Um þessi mál fórust flokks- bróður Svavars Gestssonar, Ólafi Gunnarssyni á Neskaupstað svo orð í Tímanum sl. fimmtudag: „Við höfum gert allt sem við getum til að koma stjórnvöldum í skiining um vanda fiskiðnaðarins, sem nú er rekinn með verulegu tapi. Hið eina sem við eigum eftir að gera er að stöðva reksturinn. Ég tel það algjört hneyksli ef við þurfum að stöðva starfsemina, sem heldur uppi atvinnu í heilum byggðarlögum, til þess að koma mönnum í skilning um, að eitt- hvað sé að. Vandinn er miklu meiri en virðist takast að koma stjórnvöldum í skilning um. Og staðreyndin er sú að þessar að- gerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar gripið til í sumar hafa haft afskaplega lítið að segja." Svona standa sem sagt málin. Félagsmálaráðherrann, Svavar Gestsson, er að byrja að grilla í eitt Og annað, sem var í algjörri þoku fyrir ritstjóranum Svavari Gestssyni. M.a. það, að forsenda bættra lífskjara er aukinn af- rakstur þjóðarbúsins, sem Geir Hallgrímsson hefur verið manna duglegastur við að reyna að koma honum í skilning um. En hitt hefur ekki enn lokizt upp fyrir ráðherranum, að það er í hans verkahring að skapa framleiðslu- atvinnuvegunum eðlileg rekstr- arskilyrði. Óttinn við stóriðjuna Eitt skýrasta dæmið um það, að uppgjör Svavars Gestssonar við sjálfan sig er næsta þokukennt og óhreinskilið, er afstaða hans til stóriðjunnar: „Það þarf ekki að taka það fram, að leiftursóknar- öflin myndu ekki láta sér nægja að draga hér verulega niður lífskjör með því að skerða kaup og kaup- mátt og skera niður félagslega þjónustu, stefna þeirra er einnig sú að leiða hingað til vegs erlend stórfyrirtæki í stórum stíl og að reyra þjóðina enn fastar við ein- hliða alþjóðlegan markað auð- stéttarinnar, sem nú riðar sums staðar til falls. íslendingar eiga að hafa lært það úr sögu lýðveldisins, að það er hægt að takast á við vandamálin á íslenzkum forsend- um ef menn standa saman á þeim tímum þegar mest á ríður. Um það er landhelgismálið skýrast dæmi.“ Geir Hallgrimsson rak enda- hnútinn á farsæla lausn landhelg- ismálsins eins og allir vita og er vel tilefni til að rifja það upp. — Annars er þessi klausa dæmigerð fyrir „ritstjórastíl" Svavars Gestssonar. Nú liggur það fyrir, að stóriðjufyrirtækin greiða að jafnaði hærri laun en annar at- vinnurekstur í landinu og vinnu- aflið er þar stöðugra. Menn óttast m.ö.o. að þau svæði, sem verði út undan í stóriðjuuppbyggingunni, verði láglaunasvæði í framtíðinni. Sjálfur hefur Svavar Gestsson æ ofan í æ staðið að því sem ráðherra að skerða kaup og kaup- mátt og gengið svo langt í þeim efnum að krefjast þess af sjó- mönnum að þeir afsöluðu sér launagreiðslum, til þess að eðli- legum umbótum í öryggismálum þeirra á höfum úti yrði komið í framkvæmd. — Annars er þetta steinbarn að verða býsna fyrir- ferðarmikið í maga ýmissa al- þýðubandalagsmanna, að það sé „óíslenzkt," eða merki um „auð- hyggju“ ef menn vilja láta þann draum Einars Benediktssonar rætast, að fallvötnin yrðu beizluð til að bæta lífskjörin í landinu. Við eigum enga aðra kosti, ef við viljum á annað borð hefja lífskjörin hér upp á sama plan og þau eru á í helztu nágranna- og viðskiptalöndum okkar, sem við viljum bera okkur saman við. Og það eru einmitt þau lönd, þar sem lífskjörin eru best og frelsið mest til allra hluta. 99Ad varnir bresti ekki innan frá“ Það er ekki undarlegt þótt Svavar Gestsson leggi á það áherzlu, að menn verði að „standa saman á þeim tímum þegar mest á ríður". Sjálfur hvatti hann til ólöglegra verkfallsaðgerða á sín- um tíma og þótti eftirsóknarvert, ef „alþingi götunnar" yrði að verulegu afli hér á landi. Nú dreymir hann á hinn bóginn að bráðabirgðalögum og tilskipunum sé hlýtt möglunarlaust. I þjóðhátíðarljóði sínu „Tíminn síar, sagan dæmir" kemst Heið- rekur Guðmundsson m.a. svo að orði: „ — Að varnir bresti ekki innanfrá,- er ósk mín dýrust, helguð landi og þjóð.“ Síðasta áratug, að ekki sé talað um síðari helming hans, hafa heilindi ekki aukizt í íslenzku þjóðlífi. Og sagan kennir okkur, til hvers það getur leitt í lýðræðis- ríki, ef það kemst upp í vana að hlýða ekki settum leikreglum, en láta duttlunga sína eða stundar- hagsmuni ráða ferðinni. Þess vegna er ástæða til þess að taka orð skáldsins til íhugunar og brjóta til mergjar þau djúpu sannindi, sem í þeim felast. Þá kann að koma í ljós, að fyrir höndum sé uppgjör í íslenzku þjóðlífi, sem óumflýjanlegt er að fari fram og sé jafn miskunnar- laust hvort sem í hlut á stjórnmálaflokkur eða verkalýðs- félag, löggjafarvald eða fram- kvæmdavald eða uppbygging at- vinnulífsins. Upp úr þvílíku upp- gjöri er þess að vænta, að menn geti frekar fótað sig og þannig varazt það að varnir „bresti inn- anfrá".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.