Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 21

Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 29 Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra: Eiga skattgreiðendur á 10 milljörðum án að taka á sig ábyrgð öruggra trygginga? Vegna nokkurra æsingaskrifa í Morgunblaðinu nú um helgina um bréf fjármálaráðuneytisins til Flug- leiða hf. og vegna mikils misskiln- ings sem virðist ríkja um samþykkt ríkisstjórnarinnar, sem gerð var um Flugleiðamálið 16. september s.l. vil ég taka fram eftirfarandi: í samþykkt ríkisstjórnarinnar 16. september s.l. var ákveðið að veita Flugleiðum hf. bakábyrgð ríkisins allt að einum og hálfum milljarði ísl. króna sem svaraði til þeirra tekna sem ríkissjóður hefur haft árlega af Atlantshafsflugi Flugleiða. Með þessum hætti sleppa Flugleiðir við öll gjöid og skatta af þessum rekstri og er það fullkomlega eðlilegt, með- an félagið glímir við stórfelldan taprekstur á þessari flugleið. Enginn vafi er á því, að við þetta loforð verður staðið. En rétt er að menn geri sér grein fyrir, að nú er allt annað uppi á teningnum. Nú er ekki aðeins farið fram á, að ríkissjóður felli niður skatta og gjöld af Atlantshafsflugi heldur er hugmyndin sú, að öll upphæðin komi til greiðslu úr ríkis- sjóði á næstu mánuðum. Það sem áður hét bakábyrgð er nú orðið að beinum styrkjagreiðslum úr ríkis- sjóði. Ég get ekki fallist á þessa stefnu- breytingu frá fyrri samþykkt ríkis- stjórnarinnar. Væntanleg bak- ábyrgð ríkisins verður að taka mið af raunverulegum rekstri félagsins á komandi vetri og getur ekki orðið blind styrkjastarfsemi. 1 öðru lagi er þess krafist til viðbótar, sem ekki lá fyrir þegar samþykkt ríkisstjórnarinnar var gerð, að ríkissjóður taki á sig ábyrgð á lántöku Flugleiða hf. að upphæð 6 milljarðar ísl. kr. en fyrr á þessu ári tók ríkissjóður ábyrgð á þriggja milljarða lántöku félagsins. Vonandi eru ekki margir sem ætlast til þess í fullri alvöru að ríkissjóður axli ábyrgð af lántökum upp á 10 þúsund milljónir króna á fáum mánuðum, án þess að tryggi- lega sé gengið úr skugga um, að þessi skuldabaggi falli ekki á íslenska skattgreiðendur í náinni framtíð. Upphæðin nemur um 250 þúsund krónum á hverja fimm manna fjöl- skyldu í landinu, og síst ættu menn að gleypa slíkar ábyrgðarbeiðnir hráar, þegar haft er í huga, að fyrirtækið hefur tapað um 13 millj- örðum ísl. kr. á aðeins einu og hálfu ári. Ég hef áður lýst því yfir, að Flugleiðir hf. eigi vel fyrir skuldum miðað við endurmetið verð eigna. Hins vegar verð ég að benda á, að það er mikil blekking að telja fólki trú um, að hægt sé að jafna saman veðhæfni eigna og endurmetnu verði eigna. Fyrir rúmum mánuði lýstu íor- stjóri Flugleiða hf. og samgönguráð- herra, Steingrímur Hermannsson, því yfir í sjónvarpi, að Atlantshafs- flugið væri fjárhagslega vonlaust fyrirtæki. Því miður hef ég enga aðstööu til að dæma um, hvort svo sé. En vegna íslenskra skattgreið- enda verður einhvers staðar að draga línuna, hvar stuðningur ríkis- ins byrjar og hvar hann endar. Annar meiri hluti á Alþingi getur þá breytt þeim dómi. Ég tel sjálfsagt að veita Flugleið- um umrædda bakábyrgð í samræmi við fjrri samþykkt ríkisstjórnarinn- ar. Ég tel að forystumenn íslenskra flugmála hafi . unnið merkilegt brautryðjendastarf á undanförnum árum og ég óska Flugleiðum hf. góðs gengis í erfiðri samkeppni á flugi yfir Atlantshaf. Hins vegar er best að hafa það á hreinu, að ég er ekki reiðubúinn að samþykkja, að ríkissjóður taki á sig margra milljarða rekstrartap Flug- leiða hf. vegna flugreksturs, sem hvorki forstjóri félagsins né sam- gönguráðherra hafa trú á. Skulda- baggi ríkissjóðs sem fyrir er, er sannarlega nógu stór og þarf að minnka á næstu árum fremur en að stækka. Ábyrgð ríkissjóðs á nýjum lántök- um Flugleiða hf. hlýtur að byggjast á því, að íslenskir skattgreiðendur hafi allt sitt á þurru með því að örugg veð séu sett fyrir væntan- legum ábyrgðum ríkisins. Því miður er fjárhagsstaða félagsins á þann veg í dag að þetta er með öllu útilokað nema félagið breyti eignum sínum að einhverju leyti í laust fé, og breytir þar engu, þótt Morgun- blaðið æpi með stóryrðum að mér eða öðrum. Þetta er forystumönnum Flugleiða sjálfum fullljóst eins og sjá má af bréfi þeirra til samgöngu- ráðherra 1. október s.l. þar sem þeir benda á hvaða eignir og hlutabréf þeir telja hagkvæmast að selja. Að sjálfsögðu verður félagið sjálft að ákveða, hvað verði selt og hverju það hættir til. Vill það halda Atl- antshafsfluginu áfram í samræmi við tilboð ríkisstjórnarinnar frá 16. september og taka þá áhættu sem því fylgir? Ábyrgðinni og áhættunni má ekki velta yfir á skattgreiðendur. Á það hefur verið bent í þessu sambandi að ríkisstjórn Luxemborg- ar muni leggja fram einn og hálfan milljarð vegna Atlantshafsflugs Flugleiða. En gera menn sér grein fyrir því, að áhætta íslenska ríkisins ef trygg veð fást ekki, yrði sjö sinnum meiri, eða tíu og hálfur milljarður. Það samsvarar öllum áætluðum eignaskatti á einstaklinga og íslensk félög á næsta ári. I Flugleiðamálinu hefur þjóðin horft upp á ýmsar kollsteypur og óvænt skoðanaskipti, sem að sjálf- sögðu tengjast óskum og vonum þess mikla fjölda manna, sem bundið hefur vonir sínar við áframhaldandi rekstur Atlantshafsflugsins. Kjarni þessa máls er sá, að treysti forysta Flugleiða hf. sér ekki til þess að taka ábyrgð á Atlantshafsfluginu án þess að velta byrðinni yfir á ríkissjóð umfram það sem flest í samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 16. september s.l., þá er tómt mál að tala um framhald á þessu flugi, sem vissulega gæti stefnt flugsamgöng- um Ísiendinga við önnur lönd í mikla hættu, ef illa tækist til. Athugasemd Morgunblaðsins Aths. ritstj.: Það eru aðeins til tvær skýringar á athugasemd fjármálaráðherra, sem hér er birt. Þær eru þessar: • Fjármálaráðherra veit ekki hvað hefur verið að gerast í Flugleiða- málinu undanfarnar vikur og þ.á m. hvað hann sjálfur hefur samþykkt á fundum ríkisstjórn- arinnar. • Fjármálaráðherra gerir vísvit- andi tilraun til þess að blekkja almenning og telja fólki trú um, að aðdragandi áframhaldandi Atlantshafsflugs sé allt annar en hann raunverulega er. Morgunblaðið mun ekki leggja dóm á það, hvor skýringin á við athugasemd fjármálaráðherra. Að öðru leyti skal þetta tekið fram: 1. Fjármálaráðherra segir: „Nú er ekki aðeins farið fram á, að ríkis- sjóður felli niður skatta og gjöld af Átlantshafsflugi heldur er hug- myndin sú, að öll upphæðin komi til greiðslu úr ríkissjóði á næstu mán- uðum. Það sem áður hét bakábyrgð er nú orðið að beinum styrkja- greiðslum úr ríkissjóði." Hver hefur farið fram á greiðslur úr ríkissjóði til Flugleiða? Stjórnendur Flug- leiða? Ékki hefur það komið fram. Kjarni málsins er sá, að stjórnendur Flugleiða tilkynntu ríkisstjórninni. að þeir neyddust til að leggja niður Átlantshafsflugið og segja upp fólki af þeim sökum. Þeir íóru ekki fram á einn einasta eyri úr ríkis- sjóði til að halda þvi flugi áfram. Það var ríkisstjórnin sjálf, þ.á m. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, sem leitaði eftir því við stjórnendur Flugleiða, að Atlantshafsfluginu yrði haldið áfram og hét stuðningi til þess. Ragnar Arnalds og félagar hans huðu þessa fjármuni fram. Stjórnendur Flugleiða leituðu ekki eftir þeim og hafa enn ekki tekið ákvörðun um, hvort þeir taka við þeim. 2. Fjármálaráðherra vitnar til yfir- lýsinga samgönguráðherra og for- stjóra Flugleiða um að Atlantshafs- flugið væri „fjárhagslega vonlaust fyrirtæki". Síðan segir hann: „Því miður hef ég enga aðstöðu til að dæma um, hvort svo sé. En vegna íslenzkra skattgreiðenda verður ein- hvers staðar að draga línuna, hvar stuðningur ríkisins byrjar og hvar hann endar. Hins vegar er bezt að hafa það á hreinu, að ég er ekki reiðubúinn að samþykkja að ríkis- sjóður taki á sig margra milljarða rekstrartap Flugleiða hf. vegna flugreksturs, sem hvorki forstjóri félagsins né samgönguráðhcrra hafa trú á.“ Hver hefur beðið fjármálaráð- herra að taka á ríkissjóð margra milljarða taprekstur Flugleiða? Hafa stjórnendur Flugleiða borið fram þá ósk? Hvar og hvenær ? Fjármálaráðherra veit, að Flugleiðir hafa ekki óskað eftir því. Það er ríkisstjórnin sjálf og Ragnar Arn- alds, fjármálaráðherra, sem hafa hoðið fram verulega fjármuni til þess að halda Atlantshafsfluginu gangandi. Ef fjármálaráðherra hugnast ekki dómur samgönguráðherra og forstjóra Flugleiða um að Atlants- hafsflugið sé „fjárhagslega von- laust fyrirtæki“, hvernig stendur þá á þvi að hann samþykkir i rikisstjórninni að standa að stuðn- ingi til þess að halda þessu flugi áfram? Væntanlega til þess að tryggja afkomu þess fólks sem starfað hefur við þetta flug en mundi missa atvinnu sina ella. 3. Enn segir fjármálaráðherra: „Vill það (félagið) halda Atlantshafsflug- inu áfram í samræmi við tilboð ríkisstjórnarinnar frá 16. september og taka þá áhættu, sem því fylgir? Ábyrgðinni og áhættunni má ekki velta yfir á skattgreiðendur." Hvað er ráðherrann að fara? Hver hefur farið fram á það að velta áhættunni yfir á skattgreiðendur? Morgunblaðinu er ekki kunnugt um að slik krafa hafi komið fram. Hins vegar hafa Flugleiðir farið fram á ríkisábyrgð og setja eignir sínar að veði á móti. Ráðherrann hefur sjálfur sagt, að Flugleiðir eigi fyrir skuldum. 4. Fjármálaráðherra víkur að beiðni Flugleiða um ríkisábyrgð og segir, að íslenzkir skattgreiðendur verði að hafa allt á þurru í þeim efnum með öruggum veðum og segir síðan: „Því miður er fjárhagsstaða félagsins á þann veg í dag, að þetta er með öllu útilokað nema félagið breyti eignum sínum að einhverju leyti í laust fé ...“ Fjármálaráðherra hefur til- kynnt, að skipaðir verði sérstakir matsmenn til þess að meta veðhæfi eigna Flugleiða. Hvernig stendur á því, að ráðherrann getur fullyrt áður en vinnan við matið hefst, hvað þá að niðurstöður liggi fyrir, að eignir Flugleiða dugi ekki fyrir veðum? Hvernig stendur á því að ráðherrann er að skipa matsmenn úr því að hann getur kveðið upp úr um þetta fyrirfram? Það er auðvitað augljóst af þess- ari staðhæfingu að fjármálaráð- herra og félagar hans ætla að reyna að koma í veg fyrir að Flugleiðir fái þessa ríkisábyrgð. Afleiðingin af því yrði sú, að sögn Steingríms Hermannssonar, að rekstur félags- ins mundi stöðvast á næstu vikum. 5. Fjármálaráðherra kveðst vona, að enginn ætlist til þess að ríkissjóð- ur axli ábyrgð af lántökum upp á 10 þúsund milljónir á fáum mánuðum „án þess að tryggilega sé gengið úr skugga um, að þessi skuldabaggi falli ekki á íslenzka skattgreiðendur í náinni framtíð". Það ætlast enginn til þess að ríkissjóður taki á sig óeðlilegar ábyrgðir vegna Flugleiða. En úr því að ráðherrann leggur svo mikla áherzlu á „örugg veð“ er ekki úr vegi, að það verði upplýst, gegn hvers konar tryggingum ríkisábyrgðir hafa verið veittar á undanförnum árum. Hafa veðin aidrei farið fram úr 60% ? Það ættu að vera hæg heimatök hjá fjármálaráðherra að upplýsa það. Hins vegar er sú krafa gerð til f jármálaráðherra. að hann vinni að þvi með velvilja að tryggja óhindr- aðar flugsamgöngur okkar íslend- inga í stað þess að vinna markvisst að því að koma því fyrirtæki, sem fyrir þeim hefur staðið, á kné. Fjármálaráðherra telur Morgun- blaðið hafa staðið fyrir „æsinga- skrifum" og að blaðið hafi „æpt“ að honum með stóryrðum. Þeir einu, sem farið hafa með ópum og æsingi i þessu máli eru sérstakir fulltrúar og taismenn Ragnars Arnalds í þessu máli. Ólafur Ragnar Gríms- son og Baldur óskarsson. Rækjuveiðar við Grænland ekki ar gufa einfaldlega upp í hinni miklu verðbólgu," sagði Gunnar Snorrason ennfremur. í Kjarvalssal hafði verið sett upp sýning á úrvalsmyndum úr samkeppni skólabarna og afhenti Gylfi Gislason myndlistarmaður verðlaun. Fyrstu verðlaun hlutu saman tvær telpur úr Fossvogs- skóla, Margrét og Anna. Önnur bókaverðlaun voru veitt Karolínu og Björk úr Fossvogsskóla, Stef- aníu Gísla, Huldu Valsdóttur, og þeim Önnu Karlsdóttur og Ingi- björgu Sigurðardóttur úr sama skóla. Þá hlaut viðurkenningu Kristín úr Fellaskóla, Guðbjörn úr Heyrnleysingjaskólanum, Ingi- björg Sigurðardóttir úr Breiða- gerðisskóla og úr Hólabrekku- skóla hlaut viðurkenningu hóp- verkefni og einnig myndin óskað eftir rigningu (myndirnar ýmist merktar fornöfnum, fullu nafni eða skóla). Verða myndirnar til sýnis í Fossvogsskóla. Kl. 3 hófst ráðstefnan um manninn og hungrið. Fundar- stjóri var Ellert Schram, en stutt erindi fluttu: Jón Óttar Ragnars- son, formaður Lífs og Lands og Ólafur Mixa, forseti Rauða kross- ins. Björn Þorsteinsson talaði um þróunarlöndin, Björn Sigur- björnsson um baráttu alþjóða- stofnana, Björn Friðfinnsson um mörk hins byggilega heims og Eggert Ásgeirsson um Island og þróunarlöndin. Þá talaði Jónas Þórisson um hjálparstarf og vandamál þess, Bogi Ágústsson um fjölmiðla og þróunarlöndin, Elín Pálmadóttir um „að bjarga einu barni", Gunnar Ólafsson um menntakerfi og þróunarlönd, Laufey Steingrímsdóttir um heil- brigðiskerfi og þróunarlönd, Vífill Magnússon um kynni af þróunar- löndum, Eygló Éyjólfsdóttir um aðstöðu til þróunarlanda og Tryggvi Emilsson flutti loka: erindið um Mann og hungur, í hléi á ræðum söng Ólöf K. Harð- ardóttir. Kl. 19.30 hófust pallborðsum- ræður um efni ráðstefnunnar undir stjórn Árna Bergmanns og stóðu til kl. 9. í þeim tóku þátt Björn Þorsteinsson, Ólafur B. Thors, Björg Einarsdóttir, Guð- rún Hallgrímsdóttir, ólafur Björnsson og Sturla Friðriksson. Um það leyti sem umræðum lauk, hófst svokölluð hungurvaka með mörgum atriðum, sem Þór- unn Sigurðardóttir kynnti. Var mikill fjöldi manns í húsinu, einkum ungt fólk. Hornaflokkur Kópavogs flutti létta tónlist, Þorsteinn frá Hamri las Hung- urljóð, Hljómsveitin Lögbann flutti frumsamið popp og þjóðlög, Ásgeir Bragason og hljómsveit fluttu endurreisnartónlist, léku m.a. á tréhljóðfæri frá 16. og 17. öld, félagar úr Alþýðuleikhúsinu drógu upp satíríska mynd af garðveizlu, Tinna Gunnlaugsdótt- ir flutti baráttuljóð gegn hungri, Bergþóra og Gísli voru með vísna- söng, Demo flutti Jazzrokk, Sig- urður Rúnar og félagar músik og Keltar írsk þjóðlög. Þótti hungurvakan hafa tekist mjög vel. Julianchaah. 13. október. RÍKISSTJÓRN íslands lýsti ný- lega áhyggjum sínum við græn- lenzku iandsstjórnina vegna hugs- anlegrar ofveiði á rækju við A- Grænland. fslendingar fóru þó fram á um leið að fá leyfi til að senda 5 islenzk rækjuskip á rækj- umiðin á Dohrnbanka eða að minnsta kosti eitt rannsóknaskip svo framarlega, sem rækjuveiðarn- ar verði ekki stöðvaðar. Landsstjórnin hafði sjálf áhyggj- ur af þessum veiðum og því er það gleðiefni að tilraunaveiðarnar muni ekki gefa af sér 10 þúsund tonn, en það var sú tala sem um var talað við upphaf veiðanna. Þar sem kvótinn verður ekki notaður til fulls og vegna áhuga Grænlendinga á ís- lenzkum rannsóknum á þessum miðum, en íslendingar hafa vitn- eskju um rækjumiðin frá fyrri árum, hefur beiðni íslendinga verið vel tekið. Einnig er hafður í huga sá velvilji, sem grænlenzk skip hafa mætt í íslenzkum höfnum, og sam- vinna Islendinga og Grænlendinga um sameiginlega fiskstofna á þess- um slóðum. stöðvaðar Með þessi atriði í huga hefur landsstjórnin lagt til að þrjú íslenzk skip fái leyfi til veiðanna Græn- landsmegin við miðlínu. Málið verð- ur af hálfu Grænlandsmálaráðu- neytisins og utanríkisráðuneytisins danska rætt við nefnd Efnahags- bandalagsins. Hcnrik Lund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.