Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 5 Lifnar yfir loðnu- veiðunum IIELDUR lifnaði yfir loðnuveið- unum um heljdna eftir 12 daxa án þess að nokkur loðna veiddist. Loðnan fékkst nú aðallejta um 130 milur norður af SÍKÍufirði eða nokkru austar og norðar en áður. Eftirtalin skip tiikynntu afla til Loðnunefndar um helgina: Sunnudagur: Víkingur 200, Gísli Árni 400, Skírnir 400, Örn 400, Sæbjörg 70. Haförn 680, Albert 590, Harpa 590, Magnús 470, Hilmir 560, Þórð- ur Jónasson. höfuðborgarsvæðinu aðfararnótt sunnudagsins. Lentu margir í basli þegar þeir reyndu að komast leiðar sinnar eins og meðfyigjandi mynd úr Breiðholtinu ber með sér. Ljósm. Mhl. Július. Eiður Guðnason alþingismaður: Það sem þarf að gera í málum Flugleiða þarf að gera fljótt „VIÐ þingmenn Aiþýðuflokksins höfum óskað eftir skýrslu sam- gönguráðherra um Flugleiðamálið til að fá fram umræður um það i þinginu. Eftir þeim upplýsingum. sem ég hef, verður þetta allt að gerast mjög fljótt, það sem þarf að gera i málum félagsins." sagði Eiður Guðnason. alþingismaður, sem sæti átti i nefnd þingmanna, er fjallaði um rikisábyrgð fyrir Flug- leiðir, þegar Mbl. spurði hann í gær álits á Flugleiðamálinu og síðustu atburðum þess, þ.á m. bréfi fjár- málaráðherra. „Alþýðubandalagið hefur leikið Ijótan leik i öllu þessu máli og ég held, að réttast sé að segja. að það virðist vera stefna Alþýðubandalagsins að reyna að greiða fyrir því að rekstur þessa fyrirtækis stoðvizt. Þingflokkur Alþýðuflokksins hef- ur ekki rætt þetta mál sérstaklega vegna síðustu atburða og ekki fjallað um bréf fjármálaráðherra. Eg er hins vegar ekki inn á því að það leysi vanda félagsins, að því verði gert að selja hótel og skrifstofuhúsnæði, þótt hins vegar sé það matsatriði, hvort Flugleiðir eigi að standa í rekstri bílaleigu. í meginatriðum er mín afstaða sú, að þessi staða fyrirtækisins eigi sér bæði utanaðkomandi orsakir, eins og harða samkeppni og hækkandi olíu- verð, og einnig á félagið við innri vandamál að stríða, eða ósam- komulag, sem að hluta til má telja afleiðingu þess að sameining flug- félaganna var fyrir tilstuðlan ríkis- ins fremur framkvæmd af kappi en forsjá. Einnig orka ýmsar veiga- miklar fjárfestingarákvarðanir stjórnar félagsins mjög tvímælis. Enginn gat séð fyrir vandamálið, sem kom upp vegna DC-10 málsins, en mér fannst ákvörðunin um kaup vélarinnar tekin með undarlega skjótum hætti. En meðal annars vegna þess, að mér finnst ríkið hafa skyldum að gegna við Flugleiðir vegna samein- ingarinnar tel ég eðlilegt að veitt verði aðstoð til þess að halda málum áfram í eitt ár meðan menn eru að gera upp sinn hug um framhaldið. Og persónulega sé ég ekkert unnið við þau skilyrði, sem hafa verið talin upp. Varðandi þá aðstoð, sem Flugleið- ir hafa farið fram á varðandi annan flugrekstur en Atlantshafsflugið, þá held ég að sú aðstoð verði að koma til, ef sá rekstur á ekki alveg að stöðvazt. Á fundi með þingflokki Alþýðuflokksins á föstudagsmorgun gerðu þeir Sigurður Helgason og Örn Johnson grein fyrir stöðunni og þar kom fram, að þeirra lausaskuldir eru miklar og svigrúmið mjög lítið. Þetta mál þarf því að koma til kasta Alþingis sem fyrst." Pétur Sigurðsson alþingismaður: Ut í hött að sjómenn eigi ekki að beina kröfum til útvegsmanna „ÉG tel að ekki hafi verið rétt að þessu staðið," sagði Pétur Sig- urðsson, alþingismaður. er Mbí. spurði hann í gær álits á siðustu Kiwanishreyfingin á íslandi heldur K-dag 18. októher n.k. Þá afla Kiwanismenn fjár til styrktar geðsjúkum og vinna undir orðun- um „gleymum ekki geðsjúkum" eins og á K-degi 1977. Á K-degi vilja Kiwanismenn minna alla landsmenn á vandamál geðsjúkra og þá aðstöðu sem þeim er búin í okkar þjóðfélagi. Þar sem geðsjúklingar eiga erfitt með að berjast fyrir hagsmunamálum sín- um, vilja Kiwanismenn rétta þeim hjálparhönd. í því augnamiði selja Kiwanis- menn K-lykilinn 18. október nk., og rennur allur ágóði af sölu lykilsins til að byggja endurhæfingarheimili fyrir þá geðsjúklinga, sem hafa verið undir læknishendi, eftir dvöl á sjúkrahúsi, áður en þeir hverfa til síns heima. Að mati sérfróðra manna er fiskverðsákvörðun og hækkun olíugjalds. „Ég tel, að það sam- komulag sem varð með hags- munaaðilum i vetur hafi náðst þörfin fyrir slíkt heimili mjög brýn, og myndi létta mjög á geðsjúkra- húsunum. Það er því von Kiwanishreyf- ingarinnar að íslendingar taki vel á móti Kiwanismönnum á K-degi og kaupi af þeim K-lykilinn. (Fréttatilk.) meðal annars vegna þess að oliugjaldið var stórlækkað og þvi sé i raun nú verið að rifta þeim kjarasamningi. Alþingi á ekki að samþykkja að þetta olíugjald komi á aftur, fyrr en aðilar eru búnir að koma sér saman um nýjan kjarasamning. Það er út í hött, þegar formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna segir, að sjómenn eigi ekki að beina kröfum til útvegsmanna. Sjómenn hafa ekki að öðrum að snúa sér en útgerðarmönnum, sem þarna voru í samkrulli með ríkis- stjórninni. Annars er það auðvitað ekkert annað en sjálfsögð kurteisi Al- þingis að bíða með málið eftir sjómannasambandsþingi, sem hefst 23. þessa mánaðar." Heimilislínan fyrir unga fólkið wl Handunnin matar- og kaffisatt, ésamt ýmsum nytjahlutum úr karamik og steinlair. Furuhúsgögnin vekja mikla athygli og það að veröleikum. HAGSTÆÐ hi GREIÐSLUKJÖR L*-T HÖFDABAKKA 9 SIMI 85411 REYKJAVÍK Safna fé til að styrkja geðsjúka □ DÚN WATTEFNI 165 gr. □ HÖNNUN COLIN PORTER. □ VERÐ FRÁ 46.900.-. Fæst hjá OmKARNABÆ * og einkasöluaðilum hans um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.