Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980
JARÐSKJÁLFTARNIR í ALSÍR
El Asnam, 13 október. — AP.
Niðurbrotinn og hrörlegur fullorðinn maður stóð við rústir
sem eitt sinn var heimili hans og tautaði í sifellu fyrir munni
sér: „Vilji Guðs, vilji Guðs“.
Undir rústunum voru börnin hans fimm og eiginkona
grafin.
„Ég var ekki í bænum þegar skjálftinn reið yfir og er ég
kom til baka var húsið mitt rústir einar. Ég heyrði köll konu
minnar undan haugnum, en gat ekkert fengið gert. Ég heyrði
köllin enn í gærkvöldi en miklu daufari. Og nú heyrist ekkert
neðan úr rústunum,“ sagði maðurinn og bætti því við að kona
hans og börn væru að öllum li
Á svæðinu voru svissneskir
björgunarmenn að leita í rústunum
i þeirri von að finna einhverja á
lífi. Mörgum hefur verið bjargað á
lífi út úr rústunum frá því á
föstudagskvöld, en óttast er að um
eða jafnvel yfir 20.000 manns hafi
farist í jarðskjálftanum. í morgun
höfðu lík rúmlega fimm þúsund
manna fundist. Á.m.k. fjórðungur
allra bygginga í E1 Asnam jafnað-
ist algjörlega við jörðu og flest
önnur hús skemmdust meira eða
minna í skjálftanum.
Björgunarmennirnir sögðust
ekki vongóðir um að fjölskylda
mannsins væri á lífi, hún væri
líklega of djúpt grafin í rústunum.
Með aðstoð sérþjálfaðra hunda
hefðu 13 fórnarlömb jarðskjálft-
anna fundist undir húsarústinni,
og aðeins eitt þeirra verið á lifi, en
mikið slasað.
Sveit franskra hjálparsveitar-
indum dáin.
dag. Þúsundir hermanna, lögreglu-
manna, slökkviliðsmanna o.fl. hafa
lagt nótt við dag við björgunar-
störfin á Wilaya-svæðinu, en þar
býr yfir ein milljón manna. Talið er
að fimmtungur íbúa hafi slasast
eða misst eigur sínar í skjálftanum
og að a.m.k. eitthundrað þúsund
séu heimilislausir eftir skjálftana.
Annars hefur reynst erfitt að átta
sig alveg á eyðileggingunni og
afleiðingum skjálftanna, því allt
símasamband við skjálftasvæðið
rofnaði á föstudag. Einnig urðu
miklar truflanir á rafmagnsfram-
leiðslu og vatnsveitur skemmdust
víða. íbúum hefur verið skipað að
yfirgefa mörg þorp og bæi á
svæðinu þar sem óttast er að
farsóttir kunni að brjótast út.
Aðal eyðileggingin var á svæði
sem afmarkast af 30 kílómetra
radíus frá E1 Asnam. Auk eina
stóra hótelsins í E1 Asnam jafnað-
. mHP a , i
| mr"'* ''éhMi-
Slökkviliðsmenn i E1 Asnam bera stúlku á sjúkrabörum er þeir fundu grafna i rústum húsa er hrundu til
grunna í jarðskjálftanum í norðvesturhluta Alsír á föstudag. Símamynd — AP.
„Vilji Guðs,
vilji Guðs...“
manna leitaði í rústum Chelif
hótelsins, eina stóra hóteli bæjar-
ins, en talið er að í rústunum séu
um 300 manns, gestir og starfsfólk
hótelsins. Við leitina nota hjálpar-
sveitarmennirnir einnig sérþjálf-
aða hunda, sem ætlað er að finna
menn er grafast undir snjóflóð.
Engin von var til þess að einhver
fyndist á lífi í rústunum, því
hótelið jafnaðist gjörsamlega við
jörðu í skjálftanum.
Við hliðina á hótelinu voru rústir
dómhússins í E1 Asnam. Hundarn-
ir sérþjálfuðu fundu konu dómar-
ans og barn þeirra á lífi á sunnu-
dagsmorgun, en ekki fannst dóm-
arinn. Áfast við dómshúsið voru
íbúðir dómara og saksóknara.
Björgunarmenn kváðust hafa heyrt
hróp lítillar stúlku neðan úr rúst-
unum fram á sunnudagsmorgun, en
þeir fundu hana aldrei.
100.000 heimilislausir
Þannig hefur verið leitað allt frá
því að skjálftarnir hófust á föstu-
ist helzta bænahús bæjarins við
jörðu, en þar voru fjölmargir við
bænir er skjálftarnir riðu yfir.
Einnig jafnaðist við jörðu blokkar-
bygging sem þrjú þúsund manns
bjuggu í og stærsta sjúkrahús
bæjarins. Margir létust í fjalla-
þorpum í nágrenni E1 Asnam.
Þorpin einangruðust þar sem
aurskriður lokuðu vegum og flest-
allar brýr á svæðinu brotnuðu.
Björgunarstarf á jarðskjálfta-
svæðunum í Alsír er mjög um-
fangsmikið og hefur hjálp borist
víða að. Fjöldi ríkja hefur lagt
fram fjárhagsaðstoð. Þó hefur
Chadli Bendjedid forseti orðið að
afþakka ýmsa aðstoð, á þeirri
forsendu að þar í landi væru menn
ekki í stakk búnir til að taka á móti
allri þeirri aðstoð sem bauðst.
Fyrirskipuð hefur verið sorgarvika
í Alsír vegna jarðskjálftanna.
Rjúkandi rústir
„Það greip mig skelfing. Undir
fótum manns lék jörðin á reiði-
skjálfi. Að vísu byrjaði skjálftinn
rólega, en magnaðist ört og eftir
um 15 sekúndur lék allt á reiði-
skjálfi. Ég vissi hreint ekki hvað
var á seiði. Og áður en okkur tókst
að komast út úr bifreiðinni lá hún
á hvolfi fyrir utan veginn," sagði
franskur ferðalangur sem var á
leiðinni út úr E1 Asnam er jarð-
skjálftarnir byrjuðu á föstudag.
„Og er ég leit í kring um mig
virtist allt á ferð og flugi. Fólkið
hljóp öskrandi út úr húsum sínum,
rétt eins og það væri sturlað.
Hávaðinn var óbærilegur og
ógnvekjandi. Rauður reykur steig
upp af rústum húsanna er þau
jöfnuðust við jörðu eitt af öðru.
Brúin sem við höfðum ekið yfir
hálfri mínútu áður hrundi, við
vorum þeir síðustu sem fórum yfir
hana. Skjálftinn leið fljótt hjá, en
samt var þetta eins og maður væri
með mikla sjóriðu. Ég hélt að nú
væri kominn heimsendir, svei mér
þá“.
Upptök jarðskjálftans rcyndust vera svo til beint undir bænum
El Asnam. Á þessari teikningu má sjá afstöðu borgarinnar miðað
við Algeirsborg. Á svæðinu þar sem skjálftinn átti upptök sín
búa um ein milljón manna og hefur a.m.k. fjórðungur þeirra
misst heimili sin. Vart varð við skjálftann i borginni Valencia á
Spáni.
Þetta stórhýsi hefur lagst á hliðina og ónýtzt, eins og svo mörg önnur Leitað i rústum húsa er hrundu i jarðskjálftanum á föstudag.
i E1 Asnam.