Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980
Barnið með miðann:
Lítil, feimin, fjögurra ára gömul
stúlka kemur út í búð með saman-
brotinn miða hjá peningunum í
buddunni og segir við afgreiðslu-
stúlkuna: „Ég á að fá það sem
stendur á miðanum," og réttir
henni budduna með öllu saman.
Búðarstúlkan heilsar henni vin-
gjarnlega, les miðann og týnir
saman vörurnar. Sú litla fylgir
hverri hreyfingu hennar og ljómar
af ánægju þegar hún fær sjálf að
hjálpa til. Búðarstúlkan reiknar
út verðið, tekur peningana úr
buddunni, lætur afganginn ásamt
samlagningarmiðanum í hana aft-
skiptum. Það nýtur jafnmikillar
virðingar, og jafnvel enn meiri
vináttu en þótt um fullorðna
manneskju væri að ræða.
Þegar ferðunum í búðina fjölg-
ar, þarf sjaldan að skrifa á miða
það sem á að kaupa, og hún veit
jafnvel hvar hlutirnir eru, svo má
alltaf treysta á hjálp afgreiðslu-
fólksins ef á þarf að halda. Fari
svo að einhverntíma séu ekki nógu
miklir peningar í buddunni, veit
afgreiðslufólkið að óhætt er að
treysta börnunum til að fara með
vörurnar og koma með peningana
seinna.
Gmnnskóli vió-
skiptalífsins
ur og lætur síðan allt saman í
stóran og sterkan poka. Sú litla
arkar af stað heim á leið ánægð og
hreykin, vegna þess, að hún er í
alvöru að hjálpa mömmu með
innkaupin.
FJojíurra ára — og
fulljíildur aðili
í viðskiptalífinu
Þessi hversdagslegi atburður
þykir okkur svo eðlilegur og
sjálfsagður, að við veitum honum
varla athygli. Ég tel hins vegar að
hér sé um merkilegt atvik að
ræða.
Fjögurra ára gamalt barn er
tekið sem fullgildur aðili að við-
- eftir Óskar
Jóhannsson
Aldrei hefur barn brugðizt því
trausti i minni verzlun i þau tæp
30 ár sem hún hefur starfað.
NotadrjÚK reynsla
Ef við gerum ráð fyrir að litla
stúlkan hjálpi mömmu sinni við
innkaupin næstu tvö árin, veit hún
meira um verzlun og viðskipti 6
ára gömul, en margir unglingar 16
ára sem ekki hafa átt þess kost að
komast í snertingu við störf full-
orðna fólksins.
Leikur barna mótast öðru frem-
ur af að líkja eftir störfum
fullorðna fólksins. Ekkert jafnast
þó á við alvöru þátttöku í hinum
ýmsu störfum sem eru fræðandi
og þroskandi og munu alltaf koma
sér vel á lífsleiðinni. í því sam-
bandi detta mér í hug ummæli
eins fyrrverandi viðskiptaráð-
herra, sem aðspurður sagðist hafa
töluvert vit á verzlun, því hann
hefði oft verið sendur út í búð
þegar hann var strákur!
Þótt merkilegt kunni að virðast
hefur sá lærdómur dugað honum
það vel, að hann stóð sig alls ekki
verr en aðrir viðskiptaráðherrar
íslenska lýðveldisins.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson:
Er verðlagsráð
leynifélag?
Matthías Bjarnason, alþingis-
maður, á vart nógu sterk orð til
að lýsa hneykslun sinni á því, að
ég skuli ekki skýra í fjölmiðlum
hvers vegna ég sat hjá við
atkvæðagreiðslu síðustu fisk-
verðsákvörðunar.
Mín reynsla er sú að Verðlags-
ráð, eða réttara sagt yfirnefndir
þess, séu síður en svo nokkur
leynifélagsskapur, því niðurstöð-
ur mála á þeim vettvangi ein-
kennast mjög af bókunum og
margháttuðum yfirlýsingum,
sem menn gjarnan vilja kom á
framfæri í fjijlmiðlum, ejns og
fjölmörg dæmi sýna.
Hinsvegar búum við ennþá í
þeim heimshluta þar sem
mönnum er bæði frjálst að tala
eða þegja, og þá einnig að kjósa
þann vettvang þar sem skýrt er
frá málum. Það mun ég gera á
fundi umbjóðenda minna í þess-
ari viku og þar sem Matthías á
væntanlega einhvern vin í þeim
hópi, verður þetta ekki neinn
leyndardómur fyrir honum leng-
ur. Ekki mun standa á mér að
ræða málið opinberlega við
Matthías ef honum þykir þá
tilefni til.
Refabú í Krisuvik:
Byrja með 280 blárefi í
desember næstkomandi
REFABÚ mun taka til starfa i
Krísuvík á Reykjanesi síðar á
þessu ári, væntanlega i desember.
Til að byrja með mun búið verða
með 200 læður og 80 steggi, en
stefnt er að þvi að fjölga dýrun-
um þegar á næsta ári. Hlutafélag
mun standa að rekstri búsins, en
aðaleigendur eru þeir Jón M.
Magnússon og Tómas Stefánsson.
Jón sagði i samtali við Morgun-
blaðið í gær, að þeir hefðu keypt af
Hafnarfjarðarkaupstað gömul
gróðurhús í Krísuvík, sem þeir
hefðu nú endurbyggt og útbúið til
refaeldis. Þá hefur Hafnarfjarðar-
bær leigt þeim landsvæði í Krísu-
vík, og jafnframt aðgang að hluta
af íbúðarhusi sem þar er. — Hinn
helming íbúðarhússins hafa eig-
endur svínabús í Krísuvík nýtt.
Jón kvað Iíklegt að tveir menn
myndu vinna við búið í fyrstu, en
þó gæti verið að fleiri yrðu þar að
ieggja hönd á plóg, því ætlunin
væri að fóður handa dýrunum yrði
sérstaklega unnið í fóðurverk-
smiðju sem nú er unnið að upp-
setningu á í Hafnarfirði. — Eig-
endur refabúsins munu jafnframt
eiga og reka fóðurvinnsluna. Fóðr-
ið verður um 85% úr fiskúrgangi,
en afgangurinn úr kjötmeti.
Jón M. Magnússon sagði, að
leyfi hefði fengist fyrir 300 læðum
þegar á þessu ári, en vegna þess að
ekki hefði verið rými fyrir svo
mörg dýr hefði verið ákveðið að
taka aðeins 200 kvendýr í fyrstu.
Ætlunin væri hins vegar að fjölga
dýrunum þegar á næsta ári sem
fyrr segir, upp i 300 læður. Vonir
standa til þess, að sögn Jóns, að
þegar á næsta ári verði unnt að
fella milli 12 og 14 hundruð
yrðlinga, en fleiri síðar. Um 100
þeirra kvendýra sem fyrst munu
koma, verða ungar læður, en 100
eldri. Fjöldi yrðlinga er meiri hjá
eldri dýrunum
Refirnir sem hingað koma eru
blárefir, af sama kyni og þeir sem
nú eru á Grenivík við Eyjafjörð,
og koma þeir frá sama stað í
Skotlandi.
Eigendur hins nýja refabús
hyggjast skipta við fyrirtækið
Hudson Bay í Lundúnum. „Verð
refaskinna er mjög í lægð núna,“
sagði Jón M. Magnússon að lokum,
„en við verðum að vona að það fari
hækkandi."
Sinfóníutónleikar
Starfsárið 1980—1981 er haf-
ið og nú er aðalstjórnandinn
Jean-Pierre Jacquillat, en hann
mun stjórna helming allra tón-
leika sveitarinnar. Fernir tón-
leikar verða undir stjórn Páls
P. Pálssonar, þrennir undir
stjórn Gilbert Levine, en Kar-
sten Andersen og Wolsemar
Nelson fá einn hvor.
Efnisskráin ber þess nokkur
merki að verkefnavalsnefnd hef-
ur talið rétt að taka ekki áhættu
með eitt eða neitt og valið
einungis allt það besta og vin-
sælasta. Aðeins tvö ný „íslensk"
verk verða á efnisskránni, svo að
ekki er ástæða til að hræðast
neitt. Söngurinn er ofarlega á
blaði, sem ber að fagna og er
ráðgert að flytja tvær óperur.
Einnig verða þrennir tónleikar,
þar sem verkefnin eru nefnd „Úr
ýmsum óperum", „Atriði úr am-
erískum söngleikjum" og „Vínar-
kvöld". Sænsk tónlist fær svip-
aðan „kvóta" og íslensk. Vita-
skuld er það þýðingarmikið
hversu tekst til um val verkefna
og einnig hvaða einleikarar taka
þátt í flutningnum, en aðalatrið-
ið er, að búið sé vel að hljóm-
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
ing lá við því ódæði að raula
lagstúf.
Hvað svo sem framtíðin mun
skammta okkur, er það stað-
reynd, að hér á landi starfar
sinfóníuhljómsveit og hefur í
nokkra áratugi unnið að því að
færa íslendinga nær því að geta
talist siðmenntuð þjóð. Hvort
skammsýnum og illa gerðum
menningaróvinum tekst að snúa
sögunni við, veit enginn í dag, en
því spái ég, ef svo tekst til, að
það verði ekki talin minni ógæfa
en sá atburður, er einn lítilfjör-
legur prestur lét brenna allt
bókasafn Helgafellsklausturs.
Fyrstu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands voru mjög
glæsilegir og var hápunktur
þeirra einleikur meistara Erl-
ings Blöndals Bengtssonar í
D-dúr-cellókonsert Haydns.
Meistari Erling Blöndal Jean-Pierre Jacquillat
Bengtson
sveitinni, því það er hún sem ber
hita og þunga þess starfs sem
liggur að baki tónleika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Strengja-
sveitin er of fámenn, sem helst
verður bagalegt er mest á reynir,
eins og t.d. í stærri sinfónískum
verkum, sem ávallt hljóta að
vera meginviðfangsefni sinfón-
íuhljómsveita og aðalhlustunar-
gaman hijómleikagesta. Fjármál
hljómsveitarinnar eru sérkenni-
legt mál, en í þeirri umræðu er
aldrei rætt um hversu þeir
fjármunir, sem til hennar eru
lagðir, dreifast um samfélagið
og koma aftur í ríkiskassann og
viðhalda auk þess að sínum
hluta, margslungnu hringferli
fjármuna í samfélaginu, sem er
forsenda farsældar, ekki síður
en blómleg verðmætasköpun.
I stað þess að líta á starfsemi
hljómsveitarinnar eingöngu sem
kostnaðarlið, verður að líta á
hann sem eina umferð í marg-
földunarferli fjármuna. Þá má
einnig sjá starfsemi hennar í
samanburði við þá stöðu, ef hún
væri ekki fyrir hendi, hvað kæmi
í staðinn, áhrif á atvinnumögu-
leika fjölda manna, sem með
ýmsum hætti tengjast þessum
umsvifum og einnig verslunina í
landinu. Til að sjá þessa stöðu
greinilega, verður útrýmingin að
vera algild og mætti benda á, að
austur í Kína var einu sinni
keisari, er lét banna alla tónlist-
ariðkun og voru öll hljóðfæri
eyðilögð og allar tónlistarbækur
brenndar og snyrtileg hálsstytt-
Önnur verkefni tónleikanna voru
einnig í D-dúr og hófust tónleik-
arnir á Sinfóníu op. 18 nr. 4 eftir
yngsta son „gamla Bachs", Jo-
hann Christian, sem ýmist gekk
undir nafninu Mílanó-Bach eða
Lundúna-Bach. Hann samdi
mikið af góðri tónlist og þar í er
að finna um 50 sinfóníur, 31
sinfóníur-consertante, 37 kon-
serta og 38 píanósónötur, svo
eitthvað sé nefnt. Johann
Christian hafði mikil áhrif á
tónstíl Mozarts, svo mjög, að
segja má að í nokkrum tilfellum
sé um að ræða nánast stælingar
Mozarts á verkum Johanns
Cristians. Siðasta verkið á efn-
isskránni var „önnur" sinfónían
eftir Brahms. I flutningi verks-
ins vantaði mikið á að Brahms
nyti sín til fulls, bæði hvað
snerti mótun blæbrigða og jafn-
vægi milli strengja og blásara.
Hraðavalið var á þann hátt, að á
nokkrum stöðum vantaði þann
þunga og alvöru sem öll tónlist
Brahms býr yfir, jafnvel þar sem
hann slær á létta og glaðlega
strengi. Eins og að framan
greinir lék meistari Erling
Blöndal Bengtsson D-dúr-kon-
sertinn eftir Haydn og man
undirritaður eftir því, eins og
það hefði gerst í gær, er hann á
fermingaraldri lék þennan sama
konsert í Austurbæjarbíói fyrir
rúmum 30 árum. Tækni meistar-
ans er óumdeilanleg en hann
gefur meira en sýnikennslu í
tækni. Hann gæðir tónflutning-
inn lífi er ber merki sérkenni-
legu listfengi mikils listamanns.
Jón Ásgeirsson