Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 227. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Esquivel talar við fréttamenn eftir tilkynninguna um útnefningu friðarverðlauna Nóbels i ár. Símamynd ap. Friðarverðlaun Nóbels: Valið kom á óvart - en mælist vel f yrir Ósló, 13. október. — AP. ARGENTÍNUMAÐURINN Adolfo Perez Esquivel, hlaut i dag friðarverðlaun Nóbels. John Sannes, formaður Nóbelsnefndarinn- ar sagði, að Esquivel hlyti friðarverðlaunin í ár, vegna þess, að „hann hefur helgað líf sitt mannréttindum siðan 1974.“ Esquivel er leiðtogi Servicio stofufangelsi þar til síðastliðið Paz Y Justicia-samtakanna. Þau hafa aðalstöðvar í Buenos Aires en einnig hafa samtökin skrif- stofur í mörgum ríkjum latnesku Ameríku. Esquivel er arkitekt og mynd- höggvari. Hann hefur barist hat- rammlega gegn mannréttinda- brotum stjórnvalda í latnesku Ameríku og verið hnepptur í fangelsi. Fangelsun hans hratt af stað öldu mótmæla víðs vegar um heim og hann var látinn laus úr fangelsi ári síðar en hafður í vor. Utnefning Esquivel kom nokkuð á óvart í Noregi en mæltist vel fyrir. Knut Fryden- lund, utanríkisráðherra Noregs sagði, að útnefning Esquivel væri mönnum hvatning til að starfa að því, að mannréttindi verði virt víðs vegar um heim. Leiðtogar sósíalista og borgaraflokkanna í Noregi báru lof á Esquivel í dag, og lýstu ánægju sinni með val friðarverðlaunanefndarinnar. Sjá frétt: „Hefur barist gegn oíbeldi i mannlegum samskipt- um“ bls. 47. Sótt að Abadan úr öllum áttum Havfdad. Teheran. 13. október — AP. HARÐIR bardagar geisa nú um írönsku borgina Abadan. írakar hafa gert harðar loftárásir á borgina og sækja að henni á jörðu eftir að hafa farið yfir Korun-fljót, sem er miðja vegu milli Abadan og Khorramshahr. Talsvert mannfall var á báða bóga. írakar segjast hafa fellt 38 íranska hermenn í bardögum um borgina og skotið niður tvær íranskar þyrlur í dag. Sjálfir segjast þeir hafa misst 3 hermenn fallna og 14 særða. íranskar herþyrlur vopnaðar eldflaugum gerðu harðar árásir á íraska herliðið, sem sækir að borginni. íranir segjast hafa gjör- sigrað íraska herliðið, sem fór yfir Korun-fljót í átt að Abadan á laugardag. Irakar segjast hafa staðið af sér þyrluárásir Irana og að þeir sæki nú í átt að Abadan úr öllum áttum. BBC sagði í kvöld að írakar nálgist nú borgina. íranir segja að minnsta kosti 30 óbreytt- ir borgarar hafi fallið og 140 særst í loftárásum á Abadan. I borginni eru mestu olíuhreinsunarstöðvar í heimi. Enn er barist um Khorram- shahr en svo virðist sem borgin sé um það bil að falla í hendur írökum. Barist er um hvert hús í suðvestur-hluta borgarinnar, sem Iranir hafa haldið. Uti fyrir liggja fimm erlend skip — frá Italíu, Kína, Grikklandi og Júgóslavíu — öll mikið löskuð. Bani-Sadr, for- seti Irans, sagði í dag í orðsend- ingu tií Kurt Waldheims, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að ekkert benti til að íranskar hersveitir hefðu skotið á skipin. Sjónarvottar segja hins vegar, að íranskir hermenn hefðu skotið á skipin og einnig á skip- verja þegar þeir reyndu að forða sér syndandi til lands. Bani-Sadr sagði að Iranir væru reiðubúnir að hleypa þeim um 60 skipum, sem hafa lokast inni vegna stríðsins, frá Shatt-El- Arab. Þau yrðu þá, að setja upp fána Sameinuðu þjóðanna. Fyrirhugaðri ráðstefnu araba- ríkja, sem fram átti að fara í Amman dagana 25.-26. nóvem- ber, verður að líkindum frestað vegna stríðs írana og Íraka. Arabaríki eru skipt í stuðningi sínum við stríðsaðila. Jórdanía Enn er fólki bjargað á lífi úr rústum E1 Asnam EI Asnam, 13. október. — AP. NOKKRIR jarðskjálftar urðu á E1 Asnam-svæðinu í dag og ollu skelf- ingu meðal fólks. Fjaiíaþorpið Bordj Bounama, uin 20 kilómetra fyrir sunnan borgina, lagðist í rúst í jarðskjálftunum í dag. Hins vegar beið enginn bana. Á milli 40 og 50 hús hrundu í dag, en þar sem allir íbúar höfðu verið fluttir á brott urðu engir mannskaðar. Að minnsta kosti 30 hús hrundu i jaröskjálftanum á föstudag og fjöl- margir ibúar þorpsins biðu þá bana. Skelfing greip um sig i flóttamannahúðum i E1 Asnam og konur og börn hlupu i skelfingu sinni út á bersvæði. Dag og nótt hefur verið unnið að björgun slas- aðra úr rústum borgarinnar. Stöð- ugt finnast lik i rústunum. Björg- unarfóiki tókst að bjarga mörgum lifandi en illa siösuðum úr rústuíi- um i dag, þremur dögum eftir hinn mannskæða jaröskjálfta. Gífurlegir erfiðleikar eru á svæð- inu. Brú, sem laskaðist í úthverfi E1 Asnam í jarðskjálftanum á þriðju- dag hrundi í dag þegar þungar vinnuvélar fóru um. Ekki hefur enn tekist að meta hve margir hafa farist í jarðskjálftanum. í upphafi var óttast að allt að 20 þúsund manns eða meir hefðu farist en vonir standa nú til, að tala hinna látnu sé ekki svo há. Einn stjórnandi björg- unarstarfsins sagði í kvöld, að nú hefði tekist að ná 1600 líkum úr rústunum í E1 Asnam. Hins vegar væri ljóst að líklega væru enn þúsundir grafnir undir braki í borg- inni. Þá er ljóst, að margir létust í Björgunarmenn leita í rústum húsa er jöfnuðust við jörðu í jarðskjálftum í borginni E1 Asnam í Alsír. Slmamynd — AP nálægum fjallaþorpum í jarðskjálft- anum og skriðum, sem komu í kjölfarið. Talið er, að 50 þúsund manns hafi slasast í jarðskjálftan- um og að yfir 100 þúsund manns séu nú heimilislausir en alls er talið að 250 til 400 þúsund manns hafi á einn eða annan hátt orðið fyrir barðinu á jarðskjálftanúm á föstudag, Hjálp berst nú víða að til Alsír. Stöðugur straumur erlendra og inn- lendra hjálparsveita hefur verið til E1 Asnam og nágrenni. Það hefur tafið hjálparstarfið að stjórnvöld í Alsír hafa ekki getað sagt til um, hvers konar aðstoð kæmi sér best. DC-8 þota Cargolux fór í kvöld frá Kaupmannahöfn áleiðis til Alsír með matvæli og lyf frá dönsku Rauða kross félögunum. Bandaríkin, Sovétríkin, Frakkland og Bretland hafa sent læknalið, neyðarsjúkrahús og hundruð tonna læknalyfja til jarðskjálftasvæðanna. Rauða kross- félög frá 19 Evrópulöndum hafa sent teppi, tjöld, lyf og matvæli áleiðis til Alsír. Þá hafa Arabaríkin heitið Alsír aðstoð. Stjórnvöld í Alsír hafa tilkynnt, að E1 Asnam verði endurbyggð frá grunni. Borgin hrundi í öflugum jarðskjálfta 1954 og hafði verið endurbyggð. Neyðarástandi var lýst yfir í öllu E1 Asnamhéraði. í fyrsta sinn frá því Alsír fékk sjálfstæði árið 1962, var einni helstu trúarhátíð Araba aflýst í landinu. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Sjá nánar fréttir bls. 18 og 19. hefur lýst yfir eindregnum stuðn- ingi við Iraka og ríkin við Persa- flóa hallast að stuðningi við Iraka. Hins vegar hafa Líbýumenn lýst yfir stuðningi við írani og írakar segjast hafa sannanir fyrir því, að Sýrlendingar hafi sent Irönum vopn. Sjá einnig frétt: „Sovézk að- stoð við bæði írani og íraka" bls.46. Ráðist á Rússa í Kabúl Nýju Delhi. 13. október. — AP. FRELSISSVEITIR Afgana hafa undanfarið fært sig upp á skaftið í Kabúl. höfuðborg Afg- anistans. Siðastiiðinn fimmtu- dag gerðu Afganir sovéskum herflutningabil, hlöðnum her- mönnum. fyrirsát í miðborg Kabúl. Fyrirsátin var gerð um miðjan dag. Frelsissveitar- menn köstuðu handsprengjum að bilnum og skutu á hann úr vélbyssum. Nokkrir sovésku hermannanna i bilnum biðu bana og margir særðust. Fyrirsátursmennirnir voru þrír og munu þeir hafa falið sig í trjám, skammt frá diplómata- hverfinu í Kabúl. Strax eftir fyrirsátrið þustu sovéskir her- menn og lögregla á staðinn og settu upp vegartálma. Fyrirsát- ursmennirnir komust undan. í fréttum frá Nýju Delhi segir, að frelsissveitir Afgana verði sí- fellt djarfari í árásum á Sovét- menn í höfuðborginni. Einn virtasti blaðamaður Indlands, Kuldip Nayar var fyrir skömmu í Kabúl. í fréttum sínum segir hann, að næstum 20 þúsund frelsissveitarmenn séu í Kabúl og frelsissveitir hafi auk þess myndað hring um borgina. Bæði Sovétmenn og Kabúlstjórnin standa berskjölduð gagnvart hættunni af árásum frelsis- sveita, því almenningur segir ekki til uppreisnarmanna og þeir eru sem hluti af íbúum borgarinnar. Þannig hafa borist fréttir um árás á tvær sovéskar konur á markaði í Kabúl. Þær voru stungnar til bana. Þá hafa uppreisnarmenn ráðist á bæði meðlimi kommúnistaflokksins og Sovétmenn að degi til, víðs vegar um borgina. Tyrkneskri þotu rænt Ankara. 13. október. — AP. BOEING 727-þotu tyrkneska flug- félagsins var rænt í innanlandsflugi með 148 farþega í kvöld. Þegar Mbl. fór í prentun var þotan á Diyar- bakir-flugvellinum í suðurhluta landsins. Hermenn höfðu þá um- kringt þotuna. Flugræningjarnir eru sex. í fyrstu var talið að þeir væru íranir en síðustu fréttir herma, að þeir séu tyrkneskir vinstri-öfgamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.