Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 3 Eskifjörður: Bátum vís- að frá vegna mikils afla Rskifirði. 13. október. MJÖG mikil sildveiði var hér inni á Reyðarfirði og Mjóafirði i nótt öjí hefur verið alla heljrina. Læt- ur nærri að helgaraflinn nálgist 5 þúsund tunnur. Nótaskipin hafa fengið mjög góðan afla hér i fjörðunum og kom Sæbergið tvi- vegis með 60 tonn í hvort skipti. Votabergið kom með 60—70 tonn i morgun og Geiri Péturs kom með 60 tonn í gær og 50 tonn i dag. Reknetabátar hafa aldrei verið fleiri í firðinum en nú og taldi ég 15 báta draga hér rétt við bæinn í morgun og voru þó einhverjir komnir inn. Aflinn hjá þeim var ágætur eða allt að 400 tunnur á bát. Vitað var að Skógey var með 400 tunnur og flestir hinna með 100 tunnur eða þar yfir. Fyrir- sjáanlegt er að ekki er hægt að anna öllum þessum afla hér í dag og verður því að vísa bátum frá. Fyrir helgina fréttist af síld í Meðallandsbug og fóru flestir reknetabátanna þangað suður að tveimur undanskildum, Æskunni og Jóni Bjarnasyni, og fengu þeir góðan afla þessa daga. Nú eru hinir allir komnir aftur og gott betur, því að bátar af Suðurnesj- um og Snæfellsnesi hafa bæzt við. Saltað var alla helgina hjá Sæ- bergi og Friðþjófi og saltað allt til 3.30 á næturnar og í morgun var byrjað klukkan 6 hjá Auðbjörgu. Geysileg atvinna er því í síldinni, hún er alltaf söm við sig og gerir allt vitlaust þar sem hún gefur S'K - Ævar. Gott verð fyrir léleg- an fisk FJÖGUR fiskiskip lönduðu afla sínum eriendis i gær, en á næstunni dregur mjög úr siglingum íslenzkra skipa til erlendra hafna. Rán seldi 114,6 tonn í Grims- by fyrir 83,7 milljónir króna, meðalverð 730 krónur. Það vekur athygli, að þetta verð skuli þó fást fyrir afla Ránar þar sem umboðsmenn í Bret- landi mátu gæði fisksins sem óviðunandi. Bylgja VE seldi 59,5 tonn í Fleetwood fyrir 45,5 milljónir, meðalverð 764 krónur. Afli Bylgjunnar fékk einkunnina 2 hjá umboðsmönnum eða við- unandi. Ársæll Sigurðsson landaði 55,4 tonnum í Hull fyrir 43,3 milljónir, meðalverð 782 krónur. Lokið verður að landa úr skipinu í dag. Þá seldi Jón Vídalín 139,3 tonn í Cuxhaven fyrir 75,9 milljónir, meðalverð 545 krónur. Yitni vant- ar að slysi Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að slysinu, sem varð á Vesturgötu um hálftvö-leytið á laugardaginn. Þá ók bifreið á 10 ára dreng á hjóli. Drengurinn slasaðist mjög mikið, hlaut beinbrot, höfuðhögg og skarst mikið. Slysið varð rétt vestan gatnamóta Vesturgötu og Ægisgötu, á móts við húsið númer 32. Þeir, sem urðu vitni að slysinu eru beðnir að snúa sér strax til slysarannsóknadeildarinnar í síma 10200. Halldóra Bjarnadóttir 107 ára: Aldursmet á íslandi og Norðurlöndunum HALLDÓRA Bjarnadóttir er 107 ára í dag. Hún er ekki aðeins elsta kona á íslandi. heldur líka elsti íslendingur. fyrr og síðar, að því er best er vitað. Einnig mun hún eiga aldursmet á Norð- urlöndum og fylgjast blöð á Norðurlönd- um með henni. einkum í Noregi, þar sem hún var lengi kennari í Moss upp úr aldamótum. Halldóra Bjarnadóttir 107 ára. Myndina tók Sigursteinn Magnússon, af henni fyrir helgina. Halldóra dvelur á Héraðshælinu á Blöndu- ósi. Hún er nú að mestu rúmliggjandi, fer fram úr og í stól tvisvar til þrisvar sinnum á dag og blaðar þá gjarnan í bók. Ellin sækir á og fer henni hægt hnignandi. Nú orðið þarf að hjálpa henni að borða. Hún heyrir illa, en tekur þeim ljúflega með brosi, sem koma til hennar. Og hún tekur enn engin lyf, að því er Sigursteinn Magnússon, yfirlæknir tjáði Mbl. Henni líður vel á Héraðshælinu, þar sem vel er um hana hugsað. í dag ætla Kvenfélagskonur á Blönduósi að venju að halda upp á 107 ára afmælið með Halldóru Bjarnadóttur, hafa kaffi og afmæl- iskringlu uppi í Baðstofunni á Héraðshælinu. Þeir sem eiga DAIHATSU CHARADE finna minnst fyrir bensínhækkuninni Nú hefur enn ein stórfelld bensínhækkun skollið yfir og sífellt verður þyngra að eiga og reka einkabifreið- ina. Allir finna fyrir bensínhækkun, en það er staðreynd að þeir sem eiga DAIHATSU CHARADE finna minnst fyrir henni af þeirri einföldu ástæöu að DAIHATSU CHARADE er sparneytnasti bíllinn sem völ er á í dag. Frá því að DAIHATSU CHARADE kom á markaðinn hefur hann sigrað í sparaksturskeppnum um allan heim, og hér á íslandi á hverju ári frá því að fyrstu bílarnir komu hingað haustið 1978. í utanbæjarakstri eyðir DAIHATSU CHARADE 5—6 lítrum per. 100 km og 6—7 í innanbæjarakstri. Þeir sem eiga DAIHATSU CHARADE geta því brosað útí annað, þegar þeir borga bensínið. Nokkrir bílar til afgreiöslu strax Á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI Kr. 5.663.000.- — meö ryövörn og hér er um deluxe gerö aö ræöa. Fullkomin vidgeröa- og varahlutaþjónusta. DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23, sími 85870 og 39179.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.