Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 30
Ilvernig geta atvinnurek-
endur komið til móts við
fjólskylduna og mismun-
andi aðstöðu starfsmanna í
einkalífinu? Jöfn foreldra-
ábyrgð á uppeldi og umönn-
un harnanna er eitt grund-
vallaratriðið fyrir því, að
staða kynjanna verði jöfn í
reynd á vinnumarkaðnum
hér á landi sem annars
staðar og jafnframt er það
réttur harnanna. að þau fái
notið sem mestra og beztra
samskipta við báða foreldra
sína — hvernig verða hags-
munir fjölskyldunnar —
frumeiningar þjóðfélagsins
— bezt verndaðir? Vanda-
mál nútíma þjóðfélags eru
margslungin og mörg al-
varleg fyrir persónuleika-
þróun harna — atvinnurek-
cndur verða meðal annarra
að leita leiða til að hlúa sem
best að fjölskyldunni í sam-
félaginu. Meðal leiða, sem
skrifstofu- og afgreiðslufólk,
en síðan hefur hún verið
notuð í verksmiðjurekstri
jafnframt með viðeigandi
lagfæringum, þar sem vakta-
vinna er stunduð.
Styttra er síðan Banda-
ríkjamenn hófu tilraunir í
einhverjum mæli með sveigj-
anlegan vinnutíma (stundum
kallaður hreyfanlegur vinnu-
tími hér á landi). Ástæðuna
má öðru fremur rekja til
áhuga þeirra á fjögurra daga
vinnuvikunni, sem mörg
bandarísk fyrirtæki hafa
tekið upp. Fjögurra daga
vinnuvikan gerir ekki ráð
fyrir vinnutímastyttingu,
eins og þegar vinnuvikan var
stytt úr sex dögum í fimm. í
ofangreindri þingsályktun-
artillögu sjálfstæðismanna
er þess getið til gamans, að
sá, sem fyrstur setti fram
ítarlegar hugmyndir um
fjögurra daga vinnuviku og
Sveigjanlegur vinnutími
svarað geta þörfum fjöl-
skyidunnar — m.a. fjöl-
skyldna einstæðra foreldra
og foreldra barna með sér-
þarfir — er sveigjanlegur
vinnutími. Menn verða að
taka mið af fjölskyldunni.
breyttum fjölskylduháttum
og skilyrðislausum rétti
kvenna til þátttöku á hinum
almenna vinnumarkaði.
Óafgreidd þings-
ályktunartillaga um
sveigjanleika vinnutíma
9. Veturinn 1978-1979
fluttu þingmennirnir
Friðrik Sophusson og
Ragnhildur Helgadóttir
ályktunartillögu á Alþingi
um sveigjanlegan vinnu-
tíma hjá ríkisfyrirtækjum
og ríkisstofnunum. Þá
náði tillagan ekki fram að
ganga. I janúar sl. var
hún endurflutt af Friðrik
Sophussyni og Salóme
Þorkelsdóttur og hlaut
hún ekki afgreiðslu á því
þingi. Ályktun þingmann-
anna hljóðar þannig: Al-
þingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að 1) láta
kanna, að hve miklu leyti
sé hægt að koma við
sveigjanlegum vinnutíma
starfsmanna ríkisfyrir-
tækja og ríkisstofnana, 2)
koma slíkri vinnutilhögun
á, þar sem slíkt þykir
henta.
í greinargerð með til-
lögunni segir: í stefnuyf-
irlýsingu Sjálfstæðis-
flokksins um efnahags-
mál, sem kynnt var fyrir
skömmu, er í kaflanum
um kjaramál komizt svo
að orði m.a.: „Kaupmáttur
á vinnustund verði aukinn
með sveigjanlegum
vinnutíma, starfshvatn-
ingu og hagræðingu." Með
stefnuyfirlýsingunni um
sveigjanlegan vinnutíma
leggur Sjálfstæðisflokk-
urinn áherzlu á mikilvægi
þess, að vinnutilhögun
taki sem mest tillit til
mismunandi einkaað-
stæðna starfsfólks. Þess-
ari þingsályktunartillögu
er ætlað það hlutverk að
leggja til við stjórnvöld að
þau færi sér í nyt kosti
sveigjanlegs vinnutíma,
þar sem það þykir henta,
þegar tekið er tillit til
þjónustuhlutverks stofn-
ana og fyrirtækja annars
vegar og haft hefur verið
samráð við starfsmenn og
stjórnendur þeirra hins
vegar.
Svo snar þáttur sem
vinnan er í lífi fólks,
hlýtur það að vera eðlilegt
keppikefli að gera hana
sem léttbærasta. Sífellt er
unnið að endurbótum á
þessu sviði, og á síðustu
áratugum hafa rutt sér til
rúms fjölmargar nýjung-
ar, sem lúta að bættum
búnaði starfsfólks. Sveigj-
anlegur vinnutími er mik-
ilvægt tæki til að koma til
móts við óskir fólks, sem
er þrúgað af harðstjórn
fasts vinnutíma, sem tek-
ur ekkert tillit til mis-
munandi aðstöðu ein-
staklinganna í einkalíf-
inu.
Ilvað er sveigjan-
legur vinnutími?
Á vinnustöðum þar sem
sveigjanlegur vinnutími er
notaður má skipta vinnutím-
anum í sveigjanlegan tíma
og kjarna (þ.e. fastan vinnu-
tíma, skyldutíma). Við getum
hugsað okkur, að skylduvið-
verutími (kjarni) sé milli kl.
10—15, en starfsfólkið ráði
sjálft, hvenær það kemur til
vinnu milli kl. 8—10 og fer
frá vinnu milli kl. 16—18.
Tíminn frá 8—10 og kl.
16—18 kallast sveigjanlegur
vinnutími. Jafnframt er
hugsanlegt, að um sveigjan-
legan matartíma sé að ræða,
t.d. eina klukkustund milli
kl. 11.30 og 13.30 (t.d.
11.30- 12.30, 12-13 eða
12.30— 13.30). Vinnutíma-
uppgjör fer fram einu sinni á
dag (8 stundir), einu sinni í
viku (40 stundir) eða einu
sinni í mánuði (173,33 stund-
ir). Mjög mismunandi reglur
gilda um þetta efni eftir
fyrirtækjum og að sjálfsögðu
þarf að laga kerfið að að-
stæðum á hverjum vinnu-
stað. Þannig getur verið
ástæða til þess, að vinnufé-
lagar semji um vinnutíma
sín á milli, einkum ef lág-
marksfjöldi starfsmanna
þarf að vera viðstaddur á
sveigjanlega tímanum.
Frumkvæði Skeljungs
hér á landi - upp-
hafið í V-Þýzkalandi
Fyrsta fyrirtækið, sem tal-
ið er að hafi tekið upp
sveigjanlegan vinnutíma, er
Messerschmitt-Bölkow-
- fjölskyldan og
mismunandi
aðstæður
starfsmanna
í fyrirrúmi
Blohm í Ottobrunn, einu af
úthverfum Múnchen-borgar í
Vestur-Þýzkalandi, en það
var árið 1967. Ástæðurnar
voru aðallega tvær: Annars
vegar strjálar ferðir almenn-
ingsvagna frá íbúðarhverf-
um borgarinnar og hins veg-
ar erfiðleikar á endurnýjun
starfsfólks, sérstaklega úti-
vinnandi húsmæðra. Starfs-
mannastjóri fyrirtækisins,
Hillert, fékk hugmyndina
hjá frú Christel Kaemmerer,
sem tveimur árum áður
kynnti tillögu sína um
breytilegan vinnutíma, en
honum var ætlað að örva
giftar konur til þátttöku í
atvinnulífinu. Hugmyndin
var í þá veru, að starfsmenn
sama fyrirtækis vinni mis-
munandi vinnudag. Sumir
byrji alltaf kl. 8, aðrir alltaf
kl. 9 og enn aðrir alltaf kl. 10.
Vinnutíminn sé 8 stundir hjá
öllum starfsmönnunum.
Segja má, að sveigjanlegur
vinnutími hafi farið sigurför
um álfuna á undanförnum
árum og sífellt fleiri og fleiri
fyrirtæki gera nú tilraunir
með þetta fyrirkomulag.
Fyrst í stað var tilhögunin
nær eingöngu hagnýtt fyrir
kannaði málið gaumgæfi-
lega, var frú Riva Porr í bók
sinni „4 Days 40 Hours“. Er
það drcgið fram til að undir-
strika framlag kvennanna
tveggja, þeirra Kaenirnerer
og Porr, til þessara nýmæla
á sviði vinnutilhögunar.
Sveigjanlegur vinnutími
hefur þó unnið á í Bandaríkj-
unum og nú munu 6% allra
launþega þar njóta þessa
fyrirkomulags, en það er
tvöfalt fleiri en fyrir fjórum
árum.
Snemma á árinu 1974 hóf
Skeljungur tilraun með
sveigjanlegan vinnutíma
starfsfólks. Þessu nýja fyrir-
komulagi kynntust forráða-
menn fyrirtækisins hjá
Norsk Shell, sem hafði haft
þennan hátt á um hríð.
Tilraun Skeljungs hlaut góð-
ar viðtökur hjá starfsfólki
fyrirtækisins og í framhaldi
af því hafa fleiri fyrirtæki
hér á landi tekið þennan hátt
upp, m.a. Olíuverzlun ís-
lands, Flugleiðir, Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar og
Skýrsluvélar ríkisins og
Reykj avíkurborgar.
Auk þeirrar hagræðingar
sveigjanlegs vinnutíma að
fólk getur með honum hagað
sínum vinnutíma frekar að
eigin ósk og aðstæðum í stað
hinna föstu tíma, getur þessi
vinnutilhögun t.d. stytt þann
tíma, sem báðir foreldrarnir
eru að heiman frá börnum
sínum, ef þeir báðir starfa á
vinnustöðum þar sem sveigj-
anlegur vinnutími tíðkast.
Vonandi hlýtur tillaga
þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins um sveigjanlegan
vinnutíma hjá ríkisfyrir-
tækjum og ríkisstofnunum
afgreiðslu á þingi í vetur.
Fordæmi á þeim vettvangi
(og þeirra fyrirtækja, sem
þegar hafa tekið þennan hátt
upp) hvetur til almennari
aðgerða í þessa átt — fjöl-
skyldan á að vera í fyrirrúmi
í öllu tilliti.