Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 14

Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 GEWIA RATTI EMESEKTOXA AGGIO MUSICfl lr«nz« slíkum töfrum að maður hlýtur að EUGENIA RATTI Hin heimsfræga óperusöngkona, Eugenia Ratti, hefur dvalið hér á landi um hálfsmánaðar skeið í boði Pólyfónkórsins og haldið námskeið fyrir kórfélaga. Ratti er einn eftirsóttasti söngkennari hins þekkta „bel canto-skóla" og gafst félögum Pólyfónkórsins tækifæri til að njóta söngkennslu af æðstu gráðu meðan hún dvaldi hér. Eugenia Ratti er glaðvær kona og vingjarnleg — það verður ekki vart við yfirlæti í fari hennar og hefur hún þó náð lengra í list sinni en flestar söngkonur láta sig dreyma um. En þrátt fyrir, eða kannski vegna hinnar látlausu framkomu, fer hinn stórbrotni persónuleiki hennar vart framhjá neinum sem dvelur í návist hennar. Það er fráleitt auðvelt að leggja mælikvarða á listamenn og útskýra fyrir fólki hversu miklir eða litlir þeir eru. Ratti hóf eiginlega söngferil sinn í La Scala-óperunni í Mílanó, einni frægustu óperu heims, þar sem hún hefur starfað samfleytt síðan. Hún heur sungið þekktustu sópranhlutverk heimsóperunn- ar með þvílíkum yfirburðum að lengi mun í minnum haft. Hún hefur ferðast víða um heim og hvarvetna hlotið lof gagnrýnenda fyrir frábæra hæfni, við Grand Metropolitan í New York, Convent Garden í London, í París, Brussel, Vín, Jóhannesarborg, Varsjá o.s.frv. Slík upptalning þjónar hæpnum tilgangi. En þeir sem heyrt hafa Ratti syngja, í óperunni eða af hljómplötu, geta hins vegar gert sér í hugarlund hversu geysihörð og langvinn sjálfsögum býr að baki þeim árangri sem hún nær — til þess þarf ekki sérfræðing. stundum valdi skoplegum mis- skilningi. Það var t.d. 1963 að ég fór með gamanhlutverk í Bole- gena og kom þar fram sem „ballerína“. Fólkið þar mundi eftir söngkonunni Ratti og hún var því svo gamalkunn að það stóð víst í þeirri trú að hún hlyti að vera að minnsta kosti 109 ára. Þegar ég birtist svo á sviðinu héldu allir að þarna hlyti að vera komin dóttir hennar sem hefði erft eitthvað af hæfileikum gömlu konunnar. Það var ekki auðvelt að leiðrétta þann mis- skilning." Overnig kanntu við þig hérna á íslandi? „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem hér og ég kunni strax vel við mig. Um daginn fór ég til Þingvalla með Ingólfi Guð- brandssyni — sá staður hafði djúp áhrif á mig og á þeim stað skil ég eftir hjarta mitt. Þið íslendingar eigið margar auðlind- ir sem ekki verða metnar til fjár. Til dæmis er vatnið hérna svo tært að það er áreiðanlega betra en þekkist í heilsuræktarstöðvum á Italíu. Þið hafið líka svo mikið landrými og getið dreift byggð- inni svo mikið — heima á Italíu eru svo mikil þrengsli." Hvað vilt þú segja um song- mennt hér á Islandi? „Eg hef aðeins kynnst Póly- fónkórnum hérna og af honum mega íslendingar vera stoltir. Meðal félaga í kórnum er afburða söngfólk sem áreiðanlega á eftir að ná langt. Ég fann strax þegar ég kynntist Ingólfi Guðbrands- syni að þar fór maður sem ber sanna og djúpa virðingu fyrir tónlistinni og söngfólk Pólyfón- kórsins má vera ánægt að hafa svo ágætan stjórnanda. Ég hef náð alveg sérstaklega góðu sam- bandi við hvern einasta kórfélaga og samstarfið við kórinn hefur verið mjög ánægjulegt. Að síð- ustu langar mig til að segja „takk“, sem er eina orðið sem ég kann í íslenzku, við Ingólf og alla í Pólyfónkórnum," sagði Eugenia Ratti að lokum. b.ó. „Tónlistin býr yfir finna ófullkomleika sinn“ Eugenia Ratti og eiginmaður hennar Rag Basilio DellaJanna. mér. Samt tókst mér að standast þessa frumraun mína í La Scala og það var mikill persónulegur sigur fyrir mig. Síðan söng ég hverja óperuna á fætur annari og hef sem betur fer yfirleitt fengið jákvæða dóma. Þetta starf er mjög erfitt og gerir miklar kröfur til manns — ég hef sjálf aldrei verið alveg ánægð með þann árangur sem ég hef náð. Tónlistin er einhvern veginn þannig að það er alltaf hægt að ná lengra — sá árangur sem maður nær er aldrei nema brot af því sem maður finnur að hægt er að gera — tónlistin býr yfir slíkum töfrum að maður hlýtur alltaf að finna ófullkomleika sinn. Þess vegna hefur mér alltaf fundist að ég gæti varla kallað mig óperusöngkonu þó það hljómi ef til vill tilgerðarlega." Hvernig er að vera svona á sifelldum ferðalögum og dvelja alltaf á nýjum og nýjum stöðum? Það er anzi erfitt til að byrja með en maður venst því að vera sífellt að pakka niður og flakka á milli. Ég er búin að fá svo mikla æfingu að ég er ekki nema tvær mínútur að pakka niður dótinu mínu. Ég byrjaði ung og hef verið svo lengi í sviðsljósinu að þetta er orðið hversdagslegt fyrir mig. Hinn langi söngferill minn hefur Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Eugeniu Ratti á Hótel Sögu þar sem hún dvaldi með manni sínum Rag Basilio DellaJanna og átti þá við hana eftirfarandi samtal með aðstoð túlks, Unu Elefsen — íslenzkrar stúlku sem verið hefur nemandi hennar um skeið. Var Ratti fyrst spurð með hverjum hætti hún hefði hafið söngferil sinn. „Því á ég nú ekki auðvelt með að svara“, sagði Ratti og hló við, „Mamma fullyrðir að hún hafi heyrt mig syngja á meðan hún gekk með mig. Ég hef verið að syngja síðan ég man fyrst eftir mér og var látin byrja að spila á píanó fjögurra eða fimm ára gumul. Ég er fædd og uppalin í Genóva en þar er sönglist í miklum hávegum höfð. Foreldrar mínir voru mjög söngelskir og höfðu yndi af tónlist, sérstaklega mamma. Þau voru fremur efna- lítil á uppvaxtarárum mínum en þau vildu að ég lærði söng og lögðu hart að sér til að gera mér fært að stunda námið. Ég var átta ára þegar seinni heimsstyrjöldin greip inn í iíf okkar. Það þótti ótryggt að vera í borginni og flúðum við því fjöl- skyldan til bæjarins Castelletto D’orba í Piedmonte héraði. Þar var ekkert leikhús og heldur lítið um að vera, að mér þótti. Ég tók mig því til og stofnaði sjálf einskonar óperu með hjálp vina minna. Ég tók stóra kjóla, sem amma mín hafði átt, og bjó til leiktjöld úr þeim. Þessar sýn- ingar mínar urðu furðu fjölsóttar og var mér óspart klappað lof í lófa þó sjálfsagt hafi þetta verið fátækleg uppfærsla. Þegar stríðinu lauk snerum við aftur til Genóva. Þar stundaði ég nám við skóla sem kenndur er við fiðlusnillinginn fræga, Niccoló Paganini. Ég stundaði námið af miklu kappi og var jafnvel áhugasamari en skólastjóranum líkaði. Ég stalst sem sé til að halda konserta hvenær sem tæki- færi gafst — okkur nemendunum var bannað að koma fram opin- berlega meðan á náminu stóð og varð skólastjórinn mjög reiður ef þetta bann var brotið. Ég varð því að fara mjög laumulega enda tókst mér yfirleitt að leika á hann. Eitt mesta lán mitt á listaferli mínum var að ég komst í kynni við hinn mikla söngvara og söng- kennara Tító Schipa. Hann heyrði mig syngja og varð svo hrifinn að hann ákvað á stund- inni að láta mig syngja þrjá konserta með sér. Tító Schipa var fyrsti virkilegi kennari minn — hann var söngvari af guðs náð en það þurfa söngkennarar að vera til að geta leiðbeint nemendum sínum eftir að lengra er komið. Þetta var á námsárum mínum í Genóva en þar lauk ég prófi átján ára að aldri. Skömmu síðar varð ég aftur fyrir miklu happi. Þegar ég var í sumarfríi, eftir að hafa lokið hinu erfiða prófi við Paganini-skólann, komst ég af tilviljun í kynni við Giani Poggi sem starfaði og starfar enn við La Scala óperuna í Mílanó. Hann hlustaði á mig syngja en að því loknu man ég að hann sagði: „Svona rödd verður að fá að syngja fyrir heiminn — Það er ekkert sem heitir." Það var hann sem kom mér í La Scala. Hann lét mig syngja fyrir stjórnanda La Scala, Victor de Sabata. Þá var verið að æfa óperuna Elisir D’amore og var mér sagt að æfa eitt aðalhlut- verkið í þeirri óperu. Það stóð samt alls ekki til að ég færi með hlutverkið en söngkonan sem fór með það forfallaðist óvænt þann- ig að ég varð að taka það. Ég hafði aldrei áður sungið fyrir slíkan mannfjölda. — Þetta tók alveg ægilega á taugarnar til að byrja með. Búningurinn sem ég bar var alls ekki sniðinn fyrir mig — skórnir voru allt of stórir fötin of þröng en hárkollan svo stór að hún snerist á hausnum á Eugenia Ratti í hlutverki sinu i óperunni „II Matrimonio Segreto“ Eugenia Ratti i gamanhlutverki sem „ballerina" — Það var þegar hún lék þetta hlutverk sem hún oili hinum skoplega misskilningi í Bolegena.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.