Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980
35
Hvers vegna var þjóð hans svo
óviðbúin stríði? Hvers vegna
kepptust allir fjölmiðlar við að
halda því fram, þrátt fyrir greini-
leg merki um hið gagnstæða, að
fjandmennirnir gætu aldrei sigrað
einn einasta þumlung af ættjörð
þeirra? Hvers vegna voru sovézkir
stríðsfangar taldir svikarar?
Og hann man enn eftir hugarvíli
sínu, þegar hann fékk aðgang að
leyniskýrslu Krúsjefs árið 1956
um Stalín-tímabilið, en þá var
stjarna hans sjálfs tekin að rísa
ört á hvelfingu sovézka kerfisins.
„Við fundum til auðmýkingar. Það
voru ekki aðeins hreinsanirnar.
Það rann upp fyrir okkur að
heimskuleg mistök Stalíns höfðu
að líkindum kostað 20 milljónir
Rússa lífið í stríðinu."
Efasemdir hans urðu alvar-
legar, er hann gerðist sérfræðing-
ur þjóðar sinnar í afvopnunarmál-
um, skrifaði tvær bækur um efnið
og varð aðaltalsmaður um það í
New York og Genf.
„í upphafi trúði ég því í raun og
sannleika að það ríkti einhver
einlægni meðal Sovétmanna varð-
andi afvopnunarviðræðurnar. En
smám saman skildist mér að
áróðrinum bar aldrei saman við
raunveruleikann.
Sú reynsla sem varð mesti
lærdómur minn var þegar mér
skildist að herforingjar okkar
hlógu dátt að afvopnunarmálun-
um. Meðan viðræður fóru fram,
voru þeir að vinna að stórfelldri
áætlun um endurnýjaða vopnvæð-
ingu.
Friðsamleg sambúð var aðeins
blekking. Samhliða upprennandi
Judy Chaves: handbendi Sovét-
manna eða rétt og slétt vændis-
kona?
þíðu var verið að koma á fót
ógnarlegustu hernaðarvél í sögu
þjóðarinnar. Þetta var allt ósvikin
hræsni.
Því lengur sem ég þjónaði landi
mínu og því hærri stöðu sem ég
fékk, þeim mun betur sannfærðist
ég um að hin yfirlýsta stefna
lands míns væri stefna áreitni,
útþenslu og kúgunar annarra
þjóða.
Að lokum tók andlegur ferill
minn að skapa viðbjóð innra með
mér sem átti skylt við líkamlega
velgju.
Forréttindin sem fylgdu hárri
stöðu minni færðu mér hvorki fró
né gleði því að til er sá sársauki er
vex í hugskoti manns sem verður
þess smám saman áskynja að
hann er þátttakandi í grimmilegu
og hættulegu þjóðfélagi."
í næstum 20 ár var Shevchenko
meðlimur innsta hrings þjóðar
sinnar og var í vitorði um hinar
leyndustu hugmyndir hennar um
alþjóðamál. Hvaða skoðanir hefur
hann á vettvangi alþjóðamála um
þessar mundir?
Pólland: Eftir Afganistan og
eftir að bætt sambúð milli Rússa
og Bandaríkjamanna beið skip-
brot, var eitt af meginmarkmiðum
Rússa að reyna að bjarga slökun-
arstefnunni í Evrópu. Nú ógna
atburðir í Póllandi þessu mark-
miði.
Þrátt fyrir þetta munu Rússar
skerast í leikinn, ef ástandið fer að
ógna sambandi Póllands við Sov-
étríkin. Það verður að hafa í huga
að dómgreind rússneskra leiðtoga
blindast þegar í hlut á eitt af
leppríkjunum.
Slökunarstefnan: Ég hætti
aldrei að furða mig á hversu
margir á Vesturlöndum taka yfir-
lýsingar Sovétmanna um slökun-
arstefnuna trúanlegar.
Þessu fólki skjátlast hrapallega.
Það hefur gleymt því að grund-
vallartakmark sovézkra leiðtoga
er endanlegur sigur sósíalismans
um allan heim. Þrátt fyrir
skammtímaloforð, breytast þessi
markmið aldrei.
Það er áríðandi að skilja þessi
markmið í raun og veru og láta
ekki stjórnarerindreka Sovét-
manna villa sér sýn með skjalli
sínu við Evrópuþjóðir og loforðum
um friðsamlega sambúð."
KGB: Vald KGB er að eflast og
hætta er á að Rússland þokist
aftur til ógnaraldar Stalíns.
KGB-menn geta gert hvað sem
þeim sýnist, veitt fólki eftirför,
hlerað hjá því, sent það í burtu,
opnað póstinn, haldið fólki og
tekið það fast, sent það á geð-
veikrahæli ... allt saman án
skriflegrar heimildar.
Afganistan: Sovétríkin ógna
heimsfriðnum svo geigvænlega að
ef áreitni þeirra er ekki refsað á
raunhæfan og öflugan hátt mun
heimurinn verða kominn undir
yfirráð stjórnarinnar í Moskvu
áður en mjög langt um líður.“
Sameinuðu þjóðirnar: Vegna
þeirrar verndar sem stofnunin
veitir eru Sameinuðu þjóðirnar
gullnáma fyrir njósnir Rússa. Ég
áætla að af hinum 800 Sovét-
mönnum sem vinna i New York
séu allt að 50 prósent sem vinna á
einn eða annan máta fyrir KGB og
njósnastofnanir.
Nú eru tvö ár og fjórir mánuðir
síðan hann flúði. Hinir löngu
mánuðir meðan yfirheyrslur og
upplýsingaöflun CIA og annarra
vestrænna njósnastofnana stóðu
yfir, eru nú á enda.
Shevchenko er kvæntur á ný
Elaine Jackson sem stundar fjár-
málaviðskipti í Suðurríkjunum.
Brúðkaup þeirra fór fram sex
vikum eftir að þau kynntust, sjö
mánuðum eftir lát eiginkonu
hans.
Hún er tólf árum yngri en hann
og jafn lífleg og félagslynd og
hann er einrænn. Og hann virðist
tilbiðja hana.
Shevchenko sem er sagður fá 17
milljónir króna í árslaun sem
„ráðgjafi" hjá CIA, lifir „hóg-
væru“ lífi í iitlu húsi í úthverfi
Washington sem keypt er fyrir
lánsfé auðvaldsins og búið undra-
verðum rafeindaöryggisútbúnaði
sem myndi nægja til að fylla
gullgeymslur í Fort Knox.
Um eitt atriði er hann afdrátt-
arlaus: „Ég hef nú tekið þá
ákvörðun að lifa lifinu fyrir
opnum tjöldum. Ég ætla ekki að
láta gera á mér andlitsaðgerð og
búa í einhverju krummaskoti í
Mið-Vesturríkjunum.
Ég hef köllun í lífinu. Mig
langar að halda fyrirlestra og
greina umheiminum frá sovézka
kerfinu. Því meir sem ég er í
sviðsljósinu því minni eru líkurn-
ar til að þeir reyni að drepa mig.“
Og hvað á svo að halda um
Arkady Shevchenko? í hinu stöð-
uga áróðursstríði er hann mikil-
vægur leikmaður. Enginn nema
kjáni tæki allt sem hann segir sem
heilagan sannleika.
Flúði hann vegna þess að yfir-
boðarar hans í Kreml komust að
því að hann vann sem gagnnjósn-
ari fyrir Bandaríkjamenn? Hann
neitaði að ræða það við mig og
hélt því fram að hann hefði aldrei
stundað njósnir fyrir nokkurn
aðila.
Ber að líta svo á að með
andsovézkum athugasemdum sín-
um sé hann aðeins að vinna fyrir
brauði sínu hjá hinum nýju hús-
bændum sínum, CIA? Eg get
einungis greint svo frá að í eigin
persónu virtist hann einlægur en
ef til vill fullgagntekinn af eigin
málstað.
Sársauki manns sem aldrei mun
sjá dóttur sína framar var vissu-
lega ósvikinn. Og svo var einnig
um trega hans, er hann ræddi um
fyrri konu sína.
Sú staðreynd blasir engu að
síður við að þótt deilt sé með
þremur í allt sem Arkady Shev-
chenko hefur að segja, er framtíð-
arspá hans ógnvekjandi.
Þakka frændfólki
og vinum hlýhug og
gjafir á 60 ára of-
Tnæli mínu.
Oddur
Kristjánsson.
Karlakórinn
Fóstbræður
getur bætt viö sig söngmönnum í allar raddir.
Upplýsingar veittar í síma 24871 eftir kl. 6 í dag og
næstu daga.
í
i
SJONVARPSBÚÐIH
BORGARTUNI 18 REYKJAViK SlMI 27099
Ælis&MnfiJté .«& J- ,«r -
Treval hf.
Aralöng reynsla í framleiðslu
baðinnréttinga
Látið fagmanninn annast innréttingarnar.
Nýjar innréttingar í sýningarsal okkar aö Nýbýlavegi 4, Kóp.
Komum heim, teiknum og gefum ráöleggingar
yöur aö kostnaöarlausu. Hagstæöir greiösluskilmálar.
Opid laugardag 13—17, sunnudag 13—18.